Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.04.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 23 SUÐURNES LANDIÐ Eftir Atla Vigfússon Aðaldalur | „Ég veit ekki hvort ég verð handverkskona en ég er búin að spinna þráð sem ég ætla að prjóna eitthvað úr. Það er mjög gaman í ullarvinnunni og líka að sjá kindurnar svona nýrúnar.“ Þetta sagði Rut Benediktsdóttir frá Hólmavaði í Aðaldal sem var þátt- takandi í spunaverkefni á vegum Ullarselsins á Hvanneyri nú í vik- unni, en krökkunum fannst mjög áhugavert að sjá og taka þátt í því sem var að gerast. Fjórir grunnskólar í Suður-Þing- eyjarsýslu tóku þátt í verkefninu að þessu sinni, en það voru þau Guð- mundur Hallgrímsson, Ástríður Sig- urðardóttir og Kristín Gunnarsdótt- ir sem komu frá Ullarselinu til þess að leiðbeina börnunum. Kynningin byrjaði alltaf á því að Guðmundur rúði eina kind fyrir hvern hóp og sýndi þeim aðferðina auk þess sem hann tók lagð fyrir hvert barn og talaði m.a. um skiptingu ullarinnar í tog og þel. Til að einfalda það sagði hann að togið væri regnkápan en þelið peysan og þess vegna hafi tog- ið verið notað í utanyfirföt en þelið í nærföt þegar öll föt voru úr ull. Bæta við kennslu í rúningi Nemendur fóru síðan til þeirra Ástríðar og Kristínar sem hjálpuðu þeim að kemba, spinna þráð og tvinna, en þær voru bæði með ull- arkamba og tvo góða rokka sem mörgum fannst gaman að stíga. Verkefni þetta hefur verið vinsælt og í sumum skólum hafa allir aldurs- hópar fengið að taka þátt í því að vinna ullina. Nokkrar konur starfa á vegum Ullarselsins og er tóvinna m.a. valfag í Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri. Töluvert er ferðast um landið og segir Guðmundur að það sé mjög spennandi að fást við þetta auk þess sem hann hafi mikinn áhuga á að kenna elstu nemendum grunnskólanna í sveitunum að rýja. Í haust verður hann með námskeið fyrir 10. bekkinga í Þingeyjarsveit og nágrenni, ef næg þátttaka næst, enda mikil þörf fyrir nýtt rúnings- fólk á svæðinu. „Ég ætla að verða bóndi og þá er gaman að þekkja ullarvinnuna. Nú er ég komin með plastpoka með ull sem ég ætla með heim til þess að gera eitthvað úr. Þetta er svo spenn- andi,“ sagði Rut brosandi þegar hún leit upp frá rokknum, en byrjaði svo aftur því nóg var að gera. Ætla að prjóna eitt- hvað úr þræðinum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Spunninn þráður Rut Benediktsdóttir við rokkinn þar sem hún nýtur að- stoðar Ástríðar Sigurðardóttur frá Ullarselinu á Hvanneyri. Í HNOTSKURN »Spunaverkefni með skóla-börnum byrjaði fyrst fyrir fimm árum og hefur áhugi aukist jafnt og þétt. »Hvítt fé er eftirsóttast tilullarvinnslu og þjóðsagan segir að mislitu kindurnar komi upphaflega frá huldu- hrút sem var svartbíldóttur. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Ég er svo heppin að eiga pabba sem kann að spila á gítar,“ „og ég er svo heppinn að eiga dóttur sem nennir að syngja með mér“. Þetta segja feðginin Jana María Guðmundsdóttir og Guðmundur Hreinsson í viðtali við Morgunblaðið en þau hittast reglu- lega og halda tónleika. Samstarfið byrjaði heima í stofu en hefur þróast í þessa átt, að- allega vegna þess að Jana María hefur mennt- að sig í söng. Þeir sem þekkja til Jönu Maríu og Guð- mundar vita að þeim leiðist ekki heima í stofu. Þó að Jana María sé löngu flutt að heiman og út í heim hættir söngurinn heima í stofu lík- lega seint. Þau eru líka sammála um að þau vilja að hið heimilislega andrúmsloft úr stof- unni einkenni tónleika þeirra. Þar finnst Guð- mundi líka best að spila á gítarinn og semja, helst snemma á sunnudagsmorgnum og þar hófst sjálfsnámið. Jana María var ekki há í lofti þegar hún fór að syngja með og hún hefur verið syngjandi allt sitt líf, að sögn Guð- mundar. Stalst í prjónana Guðmundur byrjaði sinn tónlistarferil á blómaskeiði Bítlanna. „Óbladí“ (Obla di obla da) var sett á fóninn í bílskúrnum og ungu strákarnir dóu ekki ráðalausir með hljóðfærin. „Við bjuggum til trommusett og skárum út gít- ara og settum víra í. Ég var á trommunum og kjuðarnir mínir voru prjónarnir hennar mömmu. Mamma var nú ekkert ánægð með þetta vegna þess að það kvarnaðist upp úr prjónunum, en ég hélt áfram að stelast í þá,“ sagði Guðmundur í samtali við blaðamann. Þegar Guðmundur var í Gagnfræðaskóla Keflavíkur stofnaði hann ásamt skólafélögum sínum hljómsveitina Kleópötru sem gerðist svo fræg að spila bæði í Top of the Rock og Offiséraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dýrmæt reynsla. Við vorum að spila með hljómsveitum eins og Júdas, Brimkló og Hafrót. Þeir í Offiséraklúbbnum uppgötvuðu hins vegar fljótt hversu ungir við vorum og þá fengum við ekki oftar að spila þar,“ sagði Guð- mundur og bætti við að hljómsveitin hefði ekki verið langlíf. „Upp frá þessu byrjaði ég hins vegar að gutla með gítarinn og semja lög. Jana María ólst upp við þetta spil og sönginn í mér og ég hef um langt árabil skemmt í einka- samkvæmum. Seinna kom Jana María með mér í það.“ Kom föður sínum á óvart Jana María lauk burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík í fyrravor eftir 8 ára nám, þá 25 ára. „Ég hef alla tíð hlustað mikið á tónlist og verið menningarlega sinnuð. Þegar ég var 16 ára og á síðasta ári í gaggó vissi ég að mig langaði til að læra eitthvað sér- stakt. Svo las ég viðtal við Emilíönu Torrini sem var við nám í Söngskólanum og þá vissi ég að mig langaði að læra söng og í þessum skóla,“ sagði Jana María. Hún hóf námi í ung- lingadeild sem þá var á fyrsta starfsári sínu. Jana María kom föður sínum skemmtilega á óvart á burtfararprófstónleikunum sem haldn- ir voru í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Mér finnst lögin hans pabba frábær og ég vil endilega koma honum á framfæri. Ég fékk hann til að klára þrjú lög sem mig langaði til að syngja en sagði honum ekki rétt frá um tilefnið. Svo þeg- ar hann koma á tónleikana og leit í efnisskrána sá hann nafnið sitt á meðal hinna tónskáld- anna.“ Guðmundur viðurkennir að honum hafi brugðið en var að sjálfsögðu djúpt snortinn. Hann viðurkennir að núna seinni árin sé það Jana María sem dragi vagninn. „Ég lít á þetta sem tækifæri fyrir mig. Ég er hrifnari af djassi og dægurlagasöng en ég sem ekki sjálf. Ég nýt því góðs af lögunum hans pabba,“ sagði Jana María. Guðmundur semur einnig flesta text- ana sjálfur, semur textann oftast með eða strax á eftir laginu, en ef ekki hefur Ómar Ólafsson Breiðbandsmeðlimur samið fyrir hann texta. Stemningin flutt heiman úr stofu Tónleikar feðginanna hafa oftast verið fyrir jólin og ná árlegir jólatónleikar þeirra aftur til ársins 2001. Þá létu þau undan þrýstingi þeirra sem höfðu heyrt í þeim í einkasamkvæmum. „Á fyrstu tónleikunum voru 16 manns, enda voru þeir ekkert auglýstir. Síðan hefur gesta- fjöldinn vaxið jafnt og þétt og í fyrra færðum við okkur úr Frumleikhúsinu í Listasafnið í Duus,“ sagði Guðmundur. Síðustu tónleikar þeirra voru á árlegu menningarkvöldi helguðu Erlingi Jónssyni, listamanni í Bíósal Duus- húsa, í marslok síðastliðnum. Þau sögðust bæði hafa verið mjög hrifin af þeim sal og fannst gott að syngja þar og spila. „Það er svo góður andi í húsinu og það skiptir okkur miklu máli því við viljum hafa tónleikana okkar af- slappaða og heimilislega,“ sagði Jana María og nefnir sem dæmi að þegar þau héldu síðustu jólatónleika hafi þau tekið með sér skammel og lampa að heiman. Á næstu Ljósanótt stendur Guðmundur á fimmtugu og ljóst að þau feðgin eru mikið að spá í hvort hægt verði að gera eitthvað skemmtilegt þá. „Við viljum hins vegar ekkert fastsetja neitt eða ákveða, sérstaklega í ljósi þess að Jana María er í leiklistarnámi í Royal Schotish Academy of Music and Drama í Glas- gow og þarf fyrst og fremst að sinna því,“ sagði Guðmundur. Glampann í augum Jönu Maríu mætti hins vegar skilja sem svo að löngun hennar til að gera eitthvað skemmtilegt með föður sínum í haust sé mjög sterk. „Nú er það hún sem dregur vagninn“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leiðist ekki saman Feðginin Guðmundur Hreinsson og Jana María hófu sitt samstarf heima í stofu en fluttu svo stofustemmninguna út úr húsi og halda reglulega tónleika í Reykjanesbæ. Feðginin Jana María og Guðmundur njóta þess að skemmta saman Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Í dymbilvikunni verður Hótel Framnes formlega opnað eftir gagngerar end- urbætur. Hjónin Shelagh Smith og Gísli Ólafsson sem keyptu Hótel Framnes sl. haust hafa notað vet- urinn vel til breytinga á húsnæði hótelsins sem urðu þónokkuð um- fangsmeiri en upphaflega var ætl- að. Að sögn þeirra hjóna var upp- haflega hugmyndin sú að breyta inngangi hótelsins og auka örlítið við gistirýmið en eftir að byrjað var á þeim breytingum fæddust hugmyndir um að færa eldhús og matsal af annarri hæð niður á jarðhæðina og bæta við enn fleiri herbergjum. „Þetta er allt svona á síðustu metrunum núna,“ segir Gísli, „en við opnum með stæl á skírdag og bjóðum þá Grundfirð- ingum og öðrum upp á hlaðborð sem Bjartmar Pálmason, kokkur á Hótel Holti, mun annast. Eftir þessar breytingar allar, sem hafa tekist vel að okkar mati, en við höfum fjölgað herbergjum um átta þannig að þau eru orðinn 29 frá eins manns upp í þriggja manna, erum við með gistirými fyrir 58 manns“, segir Gísli. „Um leið og við bættum þessum herbergjum við tókum við jafnframt eldri her- bergin í gegn þannig að það ætti ekki að væsa um gesti okkar. Við munum svo nota vormánuðina til að taka hótelið í gegn að ut- anverðu,“ bætir Shelagh við að lokum. Þau hjónin segjast horfa björtum augum fram á komandi sumar þar sem hótelrýmið er þeg- ar orðið vel bókað fyrir sumarið. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Endurbætur Shelagh Smith á nýja barnum á neðri hæð hótelsins. Hótel Framnes opnað á ný Borgarnes | Sýning á skjölum, myndum og munum sem tengjast sögu verslunar í Borgarnesi stend- ur yfir í Safnahúsi Borgarfjarðar. Einnig er sýnt myndband frá hátíð- arhöldunum á 125 ára verslunar- afmælinu, árið 1992. Sýningin var sett upp í tilefni af 140 ára verslunarafmæli Borg- arness og stendur til aprílloka. Sýning um sögu verslunar Borgarfjörður | Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum hefur opið hús í Félagsheimilinu Brún dagana 5., 6. og 7. apríl, kl. 14. alla dagana. Sýndar verða gamlir munir og ljósmyndir, sungið og leikið. Á fimmtudag verða sagðar sögur og farið með ljóð. Á föstudag, „afi, amma og börnin“ og spurninga- leikur á laugardag. „Afi, amma og börnin“ í Brún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.