Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 34
ferðalög
34 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það má samt finna bragð af eftirlík-ingunum í Mílanó, þær eru góðar,frumgerðirnar bara enn betri. Einsog Piazza del Duomo eða Dóm-
kirkjutorgið þar sem Dómkirkjan stendur,
sú þriðja stærsta í heiminum. Í einu orði
sagt guðdómleg bygging sem varla er hægt
að lýsa. Amen er eina orðið sem virðist við
hæfi eftir að hafa barið hana augum, svo
fullkomin er hún – í svo skemmtilega
skrautlegu en gotnesku jafnvægi að það er
erfitt að ímynda sér að hönnun hennar og
bygging hafi tekið um 500 ár. En frá árinu
1386 sigldi kirkjuskipið í gegnum fjölmarga
hugmyndastrauma og stefnur sem ríktu í
byggingarlist á þessu tímabili, arkítektar og
hönnuðir fæddust og dóu, kannski með við-
komu í kirkjunni, en Dómkirkjan í Mílanó
hefur lifað þá alla og lifir enn í dag sem
minnisvarði um ótrúlega hæfileika, hæfni og
sköpunargáfu manneskjunnar á jafnvel hin-
um myrku miðöldum í Evrópu – það er ekki
lengra síðan. Og um sköpunina og bygging-
artæknina er hægt að fræðast á Duomo
safninu sem er í Palazzo Reale og sjá fleiri
listsýningar. Um þessar mundir er þar til
dæmis áhugaverð sýning á verkum rúss-
neska abstraktmálarans og frumkvöðulsins
Wassilys Kandinskys.
Skammt frá torgi hinnar himnesku dóm-
kirkju er annars konar himnaríki, sér-
staklega fyrir konur. Þegar gengið er í
gegnum hið tilkomumikla Arch of Triumph
raða sigurvegarar ítalskrar verslunar sér
hlið við hlið og inn á milli ítalskir hönnuðir.
Þetta er Galleria, ein af kringlum Mílanó-
borgar, ómótstæðileg blanda af yfirbyggðum
verslunargötum þar sem finna má alþjóð-
legar verslunarkeðjur, sérverslanir, listagall-
erí, kaffihús og veitingastaði auk götulista-
manna.
Á hinum endanum er annað torg og á því
er stytta af vel þekktum manni í veraldar-
sögunni, Leonardo da Vinci. Það fer vel á að
hafa þennan lista- og vísindamann fyrir
framan hið sannkallaða hús listagyðjunnar
þótt það láti ekki jafnmikið yfir sér og dóm-
kirkjan, enda var það aðeins tvö ár í bygg-
ingu, 1776–1778. Scala-leikhúsið er fyrir
löngu orðið að gæðamerki í óperunni, þar
sem hin klassíska sönglist, ballett og sviðs-
list renna saman í eitt. Svið Scala er eitt hið
stærsta á Ítalíu og þykir hið glæsilegasta.
Panta þarf miða á sýningar með góðum fyr-
irvara en húsið sjálft geta ferðamenn skoðað
á ákveðnum tímum og er það vel þess virði.
Zetur Mílanó iða ekki aðeins af lífi, þær
iða af frumlegum sögum sem tengja saman
torgin, hallirnar og pítsurnar – svo úr verð-
ur líf. Iðandi mannlíf.
2.828 mílur
til Mílanó
Iðandi Mannlífið er iðandi í miðborg Mílanó þar sem ungir sem aldnir una
sér vel og dúfurnar spígspora um torgin enda atlætið oft gott.
Zetan lifir enn góðu lífi í ítölskunni. Palazzo. Piazza. Pizza. Allt er þetta magnað í
Mílanó, þessari óopinberu höfuðborg N-Ítalíu. Hallirnar, torgin, pítsurnar. Svo
ekta, engar -ts-eftirlíkingar. Bara zetur. Unnur H. Jóhannsdóttir upplifði nokkrar.
Listaverk Dómkirkjan á aðaltorginu Piazza del Duomo er einstakt byggingarlistaverk sem endalaust er hægt að
dást að og líka telja dýrlingastytturnar á ef einhverjum skyldi leiðast fegurðin ein.
Safn Leonardos Da Vincis
ÞAÐ ætti enginn sem hefur áhuga á bæði myndlist og vísindum að láta Mu-
seo Nazionale Della Scienza Tecnologia Leonardo Da Vinci, sem bjó um
langt skeið í Mílanó, framhjá sér fara. Lífssaga Da Vincis er einstök og
margbrotin, hann hefur verið fjölgreindur og uppgötvanir hans, jafnt í
hertækni sem og þeirri sem auðveldað gat daglegt líf samferðafólks hans,
eru margar mjög merkilegar. Þá mörkuðu rannsóknir hans á náttúrunni
og mannslíkamanum tímamót. Í safninu eru margar aðrar góðar sýningar
eins og á sögu samgangna, allt frá hestvögnum til orrustuflugvéla sem Fiat
smíðaði fyrir ítalska herinn. Einnig er rakin saga nútímafjarskipta, komið
inn á stjörnufræði og uppgötvun, þróun og margbreytileika plastsins í iðn-
hönnun svo eitthvað sé nefnt.
BRAGÐLAUKARNIR verða
ekki sviknir í Mílanó. Það
kemur nánast aldrei fyrir
að maður fái þar beinlínis
vondan mat. Það er vissu-
lega stigsmunur á kaffi-
húsum og veitingastöðum
og stundum fær ferðamaður
-ts-mat á þeim fyrrnefndu
en nánast aldrei þeim síð-
arnefndu. Þar eru bara zet-
ur. Nánast allar bökur með
áleggi eru pizzur í Mílanó,
en sérstaklega má mæla
með þeim sem framreiddar eru á Ristorante Replay á Piazzetta Pattari
2 í miðborginni. Veitingastaðirnir eru þar eru margir góðir eins og Ri-
storante il Corandolo, Via Dell’Orso 1, þar sem nautasteikin bráðnar í
munni. Verðlagið er mjög hagstætt miðað við hið íslenska. Það þarf líka
mikla óheppni til þess að lenda á gjörsamlega ómögulegum veitingastað
í Mílanó svo verið óhrædd. Látið líka eftir ykkur að smakka ekta ítalskt
Dolci, Gelati og Frutti sem eru á íslensku sætindi og eftirréttir, ís og
ferskir ávextir.
Matur og drykkur
Pizza Í Mílanó eru sko zetur!
Í MÍLANÓ kallast Chanel á við Dolce&Gabbana sem aftur heilsar Giorgio
Armani sem kastar kveðju á Prada og fleiri frægir hönnuðir eins Gucci,
Fendi og Versace taka einnig undir í þessum fagra kór ásýndar. Vitaskuld
eru flest klæðin utan seilingar hins venjulega ferðamanns, vegna verðmið-
ans, en það er engu að síður gaman að skoða hönnunina og smáatriðin sem
skipta svo miklu máli, snerta á efnunum og finna í þeim ríkidæmið. Þó er
eitt og annað smálegt eins og sólgeraugu frá þessum þekktu merkjum þar
sem verðið er millistéttarlegra, 15.000–30.000 kr., og jafnvel má finna
stuttermaboli, eins og einn frá Armani með áþrykktri mynd af kvikmynda-
stjörnu allra tíma, Marilyn Monroe, sem kostaði 15.000 kr. Aðalverslunar-
götur hátískunnar eru Via Montenapoleone, Via della Spiga and Via Sant́-
Andrea ásamt Via Manzoni í hinum fræga Fashion Quadrialatero eða
Tískuhverfinu eins og Mílanóbúar einfaldlega nefna hverfið.
Hátíska í búðunum
Reuters
Tískuborg Mílanó stendur undir því
nafni. Þar ganga flestir með stór,
svört og svöl merkjasólgleraugu.