Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 11
FRÉTTIR
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÞORVALDUR Gylfason prófessor
segir að mikill efnahagsávinningur
fælist í því fyrir Íslendinga að ganga
í Evrópusambandið (ESB) og vill
hefja viðræður um aðild. Ragnar
Arnalds, fyrrverandi alþingismaður,
segir ESB hins vegar draum um nýtt
stórríki. „Það er valdadraumur
stjórnmálamanna í Evrópu, ekki
draumur fólksins. Það er verið að
safna völdum í eina miðstýrða yfir-
stjórn, ólýðræðislegt bákn sem er
fjarlægt kjósendum.“
Ragnar og Þorvaldur komu fram á
fundi um Evrópumálin í Háskólan-
um á Akureyri á þriðjudaginn.
Framsal fullveldisréttar
Ragnar sagði að megineinkenni
aðildar að ESB væri framsal full-
veldisréttar; aðildarríki ESB afsali
sér t.d. rétti til þess að gera sjálf-
stæða viðskiptasamninga við ríki ut-
an sambandsins. Væru Íslendingar í
ESB væri þeim t.d. bannað að ræða
við Kínverja um fríverslunarsamn-
ing eins og nú væri verið að gera og
gæti orðið mikill búhnykkur fyrir
þjóðina. Samningar, sem nú eru í
gildi við þjóðir utan ESB, myndu
falla úr gildi við inngöngu.
Varðandi fjárhagshliðina sagði
Ragnar mjög dýrt að ganga í ESB.
Líklega myndi aðild kosta Íslend-
inga 12 milljarða árlega og aðeins
um helmingur af því fengist til baka.
Ragnar sagði mikil verðmæti í
húfi varðandi fiskveiðar. Hann
nefndi kolmunna; Íslendingar hafi
átt í átökum við Breta um þær veiðar
síðasta áratug, ekki hafi náðst sam-
komulag en hefði Ísland verið í ESB
og sambandið samið „við sjálft sig“
hefði aflaverðmæti þjóðarinnar á
þessu tímabili, vegna þessarar einu
tegundar, verið tugum milljarða
króna minna en raunin varð.
Svo nefndi hann landhelgina.
„ESB hefur sem meginreglu, og hef-
ur aldrei gert undantekningu, að
taka yfir stjórn og yfirráð 200 mílna
landhelgi þjóða.“ Þetta væri ein aðal-
ástæðan fyrir því að Íslendingar hafi
ekki gengið í Evrópusambandið og
mikil andstaða hefði verið á Alþingi
fyrir því. „Er það beinlínis eftirsókn-
arvert að framselja völdin yfir fisk-
veiðistjórninni til Evrópusambands-
ins?“ spurði Ragnar, og botnaði
spurninguna svona: „Fiskveiði-
stjórnun í Evrópusambandinu hefur
mistekist hrapallega; þeir eru ein-
hverjir mestu skussar á því sviði sem
þekkjast.“
Þorvaldur sagði samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
eina helstu lyftistöng undir þau um-
skipti sem átt hafa sér stað í íslensku
efnahagslífi undangengin ár. Samn-
ingurinn hafi reynst Íslendingum vel
en hann dugi þó ekki til fulls; skapi
aðeins tvo þriðju af þeim efnahagsá-
vinningi sem er í boði og fengist ef
Íslendingar stigju skrefið til fulls og
gengu ótrauðir inn í ESB. „Hvað er
það sem helst vantar á?“ spurði Þor-
valdur og svaraði: „Aukin sam-
keppni til þess að halda verðlagi á Ís-
landi í skefjum.“ Hann fullyrti að
matarverð myndi lækka mikið við
inngöngu Íslands í ESB – sú væri
t.d. reynsla Finna og Svía. Hann
sagði samkeppni myndu stóraukast,
vextir lækka og verðbólga minnka.
Þorvaldur segir spurninguna um
aðild að ESB ekki bara reiknisdæmi
heldur snúist hún öðrum þræði um
pólitík. Ekki hafi verið reiknaðir út
kostir og gallar þegar Ísland gekk í
NATO 1949 heldur hafi það verið fé-
lagsskapur sem menn hafi viljað
vera í en vissulega hafi verið mistök
að þjóðin kysi ekki um það.
Ísland fari í viðræður við ESB
„Við ákváðum að deila fullveldinu
með Atlantshafsbandalaginu þegar
við gengum þangað inn,“ sagði Þor-
valdur og kvaðst líta ESB sömu aug-
um og NATO og fullveldisafsal við
inngöngu í ESB gæti allt eins orðið
styrkur eins og galli. Hann vill að Ís-
lendingar fari í viðræður við ESB
um aðild, á næsta kjörtímabili, og
samningur verði síðan lagður í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. „Mér þætti það
hörmulegt ef þeir sem lögðu svo ríka
áherslu á að það að þjóðin fengi að
ákveða hvort við gengum í NATO
fyrir rösklega hálfri öld legðust nú
gegn því að þjóðin fái að útkljá þetta
mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Ávinning-
ur eða af-
sal um of?
Afsal fullveldis og mikill kostnaður
Verðlag, vextir og verðbólga lækka
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Já eða nei Ragnar Arnalds og Þorvaldur Gylfason takast í hendur að fund-
inum loknum. Birgir Guðmundsson fundarstjóri er á milli þeirra.
the illusion of
perfection
Gleðilegt sumar!
Velkomin í kynningu í Snyrtistofu Jónu
Tryggvagötu 28, á morgun föstudag, kl. 13-17.
3 spennandi nýjungar frá La Prairie:
• Lip Renewal Concentrate
• Lip Line Plumper
• Revitalizing Eye Gel
www.laprairie.com
Tryggvagötu 28 • Reykjavík
sími 552 5005
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og sumarglaðning.
M O R G U N V E R Ð A R F U N D U R
S A M TA K A AT V I N N U L Í F S I N S Á G R A N D H Ó T E L
G Ó Ð I R
Í S L E N D I N G A R
- erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði
Miðvikudagur 25.apríl 2007
kl. 8:00-10:00
Rannveig Sigurðardóttir
forstöðumaður greiningardeildar
Seðlabanka Íslands
Ragnar Árnason
forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA
Sólveig Jónasdóttir
verkefnastjóri, Alþjóðahúsi
Umræður
Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóri SA
Þátttökugjald kr. 1.500
með morgunverði
Skráning á www.sa.is
Fréttir í tölvupósti