Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 37

Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 37 2 um þrjú- niðurlög- ti 22, þar Þrátt fyrir prautað á i eldurinn viliðsstjóri ón Viðar una helst verið end- ki klætt að gar. „Það ur ofan á rífa þá af ð eldsvoð- ukkutíma ravda. Við , eða svo- gert vegna að þakið i mér ekki slíkar að- ðarbitann, nig að það nokkrar hrunið.“ og smátt lum ákafa ma náðu ldinum og beið þá það verk að tryggja að allur eldur væri slokknaður og að hann myndi ekki taka sig upp aftur. Slökkvilið var á vakt við húsið í alla nótt auk lögreglu, en búist var við miklum mannfjölda í miðbæinn þar sem frídagur er hjá flestum í dag. Sáttur við framvindu málsins „Ég er mjög sáttur við framvindu málsins en það er mjög sorglegt að standa frammi fyrir því að hjarta Reykjavíkurborgar er hreinlega að hverfa að hluta til,“ sagði Jón Viðar þegar slökkvilið hafði að mestu ráðið niðurlögum eldsins. „Þetta var mjög erfitt við að eiga og hvað varðar verkefni slökkviliðsins er ég mjög sáttur. Við keyrðum lengi á mönn- um, menn voru búnir að fara í tvær og þrjár reykkafanir sem er gífur- lega erfitt.“ Um 80–100 manns tóku þátt í slökkvistarfinu en þrátt fyrir að svo alvarlegur atburður verði er ekki hægt að sleppa öðrum verkefnum. „Við mönnuðum allar okkar stöðvar og fengum aðstoð frá Suðurnesjum, auk þess sem við vorum í góðu sam- bandi við slökkvilið í nágrannasveit- arfélögum ef á þyrfti að halda,“ seg- ir Jón Viðar en svo vildi til að óvenjulega mikið var um sjúkra- flutninga á sama tíma og barist var við eldinn. Kviknaði í út frá loftljósi Rannsókn á brunanum hófst þeg- ar um miðjan dag í gær og um hana sjá lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Brunamálastofnun. Fljótlega komu fram vísbendingar um að eld- urinn hefði kviknað í húsnæði Frök- en Reykjavíkur, eða Tourist book- ing, sem m.a. er söluturn og þjónusta fyrir ferðamenn. Bendir ýmislegt til að kviknað hafi í út frá loftljósi og staðfesti Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, þá kenningu. Hann segir jafnframt að rannsókn miði vel. Tæknideild og rannsóknardeild komu snemma á vettvang og ræddu þá þegar við nokkur vitni. Aðspurður um brunavarnir húsanna segir Stefán að enn sé of snemmt að fullyrða hvað hafi vantað og hvað verið til staðar en bendir auk þess á að húsin séu gömul timb- urhús og erfitt sé að fást við bruna í slíkum byggingum. Brunamálastofnun mun gera ítar- lega stórbrunaskýrslu vegna elds- voðans og er tilgangur hennar m.a. að draga lærdóm af því hvernig eld- vörnum var háttað í húsunum en ekki síður hvernig slökkvistarf gekk fyrir sig, og hvort eitthvað hefði bet- ur mátt fara. Björn Karlsson bruna- málastjóri segir að uppruni eldsvoð- ans verði kannaður ítarlega, svo og brunavarnir húsanna. „Eldvarnaeft- irlit höfuðborgarsvæðisins hefur farið þarna í margar skoðanir og at- hugað húsnæðið. Þannig að til skoð- unar hjá okkur verða skýrslur um þessi hús sem eru sæmilega vel skjalfestar.“ Í skýrslunni verður einnig að finna úttekt á störfum slökkviliðs og var Björn meira og minna á vett- vangi í dag til að fylgjast með. Hann segir það liggja ljóst fyrir að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sé mjög öflugt og slökkviliðsmenn hafi staðið sig afar vel í gær. „Við sem vinnum í þessum brunamálageira vitum það vel að hér á höfuðborg- arsvæðinu er mjög öflugt slökkvilið. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þessir menn hafi staðið sig mjög vel en við förum betur yfir það í skýrsl- unni.“ Morgunblaðið/Júlíus menn unnu þrekvirki r þegar eldur breiddist út í tvö af elstu húsum borgarinnar  Austurstræti 22, þar sem ónýtt  Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturninum Fröken Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Fjölmiðlar upplýstir Boðað var til fréttamannafundar í strætisvagni sem stóð nærri vettvangi. Þar upplýstu Stefán Eiríksson, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Jón Viðar Matthíasson fjölmiðla um hver staða mála væri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.