Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 41
Það er með ólíkingum að fjár-
málaráðherra skuli í aðdraganda
kosninganna rjúka fram á ritvöll-
inn í Mbl. 31.3 2007 og láta í ljós
þá miklu andúð sem þingflokkur
hans hefur sýnt eldri borgurum
þessa lands á síðastliðnum 12 ár-
um. Flokkur hans á ekki minni
þátt í því ófremdarástandi sem
eldri borgarar standa frammi fyrir
en Framsóknarflokkurinn með
sína 2 ráðherra á tímabilinu. Eldri
borgarar hafa nú verið knúnir til
þess að rísa upp og andmæla
þessum ósóma með því að bjóða
fram til alþingiskosninga árið 2007
og freista þess að ná þannig fram
þeim kjarabótum er þeir fyllilega
eiga rétt á.
Er ekki rétt að fjármálaráð-
herra fari með rétt mál er hann
lýsir fjálglega að samkomulag rík-
isstjórnar hans og kjaranefndar
þeirrar sem ríkisstjórnin stofnaði
til 2006 og lauk störfum í júlí
sama ár, með þvinguðum samn-
ingum, séu í góðum gír.
Margrét Margeirsdóttir formað-
ur FEB lýsti því ágætlega í blaða-
grein hvernig þau viðskipti fóru
fram, þar sem "Davíð varð að
semja við Golíat" – fulltrúa rík-
isvaldsins.
Eftir 30 fundi sem nefndin sat,
var eftirtekjan það rýr að varla
tók að skrifa undir það plagg af
hálfu viðsemjenda FEB. Á meðan
á fundarsetu stóð var ætíð við-
kvæðið af hálfu ríkisvaldsins að
ríkissjóður hefði ekki fjármagn til
frekari leiðréttinga. Á sama tíma
var bruðlað af hálfu ríkisins svo
sem í stofnun fleiri sendiráða og í
titilembætti hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sem er sennilega vonlaust
dæmi og þeim fjármunum kastað
á glæ og var þar var engu til spar-
að.
En sanngjarnar leiðréttingar
sem eldri borgarar fóru fram á
voru útilokaðar af samninganefnd
stjórnvalda. Margrét lýsir enn-
fremur í grein sinni hvernig hópur
embættismanna virtist engan
skilning hafa á þessum bágu kjör-
um eldri borgara sem samninga-
nefndin bar fram. – Enda gleym-
um því ekki að samninganefnd
eldri borgara var alveg miður sín
að hafa skrifað undir þetta plagg,
og það kom berlega í ljós að FEB
í Reykjavík ætlaði ekki að láta hér
við sitja, því á aðalfundi félagsins
17. febrúar 2007 voru samþykktar
með öllum greiddum atkvæðum,
ályktanir til ríkisstjórnar sem
þyrftu leiðréttingar með strax.
Þetta veit Árni Mathiesen fjár-
málaráðherra og því eru tilskrif
hans nú í Morgunblaðinu eins og
stormur í vatnsglasi – eins og
frægt er þegar ráðherra verður
ráðþrota í málflutningi sínum.
Árni veit að kjör eldri borgara
hafa verið skert í gegnum bóta-
flokka TR á umliðnum árum í
stjórnartíð Davíðs Oddssonar,
þegar Geir Haarde var fjár-
málaráðherra. Kjör eldri borgara
hafa hríðversnað undir stjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
og eru nú 40-50% lakari en á hin-
um Norðurlöndunum sem við vilj-
um alltaf miða okkar hag við.
Frumvarp flutt á mettíma
Háttvirtur fjármálaráðherra;
það er ekki sama hver á í hlut
þegar kemur að eftirlauna-
frumvarpi því sem samþykkt var á
mettíma í þinginu um eftirlaun
forseta Íslands, ráðherra, alþing-
ismanna og hæstaréttardómara
sem varð að lögum númer 141/
2003.
Einnig er rétt að geta þess hér
að stór hópur og sennilega mikill
meirihluti Sjálfstæðisflokksins er
mjög gott fólk og vill láta gott af
sér leiða samanber ályktun frá
landsfundi flokksins 2001 er sýnir
glögglega að þar kom fram álykt-
un þess efnis að landsfundarmenn
eru á öðru máli en þingflokkurinn
á alþingi. Þar segir meðal annars
orðrétt: „Landsfundur leggur
áherslu á að afnema skuli tekju-
tengingu lífeyrisgreiðslna al-
mannatrygginga til
þeirra sem náð hafa
67 ára aldri. Í stað
grunnlífeyris, tekju-
trygginga, heimilis-
uppbótar og sér-
stakrar
heimilisuppbótar
(tekjutryggingarauki)
eigi sérhver ein-
staklingur rétt á til-
teknum eftirlaunum á mánuði sem
ekki verða skertar með neinum
hætti. Eftirlaun samsvari a.m.k.
framangreindum greiðslum
óskertum og taki árlega breyt-
ingum við verðlags-
breytingar.“ Síðar í
ályktuninni segir:
„Landsfundur telur
að hið fyrsta þurfi að
fást niðurstaða um
hvort skattleggja eigi
ávöxtunarþátt lífeyr-
issjóðsgreiðslna eins
og aðrar fjármagns-
tekjur en stór hluti
lífeyrissjóðsgreiðslna
samsvarar ávöxtun
þess fjár sem við-
komandi greiddi í líf-
eyrissjóð á starfsferli sínum og því
eðlilegt að sá hluti verði skatt-
lagður sem fjármagnstekjur.“
Staða eldri borgara og öryrkja
væri allt önnur í dag ef þessi sam-
þykkt hefði verið borin fram af
þingflokknum á alþingi. - Leiðrétt-
ingar eru allt sem þarf – þær
koma ekki af sjálfu sér, þess
vegna sendi ég áskorun þess efnis
að Árni Mathiesen skoði aftur þær
tillögur er aðalfundur FEB í
Reykjavík sendi til ríkisstjórnar
eftir aðalfund sinn í febrúar sl. og
ég vænti að ráðherrann sé þá bet-
ur meðvitaður um þau málefni
sem brenna á eldri borgurum
þessa lands – en láti ekki eins og
Framsóknarmaddaman Siv Frið-
leifsdóttir – að hér sé allt í lukk-
unnar standi og engu þurfi við
BÚTASAUMINN að bæta!
Bútasaumur
Einar H. Guðmundsson
svarar fjármálaráðherra
um málefni eldri borgara
»Kjör eldri borgaraeru eins og stagbætt
flík, þar sem stjórnvald-
ið níðist endalaust á
kjörum eldri borgara í
gegnum bótaflokka TR. Einar Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður í baráttu-
samtökum eldri borgara og öryrkja.