Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 22
Franska menningarhátíðin PourquoiPas? – Franskt vor á Íslandi hófst 22.febrúar síðastliðinn og stendur til 12.
maí. Ógrynni viðburða er á þessari hátíð og
má þakka fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki gef-
ið Ísland undir franska stjórn í kjölfar allra
þeirra frönsku áhrifa sem hafa tröllriðið
landinu að undanförnu.
Erfitt er að telja upp hvað hefur hæst bor-
ið á hátíðinni hingað til enda allt einstaklega
áhugavert. Eldorgelið á Austurvelli sem opn-
aði Pourquoi Pas? dró að enda lítið verið um
eldspúandi orgel á landinu hingað til. Koma
hljómsveitarinnar Dionysos vakti verðskuld-
aða athygli sem og ungorganistinn Vincent
Warnier sem spilaði fyrir þéttsetinni Hall-
grímskirkju. Tónlistarkonan Emilie Simon
birtist svo með sína álfslegu ásjónu í Há-
skólabíói. Listasöfn og gallerí hafa ekki látið
sitt eftir liggja og í Listasafni Íslands var
sýningin Frelsun litarins, Nýlistasafnið sýndi
Næstum ekki neitt og í Listasafni Reykjavík-
ur lýkur um næstu helgi sýningu Pierre Hu-
yghe. Norðlendingar og aðrir landsmenn
hafa svo getað notið ljósmyndasýningarinnar
Auglitis til auglitis í Listasafni Akureyrar
sem lýkur sunnudaginn 29. apríl. Þá lýkur
einnig franskri hönnunarsýningu í Gerð-
arsafni. Frönsk kvikmyndahátíð stóð í Há-
skólabíói allan marsmánuð, franskir versl-
unardagar voru á götum Reykjavíkur og
fólk gat sótt vínnámskeið og borðað rétti
franskra stjörnukokka.
Gestasýning Þjóðleikhússins var Ímynd-unarveikin eða þögn Moliéres og Borg-
arleikhúsið setti upp Krónikur dags og næt-
ur eftir Xavier Durringer.
Viku bókarinnar var startað í fyrradag
með áherslu á franskar bókmenntir og Þjóð-
leikhúsið frumsýndi Hjónabandsglæpi eftir
Eric-Emmanuel Schmitt í gær.
Nýlega var opnuð ljósmyndasýning Gilles
Bensimon í Hafnarborg en hann hefur lengi
verið meðal fremstu tískuljósmyndara heims.
Um komandi helgi verður menningar-
dagskrá í Safnhúsi Borgarfjarðar vegna sýn-
ingarinnar Strandið í tilefni þess að 70 ár
eru liðin síðan rannsóknarskipið Pourquoi
Pas? fórst þegar það steytti á skeri við Ís-
land.
Þó langt sé liðið á frönsku menningarhá-tíðina er fjöldi viðburða eftir og það
engar laggir. 24. apríl heldur fremsti þróun-
armannfræðingur Frakklands, Yves Cop-
pens fyrirlestur við Háskóla Íslands og
tveimur dögum síðar leikur hljómsveitin
Nouvelle Vague á NASA. Í apríl og maí sýnir
kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn mynd-
ir eftir Raymond Depardon, einn helsta
heimildamyndagerðarmann Frakka. Hip
Hop Pockemon Crew sýnir break-dans í
Borgarleikhúsinu 8. og 9. maí og 10. maí
verða tónleikar Francoiz Breut og Benna
Hemm Hemm í Þjóðleikhúskjallaranum, dag-
inn eftir kemur síðan píanóleikarinn Hélene
Grimaud fram með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands.
Síðustu daga hátíðarinnar, frá 10. til 12.
maí, má svo búast við tröllvöxnum fígúrum á
götum Reykjavíkurborgar. Þá mun Franska
götuleikhúsið Royal de Luxe fara um stræti
og marka bæði lok hátíðarinnar Pourquois
Pas? og upphaf Listahátíðar í Reykjavík.
Tveir atburðir tengdir hátíðinni verða
haldnir síðar, hljómsveitin Air leikur í Laug-
ardalshöll í júlí og Þjóðleikhúsið heims-
frumsýnir næsta vor verkið Sjávarsafnið eft-
ir franska rithöfundinn Marie Darriessecq.
Nú er um að gera að pússa skóna, setja
upp hattinn og fara út úr húsi til að njóta
þess sem eftir er af frönsku vori á Íslandi.
Franskt vor enn í blóma
» Þó langt sé liðið á frönskumenningarhátíðina er
fjöldi viðburða eftir og það
engar laggir.
Tónlist Francoiz Breut leikur með
Benna Hemm Hemm 10.maí.
ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Tröllvaxið Götuleikhúsið Royal de Luxe.
www.fransktvor.is
22 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Sólheimaleikhúsið frumsýnir í dag, fimmtu-
dag, Bláa hnöttinn, eftir Andra Snæ Magna-
son að viðbættum söngvum, sem unnir eru
úr texta leikritsins, og tónlist við þá.
Valdimar Ingi Guðmundsson, talsmaður
Sólheimaleikhússins, sagði félaga þess hafa
unnið sýninguna með leikstjóranum Þór-
nýju Björk Jakobsdóttur upp úr Bláa hnett-
inum og Lárus Sigurðsson samdi tónlist og
Torfhildur Torfadóttir söngtexta, sem flutt
eru í sýningunni. Söngvarnir eru fimm og
fluttir við tónlist af geislaplötu, sem höf-
undur lék sjálfur inn á.
Frumsýningarskrekk-
urinn er nauðsynlegur
„Við þurftum að stytta texta leikritsins,
en höldum að sjálfsögðu öllu því mikilvæg-
asta inni, enda var það vilji höfundarins og
hann hefur fylgzt með okkur með öðru aug-
anu í gegnum tölvu og síma,“ segir Valdi-
mar.
Um þrjátíu manns taka þátt í sýningunni,
en leikmynd og búninga sagði Valdimar að
hópurinn hefði unnið í sameiningu.
Æfingar hófust í janúar og í vikunni voru
menn komnir með nettan frumsýning-
arskrekk, sem Valdimar sagði að væri
nauðsynlegur þáttur til þess að allt gengi
upp.
Alltaf frumsýnt á
sumardaginn fyrsta
Þetta er frumraun Þórnýjar Bjarkar sem
leikstjóri. „Ég bjó hér í Sólheimum 2001–
2005 og hef starfað mikið með leikfélaginu.
Nasasjón af leikstjórninni fékk ég, þegar
Edda Björgvinsdóttir setti hér upp leikrit
síðast; þá var ég gerð að aðstoðarleikstjóra.
Svo hef ég kynnzt fleiri leikstjórum, sem
hafa sett upp hjá Sólheimaleikhúsinu, og
séð mismunandi verklag þeirra. Ég hef svo
reynt að velja það bezta úr öllu saman.“
Þórný sagði að Sólheimaleikhúsið frum-
sýndi alltaf á sumardaginn fyrsta. Hún
sagðist telja að flest árin hefði verið sett
upp nýtt leikverk og sum árin fleiri en eitt,
þannig að í heildina telur verkefnaskráin
ekki færri leikrit en þau 77 ár sem Sól-
heimar hafa starfað. Hins vegar hafa starfs-
menn og börn ekki tekið þátt í leiksýn-
ingum allan þann tíma, heldur aðeins tíu
síðustu árin eða svo. Á afmælisárum hefur
Sólheimaleikhúsið sýnt í stóru leikhúsunum
í Reykjavík; m.a. Þumalínu á stóra sviði
Borgarleikhússins, þegar Sólheimar urðu
75 ára, og á 70 ára afmælinu Hárið og Sess-
eljuleikritið á litla sviðinu. Á stórafmælum
þar áður sýndi Sólheimaleikhúsið verk í
Þjóðleikhúsinu.
Þegar Hárið var á dagskrá varð söngur
svo vinsæll í Sólheimaleikhópnum að Þórný
sagði jafnan síðan hafa verið lífgað upp á
sýningar leikhússins með söngatriðum.
Þórný sagðist ekki kvíða frumsýningunni.
Þetta væri allt að smella saman, en auðvit-
að fylgdi lokasprettinum ákveðin spenna.
„Ég eignaðist nú barn 3. apríl. Sú fæðing
gekk mjög vel og ég veit að þessi verður
ekki síðri, þegar að henni kemur.“
Sýning Sólheimaleikhússins á Bláa hnett-
inum tekur um hálfa aðra klukkustund og
eru næstu sýningar fyrirhugaðar um
helgina; 21. og 22. apríl, og þá næstu; 28.
og 29. apríl.
Syngjandi glöð Sólheimaleikhópurinn brestur í söng í Bláa hnettinum eins og öllum sínum sýningum öðrum.
Blái hnötturinn á Sólheimum
ÁSLAUG Jónsdóttir bókverkakona hlaut í gær
Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavík-
urborgar fyrir bestu frumsömdu bókina, Stór
skrímsli gráta ekki, en hún hlaut sömu verðlaun
í fyrra. Áslaug samdi bókina og myndskreytti
með Svíanum Kalle Güettler og Færeyingnum
Rakel Helmsdal.
Verðlaun í flokki þýddra barnabóka hlaut
Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur fyrir bók
Kenneth Oppel, Sólvæng.
Verðlaunaafhendingin í gær var sú 35. og var
fyrsti verðlaunahafinn, Jenna Jensdóttir, við-
staddur. Áslaug flutti stutta ræðu eftir að hafa
veitt verðlaununum viðtöku og minnti í henni á
mikilvægi barnabóka.
„Bækur eru það besta sem hægt er að gefa
börnum,“ sagði Áslaug og að „lesa bók gæfi
tíma.“ Bóklestur barna væri skapandi þar sem
hann örvaði hugarflug þeirra. Áslaug sagði
minnkandi bóklestur íslenskra barna slæma
þróun og minnti á góð áhrif bóklesturs á börn.
Lögregla hefði aldrei verið kölluð til vegna
bókaorms sem gengið hefði berserksgang.
Rúnar hélt einnig stutta þakkarræðu og
sagði þýddar barnabækur eiga á brattann að
sækja á Íslandi, þar sem þær fengju litla athygli
í fjölmiðlum og þá sérstaklega dagblöðum.
„Það er virðingarvert að hafa þennan flokk
fyrir þýddar barnabækur og vekja athygli á því
sem vel er gert í þýðingum,“ sagði Rúnar.
Stór skrímsli gráta ekki segir frá sam-
skiptum stórs og lítils skrímslis, hið stóra virð-
ist ekkert geta gert rétt en hið litla veit alltaf
betur. Í Sólvængi segir af leðurblökunni
Skugga sem heldur í ævintýralega leit að föður
sínum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Verðlaunuð Áslaug Jónsdóttir og Rúnar
Helgi Vignisson hlutu í gær Barnabókaverð-
laun menntaráðs Reykjavíkurborgar.
Áslaug verð-
launuð ann-
að árið í röð
Skrímsli og leðurblökur
í verðlaunabarnabókum