Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 18

Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í FYRIRLESTRI á vegum Félags þjóðfræðinga í dag, kynnir Helga Einarsdóttir þjóðfræðingur efni MA- ritgerðar sinnar við háskólann í Cork á Írlandi. Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar: Ímyndir og hlutverk írskra yf- irnáttúrulegra kvenna. Helga fjallar um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og breytingar þessara kvenímynda verða ræddar í menningar- og trúar- legu samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku. Erindið hefst kl. 17.15 í Odda. Fræði Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar Helga Einarsdóttir ÖRN Árnason leikari, söngvari og skemmtikraftur verður gestur Antoniu Hevesi píanó- leikara á Hádegistónleikum í Hafnarborg kl. 12 á hádegi í dag. Örn syngur íslensk leik- húslög eftir Jóhann G. Jó- hannsson og Þórarin Eldjárn við undirleik Antoníu, sem er listrænn stjórnandi Hádeg- istónleikaraðarinnar. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Tónlist Lögin úr leikhúsinu hjá Erni og Antoníu Örn Árnason FJÓRÐI fyrirlesturinn um dauðasyndirnar sjö í fyr- irlestraröð Borgarbókasafns Reykjavíkur verður í dag kl. 17:15. Þá fjallar Valgerður Dögg Jónsdóttir um öfundina. Fyrirlestraröðin er fengin að láni frá Akureyri en þar stóð Amtsbókasafnið að henni ásamt fleiri aðilum fyrr í vet- ur. Fyrirlesarar koma úr ýms- um áttum og lítur hver við- fangsefnið sínum augum, eins og vera ber. Dagskráin, sem tekur um klukkustund, fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Fræði Aumur er öfundlaus maður Vonda drottningin Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Allt frá barnæsku hafa Pass-íusálmar séra HallgrímsPéturssonar verið tón-skáldinu Sigurði Sævars- syni sérlega hugleiknir. Einkum virðist sem útvarpslestur sálmanna – og sérstaklega þau vers sem sungin voru – hafi náð varanlegri fótfestu hjá tónskáldinu á barnsaldri. Því má segja að óratorían Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson, sem frum- flutt verður á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju, eigi sér töluverðan aðdraganda og er hún óneitanlega þýðingarmikil fyrir tónskáldið. Flytjendur verksins eru kamm- erkórinn Schola cantorum og ein- söngvarar eru sömuleiðis úr hans röðum. Hrólfur Sæmundsson, bari- tón, fer með hlutverk Jesú, Benedikt Ingólfsson, bassi, syngur Pílatus og Gísli Magnason fer með hlutverk Júdasar. Jóhann Smári Sævarsson, bassi, fer með stærsta hlutverk verksins sem er sögumaðurinn Hall- grímur Pétursson. Hljóðfæraflutn- ingur er í höndum og kammerhóps- ins Caput en stjórnandi er Hörður Áskelsson. Þess má geta að Schola cantorum var nýverið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007. Kveður við nýjan tón Hallgrímspassía Sigurðar er þriðja óratórían sem byggð er á Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og er flutt í Hallgrímskirkju. Hinar tvær eru annars vegar sam- nefnt verk eftir Atla Heimi Sveins- son, sem Mótettukórinn flutti ásamt stórri blásarasveit og hópi leikara í sjónvarpi árið 1988. Þá var Passía Hafliða Hallgrímssonar frumflutt ár- ið 2001 og hljóðrituð ári síðar; verk fyrir kór, hljómsveit og tvo einsöngv- ara. Verk Atla og Hafliða eru mjög ólík að sögn Harðar Áskelssonar stjórnanda, þótt bæði byggist á text- um Passíusálmanna og í verki Sig- urðar Sævarssonar kveður við enn annan tón. „Ég vildi byrja með algjörlega hreint borð með því að skírskota ekki í eitt eða neitt og gera alveg nýtt verk,“ segir tónskáldið Sigurður Sævarsson. Það má vissulega segja að nálgun Sigurðar að Passíusálmunum sé sér- stök og nýstárleg. Eins og Sigurður áréttar sjálfur þá reynir hann að forðast hvers kyns skírskotanir og hann smíðar formgerðina alveg upp á nýtt. Það sem vekur sérstaka at- hygli er að aðalhlutverk óratóríunnar er Hallgrímur sjálfur þar sem hann kemur fram sem sögumaður en hann er einmitt sunginn af Jóhanni Smára Sævarssyni, bróður tónskáldsins. „Hallgrímur kemur þarna fram eins og guðspjallamaður og segir söguna og lýsir því sem er að ger- ast,“ segir Sigurður. „Upphaflega ætlaði ég mér að búa til verk sem væri svipað lestrinum eins og ég man eftir honum úr út- varpinu. Síðan breyttist verkið skyndilega í það að vera hádrama- tískt,“ lýsir Sigurður. „Ég fann það síðan hversu mikið Hallgrími er niðri fyrir í sálmunum – hann er reiður og sorgmæddur í senn. Þá fannst mér stuðlarnir, höf- uðstafirnir og rímið allt í einu ekki skipta máli,“ heldur Sigurður áfram. „Þegar maður fer svo að grafa dýpra ofan í textann þá finnur maður sífellt meira fyrir tilfinningu Hall- gríms sem er á bak við þetta allt saman. Ég læt í rauninni textann leiða mig áfram og hann gerir það. Ég vinn þetta svolítið þannig að ég les textann og reyni svo að sjá hann fyrir mér eins og bíómynd eða ein- hvers konar senu og svo sem ég tón- list við senuna. Orð Hallgríms eru alltaf í forgrunni en ég er ekki að laga til orðin hans að músíkinni minni; orðin koma fyrst og músíkin síðan.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður starfar með Schola cantorum og hann fer ekki leynt með ánægju sína með það samstarf. „Þetta er algjört æði. Það er rosa- lega gott að vinna með svona miklu fagfólki sem kemur svolítið með sitt að verkinu líka. Það er alltaf ynd- islegt að finna fyrir því þegar fólk leggur sig allt í verkefnið.“ Kyrrlátt og kröftugt í senn Eins og Sigurður nefnir er heil- mikil dramatík í verkinu sem knúin er áfram af bæði söngvurum og hljóðfæraleikurum. „Óratóríuformið er náttúrulega skylt óperunni þar sem dramatíkin kemur til sögunnar og persónuskipt- ing. Það eru bara ekki tjöld í óratórí- unni – þar liggur stóri munurinn,“ útskýrir Hörður Áskelsson stjórn- andi verksins. Jesús, Pílatus, Júdas og Hallgrímur hafa sem fyrr segir allir sína einsöngvara. „Og þegar lýðurinn hrópar þá hrópar allur kórinn; meira að segja hljómsveitin fær að hrópa með,“ lýsir Hörður. „Ég myndi segja að áferðin á verk- inu væri mjög kyrrlát – mjög íhug- andi. Það mætti segja að þetta væri eins konar íhugunartónlist þar sem gjarnan er staldrað við og hvílt. Svo koma oft mjög kröftugir og drama- tískir drættir þar sem lögð er áhersla á spennu og kraft.“ Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram á föstudaginn langa og hefjast þeir kl. 22. Almennt miðaverð er 2.500 kr. en 2.000 kr. fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn. Forsala miða fer fram í Hallgrímskirkju. Óratórían Hallgrímspassía frumflutt á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju Reiði og sorg Hallgríms JÓHANN Smári Sævarsson syngur Hallgrím Pétursson í Hallgrímspassíu eftir bróður sinn, Sigurð Sævarsson tónskáld. Schola Cantorum og kamm- erhópurinn Caput flytja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Morgunblaðið/Einar Falur Píslarsagan í Hallgrímskirkju BRETAR efna um þessar mundir til ljóðasamkeppni í tilefni af því að tvö hundruð ár eru liðin frá því að þrælasala var bönnuð þar í landi. Það er breska listráðið sem stendur fyrir samkeppninni, og þema henn- ar er þrældómur. Meðal þeirra sem munu keppa að verðlaununum eru virt skáld, eins og Bernardine Evaristo, sem heim- sótti Ísland á breskri bók- menntahátíð hér, árið 2002; Fred D’Aguiar og Paul Farley, en list- ráðið pantar sérstaklega ljóð af þessu tilefni hjá virtum skáldum. D’Aguiar sem ríður á vaðið nú í apríl minntist, þegar tilkynnt var um keppnina, textabrots úr skáld- sögu Faulkners, Sálumessu nunnu: „Við þekkjum öll orð Faulkners: „Fortíðin er aldrei farin“ og það á sérstaklega við um þrælahald sem enn er til umræðu í dag. Ef við gleymum ekki fortíðinni, gætum við reynt að komast hjá því að end- urtaka þau mistök sem við höfum gert. Það væri svolítil miskabót fyr- ir sársauka þolendanna í mein- gjörðum mannkynssögunnar.“ Peter Hewlett forstöðumaður listráðsins benti á hve frásagn- arlistin og kveðskapur væru sterk- lega tengd þrælahaldi. „Listráðið vonar að ljóða- samkeppnin kveiki neista í brjóst- um óþekktra sem þekktra skálda og sé hvatning til yrkinga í hefð frásagnarlistarinnar.“ Keppnin er eingöngu opin skáldum sem ekki hafa gefið út ljóðabók í fullri lengd. Sigurljóðið verður gefið út með þeim ellefu ljóðum valinkunnu ljóð- skáldanna sem listráðið pantar, og verðlaunaskáldið fær í kaupbæti fimmhundruð pund, eða um sextíu og fimm þúsund krónur. Ljóðað fyrir frelsi Bretar minnast af- náms þrælahalds með ljóðasamkeppni Bernardine Evaristo Í HNOTSKURN » Hallgrímspassía er óratóríaeftir tónskáldið Sigurð Sæv- arsson sem frumflutt verður á föstudaginn langa í Hallgríms- kirkju. »Flytjendur verksins erukammerkórinn Schola Can- torum og hljóðfæraflutningur er í höndum kammerhópsins Caput. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. »Kammerkórinn Schola Can-torum var nýverið til- nefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007. » Stærsta hlutverkið er per-sóna Hallgríms Péturssonar en hann er sögumaður verksins. Hutverk Hallgríms er í höndum Jóhanns Smára Sævarssonar, bassa, sem er bróðir tónskálds- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.