Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 28

Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Halldór Jónsson | 3. apríl Bannsöngur blaðsins míns MARGT er breytt í þjóðfélaginu frá því að ég man fyrst eftir mér. Um margt er það end- urlausn frá útbreiddu basli og fátækt fólks. Þá voru flestir í lægri tekjuhópum. Fleiri fannst manni þó vera ánægðir en í dag, enda var skorturinn sameign allra. Þeir sem voru taldir ríkir á Íslandi í mínu ung- dæmi þættu það ekki í dag. Í kenn- arastéttinni voru fleiri karlar en konur, virðulegir menn sem gáfu manni á’ann ef með þurfti, sem þurfti reglulega. Konur unnu heima og leikskólar voru ekki til. Meira: halldorjonsson.blog.is Jónas Gunnar Einarsson | 28. mars Auðlindafrumvarpið kosningaleikrit? VINGJARNLEG rödd í símanum spyr: Ertu fylgjandi eða andvígur þjóðareign á nátt- úruauðlindum? Svar: Fylgjandi! Spurning: Telurðu nægan tíma til að afgreiða frá Al- þingi fyrir þinglok frumvarpið um breytingu á stjórnarskránni sem kveður á um þjóðareign á nátt- úruauðlindum? Svar: Já, með nægum vilja og samstöðu um breytingar! Enga útúrdúra! Meira: jonasgunnareinarsson.blog.is Magnús Lárusson | 3. apríl Spilafíkn og ábyrgð stjórnvalda FJÁRHÆTTUSPIL var til skamms tíma ýmist bannað eða litið hornauga á Vest- urlöndum. Þetta hefur breyst hratt á síðustu árum og eru á því ýms- ar skýringar. Aukin velmegun og frjálsræði á ýmsum sviðum hefur ýtt undir þessa þróun og stjórnvöld séð sér leik á borði að fjármagna mörg þjóðþrifamál án þess að auka skatt- heimtu. Meira: magnuslarusson.blog.is Guðjón Bergmann | 3. apríl Stífla í kerfinu Á SÍÐASTA reyklausa námskeiðinu sem ég hélt nú í byrjun janúar kom til mín kona og sagði mér frá því að dóttir hennar væri hjúkrunarfræð- ingur. Dóttirin hafði sagt konunni að ef hún hætti ekki að reykja myndi hún ekki sjá um hana ef hún veiktist, að hún gæti þá kennt sjálfri sér um heilsu- brestinn. Meira: gudjonbergmann.blog.is Guðlaug Helga Ingadóttir | 28. mars Ein til frásagnar AÐ KVÖLDI hins 11. janúar sl. ákvað ég að láta verða af því að lesa bókina, sem ég lét taka frá fyr- ir mig á bókasafninu. Hún hefur legið á nátt- borðinu mínu síðan fyrir áramót, ég vissi fyrir víst að þetta yrði krefjandi og erfið lesning og beið eftir sjálfri mér, að ég yrði tilbúin. Ég hélt að trúlega myndi ég kannski sofa illa og finna til í sálinni, en mér fannst eins og þetta væri skyldulesning fyrir mig. Þetta er jú saga konu sem lifir núna og er fáeinum árum yngri en ég. Meira: trunkona.blog.is Unnur Valborg Hilmarsdóttir | 2. apríl Þrisvar sinnum meiri afköst? „ÞESSAR reglur hljóta að virka fyrst þær hafa verið til í all- an þennan tíma,“ heyrði ég haft eftir ónefndum íslenskum forstjóra sem ræddi við starfsmenn sína um nýlega birta grein í vikuritinu Eco- nomist. Greinin sú ber yfirskriftina „Samræðulistin“ og fjallar um upp- runa og sögu þeirra samræðulög- mála sem mælskustu menn und- anfarinna árhundraða hafa byggt á. Orð forstjórans vísa í undirtitil greinarinnar – „með undraverðum hætti standast samskiptalögmál tím- ans tönn“. Meira: unnurvalborg.blog.is Ólafur Guðsteinn Kristjánsson | 3. apríl Að drepa eða ekki drepa … hval AUÐVITAÐ hefir ver- ið fjallað um hvalveið- arnar hér í þýskum fjölmiðlum og það þarf ekki að koma á óvart að sú umfjöllun hefir verið af neikvæðum toga. Undirritaður hefir að vísu ekki séð eða heyrt Íslandi líkt við Norð- ur-Kóreu, líkt og hvalurinn Paul Watson hefir gert, en engu að síður má ljóst vera að hvalveiðarnar eru ekki settar í samhengi við álfa-krútt, flotta og sérstaka Bjarkar-lega tón- list eða heildrænt náttúrlegt sam- hengi; íslenska veiðimanna- samfélagið. Meira: olafurgudsteinn.blog.is Kristinn Þór Jakobsson | 3. apríl Ísland fyrir Íslendinga? ÁGÆTI ný- Íslend- ingur, ég vil bjóða þig velkominn heim og vona svo sannarlega að þú þurfir ekki að líða fyrir skoðanir fárra misviturra stjórnmála- manna. Því mig langar til að þér líði betur hér á landi en þér leið í því landi sem þú kallar föðurland þitt. Þegar þú lítur yfir Þingvelli eða skoðar Lista- eða Þjóðminjasafn Ís- lands eða horfir á íslenska hönnun, óska ég þess helst að þú finnir fyrir stolti – vegna þess að allt þetta er þitt. Meira: kristinnthorjakobsson.blog.is Sindri Freyr Steinsson | 3. apríl Gerum strætó í Reykjavík ókeypis NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu grein þess efnis að farþegum Strætisvagna Ak- ureyrar hefði fjölgað um 60 prósent eftir að fargjöld voru felld nið- ur þar um síðastliðin áramót. Skipt- ar skoðanir hafa verið á nýju leiða- kerfi Strætó BS á höfuðborgarsvæðinu og þó farþega- fjöldi hafi vissulega aukist um nokk- ur prósent eftir þær breytingar kemst hann ekki nærri fjölgun far- þega á Akureyri. Meira: sindrifreyr.blog.is Önundur Ásgeirsson | 3. apríl Málfar Laugvetninga og „Reygvíginga“ Í LOK ágústmánaðar sl. gaf Íslenzk mál- nefnd í samvinnu við JPV-útgáfuna út nýja orðabók undir heitinu STAFSETNING- ARORÐABÓKIN. Þetta hæversklega nafn er lokaátak margra ára starfs við rannsókn á ís- lenzku máli og nú skyldu allir Ís- lendingar beygja sig undir klafann. Þetta er hin eina, sanna og rétta ís- lenzka sem er í „samræmi við vilja stjórnar Íslenzkrar málnefndar“ (formáli bls. 9), allir skulu tala og skrifa þannig héðan í frá. Meira: onundurasgeirsson.blog.is UMRÆÐAN ÁTTATÍU og ein þjóð auk Evr- ópusambandsins undirritaði alþjóða- samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á föstudag. Aldrei fyrr hafa svo margar þjóðir samein- ast um einn sáttmála á aðeins einum degi. Fjölmenni á ráðstefnu félags- málaráðuneytisins og fleiri aðila um strauma og stefnur í félagslegri þjónustu, sem haldin var á Nordica hóteli, fylgdist með beinni sjónvarpsútsendingu frá New York þegar Harald Aspelund, varafastafulltrúi Ís- lands gagnvart Sam- einuðu þjóðunum, und- irritaði samninginn og viðbótarbókun hans fyrir Íslands hönd. Betri endi á vel heppn- aðri og óvenjulega fjöl- sóttri ráðstefnu er ekki hægt að hugsa sér. Verndar réttindi milljóna Samningurinn er afrakstur fimm ára viðræðna með virkri þátttöku hagsmunasamtaka fatlaðra og geð- fatlaðra. Honum er ætlað að tryggja og vernda réttindi um 650 milljóna fatlaðra einstaklinga um heim allan. Með undirritun Íslands tekur ís- lenska þjóðin þátt í að breiða út þann boðskap að fatlaðir og aðrir skuli standa jöfnum fótum. Mann- gildi þeirra sé hið sama. Óheimilt sé að mismuna fötluðum og geðfötl- uðum. Eyða skuli fordómum og líta til færni fatlaðra einstaklinga og möguleika þeirra til þátttöku á öll- um sviðum þjóðlífsins, svo sem hvað snertir atvinnu, menntun, heilbrigð- isþjónustu, samgöngur og aðgang að réttaraðstoð. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 90% fatlaðra barna í þróunarlöndunum njóti ekki skólagöngu. Alþjóða þróunarstofn- unin í Bretlandi telur að barnadauði meðal fatlaðra sé í sumum löndum ferfalt meiri en annarra en það gæti bent til útburðar. Fæstar þjóðir búa við löggjöf eins og Íslendingar sem tryggir réttindi fatlaðra. Innan við 50 þjóðþing hafa sett slík lög. Þess vegna markar samningurinn svo sannarlega tímamót. Hann er bind- andi fyrir þær þjóðir sem sam- þykkja hann. Til viðbótar samningnum und- irrituðum við ásamt 43 öðrum þjóð- um valfrjálsan viðauka sem veitir málskotsrétt til sérfræðinefndar á sviði réttinda fatlaðra þegar önnur úrræði í viðkomandi landi hafa verið tæmd. Undirritun Íslands á föstudaginn staðfestir að við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur og ætlumst til að mannréttindi fatlaðra um heim allan séu virt. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Framundan er um- fangsmikið samvinnuverki ríkis og sveitarfélaga þar sem fjallað er um flutning málefna fatlaðra og málefna aldraðra til sveitarfélaga. Ítrekað hefur verið fjallað um mikilvægi þess að nærþjónusta verði flutt til sveitarfélaganna. Kannanir sýna að fyrir því er almennur stuðningur. Skýr afstaða kemur jafnframt fram í skorinorðri ályktun frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ríkt hefur ánægja með verkefni sem byggjast á samþættingu fé- lagslegrar þjónustu á þessum svið- um og heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu ríkisins. Þeir sem við eig- um að þjóna hverju sinni spyrja ekki hver veitir þjónustuna heldur hvort hún sé fyrir hendi og hve góð hún er. Almenn samstaða er um að öldr- uðu fólki sé gert kleift að halda eigið heimili eins lengi og kostur er, einn- ig þótt það þarfnist aðstoðar með heimaþjónustu og heimahjúkrun. Sama gildir um fatlað fólk. Að það eigi kost á sjálfstæðu heimilishaldi með því einkarými sem stenst kröf- ur um friðhelgi einkalífsins, hvernig sem fötlun þess er háttað. Krafa dagsins í þessum efnum snýst því ekki síst um sjálfræði, mannlega reisn og friðhelgi. Mannréttindi sem við teljum öll sjálfsögð. Stefna í mótun Þessi viðhorf endurspeglast í stefnumótun félagsmálaráðu- neytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna til ársins 2016. Grunnáföngum hennar er lokið, síð- ustu umsagnirnar að berast og á ráðstefnunni Mótum framtíð, sem upp undir 700 manns sóttu, komu fram ýmsar gagnlegar ábendingar sem farið verður yfir í ráðuneytinu. Stefnumótun af þessu tagi er sífellt breytingum undirorpin og verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Ætlunin er að endurskoða ýmis at- riði hennar á hverju ári. Ég vil draga fram þrjú almenn markmið:  Fyrir árið 2016 njóti allt fatlað fólk á Íslandi sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins.  Fyrir árið 2016 verði fagleg þekking og færni starfsfólks á við það sem best gerist í Evr- ópu.  Fyrir árið 2016 verði verklag og gæði þjónustunnar á við það sem best gerist í Evrópu. Í þessum háleitu markmiðum felst mikil áskorun fyrir okkur öll, stjórnvöld, hagsmunasamtök og síð- ast en ekki síst einstaklingana sjálfa. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um að við náum þeim með sameig- inlegu átaki og höldum áfram að vera í fararbroddi í alþjóðlegum samanburði. Mótum bjarta framtíð Eftir Magnús Stefánsson »Undirritunin stað-festir að við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur … Magnús Stefánsson Höfundur er félagsmálaráðherra. AÐ UNDANFÖRNU hefur mikil umræða átt sér stað um verndun lands þar sem sjónarmið um upp- byggingu stóriðju og verndun lands takast á. Þessi umræða hefur snúist um það hvernig menn sjá fyrir sér að landið okkar verði nýtt í framtíð- inni. Það er afar mik- ilvægt að af hálfu rík- isvaldsins sé sett fram skýr stefnumótun um landnotkun sem varðar almannahagsmuni. Í skipulagsmálum þjóð- arinnar skortir sárlega einhvern samnefnara þar sem ríkisvaldið getur sett fram stefnu sína um nýtingu lands og samþætt ólíka mála- flokka. Hér verður fyrst og fremst um að ræða stefnumótun um landnotkun svo sem um grunngerð á landsvísu eins og samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, nátt- úruvernd, útivist og aðra landnotkun á svæðum sem varðar almannahags- muni. Slík svæði eru til að mynda miðhálendi Íslands þar sem tekist hefur verið á um hvernig framtíð- arnotkun á að vera. Landsskipulagsáætlun í sam- ráði við sveitarfélög Í frumvarpi til skipulagslaga sem ég lagði fram á Alþingi en náðist ekki að afgreiða, er lagt til að rík- isvaldinu verði falið skýrt hlutverk varðandi stefnumótun í skipulags- málum. Svokölluð landsskipulag- sáætlun er ætlað að vera tæki stjórnvalda til að setja fram stefnu stjórnvalda hverju sinni um land- notkun sem varðar almannahags- muni, t.d. hvað varðar samgöngu- mál, orkunýtingu og náttúruvernd. Eins og í gildandi skipulags- og byggingarlögum verð- ur hins vegar höf- uðábyrgð á skipulags- gerð áfram hjá sveitarfélögum. Mark- miðið með lands- skipulagsáætlun er m.a. að til verði farveg- ur til að samræma op- inberar áætlanir um landnotkun s.s. um orkunýtingu og línu- lagnir og samgöngumál þjóðarinnar og síðast en ekki síst nátt- úruverndaráætlun Al- þingis. Gert er ráð fyrir að lands- skipulagsáætlun sé bindandi fyrir sveitarfélög þegar þau vinna sitt skipulag. Landsskipulagsáætlun verður unnin í víðtæku samráði við sveitarfélög, hagsmunaaðila og þær stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli. Auk þess mun lands- skipulagsáætlun fá víðtæka op- inbera kynningu þar sem áhersla er m.a. á að kalla eftir athugasemdum almennings. Mikilvægt leiðarljós Gert er ráð fyrir að lands- skipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktun- ar árið 2009 og fjalli um stefnumörk- un á miðhálendinu. Þar yrði horft til þátta eins og verndar og nýtingu náttúruauðlinda, samgöngukerfis og uppbyggingu ferðaþjónustu. Með áætluninni væri hægt að taka af- stöðu til þess á hvaða svæðum ætti að fara fram frekari uppbygging vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, línulagna og annarra framkvæmda sem varða heildarhagsmuni sam- félagsins. Svipuð þróun varðandi stefnumót- un ríkisvaldsins í skipulagsmálum hefur átt sér stað í skipulagsmálum í nágrannalöndum okkar. Í Dan- mörku, Finnlandi og Noregi hafa stjórnvöld markað samræmda skipulagsstefnu á landsvísu. Í öllum þessum löndum er samræmdri skipulagsstefnu fyrst og fremst ætl- að að skapa leiðarljós fyrir skipu- lagsgerð á svæðis- eða sveitarfé- lagastigi og setja fram stefnu sem varðar stærri hagsmuni, en jafn- framt er gengið út frá því að höf- uðábyrgð á skipulagi sé hjá sveit- arfélögunum. Náttúruvernd er ein tegund landnýtingar Eftir Jónínu Bjartmarz »Markmiðið meðlandsskipulagsáætl- un er m.a. að til verði farvegur til að sam- ræma opinberar áætl- anir um landnotkun. Jónína Bjartmarz Höfundur er umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.