Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HLJÓÐSPOR nefnist sýning sem
fer fram í gamla nemendaleikhús-
inu í kvöld.
Þar verður sýnt sambland af
dans-, mynd og tónverki.
Þóra Hilmarsdóttir sýnir mynd-
verk sem samtvinnast dansi tveggja
dansara og tónlist eftir Lydiu Grét-
arsdóttur sem er á tónsmíðabraut
Listaháskóla Íslands. Dansarar eru
Inga Maren Rúnarsdóttir og Ásgeir
Helgi Magnússon.
Þóra er með grunn í kvikmynda-
gerð og starfar hjá Sagafilm.
Allir sem koma að sýningunni
gera það á eigin vegum.
Sýningin er í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 22 í gamla nemendaleik-
húsi Listaháskóla Íslands, Sölvhóls-
götu 13, húsið opnar kl. 21:30.
Aðgangseyrir er 300 kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dansari Inga Maren Rúnarsdóttir
dansar í kvöld í Listaháskólanum.
Verkið
Hljóðspor
sýnt í kvöld
FÆREYSKI málarinn Kári Svens-
son er íslenskum listunnendum ekki
ókunnur og er skemmst að minnast
sýningar hans í Hafnarborg á síðasta
ári. Málverk Kára eru á mörkunum
að vera afstrakt málverk, en inntak
þeirra er færeysk náttúra. Þótt ég
hafi aldrei komið til Færeyja finnst
mér ég þegar þekkja ákveðna tilfinn-
ingu og sýn á færeyska náttúru og
mannlíf gegnum myndir Kára. Þótt
rómantísk tenging listamannsins við
náttúruna gæti virst svolítið gam-
aldags er því ekki að neita að bein
snerting og dagleg upplifun umhverf-
is skilar sér öðruvísi í verkunum en
sjónræn túlkun ein og sér. Sú aðferð
Kára að nota stenslatækni í mynd-
unum til að mynda form fugla brýtur
upp hefðbundna afstraksjón mál-
verksins og nálgast myndmál graf-
íkur eða tauþrykks. Þetta stílbragð er
vel heppnað.
Bronsskúlptúrar danska lista-
mannsins Thomas Anderssons eru
mótaðir upphaflega í einangr-
unarplast og ber áferð þeirra þess
skemmtilega merki. Skúlptúrarnir
sýna stílfærða mannsmynd sem á
köflum virkar eins og skopmynd þar
sem búkurinn er hlussustór og útlim-
ir langir og mjóir. Það er þó ekki
mannsmyndin sem slík sem virðist
inntak verkanna heldur mun frekar
tilvist mannsins og hugarástand sem
er tjáð í stellingum hans og titlum
verkanna. Ekki er laust við að Kier-
kegaard komi upp í hugann þar sem
ástríðufull sjálfsskoðun og spurn-
ingar um hinstu rök tilverunnar eru
sett fram með votti af kaldhæðni.
Sýningin felur í sér ákveðið samtal
milli listamannanna en það má segja
að málverkin líði frekar fyrir sam-
starfið en skúlptúrarnir. Í heildina
má segja að staðsetning sýning-
arinnar í Listasafni Reykjanesbæjar
spili skemmtilega í umhverfinu.
Náttúra og maður
MYNDLIST
Listasafn Reykjanesbæjar
Sýningin stendur til 22. apríl. Opið alla
daga 13–17:30. Aðgangur ókeypis
Kári Svensson og Thomas Andersson.
Málverk og bronsskúlptúrar
Þóra Þórisdóttir
Eftir Thomas Skúlptúrarnir sýna
stílfærða mannsmynd sem á köflum
virkar eins og skopmynd þar sem
búkurinn er hlussustór og útlimir
langir og mjóir.
Óvenjuleg sjónarhorn á venju-lega hluti geta oft gert lífiðskemmtilegra. Þá gildir einu
hvort þú horfir á sjónvarpið stand-
andi á höndum, sérð húsið þitt úr
lofti eða situr á furðulegum stað á
tónleikum sem ég hef reyndar lent í
tvisvar á skömmum tíma.
Í seinustu viku fór ég á páska-tónleika Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Háskólabíói. Þar var mér
skipað á annan bekk og var því al-
veg ofan í hljómsveitinni. Í fyrstu
fannst mér það frekar óþægilegt en
þegar tónleikarnir byrjuðu og allir
voru komnir á sinn stað hófst
skemmtunin og þá er ég ekki að tala
um tónlistina eingöngu. Beint fyrir
framan mig sátu nefnilega einsöngv-
arar fjórir sem voru á sviðinu nærri
allan tímann. Baki í mig sneri hljóm-
sveitarstjórinn og ég gat séð hvern
fiðludrátt hjá fremstu hljóðfæraleik-
urunum. Þetta var Sinfóníuhljóm-
sveitin frá nýju sjónarhorni. En það
sem blasti samt best við mér voru
skór þeirra sem á sviðinu voru, gam-
an að sjá hversu vel pússaðir þeir
voru hjá öllum. Sumir karlarnir í
hljómsveitinni voru samt í heldur
stuttum buxum að mínu mati og sást
nærri í bert á milli sokka og buxna
hjá sumum. Einsöngvararnir voru
óaðfinnanlegir, ekki hnökra á þeim
að sjá.
Dásamlegast þótti mér samt að
fylgjast með hljómsveitarstjóranum,
hvernig hljómsveitarpallurinn dúaði
undan honum í átakasenunum og
sporin sem hann tók í tónlistartúlk-
uninni voru sum hver svakaleg,
sannkölluð pallaleikfimi þar á ferð
enda var hann bullsveittur að lokn-
um flutningi.
Tónleikarnir sjálfir voru mjög
góðir en þetta óvenjulega sjón-
arhorn gaf þeim aukið gildi.
Í haust varð ég þeirrar ánægju að-njótandi að fara á tónleika hjá
Fílharmóníuhljómsveit Tékklands í
Rudolfinum í Prag. Systir mín var
námsmaður þar í borg og keypti
ódýrustu miða sem hægt var að fá á
tónleikana. Þeir voru það ódýrir að
sætin sem við fengum voru trébekk-
ir fyrir aftan hljómsveitina og það
sem blasti við okkur þaðan voru
skallarnir á þeim sem voru komnir
með skalla í hljómsveitinni og svo
áhorfendur í dýrari sætunum sem
voru fyrir framan hljómsveitina eins
og eðlilegt þykir.
Hljómburðurinn í þessum aftari
sætum var ágætur en útsýnið enn
betra. Þarna sá ég hvernig þeir sem
aftast skipa hljómsveit haga sér.
Blásaranir voru ekki nærri því eins
alvarlegir og strengjaleikararnir
fremst, ég sá þá kýta létt og hafa
gaman af þessu öllu saman. Þarna sá
ég líka framan á hljómsveitarstjór-
ann og öll hans svipbrigði. En það
besta við þessi sæti var að sjá fram-
an í „hina“ áhorfendurna. Þarna í
skaranum var kona í svo glitrandi
jakka að ekki varð hjá því komist að
reka augun reglulega í hana, nokkr-
ir sofnuðu augljóslega fast og aðrir
héldu andlitinu nokkuð vel.
Fyrir utan að hlusta á tónlistinadrápum við systurnar tímann
með því að brjóta heilann stíft. Það
var nefnilega þannig að einn karlinn
í áhorfendaskaranum var svo of-
boðslega líkur einhverjum leikara
sem við mundum ekki nafnið á. Alla
tónleikana vorum við að reyna að
muna nafnið sem var grafið nokkuð
djúpt í vitund okkar beggja. En svo í
miðjum píanóleik poppaði það upp í
kollinn á mér og ég var svo glöð að
það lá við að ég stykki upp og kallaði
það yfir alla höllina eins og svar í
spurningakeppni. Þá hefðu áhorf-
endurnir getað skemmt sér yfir
þessum furðulega áhorfanda þarna
hinum megin.
Eftir þessi sjónarhorn veit ég ekki
hvort það er nokkuð eftirsóknarvert
að sitja í betri sætunum á tónleikum,
annars er það undir hverjum og ein-
um komið hvernig hann skemmtir
sjálfum sér og sér hið óvenjulega í
tilverunni.
Að skemmta sjálfum sér
»En það sem blastisamt best við mér
voru skór þeirra sem á
sviðinu voru, gaman að
sjá hversu vel pússaðir
þeir voru hjá öllum.
Morgunblaðið/Eggert
Sjónarhorn Að sitja fremst á sinfóníutónleikum er sérstök upplifun.
ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Í RÚM tuttugu ár fengu Íslendingar
að njóta hæfileika pólska fiðluleik-
arans og tónskáldsins Szymonar
Kuran sem féll frá í ágúst 2005.
Samhliða starfi sínu með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands lék hann með
fjölmörgum íslenskum tónlist-
armönnum úr ólíkum áttum og
stofnaði m.a. hljómsveitirnar Kuran
kompaní og Kuran Swing. Meðal
vina hans og samstarfsmanna var
Reynir Jónasson harmónikkuleikari
en með útgáfu Gamla pósthússins
gefst ókunnum tækifæri á að kynn-
ast samleik þeirra sem gæddi ótal
veislur og samkomur lífi og lit um 20
ára skeið. Upptökurnar voru gerðar
á nokkrum tónleikum sem haldnir
voru í gamla pósthúsinu við Brúna-
veg í Reykjavík í janúar 2005 og
komu út í þessu veglega fjögurra
diska setti síðla árs 2006. Um er að
ræða sígilda og vinsæla tónlist frá
ýmsum tímum sem Szymon og
Reynir leika af fingrum fram.
Glöggt má heyra af samspili þeirra
hversu náið samstarf þeirra hefur
verið. Szymon leiðir oftast laglínuna
sem kallast á við ljóðræn svör og
raddanir Reynis, sem leikur á harm-
ónikkuna af hjartans lyst og stór-
kostlegri færni. Gamla pósthúsið er
ekki aðeins lifandi heimild um sam-
spil þessara miklu listamanna, held-
ur einnig frábært samansafn ljúfrar
tónlistar sem gott er að eiga í hand-
raðanum fyrir notalegar stundir.
Stundirnar fangaðar
TÓNLIST
Geisladiskur
Szymon Kuran og Reynir Jónasson –
Gamla pósthúsið Ólöf Helga Einarsdóttir
AÐ ÞROSKA var Felix Mendels-
sohn kannski mesta undrabarn
allra tíma. Það sást vel á fyrri
óratóríu hans, um Pál postula –
jafnvel þótt tónskáldið væri „þeg-
ar“ orðið 27 ára við frumflutninginn
1836, fyrirmyndir frá kirkjuverkum
Bachs, Händels, Mozarts og
Beethovens væru skynjanlegar
undir niðri og verkið varla jafn
heilsteypt og seinni og þekktari
óratóría Mendelssohns, Elía. Samt
glampaði víða á ferskfrjóa staði
sem vert væri að stikla á ef plássið
leyfði.
Ekki kom fram svo ég sæi hvort
óratórían hefði verið frumflutt á Ís-
landi á fimmtudaginn var, en frek-
ar virðist það líklegt. Hvort eð
heldur má telja stórvirki að koma
2½ klst. langa risaverkinu jafn vel
til skila í jafn ömurlegu sönghúsi
og Háskólabíói og reyndin varð,
einkum fyrir Mótettukór Hall-
grímskirkju sem hér fór úr sann-
kölluðu eyra í ökkla en söng samt
af ýmist dúnmjúkri innlifun eða
svellandi tærum krafti. Væri sú
frammistaða í sjálfri sér 4 stjarna
virði, en á móti dró stundum svolít-
ið ósamtaka hljómsveitarleikur
(með stöku yfirgnæfandi brassi)
ásamt misinnblásnum einsöng – þó
svo hin þýzka Jutta Böhnert stæði
þar yfirleitt fremst meðal jafningja.
Hinn ferskfrjói Mendelssohn
TÓNLIST
Háskólabíó
Mendelssohn: Óratórían Paulus. Jutta
Böhnert S, Sigríður Aðalsteinsdóttir A,
Gunnar Guðbjörnsson T og Magnús Bald-
vinsson B ásamt Mótettukór Hallgríms-
kirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands u.
stj. Harðar Áskelssonar. Fimmtudaginn
29. marz kl. 19:30. Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Í SÝNINGARSKRÁ Rakelar Gunn-
arsdóttur með sýningu hennar í 101
gallery er að finna texta á ensku.
Ekki kemur fram hver eðlis textinn
er, eða hver skrifar hann. Orðalag
og stemning textans er þannig að
hann virðist vera tekinn beint upp úr
auglýsingabæklingum eða glam-
úrtímaritum þar sem segir af dýr-
indis innréttingum ásamt há-
stemmdum lýsingum á karlkyns
persónu sem gæti verið sambland af
James Bond, einhverri súperstjörnu
og Indiana Jones.
Þessi fyrsta einkasýning Rakelar
samanstendur í grunninn af þremur
stórum veggmálverkum af blómum.
Baldursbrá sem byrjað er að tína
blöðin af samanber; hann elskar
mig, hann elskar mig ekki.... Rauð
rós, tákn ástarinnar, og biðukolla, en
allir vita að takist að blása allt af
biðukollu öðlast maður eina ósk. Við-
bætir við veggmyndirnar eru ljós-
myndir og klippimyndir sem eins og
textinn vísa til heimsmyndar glam-
úrtímarita, td. sýnir þyrping mynda
karlkyns ljósmyndara munda
myndavélar.
Hér birtist ádeila á ákveðna
ímynd kvenna og kvennaheims þar
sem konur eru barnslegar, hluti af
heimi þeirra eru leikföng eins og My
little pony, og á þá hugmynd að
heimur kvenna samanstandi af inn-
kaupum, snyrtingu og tiltektum. Í
þessum heimi eru konur hlutlausar
og taka ekki ákvarðanir sjálfar. Þær
lifa í blekkingu og trúa á prinsinn á
hvíta hestinum, falla fyrir stjörnum
og ævintýramönnum sem hafa
ferðast til Afríku, eins og fram kem-
ur í texta.
Heildaryfirbragð sýningarinnar
er sykursætt í anda þeirrar heims-
myndar sem fjallað er um. Tæpast
er hægt að segja að ádeilan sé ný af
nálinni og sem betur fer þekki ég
enga konu sem fellur í það mót sem
hér er lýst. Framsetning verka er
grípandi og vel útfærð, inntakið ef til
vill kunnuglegt en sjaldan er góð
vísa of oft kveðin.
Hann elskar mig....
MYNDLIST
101 gallery
Rakel Gunnarsdóttir
Sýningum er lokið.
Von
Ragna Sigurðardóttir