Morgunblaðið - 19.04.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ugglaust mun að ýmsum
flögra, að greinarhöfundur sé
skriffinnur bak við eftirfarandi
þjóðlífslýsingu:
„Mér stendur stuggur af þeirri
terroristastjórn sem ríkir á Ís-
landi, bæði í stjórnmálum og við-
skiptalífi, og reynir að gera þá
menn hlægilega og kalla ofsókn-
arbrjálaða sem hafa orð á því
óttaástandi sem hún hefur skap-
að. Þannig reynir hún að þagga
niður í þeim eins og öðrum. Stofn-
anir eru lagðar niður ef þær eru
ekki stjórnvöldum þóknanlegar. Í
hjarta okkar vitum við öll að á Ís-
landi ríkir óttastjórn á öllum svið-
um. Og mér svíður hvernig mis-
réttið í samfélaginu hefur aukist á
örskömmum tíma: Að Íslendingar
geti ekki lengur talað um eina
þjóð í landinu. Mér blöskrar það
frelsishjal sem þeir hafa uppi sem
vilja fullkomið ófrelsi, frelsi til að
einoka. Ég hef skömm á þeim for-
svarsmönnum fyrirtækja sem í
fjölmiðlum segjast fagna nýrri
samkeppni en eru á sama augna-
bliki að reyna að finna leið til að
drepa keppinautinn með góðu eða
illu eða, ef það er ekki hægt, til að
kaupa hann út af markaðnum.
Hræsnin er ofboðsleg. Og réttlæt-
iskennd minni er misboðið.“
Höfundur þessa pistils, sem
birtist í Morgunblaðinu 27. marz
2005, er maður, sem aldrei hefur
látið draga sig á pólitískan bás.
Hann vill hafa algjört frelsi, eins
og hann sjálfur segir, og telur
frjálslyndi og mannúð lýsa lífs-
viðhorfum sínum bezt.
Nafn hans er Jóhann Páll
Valdimarsson, bókaútgefandi.
Þeir taki til sín sem eiga.
Sverrir Hermannsson
Stjórnarfar?
Höfundur er fv. alþingismaður.
OFT má sjá greinar í blöðum
landsins og umfjallanir í frétta-
þáttum um þá miklu fjölgun ör-
yrkja sem orðið hefur og er megin
ástæða þess sú að fólki með geð-
raskanir fer fjölgandi. Þá er fjölg-
unin sérstaklega mikil meðal ungs
fólks þ.e. fólks undir 35 ára aldri.
Margir hafa komið með sína
skoðun á af hverju svo sé. Sumir
segja að álag nútímaþjóðfélags sé
örsökin, aðrir segja að nýrri kyn-
slóðir séu einfaldlega
latari og veiklyndari
en þær eldri og enn
aðrir segja að þetta
sé vegna þess að fólk
er meira vakandi fyr-
ir geðsjúkdómum í
dag. Þetta er ekki
lengur eins mikil
skömm og þótti hér
áður og fordómum
hefur farið fækkandi
þó nóg sé af þeim
enn.
Þá er hinsvegar
spurningin; hvernig
er tekist á við þessi
vandamál?
Hvernig er hægt að
fækka þeim sem eru
öryrkjar vegna geð-
raskana?
Hvað er hægt að
gera þegar ein-
staklingur er ekki
nógu veikur til að
vera lagður inn á
deild en er ekki nógu
frískur til að sinna
daglegu starfi s.s.
skóla, vinnu, heimili
eða öðru?
Fólk með geðraskanir þarf að
hafa fasta rútínu. Það þarf að hafa
eitthvað sem fær það til að fara
fram úr rúminu á morgnana og
takast á við daginn. Starfsend-
urhæfing er því yfirleitt ákjósan-
legasta lausnin á því máli. Í
starfsendurhæfingu fær ein-
staklingurinn þá rútínu sem hann
þarf en um leið er líka tekið tillit
til hans persónulegu getu og
hæfni.
Í starfsendurhæfingu fær fólk
hin ýmsu verkefni til að leysa úr,
auðveld og erfið sem henta hverj-
um og einum. Ef við miðum t.d.
við það starf sem fer fram í iðju-
þjálfun geðsviðs við Hringbraut
þá er þar unnið við smíðar, saum,
leir, fjölritun, ýmis tölvuverkefni
o.m.fl. Fólki er falið verkefni sem
líklegt er að það ráði við fyrst um
sinn þegar það byrjar og svo
smám saman verða verkefnin og
kröfurnar meiri. Verkefni sem
öðrum finnast mjög auðveld geta
verið mjög erfið og krefjandi fyrir
mikið veika einstaklinga.
Verkefnin snúast þó ekki ein-
göngu um að búa til hluti. Fé-
lagsleg samskipti er líka stór hluti
af starfinu og því hafa t.d. fé-
lagsfærnihópar verið í boði í iðju-
þjálfun Geðsviðs við Hringbraut
en vegna manneklu hefur það þó
ekki verið í boði eftir áramót.
Fólk með geðraskanir er oft
með mjög lítið sjálfstraust og á
erfitt með dagleg samskipti við
aðra. Sjálfstraustið eflist við að
klára verkefni sem viðkomandi
taldi jafnvel að hann gæti ekki
gert, verkefni sem fólst í að búa
til hlut sem viðkomandi er ánægð-
ur með eða að veita öðrum aðstoð
með sín verkefni. Þetta er eins og
að tilheyra einum stórum vinahóp
þar sem maður hefur stuðning frá
starfsfólki og öðrum skjólstæð-
ingum. Maður skiptir máli.
Ég hef sjálf verið skjólstæð-
ingur iðjuþjálfunar Geðsviðs við
Hringbraut síðan um haustið 2005,
eða í eitt og hálft ár. Á þeim tíma
hef ég tekið miklum bata þó ég sé
ekki enn komin á leiðarenda.
Þegar ég byrjaði gat ég ekki
talað þegar ég var með hóp af
fólki í kringum mig. Ég var mjög
feimin, allt sem ég gerði var
ómögulegt og ég kunni ekki neitt.
Ég átti erfitt með að sinna dag-
legu lífi og vera sú manneskja sem
ég vil vera.
Í dag er allt mun auðveldara,
þökk sé því góða starfi sem fram
fer á iðjuþjálfunardeildinni.
Sjálfstraust mitt hefur eflst til
muna, ég geri hluti nú sem ég
hefði aldrei haft þor í að gera áð-
ur eins og t.d. að skrifa þessa
grein. Ég er ekki eins feimin og
ég var og get nú haldið uppi góð-
um samræðum í herbergi fullu af
fólki. Ég trúi á sjálfa mig, ég geri
hlutina eins vel og ég get og ég
kann bara býsna mikið!
Ég ber sjálf ábyrgð á mínum
bata en öll þurfum við þó aðstoð,
hvort sem við eigum við geð-
sjúkdóm að etja eða annað. Starfs-
fólkið á iðjuþjálfunardeild Land-
spítalans við Hringbraut hefur
hjálpað mér að ná þeim bata sem
ég hef náð.
Þau hafa opnað augu mín og
sýnt mér hve dugleg ég er, hve
góð ég er og að ég skipti jafn
miklu máli og allir aðrir.
Hér á Íslandi hefur alltaf verið
sagt að hver og einn eigi rétt á
þeirri heilbrigðisþjónustu sem
hann þarfnast.
Sviðsstjóri geðsviðs Landspít-
alans hefur nefnt í fjölmiðlum að
hugsanlega þurfi að draga úr
þjónustu deildarinnar og þ.a.l.
beina skjólstæðingum deildarinnar
annað.
Hvernig er hægt að vísa einum
frá en öðrum ekki? Einn á rétt á
þjónustunni en hinn getur bara
farið eitthvað annað?
Eitt er víst að ef deildinni verð-
ur lokað eða þjónusta við skjól-
stæðinga skert þá er stórt skref
stigið afturá bak í geðheilbrigð-
isþjónustu landsins sem er
skömm.
Margir einstaklingar missa
þráðinn og verða jafnvel það veik-
ir aftur að þeir þurfa á innlögn að
halda og öðru slíku. Tala ungra
öryrkja á Íslandi mun ekki lækka,
svo mikið er víst.
Hvað verður um okkur skjól-
stæðingana ef þjónustan verður
skert?
Skiptum við ekki máli?
Hvað verður um okkur?
Kristjana Mjöll Jónsdóttir skrif-
ar um mikilvægi iðjuþjálfunar
fyrir fólk með geðraskanir
» Í dag er allt munauðveldara, þökk sé
því góða starfi sem fram
fer á iðjuþjálfunardeild-
inni.
Kristjana Mjöll
Jónsdóttir
Höfundur er skjólstæðingur
iðjuþjálfunar Geðsviðs Landspítalans
við Hringbraut.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
-hágæðaheimilistæki
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvott-
inum. Þetta tryggir tromla af nýrri gerð, (einkaleyfi
Miele) lengri ending vélarinnar en gengur og gerist,
auk fullkomnusta tækni sem völ er á.
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðaop
20 ára ending
Eirvík kynnir
sportlínuna frá Miele
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Hreinn sparnaður
AFSLÁTTUR
30%
Miele gæði
ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900
Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri
og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar.
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W1514 142.714 99.900
1400sn/mín/5 kg
Þvottavél W1714 172.286 119.900
1400sn/mín/6 kg
Þurrkari T7644C 135.571 94.900
Rakaþéttir/6 kg