Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
NOKKRAR bílsprengjur urðu nær
200 manns að bana í sjítahverfum
Bagdad í gær og hafa aldrei fallið
fleiri á einum degi í hryðjuverkum í
borginni. Eru ódæðisverkin mikið
áfall fyrir tilraunir Bandaríkja-
manna og íraskra stjórnvalda til að
auka öryggi borgarbúa.
Sprengjurnar sprungu í fimm
hverfum en mest var mannfallið er
ein þeirra sprakk við fjölsóttan
markað í Al-Sadriyah-hverfinu.
Þeyttust lík og líkamshlutar í allar
áttir og margar bifreiðar stóðu í
ljósum logum á eftir. Talið er, að
þarna hafi um 140 manns látið lífið.
Mikil reiði greip um sig meðal
fólks eftir blóðbaðið og hrópuðu
margir ókvæðisorð um Nuri al-
Maliki forsætis-
ráðherra og
áætlanir hans um
aukna örygg-
isgæslu.
Í annarri
mestu spreng-
ingunni týndu 18
lífi en hún var við
eftirlitsstöð
íraska hersins í
einu mesta fá-
tækrahverfinu í
Bagdad, Sadr-borg.
Allar sprengingarnar beindust
gegn sjítum en að auki fundust í
gærmorgun lík 18 sjíta, sem höfðu
verið pyntaðir. Líklegt er, að sjítar
hyggi á grimmilegar hefndir.
Hátt í 200 manns létu lífið í
hryðjuverkaárásum í Bagdad
Daglegt brauð
Brunnið lík flutt
burt eftir ódæðið.
STEFNT er að því að koma upp Dick
ens-garði í London og þeim, sem
þangað leggja leið sína, á að finnast
sem þeir séu komnir inn í annan heim,
í fátækrahverfi borgarinnar á 19. öld.
Þar munu skítugir rottufangarar
hlaupa á eftir völskunum og ekki
verður þverfótað fyrir vasaþjófum og
öðrum misindislýð. Raunar verður
boðið upp á svo ótalmargt enda er sá
heimur, sem Charles Dickens lýsti í
sögum sínum, svo óendanlega fjöl-
breyttur. Segjast aðstandendur garðs-
ins ekki efast um það andartak, að
garðurinn muni slá rækilega í gegn.
Fyrirhugað að koma á fót
Dickens-garði í London
Horfinn heimur Meðal annars
svona verður umhorfs í garðinum.
VALERY Giscard d’Estaing, fyrr-
verandi forseti Frakklands, hefur
lýst yfir stuðningi við hægrimann-
inn Nicolas Sarkozy í staðinn fyrir
miðjumanninn og samflokksmann
sinn Francois Bayrou í frönsku for-
setakosningunum.
Giscard d’Estaing, sem er 81 árs
gamall, segir í viðtali við franska
dagblaðið Le Parisien, sem birt er í
dag, að Sarkozy búi yfir þeirri
reynslu og hafi þau pólitísku áhrif
sem Frakklandsforseti þurfi á að
halda. D’Estaing, sem var forseti á
árunum1974-1981, segir að meiri-
hluti franskra þingmanna styðji
Sarkozy ólíkt Bayrou.
Fær stuðning
D’Estaings
AP
Sarkozy á kosningafundi í gær.
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti gaf í gær stjórnvöldum í
Súdan „lokatækifæri“ til að hleypa
friðargæsluliðum Sameinuðu þjóð-
anna inn í Darfur-hérað, ella yrðu
refsiaðgerðir samtakanna gegn
Súdan hertar.
Fá lokatækifæri
25 liðsmenn íslamskrar hreyfingar
biðu bana í árásum Nígeríuhers ná-
lægt borginni Kano í gær eftir að
hreyfingin varð 13 manns að bana í
árás á lögreglustöð. Hreyfingin
gerði árásina til að hefna morðs á
róttækum íslömskum klerki.
Drápa hefnt
Toronto. AFP. | Öflug hátíð heimilda-
kvikmynda, Hot Docs, hefst í dag í
Toronto í dag og þykir ljóst að hart
verði deilt um
eina myndina.
Hún fjallar um
feril Óskars-
verðlaunahafans
Michaels Moore
sem þekktur er
m.a. fyrir ádeilur
á George W.
Bush Banda-
ríkjaforseta og
menn hans.
Myndina gerðu Rick Caine og
Debbie Melnyk. Sögðust þau hafa
verið aðdáendur Moore og fullyrða
enn að hann hafi gert mikið fyrir
greinina. En rannsóknir þeirra
leiddu í ljós heldur ógeðfelldan kar-
akter Moore, þau segja hann sekan
um bæði svik og ósannindi.
Moore
húðflettur
Michael Moore
UM 400 reykingamenn afhentu í
gær yfirvöldum í Kaupmannahöfn
61.000 undirskriftir gegn tóbaks-
varnalögum sem taka gildi 15.
ágúst. Þá verða reykingar m.a.
bannaðar innandyra á kaffi- og
veitingahúsum í Danmörku.
Gegn reykbanni
HELMINGUR alls ungs fólks í Kosovo vill koma sér burt úr héraðinu vegna
þess, að þar er enga framtíð að finna. Kemur það fram í könnun, sem Sam-
einuðu þjóðirnar létu gera.
Könnunin var gerð meðal 1.200 manns, Albana, Serba og fólks af öðrum
þjóðarbrotum. Atvinnuleysi er mjög mikið í héraðinu og 57% þeirra, sem
búa við sára fátækt, eru yngri en 25 ára. Þetta veldur því meðal annars, að
rúmlega 90% unga fólksins hafa engan áhuga á að taka þátt í stjórnmála-
starfi. Öryggisráð SÞ er um þessar mundir að ræða stöðu Kosovos, hvort
það eigi að fá sjálfstæði eða heyra áfram undir Serbíu.
Ungt fólk vill burt frá Kosovo
Í HNOTSKURN
»Eitt sinn bað kennari nem-endur um að rita nafnið
sitt á lista. Cho ritaði aðeins
spurningarmerki á listann og
svaraði engu þegar kennarinn
spurði hvort þetta væri nafnið
hans.
»Cho var handhafi Grænakortsins sem merkir að
hann mátti búa í Bandaríkj-
unum þótt hann væri ekki með
ríkisborgararétt.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HEGÐUN Cho Seung-hui, unga
námsmannsins sem myrti 32 og loks
sjálfan sig í Virginíu í vikunni, varð
æ undarlegri síðustu vikurnar sem
hann lifði. Herbergisfélagi hans, Jos-
eph Aust, sagði að Cho hefði sjaldan
talað við aðra stúdenta á garðinum
þar sem hann bjó. Cho var búinn að
vera enskunemandi í fjögur ár og að
sögn kennara var hann að sumu leyti
góður námsmaður en ákaflega ein-
rænn og ljóst að mikil, innibyrgð
reiði þjakaði hann. Lögreglan hefur
nú greint frá því að Cho hafi verið
sendur í geðrannsókn síðla árs 2005.
„Ég reyndi að tala við hann fyrr á
árinu þegar hann flutti inn,“ sagði
Aust. „Hann svaraði aðeins með
einsatkvæðisorðum eða þagði. Hann
horfði nánast aldrei í augun á mér.“
Cho skildi eftir sig langt bréf, fullt
af bræði, þar sem hann að sögn
heimildarmanna fáraðist yfir „ríkum
krökkum“ í skólanum og siðspill-
ingu. „Þið komuð mér til að gera
þetta,“ skrifaði hann. Að sögn lög-
reglu var Cho sendur í sálfræðimat
eftir að tvær skólasystur hans höfðu
lagt fram kvörtun gegn honum
vegna áreitni. Kvartanirnar bárust í
nóvember og desember árið 2005.
En á sama tíma höfðu enskukenn-
arar Chos lýst yfir áhyggjum sínum
vegna ofbeldisfullra skrifa og and-
félagslegrar hegðunar hans.
Ungu konurnar sem kvörtuðu
undan honum voru ekki á meðal
þeirra sem dóu í skotárásunum
tveim á mánudag. Aðrir sem rætt
hefur verið við minnast þess að þeir
hafi talað um að Cho væri líklegur til
að feta í fótspor þekktra raðmorð-
ingja sem gengið hafa berserksgang
á skólalóðum og myrt fólk af handa-
hófi.
Ofbeldisfull ljóð
Cho ritaði ljóð sem þóttu vel gerð
en mettuð grófum ofbeldislýsingum,
einnig nokkur leikrit sem sumir
lýstu sem martröð. „Það sem hann
skrifaði, leikritin, var virkilega
hroðalegt,“ sagði skólafélagi hans,
Stephanie Derry. Einn af kennurun-
um, Nikki Giovanni, sagði ljóðin hafa
verið ógnandi en í fyrstu hefði hún
talið að hann væri aðeins að kanna
þanþolið, nemendur vildu oft vita
hve langt þeir gætu gengið í grófu
orðbragði.
Annar kennari, Lucinda Roy, tjáði
skólayfirvöldum áhyggjur sínar af
Cho og varð úr að hún tók hann í
einkatíma um hríð. En hún sagðist
aldrei hafa kynnst nemanda sem átti
í jafn miklum vanda með sjálfan sig.
Gerði Roy samning við aðstoðar-
mann sinn um að þegar hún nefndi á
nafn látinn prófessor ætti aðstoðar-
maðurinn að kalla þegar á öryggis-
vörð, svo ógnvekjandi fannst henni
framkoma Cho oft vera.
Fjölskyldan Cho býr í úthverfi í
Washington, þar sem foreldrar hans
reka fatahreinsun, að sögn The New
York Times. Viðbrögð í Suður-Kór-
eu við fréttunum hafa verið á ýmsa
lund. Hafa sumir sagst skammast
sín fyrir að fjöldamorðinginn skuli
hafa verið suður-kóreskur. Einnig
óttast margir að ódæðið ýti undir
andúð á S-Kóreumönnum vestra og
kynþáttahatur. Enn aðrir benda á að
þjóðernið skipti í raun engu máli,
morðin hafi verið verk einstaklings,
og S-Kóreumenn ættu þar enga sök
sem þjóð. Og erlendir nemendur við
Virginia Tech-háskólann sögðust
ekki vera hræddir um að málið
myndi valda þeim erfiðleikum þótt
togstreita milli kynþátta og þjóðar-
brota sé útbreitt vandamál í Banda-
ríkjunum.
Ljóst þykir að harmleikurinn og
sorgin yfir látnum félögum og kenn-
urum hafi fremur orðið til að auka
samstöðu meðal nemenda í háskól-
anum. Margir nemendur minnast nú
með aðdáun 76 ára gamals prófess-
ors frá Ísrael, Liviu Librescu, sem
talinn er hafa bjargað lífi margra
stúdenta með því að hindra Cho í að
komast inn í kennslustofu nógu lengi
til að nemendur gátu stokkið út um
glugga og forðað sér. Cho tókst hins
vegar að skjóta Librescu til bana.
„Þið komuð mér
til að gera þetta“
Cho skildi eftir sig
bréf þar sem hann
fordæmdi skóla-
félaga sína
Reuters
Morðinginn NBC greindi í gær frá því að Cho hefði sent stöðinni mynd-
band daginn sem hann framdi morðin. Þar eys hann úr skálum reiði sinnar.
LÖGREGLUMENN í Malatya, um
650 km austan við Ankara í Tyrk-
landi, handtaka mann sem grun-
aður er um aðild að morði á tveim
starfsmönnum kristilegs útgáfufyr-
irtækis og einum manni að auki,
Þjóðverja. Hinir látnu fundust
bundnir á höndum og fótum og
skornir á háls á skrifstofu útgáf-
unnar en áður höfðu henni borist
hótanir að sögn framkvæmdastjór-
ans, Mamza Ozant. Þjóðernissinnar
hafa sakað útgáfuna um að reyna
að boða fagnaðarerindið í landinu
en um 99% Tyrkja eru múslímar.
Reuters
Kristnir myrtir í Tyrklandi