Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 19 ERLENT Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt Smáralind • Sími 554 3960 Kringlan • Sími 533 4533 Gjöf fylgir ef þú verslar 2 hluti frá Yves Saint Laurent „Lip Twin“ tvöfaldur varalitur með pensli og spegli 12 spennandi útfærslur af Lip Twin í boði. Yves Saint Laurent verður með kynningu á morgun föstudag 20. apríl, og laugardaginn 21. apríl í Hygeu Kringlunni. Ráðgjafar okkar munu vera á staðnum leiðbeina um förðun og val á snyrtivörum úr vorlínunni 2007. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BRESKUM blæðurum var gefið smitað blóð á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar með þeim afleið- ingum, að hátt í 5.000 þeirra fengu lifrarbólgu C og þar af sýktust rúm- lega 1.200 þeirra af alnæmi. Er nú að fara af stað óháð rannsókn á þessu máli, sem kallað er mesta hneyksli í sögu breskrar heilbrigðisþjónustu. Á því eru þó ýmsar hliðar. Á áttunda áratugnum voru bresk- urum blæðurum gefin blóðprótein, sem höfðu verið þurrkuð og breytt í duft en síðan blönduð vatni. Komu þau víðs vegar að en þó einkum frá Bandaríkjunum þar sem fólki er greitt fyrir að gefa blóð. Voru blóð- gjafarnir um 10.000 talsins og ljóst, að í þeim hópi voru margir sýktir af fyrrnefndum sjúkdómum og öðrum. 1981 kom í ljós, að alnæmisveiruna var að finna í blóðvökvanum en þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir hátt- settra manna í heilbrigðiskerfinu var haldið áfram að gefa blæðurum þennan blóðvökva. Vildi banna blóð frá Bandaríkjunum Nefnt er sem dæmi, að í maí 1983 hafi háttsettur maður í heilbrigðis- kerfinu skrifað heilbrigðisráðuneyt- inu og hvatt það til að banna blóð- vökva frá Bandaríkjunum vegna mikillar hættu á, að hann væri smit- aður af alnæmisveirunni. Við því var ekki orðið en eftir miðjan áratuginn var hins vegar farið að hita upp blóð- vökvann í því skyni að drepa hugs- anlegar veirur. Af þeim 4.670 blæðurum, sem sýktust með blóðgjöfinni, eru hátt í 2.000 látnir og margir fleiri bíða þess eins að fara sömu leið. Ekki þarf að fjölyrða um þjáningarnar, sem fólkið hefur liðið, en margir hafa orðið gjaldþrota vegna erfiðleikanna, sem sjúkdómurinn hafði í för með sér. Archer lávarður af Sandwell og fyrrverandi aðstoðardómsmálaráð- herra mun stýra rannsókninni og segir hann, að hlutur allra, sem að málinu komu, verði skoðaður. Segir hann, að heilbrigðisráðuneytið og fyrrverandi heilbrigðisráðherrar hafi heitið samvinnu sinni. Allt frá þessum tíma hefur hver ríkisstjórnin á fætur annarri neitað að viðurkenna sök í þessu máli en samt sem áður hafa ýmsir fengið nokkrar bætur. Talsmaður heil- brigðisráðuneytisins segir, að ríkis- stjórnir á fyrrnefndum tíma hafi ver- ið í góðri trú og reitt sig á þær upplýsingar, sem þá lágu fyrir. Christine Lee, prófessor og sér- fræðingur í dreyrasýki við Lund- únaháskóla, tekur raunar undir það og segir, að vitneskja manna um fyrrnefnda sjúkdóma og smitleiðir hafi verið mjög í molum. Lifrarbólgu C-veiran hafi til dæmis ekki verið einangruð fyrr en 1989 og ekki verið farið að leita hennar með skimun fyrr en 1991. Ólæknandi sjúkdómur Dreyrasýki er erfðasjúkdómur, sem lýsir sér í því, að það vantar storknunarefni í blóðið. Segir Lee, að sé ekkert að gert, engin blóð- vökvagjöf, lifi sjúklingarnir sjaldan lengur en í 20 ár. Þúsundir blæðara fengu smitað blóð Blóðgjöf Blæðarar verða að reiða sig á reglulega blóðvökvagjöf og því skiptir öllu, að blóðgjafinn sé heilbrigður. Nú er þó allt blóð skimað. Óháð rannsókn á málinu að hefjast í Bretlandi JEAN-Marie Le Pen, frambjóð- andi hægriöfga- manna í forseta- kosningunum í Frakklandi næst- komandi sunnu- dag, ýjaði að því í gær, að Nicolas Sarkozy, fram- bjóðandi hægri- manna, og Cecilia, kona hans, ættu í miklum hjónabandserfiðleikum. „Það kemur mér á óvart, að fjöl- miðlar skuli ekki vera farnir að velta því fyrir sér hver verði for- setafrú í landinu,“ sagði Le Pen í viðtali og bætti við, að svo virtist sem allir aðrir en þeir vissu um stöðuna hjá þeim hjónum. Þau Sarkozy og Cecilia bjuggu ekki saman um nokkurra mánaða skeið á síðasta ári en tóku síðan saman aftur. Var hún viðstödd er Sarkozy var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi hægrimanna en hefur að öðru leyti engin afskipti haft af framboði hans. Áður hafði hún stutt hann með ráðum og dáð og átt sinn þátt í stjórnmálaframa hans. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýndi, að Sarkozy fengi 29,5% atkvæða í kosningunum á sunnudag, Segolene Royal, frambjóðandi sósí- alista, 24,5% og miðjumaðurinn Francois Bayrou 18,5%. Le Pen er spáð 13,5%. Samkvæmt þessu má víst heita, að enginn frambjóðenda fái tilskil- inn meirihluta á sunnudag og því verði kosið á milli tveggja efstu 6. maí. Er því spáð, að þá fái Sarkozy 53% en Royal 47%. Enn er þó um þriðjungur kjós- enda, 17 milljónir manna, óákveðinn og óvissan um endanleg úrslit því nokkur. Sarkozy og frú í vanda? Nicolas Sarkozy HUGSANLEGT er, að bifreiðar, sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti, eþanóli, muni hafa meiri og verri áhrif á heilsu manna en bensínbíl- arnir. Er það niðurstaða bandarískr- ar rannsóknar. Tölvulíkan sýnir, að óson í út- blæstri muni aukast, gangi allir bílar fyrir eþanóli, og það muni aftur valda auknum sjúkdómum og dauða vegna sjúkdóma í öndunarfærum. „Útkoman er sú, að eþanólið sé hættulegra en bensínið,“ segir Mark Jacobson, sérfræðingur í andrúms- loftsfræðum við Stanford-háskóla. Astmi, veiklað ónæmiskerfi og fleiri sjúkdómar hafa verið raktir til ósons en WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, áætlar, að óson og önnur mengandi efni í útblæstri valdi dauða 800.000 manna árlega. Eþanólið hættulegt? MERK uppgötvun í plöntufræðum, sem gerð var í Svíþjóð og kynnt í vís- indatímaritinu Science 2005, var fölsuð. Skýrðu fræðimenn við há- skólann í Umeå frá því í gær. Ove Nilsson prófessor sagði, að kínverskur vísindamaður, Tao Hu- ang, sem var við háskólann sem gest- ur, hefði að eigin sögn leyst gátuna um það hvenær plöntur telja tíma- bært að blómgast. Var uppgötvunin talin sú þriðja merkasta á árinu 2005 en Tao kvaðst hafa sannað, að ákveð- in sameind stjórnaði blómguninni. Nilsson sagði, að málið væri að sjálfsögðu álitshnekkir fyrir háskól- ann en sagt er, að Tao, sem er ekki lengur í Svíþjóð, neiti að játa föls- unina. Falsaði niðurstöður ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.