Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 25 AKUREYRI Hvað gerist þegar þú blandar saman erlendu láni með lágum vöxtum og íslensku láni með minni áhættu? Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „AÐ koma á fót góðum leiksýning- um í Akureyrarbæ eftir því sem kostur er og kraftar leyfa,“ var markmið Leikfélags Akureyrar þeg- ar það var stofnað 19. apríl 1917. Fé- lagið er 90 ára í dag og óhætt er að segja að markmiðið við stofnun þess sé haft að leiðarljósi í dag; félagið hefur að minnsta kosti sjaldan eða aldrei verið öflugra og sýningar þess vinsælli. Einn fyrir alla … „Félagsmenn ábyrgjast innbyrðis einn fyrir alla og allir fyrir einn, all- an þann kostnað sem leiðir af þeim leikjum sem sýndir eru,“ var sam- þykkt í upphafi, að því er fram kem- ur í bókinni Saga leiklistar á Akur- eyri eftir Harald Sigurðsson, en í fyrstu stjórn LA voru kosnir Júlíus Havstein, Sigurður E. Hlíðar og Hallgrímur Valdimarsson Þótt Leikfélag Akureyrar hafi verið formlega stofnað árið 1917, þá spannar forsagan áratugi þar á und- an. Frumherjinn í leiklist á Akureyri var Bernhard Steincke verslunar- maður sem stóð fyrir leiklistar- starfsemi í bænum allt frá árinu 1860. Hafið var að sýna leiksýningar í Samkomuhúsinu árið 1907 og tíu ár- um síðar var Leikfélagið formlega stofnað. Lungann af tuttugustu öld- inni var LA áhugaleikfélag en árið 1973 urðu vatnaskil þegar fyrstu leikararnir voru fastráðnir og það breyttist í atvinnuleikhús. Á áttunda áratugnum unnu atvinnumenn og áhugafólk reyndar hlið við hlið en hægt og bítandi þróaðist LA í fullgilt atvinnuleikhús. Leikhúsið hefur unnið marga sigra í gegnum tíðina og óhætt að fullyrða að það hafi gengið í gegnum mörg blómaskeið, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra LA. Hann segir síðustu misseri hafa verið afar farsæl hjá leikhúsinu og aðsókn aldrei verið meiri. Síðasta leikár var það aðsóknarmesta í sögu leikhússins og ljóst er að þetta leikár fylgir fast á hæla þess síðasta, að sögn Magnúsar. Á blaðamannafundi sem stjórn LA boðaði til 8. september 1973 til- kynnti þáverandi formaður, Jón Kristinsson, að brotið væri blað í sögu félagsins og átta leikarar voru fastráðnir í hálft starf. Leikararnir voru Aðalsteinn Bergdal, Arnar Jónsson, Gestur E. Jónasson, Sigur- veig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Þráinn Karlsson, Þórhildur Þorleifs- dóttir og Þórhalla Þorsteinsdóttir. Leikhússtjóri var Magnús Jónsson. Svo skemmtilega vill til að einn fyrstu fastráðnu leikaranna, Þráinn Karlsson, starfar enn hjá félaginu og hélt upp á 50 ára leikafmæli sitt í fyrra. Kostar eina krónu! Núverandi leikhússtjóri LA er Magnús Geir Þórðarson. Stjórn LA skipa: Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður, Karl Frímannsson, Kjart- an Ólafsson, Sunna Borg og Arna Valsdóttir. Í gærkvöldi, síðasta vetrardag, var söngvaleikurinn Ævintýri á gönguför eftir Hostrup leiklesinn hjá LA í tilefni afmælisárins, en það var einmitt fyrsta verkið sem flutt var í leikhúsinu, fyrir 100 árum. Þrá- inn Karlsson leikstýrði uppsetning- unn í gærkvöldi, sem heppnaðist vel og uppselt var í húsið. Þess má geta að aðgangseyrir var ein króna – sama verð og á fyrstu sýningu Leik- félagsins á sínum tíma. Leikfélag Akur- eyrar er 90 ára Æfintýri Úr uppsetningu LA á Æfintýri á gönguför fyrir mörgum árum. Sveinn Kristinsson, Helena Eyjólfsdóttir, Sólveig Guðbjartsdóttir, Stefán Halldórsson, Þórey Guðmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Eggert Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.