Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurbjörg Sól-ey Böðv-
arsdóttir fæddist í
Bólstað í Mýrdal 21.
október 1913. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 11. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Hugborg
Runólfsdóttir, f. 16.
apríl 1881, d. 16.
febrúar 1982, og
Böðvar Sigurðsson,
f. 14. ágúst 1866, d.
21. september 1922, frá Ketils-
stöðum. Systkini Bjargar, eins og
hún var kölluð, eru öll látin, hún
var yngst þeirra: Steinunn, f.
1902, lést sama ár, Sigurður, f.
1903, drukknaði ungur, Markús,
f. 1904, Vilhelmína, f. 1908, Elín,
f. 1909, Katrín, f. 1910, og Sig-
urjón, f. 1911.
Sigurbjörg giftist hinn 19. apríl
1943 Gunnari Kristbergi Sigurðs-
syni, f. 1914, d. 1996. Dóttir
þeirra er Guðlaug
Sigríður Gunn-
arsdóttir, f. 1939,
giftist Jóni Valgarði
Guðjónssyni, d.
2005. Þau eiga fimm
börn, Mörtu, Gunn-
ar, d. 1970, Guðjón
Val, d. 1962, Sig-
urbjörgu og Val-
garð. Fyrir átti
Guðlaug dótturina
Ásdísi.
Áður átti Björg
soninn Kjartan
Hrein Pálsson, f.
1938, d. 1977, kvæntist Halldóru
Valgerði Jóhannsdóttur, d. 1985.
Þau eiga þrjú börn, Jónínu Hug-
borgu, d. 1998, Sigurbjörn Snæv-
ar og Jóhann Bjarna. Afkom-
endur Sigurbjargar eru 32.
Síðustu átta árin bjó Sigurbjörg
á Hraunbúðum, dvalarheimili
aldraðra í Vestmannaeyjum.
Sigurbjörg verður jarðsungin
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Morguninn eftir komu konurnar
til þess að gráta við gröfina.
Og sjá, þær fundu gul blóm
sem höfðu sprungið út um nóttina.
Vorið var komið.
Þrátt fyrir allt.
(Vilborg Dagbjartsdóttir)
Elsku amma mín, nú er lífið allt í
kringum okkur að kvikna, lömbin
að fæðast, fuglinn sestur í björgin
og vorlaukarnir farnir að blómstra.
Þú hefur yfirgefið jarðneskt líf og
ég trúi því að þar sem þú dvelur nú
sért þú í góðum höndum hjá frels-
ara þínum, umvafin ástvinum og
ættingjum sem þú þurftir að horfa
á eftir, mörgum allt of snemma.
Amma mín, Sigurbjörg Sóley
Böðvarsdóttir frá Happastöðum
eða Björg á Happó, var á 94. ald-
ursári, búin að lifa tímana tvenna
og skila sínu til samfélagsins.
Amma var ótrúlega vinnusöm, hún
einhvern veginn kom öllu í verk á
engum tíma. Aldrei féll henni verk
úr hendi, samviskusöm, dugleg og
æðrulaus. Þér á ég svo margt að
þakka og ljúfar minningar fylla
huga minn. Allir sunnudagarnir á
Happó, á hverjum sunnudegi eftir
að hafa farið í messu töfraðir þú
fram veislu fyrir fjölskylduna. Ilm-
inn af nýbökuðum pönnukökum
lagði á móti manni þegar komið
var inn, skonsubrauðtertur, klein-
ur, flatkökur, randalínur og annað
heimabakað góðgæti fyllti eldhús-
borðið. Þegar allir höfðu borðað
nóg var tekið í spil, þér þótti svo
gaman að spila. Ef fullt var við
spilaborðið var teflt. Við krakk-
arnir fórum inn í svefnó og náðum
í kubbakassann undir beddanum,
bjuggum til krummalaup úr stóru
klemmunum sem bróðir þinn
Markús smíðaði svo haganlega.
Amma átti alltaf til kaffi og
heimatilbúið meðlæti sem hún var
óspör á að bjóða gestum. Það var
svo gott að „koma við“ á Happó
eftir bæjarferð með lítið kríli í
vagni.
Hún var alltaf með eitthvað á
prjónunum, hún hefur prjónað
mörg sokkapörin á ömmubörnin og
langömmubörnin. Allir fengu sokka
og enginn gleymdist þótt fjölskyld-
an færi sífellt stækkandi. Hún
gimbaði trefla, dúka, pullur, kodda
og vagnteppi og gaf fjölskyldu og
vinum. Þegar heilsu þinni fór að
hraka fórstu á Hraunbúðir og þar
greipstu í spil ásamt heimilisfólk-
inu og hélst áfram handavinnunni
meðan þú hafðir sjón og þrek.
Ekki var komið að tómum kof-
unum þar, þú áttir alltaf rauðan
kóngabrjóstsykur í skúffunni. Litl-
ir puttar lærðu fljótt að opna þessa
skúffu og höfðu yndi af að ná sér í
mola og gefa ömmu einn í leiðinni.
Alveg fram í andlátið fylgdist þú
með fjölskyldunni og gæftum á sjó
hjá sjómönnunum okkar. Fyrir
hálfum mánuði komstu í fermingu
sonar míns og gladdist með vinum
og ættingjum. Þú varst svo dugleg
að koma og rabba við fólkið, þá
orðin heilsulítil en barst þig vel
eins og ævinlega. Þetta var ómet-
anleg og dýrmæt stund fyrir okk-
ur.
Elsku amma mín, þegar ég
skrifa þessar línur er sunnudagur,
dagur sem alltaf mun minna mig á
þig. Mamma mín, missir þinn er
sár og mikill, ég bið góðan Guð að
styrkja þig og okkur hin sem
syrgjum.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð blessi minningu þína.
Þín dótturdóttir
Sigurbjörg.
Amma mín var eitt það besta í
mínu lífi. Ég var daglegur gestur
hjá henni og afa öll uppvaxtarár
mín í Vestmannaeyjum. Að koma
inn til þeirra var sem að koma inn í
heim, þar sem fullkomin ró ríkti.
Það sást aldrei á ömmu að hún
ætti annríkt. Hún gerði allt sem
gera þurfti með sinni venjulegu
hógværð og rósemi, og skipti aldrei
skapi.
Amma vann mikið úti, en rak
heimili sitt með slíkri fyrirmynd,
að leitun er að slíku. Þar sást aldr-
ei óreiða. Matur var gerður í sam-
ræmi við árstíðirnar, alls kyns fisk-
tegundir á borðum, lundi reyttur í
ágúst, slátur gjört að hausti, berja-
saft og rabarbarasulta. Á vorin
voru kartöflur settar niður í gríð-
arstóran garð og var uppskeran
geymd í sérstökum kartöflukofa.
Ég elskaði að koma í mat til ömmu
og þar var ætíð rúm fyrir einn í
viðbót við borðið. Oft fór ég með
vinkonum mínum úr skólanum
heim til ömmu, að fá okkur kakó
og kringlur í löngu frímínútunum
og það jafnvel þótt hún væri í
vinnu. Ég minnist þess ekki að hún
nokkurn tíma hafi skammað mig.
Heldur hitt, að sama hvaða dillu ég
gekk með hverju sinn, hvatti hún
mig og studdi í því sem ég gerði.
Hún sólundaði aldrei peningum í
óþarfa, en t.d. þegar ég fékk
skeljasöfnunardilluna, sem ég aldr-
ei hef losnað við, fór hún og keypti
handa mér bækur um skeljar og
kuðunga. Annars reyndi hún eftir
fremsta megni að gefa mér það í
jólagjöf sem hún vissi að ég óskaði
mér og gaman var að fara með
henni í bæinn að kaupa efni í
dúkkuföt, sem hún seinna saumaði.
Heimili ömmu var þannig mitt ann-
að heimili.
Amma var fædd í Bólstað við
Vík í Mýrdal. Fleiri systkini henn-
ar bjuggu í Vík og voru hún og afi
ásamt fjölskyldu minni í Vík á
sumri hverju þessi ár. Þá var farið
í heyskap í Bólstað, þar sem bróðir
ömmu, Hjálmar, var þá bóndi.
Hugborg langamma mín var þá á
lífi og var afar gaman að kynnast
því fólki og því umhverfi sem hafði
mótað ömmu. Við bjuggum alltaf
hjá systur ömmu, Mínu, sem ekki
taldi eftir sér að hafa okkur öll bú-
andi hjá sér. Mína átti afar fal-
legan blómagarð og við elskuðum
öll þessi skemmtilegu sumur.
Guðrækni var ömmu í blóð borin
og hún efaðist aldrei í trúnni. Hún
kenndi mér bænirnar mínar og bað
oft með mér á kvöldin á meðan ég
var lítil. Hún prédikaði aldrei yfir
neinum né lét hnjóðsyrði falla um
nokkurn mann en var í öllu líferni
sínu hin fegursta fyrirmynd sem
ég hef kynnst. Stundum hef ég
hugsað að Guð sendi fólk eins og
ömmu í heiminn, okkur að leið-
arljósi.
Alltaf man ég eftir bréfi ömmu
til mín, stuttu eftir að ég var flutt
utan. „Ég á svo bágt með að trúa
að þú sért farin frá mér alfarið,“
skrifaði hún. Þetta var sárt að lesa,
því við vissum báðar hversu mikill
sannleikur fólst í þessu. Það var
sárt seinna í fjarlægðinni að sjá
hana verða gamla og sjúka án þess
að geta stutt við hana, eins og hún
alltaf studdi mig, þegar ég var lítil.
Vertu sæl elsku amma mín og
þakka þér fyrir ómetanleg ár.
Ásdís.
Elsku amma mín. Þá er komið
að leikslokum á þinni annars stór-
brotnu ævi. Ef ég segi þér eins og
er þá veit ég ekki alveg hvar ég á
að byrja því minningarnar eru svo
ótæmandi.
Ég held að mín uppáhaldsminn-
ing sé þegar ég kom, hundsjóveik-
ur, úr Herjólfi. Þá einhvern veginn
yljaði mér sú tilhugsun, úti á ólgu-
sjó og enn um klukkustund til
Eyja, að þú værir örugglega byrj-
uð að smyrja brauð og taka til
brúnköku handa mér, því þú vissir
að litli drengurinn þinn var örugg-
lega búinn að snúa maga sínum á
rönguna af sjóveiki. Alltaf amma,
alltaf varstu búin að leggja á borð
og beiðst svo á tröppunum með
þitt yndislega bros, hlýleika og svo
faðmaðir þú mig af allri þinni
hjartans einlægni. Ég man hversu
glaður ég var að vera kominn til
ykkar afa. Talandi um kökur get
ég fullyrt að þú, amma, bjóst til
langbestu lagtertu sem ég og þín
börn hafa nokkru sinni borið að
munni (úff ég fæ vatn í munninn).
Þá rifjast upp þegar ég og systir
mín heitin gerðum heiðarlega til-
raun til að gera eins. Við vorum
tvö, ég og Jóný systir, í marga
klukkutíma og langt fram á nótt
við að gera eina og skildum ekki
hvernig þú færir að … en þetta var
bara hún amma okkar. Það rennur
upp í huga minn yndislegur sum-
ardagur í Eyjum, þar sem við sát-
um saman á Hraunbúðum og ég
spurði hvort ég mætti beina víd-
eóvél að þér og spyrja þig spjör-
unum úr. Glottið sem á þig kom
var alveg margra milljóna virði. Þú
varst sko alveg til í að gerast sjón-
varpsstjarna, ekki málið. Í þessu
samtali okkar komst ég að raun
um það, amma mín, að þú varst ein
mesta dugnaðarkona sem ég veit
um. Ung að árum varstu komin í
fulla vinnu við að sauma sjógalla
fyrir Íslands bestu menn. Mikið er
ég glaður að eiga þetta myndband
með þér þar sem við spjölluðum
um allt og sögurnar þínar, það fór
vel á með okkur. Væntumþykja þín
var rík amma, þér fannst nú ekki
tilkomumikið bröltið, langt fram á
nætur, inni í Herjólfsdal. En mikið
var gott að fá að kíkja til þín á
daginn og oft var maður nú ekki
einn á ferð en alltaf var eitthvert
brauð að bíta í hjá þér. Elsku
amma mín, ég ætla ekki að rifja
upp fleiri minningar hér, ég ætla
að varðveita hinar í hjarta mínu
um þig. Ég veit að ég tala fyrir
Sigurbjörn bróður, Njál, Kjartan
Hrein, Skarphéðin og fleiri þegar
ég bið þig að smella rembingskossi
frá okkur öllum hérna megin á alla
þá sem þú hefur nú loksins fengið
að hitta. Þú mátt alveg skella
nokkrum á pabba, sem við misstum
alltof, alltof snemma.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma, minning þín lifir í
sálu okkar allra. Þinn
Jóhann Bj. Kjartansson.
Sigurbjörg Sóley
Böðvarsdóttir
Mér finnst ekki
langt síðan ég kom
inn á heimili Árna og
Ingu í Geitlandi 3 í
fyrsta sinn. Samt eru
liðin 40 ár. Að kynnast þeim var
mér mikill ávinningur í lífinu. Dyr
þeirra stóðu ætíð opnar fyrir mér
og seinna meir fyrir börnunum
mínum líka. Ég kynntist þessari
fjölskyldu í gegnum Binna vin
minn sem lést fyrir nærri 11 árum.
Árni var mjög sérstakur maður.
Hann var svosem ekki að flíka til-
finningum sínum með faðmlögum,
heldur sýndi þær á annan hátt.
Árni kenndi mér á bíl þegar ég
hafði aldur til. Hann kenndi líka
dætrum mínum á bíl seinna. Önn-
ur þeirra þurfti meiri kennslu en
hin og honum tókst svo sannarlega
að koma henni út í umferðina. Ég
man alltaf þegar hún fór í bíl-
Árni H. Guðmundsson
✝ Árni HaraldurGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
8. apríl 1928.
Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 22. febrúar
síðastliðinn og
fór útför hans
fram 2. mars.
prófið, þá ákvað Árni
að vera til staðar fyr-
ir hana þegar hún
kæmi til baka. Hann
minntist þess oftar
en einu sinni þegar
dóttir mín kom inn
um dyrnar, flaug upp
um hálsinn á honum
og kyssti hann. Hún
hafði náð prófinu.
Hann var ekki sá
sem tjáði sig á slíkan
hátt, fór hálfpartinn
hjá sér, en fannst
þetta mjög gaman.
Hann minntist oft á þetta við mig.
Hin dóttirin náði að vera fyrsti
nemandinn í 30 ár sem festi bílinn
hans í eina snjóskaflinum sem var
til staðar á svæðinu og þau urðu
að fá bíl til að draga bílinn út úr
snjónum. Árni kenndi henni þessa
setningu: „Það er betra að koma 3
mínútum of seint en verða 30 árum
of fljótur inn í eilífðina.“ Sú dóttir
mín notar þetta veganesti enn
þann dag í dag ef verið er að reka
á eftir henni.
Ég minnist með söknuði þeirra
stunda sem ég átti í svo mörg ár á
heimili þessarar fjölskyldu. Ég
kom þangað fyrst 14 ára gömul.
Ég kom á erfiðum stundum í lífi
mínu jafnt sem gleðistundum. Allt-
af var ég velkomin og aldrei látin
finna neitt annað. Stundum sá ég
þau ekki í langan tíma en þau voru
alltaf þarna, til staðar fyrir mig og
mína. Árni var frekar lokuð per-
sóna. En þegar hann tók fólki, þá
tók hann því af öllu hjarta.
Ég minnist Árna og fjölskyldu
hans með hlýhug og þakklæti.
Elsku Gummi, Lára, Sigga og
Árni. Ég sendi ykkur og fjölskyld-
um ykkar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Þar sem ég bý í Kan-
ada get ég ekki faðmað ykkur og
sýnt þannig samúð mína. En ég vil
að þið vitið að síðan ég frétti að
pabbi ykkar væri fallinn frá þá hef
ég hugsað mikið til ykkar. Ég bið
Guð að blessa minningu hans og
varðveita ykkur.
Kveðja
Drífa.
Það mun hafa verið á haustdög-
um 1974 sem við Árni hittumst
fyrst en þá hófst undirbúningur að
stofnun Kiwanisklúbbsins JÖRFA
í Árbæjarhverfi. Ekki minnist ég
þess að við Árni þekktumst fyrir
þennan tíma, en kynnin sem
mynduðust við þessa klúbbstofnun
áttu eftir að vara á fjórða áratug.
Eins og venja er til við stofnun
nýrra Kiwanisklúbba er það eldri
klúbbur sem ákveður slíka stofnun
í samráði við áhugasama menn af
því svæði sem stofnunin fer fram
á. Það var Kiwanisklúbburinn
VÍFILL í Breiðholtinu sem stóð
að baki stofnuninni. Formlegur
eins konar stofnfundur var síðan
haldinn skömmu síðar og brátt
tókust kynni með okkur félögunum
og hjól starfseminnar tóku að snú-
ast eftir að kosin hafði verið und-
irbúningsstjórn. Ekki vantaði
áhugann og árangurinn lét heldur
ekki á sér standa. Mörg þjónustu-
verkefnin sem Jörfi beitti sér fyrir
voru tengd börnunum í hverfinu
okkar en fyrsta verkefnið var að fá
borgaryfirvöld í Reykjavík til að
setja upp lýsingu við vesturenda
Rauðavatns, þangað sem börnin úr
Árbæjarhverfinu sóttu til að leika
sér á skautum og til annarra vetr-
arleikja.
Við höfðum ekki einu sinni verið
formlega stofnaðir þegar fyrsta
samfélagsbætandi verkefnið var í
höfn, það birti við Rauðavatnið og
við félagarnir vorum stoltir af
fyrsta tiltækinu.
Formleg stofnun varð síðan 28.
maí 1975. Ég minnist okkar Jörfa-
félaga, flestra fremur ófélags-
vanra, með eiginkonum okkar,
fylgjast eilítið spennt með þegar
fyrsti forseti okkar Ævar Breið-
fjörð tók við stjórn. Þetta var okk-
ur öllum sæl stund. Ánægjustund-
irnar sem við Árni og félagar
okkar áttum eftir að eiga saman í
góðu og árangursríku klúbbstarfi
urðu með árunum margar. Á það
jafnt við um vinnufundi, fjárafl-
anir, styrktarverkefni, skemmti-
ferðir, almenna fundi sem og
stærri viðburði og skemmtanir
sem Jörfi stóð ýmist einn að, eða
með öðrum klúbbum. Félagsbæt-
andi þátturinn í starfinu er síðan
krafan um að taka að sér stjórnar
og nefndarstörf. Árni lét þar sitt
ekki eftir liggja og var hann for-
seti okkar starfsárið 1992–1993
auk þess að vera alla tíð virkur í
margs konar stjórnar- og nefnda-
störfum.
Fyrir þátt Árna að allri starf-
semi Jörfa erum við félagarnir
þakklátir. Hið góða geð sem Árna
var gefið auk hnyttinna athuga-
semda, leiddi til þess að stutt var í
bros í hans nærveru. Hlátur hans,
lágvær en smitandi, er okkur öll-
um minnisstæður og við hugsunina
um nærveru hans hlýnar okkur
enn um hjartaræturnar. En Árni
stóð lengi ekki einn í störfum sín-
um og félagsstarfi, því við hlið
hans stóð lengi Ingibjörg S. Stef-
ánsdóttir, kona hans, en hún lést
1992.
Við Jörfafélagar viljum votta
eftirlifandi ættingjum og afkom-
endum Árna H. Guðmundssonar
dýpstu samúð okkar í fullvissu um
að minningin um góðan dreng
heldur áfram að lifa.
F.h. okkar Jörfafélaga
Þórarinn B. Gunnarsson.