Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 48

Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku, elsku besti pabbi, þó svo að ég hafi haldið um höfuð þitt, lagt enni mitt að enni þínu þar til yfir lauk hjá þér, vil ég samt ekki með- taka það að þú sért dáinn. Ég reyndi að hrista þig til að vekja þig, en þú varst farinn og góður guð hvað það var sárt. Bara ef þú hefðir farið nokkrum dögum fyrr til læknis vegna lungna- bólgunnar. Þá hefði ég getað haft þig lengur. En svona varst þú, aldrei neitt að hjá þér. Ég erfði ekki aðeins sjúkdóminn þinn, alkóhólisma, held- ur líka handbragð þitt og er stolt af því. Ég smíðaði sjálf hjónarúmið okkar Heiðars, náttborðin, gardínu- kappana, skenkinn í kringum gamla pottofninn, kommóðuna alveg ein frá grunni. Þetta ásamt mörgu öðru, fékk ég frá þér, takk fyrir það! Ég sagði oft við þig að þú hefðir aldrei rassskellt okkur nema í eitt skipti, þá vorum við systkinin búin að rústa sjálfsagt hálfu plássinu. Þú byrjaðir á að rassskella Hrefnu, síðan Eggert en þá gast þú ekki meir vegna þess að þetta tók svo á þig að þú brast í grát, svo að ég slapp. Ég á svo ótal góðar minningar um þig og ætla að reyna að hugsa um þær núna þegar illa gengur hjá mér að fóta mig í líf- inu. Þegar þú lást á spítalanum og gast ekki tjáð þig varst þú að reyna að segja mér eitthvað. Ég veit hvað það var. „Elsku Katla mín, þetta er ekki þess virði“ og þá meintir þú það líferni sem ég hef lifað undanfarna mánuði. Elsku pabbi, ég átti 11 ár edrú og veit það. Ég hvíslaði að þér að ég myndi standa mig og ég ætla að gera það. Þegar þú gast ekki tjáð þig með orðum, spurði ég þig hvort þú gætir skrifað, fékk blað og penna, rétti þér og bauðst til að hjálpa þér að skrifa. Ég stýrði hendinni þinni og skrifaði „Ég elska ykkur“ og þú brostir. Elsku, elsku pabbi. Við elskum þig líka og eins og ég segi við börnin mín: Ég elska þig meira en öll blóm- in í heiminum og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Þannig að ég elska þig meira í dag en í gær og meira á morgun en í dag. Við fáum aldrei að velja okkur for- eldra, sem betur fer, Ég átti besta pabba í heimi. Þú vildir að ég myndi flytja til þín með börnin mín þrjú og bauðst mér og baðst mig oft um það síðastliðna mánuði. Ég ætla að gera það núna og ég vona að þú gerir vart við þig hjá okkur í fallega húsinu þínu. Frásagnarhæfileikar þínir voru Bjarni Þórðarson ✝ Bjarni Þórð-arson fæddist í Ólafsvík 6. desem- ber 1943. Hann lést laugardaginn 31. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 7. apríl. frábærir og vinirnir, já, það var alveg sama hvar ég kom, allir þekktu B.Þ. og þá voru alltaf lofræður um þig. Þú varst ósér- hlífinn, vinnusamur, samviskusamur, heið- arlegur, mikill dýra- vinur og skemmtileg- ur. Pabbi, það sakna þín allir, getur þú ekki bara komið aftur? Núna þegar illa geng- ur hjá mér, ætla ég að sækja styrk hjá þér. Takk fyrir að hafa verið pabbi minn, fyrir að passa Töru, hundinn okkar sem dó þremur dögum áður en þú fórst. Hún hefur fundið þetta á sér og ætlað að taka á móti þér, bæði til að þakka þér og tryggja sér lúxus- fæði. Mér finnst svo endanlegt að ljúka þessu bréfi til þín svo að ég tala bara við þig í einrúmi eftir þetta. Þar sem þér fannst hlutir búnir til úr náttúrunni fallegir, ætlum við að gera legsteininn þinn sjálf í sumar og þér á eftir að þykja hann flottur. En að lokum elsku, elsku besti pabbi minn, þá ætla ég að ljúka þessu bréfi til þín með bæninni okk- ar beggja. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Ég elska þig. Þín dóttir Katla. Elsku besti afi minn. Það er svo sárt og skrýtið að sitja og skrifa minningargrein um þig, kannski vegna þess að einhverra hluta vegna hélt ég að þú værir eilíf- ur, en það er þó ekkert skrýtið að mér finnist það vegna þess að allt mitt líf hefur þú verið að lenda í að- stæðum þar sem flestallir hefðu kvatt þennan heim, en nei ekki þú. Þú og sonur þinn Eggert eruð og hafið alltaf verið með einhvern sér- stakan verndarengil yfir ykkur og þó líka svo ótrúlega heppnir. Kannski finnst mér svona sárt að skrifa þessa grein vegna þess að þú ert búinn að yfirgefa þennan heim og þú lifir bara í minningu minni og hjarta mínu. Minningar mínar um þig eru ótelj- andi og orðatiltæki eins og „Allir mínir menn“ og „Stattu þig, dreng- ur“ hljóma í höfði mínu þegar ég hugsa til þín og þú sagðir einmitt oft við mig „stattu þig drengur“. Það kom fyrir að ég þurfti að plata þig og segja að mér gengi vel í skólanum þegar það var ekki rétt því ég vildi ekki hlusta á þig skammast í mér og þá endaði ræðan hjá þér alltaf á „stattu þig drengur“ og það var svo leiðinlegt, en núna þrái ég það svo heitt að heyra þig segja þetta. Ég væri svo til í að sitja með þér núna heima í spurningaleik, því það var alveg sama um hvað ég spurði, þú vissir öll svörin, enda bráðsnjall og gáfaður maður, eins og allir vissu. Lífið á eftir að vera tómlegt án þín. Mér finnst eins og tíminn sé bara kyrr og svo eigi ég bara eftir að vakna og þú ennþá hjá okkur. En svona er víst gangur lífsins og ég veit innst inni í hjarta mínu að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þegar ég kom síðast upp á Akra- nes var ég svo ánægð og spennt að segja þér stóru fréttirnar. Við sátum og spjölluðum í svona hálftíma og ég bara gat ekki haldið þessum fréttum leyndum fyrir þér og sagði: Afi, á ég að segja þér? Þú játaðir því spenntur og tilkynnti ég þér þá að þú værir að verða langafi næstkomandi október og næsta sem ég vissi var að þú grést og hlóst á sama tíma. Ég man ekki eftir að hafa séð þig svona spenntan og ánægðan í mörg ár. Þú ætlaðir að verða besti langafi í heimi og ég veit að þú hefðir orðið það. Það er engin spurning afi minn, að langafabarnið þitt fær að vita allt um þig og ég mun tala um þig á hverjum degi, enda ekki annað hægt, því þú varst svo góður, skemmtilegur, fyndinn og hlýr maður og ekki hægt annað en að sakna þín mikið um ókomna tíð. En ég veit núna að ég á sérstakan verndarengil og ég veit að þú munt vaka yfir mér og gæta mín og ef ég þekkti þig rétt þá átt þú eftir að taka vel á móti mér þegar ég svo kem til þín seinna á lífsleiðinni. Þú hugsaðir alltaf vel um fjöl- skyldu þína og hafðir þónokkrar áhyggjur af okkur öllum og þá sér- staklega börnunum þínum því þau voru ófá uppátækin þeirra og sjálf- sagt hvergi til eins margar sögur um börn eins og um þau. Manni finnst hreinlega eins og verið sé að tala um Línu langsokk þegar er verið að segja manni sögur af þeim þegar þau voru lítil – það væri búið að loka þau inni á stofnun eða dæma þau ofvirk á háu stigi eða eitthvað verra ef þetta væri að ske í dag. Ég er svo heppin og ótrúlega þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu öll þessi ár og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og þín verður svo sárt saknað elsku afi minn. Ég verð lengi að læra að lifa með því að þú sért farinn á betri staðinn en ég veit að þér líður vel og þú mátt aldrei gleyma því að ég er svo stolt af því að bera nöfn ykkar, þitt, Bjarna afa þíns og Vigdísar ömmu þinnar, sem þér þótti svo vænt um og ég skal reyna eftir bestu getu að standa undir nafni og gera þig stoltan af mér. Sofðu rótt, elsku afi minn. Bjarney Vigdís. Elsku Bjarni. Það er bæði erfitt og skrítið að setjast niður og skrifa um þig minn- ingargrein. Ekki datt mér í hug að ástand þitt væri svona alvarlegt þegar þú hringdir í mig snemma dags fimmtu- daginn 29. mars en þegar þú hringd- ir aftur um miðjan dag fannst mér þú vera svo andstuttur og rámur að ég bað þig að fara til læknis og fá meðul. Þú sagðir þá að þú yrðir góður á morgun, „ekta“ þú, bíða aðeins leng- ur. En svo þegar þú hringdir rétt fyrir sex um kvöldið og sagðir: Svava, ég er svo mikið veikur, þá brá mér svo, ég vissi að það var eitthvað mikið að þegar þú varst farinn að kvarta því það gerðir þú aldrei. Síðastliðinn mánuð ert þú búinn að vera að gera bílskúrinn þinn klár- an og að sjálfsögðu með vin þinn Einar Magg í rafmagninu með þér. Og mikla vinnu ertu búinn að leggja í húsið þitt, enda með afbrigðum fal- legt handbragð á öllu í húsinu eftir þig. Þó vil ég sérstaklega nefna rúm- in tvö uppi á lofti sem eru svo flott að það er eins og húsgagnasmiður hafi smíðað þau, en þú varst lærður vél- virki. Þarna sjá allir hvað þú varst klár í höndunum og lagðir metnað í að hafa flott hjá þér. Þú keyptir þér líka hvítt sófasett síðastliðið haust sem ekki sér á, enda snyrtimaður, með bónuð gólf sem glönsuðu svo flott hjá þér. Börnin þín voru svo stolt að sýna vinum sínum húsið hans pabba. En nú held ég að allt breytist þegar þú ert farinn, skrítið verður fyrir Lúlla að heyra ekki í þér. Þið töluðuð saman á hverjum degi og á sunnudagsmorgnum hringdir þú alltaf snemma, kannski klukkan átta, og þið kvöddust klukkan níu, en það þýddi ekki að þú hringdir ekki aftur því yfirleitt kom hringing um kvöld- ið, því þú þurftir að láta hann vita að Tara væri komin inn, en það er hund- urinn hennar Kötlu sem þú varst að passa fyrir hana. Og það var sorg- ardagur hjá þér miðvikudaginn 28. mars þegar þú fannst Töru dána í garðinum hjá þér það kvöld, þú varst alveg miður þín yfir þessu. En eftir á að hyggja þá hugsar maður; hund- urinn hefur fundið þetta á sér, hann hefur viljað taka á móti þér þegar þú kæmir og þakka þér þannig fyrir all- an matinn sem þú gafst honum. Hann var jú á lúxushóteli, enda þú mikill dýravinur og sagt er að þeir sem eru góðir við dýr séu gott fólk og þannig varst þú. Oft talaðir þú um fólkið þitt. Systkini þín áttu stóran sess í hjarta þínu, þú misstir mikið þegar Erla systir þín dó og eftir það hugsaðir þú enn meira um ættingja þína. Ekki alls fyrir löngu hringdir þú í mig og spurðir hvort ég hefði heyrt í Sigurlaugu en ég sagði nei. Þá sagðir þú: Ég ætla að hringja í hana og Ingibjörgu frænku, mér finnst eins og einhver sé að deyja í fjölskyld- unni. Svona varstu næmur Bjarni minn. En hugur þinn var fyrir vestan, þú talaðir á hverjum degi og oft á dag við krakkana þína; athuga veðrið, þú vildir vita hvort Eggert væri á sjó og hvað hann væri að fiska, svo hringdir þú í Kötlu og Hrefnu til að athuga hvort allt væri í lagi og svona til að láta þær vita hvað þú værir að elda því þú varst alltaf með svo mikinn mat og það var bara regla hjá þér að allir komu við að borða hjá þér þegar komið var suður eða farið vestur. Alltaf þurftu þau að koma við og fá sér að borða. Jæja karlinn minn, nú veit ég að margir eiga eftir að sakna þín, þú varst vinmargur enda varstu skemmtilegur og með frábæra frá- sagnarhæfileika sem margir nutu að hlusta á. Ég veit að strákarnir á Sig- hvati GK nutu þess vel ásamt skip- stjóranum Unnsteini sem var víst einstakur vinur þinn og þú talaðir oft um. En eitt er alveg öruggt, nú ert þú búinn að finna Bjarna afa þinn sem þú leitaðir svo mikið að og þér þótti svo vænt um. Elsku Bjarni, þú veist að við mun- um hugsa vel um börnin, Hrefnu, Eggert og Kötlu. Við kveðjum þig með söknuði, blessuð sé minning þín. Svava og Lúðvík. Fallinn er í valinn einn af bestu vinum okkar hjóna stóran hluta manndómsáranna, Bjarni Þórðar- son, og megum við til með að minn- ast hans og þá ekki síst fyrir mann- kosti hans og einlægni. Fyrst munum við hann í Vélsmiðju Ólafs- víkur hjá afa sínum og frændum og tók maður þá strax eftir glaðværð- inni sem alltaf var í kringum hann. Við kynntumst þó ekki fyrir alvöru fyrr en hann giftist Svövu Eggerts- dóttur. Þau voru ung hjón full af atorku og bjartsýni sem fluttust á Hellissand og bjuggu þar, fyrst á Hóli og síðan í Snæfellsásnum. Þau stofnuðu snemma sitt eigið fyrirtæki sem nefndist Vélsmiðjan Ás og var í eigin húsnæði við Naustabúð. Bjarni varð strax mjög vinsæll og nei við vinnu eða gera öðrum greiða var ekki til í hans orðaforða. Það var með ólíkindum hvað hann gat unnið sólar- hringum saman og aldrei gafst hann upp. Ég átti því láni að fagna um tíma þegar lítið var að gera hjá mér þá fékk ég vinnu hjá honum. Ég komst fljótt að því að það lék allt í höndunum á honum og hann var fljótur að reikna og rissa upp hvern- ig hlutunum væri best fyrir komið. Dæmi um það get ég nefnt. Eitt sinn tók hann að sér að smíða nýtt og stærra pokasíló í beinaverksmiðjuna á Sandi. Sílóið átti að vera ákveðnir metrar í þvermál að ofan og enda síð- an sem pokaop að neðan. Reikna þurfti út hvernig ætti að sníða niður efnið og Bjarni taldi að kennararnir í skólanum ættu að geta reddað þessu í hvelli fyrir sig en dróst svarið frá þeim nokkuð. Settist Bjarni þá niður seint um kvöld með blað og blýant og morguninn eftir var hann mættur með sína útreikninga og allt smell- passaði. Strax myndaðist sú trausta vin- átta okkar allra sem ekki hefur borið skugga á og þá var stundum fjör og „hamagangur á Hóli“ hjá Svövu. Bjarni var tilfinningaríkur og ein- lægur maður, sem hafði mikinn áhuga á að velta fyrir sér tilveru og tilgangi lífsins og þar fóru áhugamál okkar saman. Hann átti það til að heimsækja okkur, ekki síst er hann var við skál, á öllum tíma sólar- hringsins með ótrúlegustu hug- myndir sem hann varð að ræða strax. Einu sinni kom hann um miðja nótt og settist á rúmstokkinn og fór að segja mér frá. Eftir smástund varð honum kalt á fótunum og þá stakk hann þeim undir sængina en við það breyttist sjónarhornið á milli okkar og það mátti ekki vera skakkt. Ég lá uppi í rúmi með hönd undir kinn, hann sneri sér þá bara við og lagðist á rúmstokkinn fyrir framan mig með hönd undir kinn og þannig náði hann því augnsambandi sem hann vildi. En smátt og smátt dró hann sængina ofan af Lullu sem svaf hinum megin við okkur. Þetta voru góðir tímar og þeir koma alltaf fyrst upp í hugann, en því er ekki að neita að bölvaldur náði tökum á honum sem olli honum og fjölskyldu hans erfiðleikum og svo fór að Svava og hann slitu samvist- um. Bjarni fluttist til Reykjavíkur og stundaði sjómennsku, lengst af sem vélstjóri á línuskipum m.a. frá Grindavík og Rifi. Hann flutti svo aftur á Sand um tíma og að lokum keypti hann sér húsnæði á Akranesi og hafði þar fasta búsetu síðustu ár- in. Hugurinn togaði alltaf vestur og þar var hann meira og minna enda átti hann ávallt öruggt skjól hjá börnum sínum þremur þeim Hrefnu, Eggerti og Kötlu, sem öll eru búsett á Hellissandi svo og blessuð barna- börnin. Mikilsvert er einnig að minn- ast á að Svava fylgdist alltaf með Bjarna og greip í taumana þegar mikið lá við og þegar hún svo giftist núverandi eiginmanni sínum Júlíusi Kemp var Bjarni svo lánsamur að þeir urðu strax miklir vinir og lét Júlíus sér annt um hann. Að lokum vottum við fjölskyldu Bjarna innilega samúð okkar, þökk- um honum samfylgdina og kveðjun góðan dreng sem Guð geymir nú fyr- ir okkur. Ingi Dóri og Sigurlaug. Jæja vinur, þá hefur þú yfirgefið þetta jarðlíf. Bjarni var ungur er ég kom inn í fjölskyldu mannsins míns, glettinn, rólegur og ljúfur drengur, sem ólst upp með systkinum sínum í Reykja- vík, sinni hlýlegu móður en skap- mikla föður þar sem nærgætni var nú ekki alltaf viðhöfð við fínlega sál. Frá unga aldri var Bjarni í sveit á sumrin hjá móðurforeldrum sínum Vigdísi og Bjarna í Ólafsvík og höfðu þau mikið yndi af nærveru drengsins og mikill var söknuðurinn er hann hélt suður að hausti er skólaskyldan kallaði. Móðir Bjarna flutti vestur til Ólafsvíkur árið 1959 með börnin sín fjögur og fór Bjarni að vinna og síð- an að læra í Vélsmiðjunni Sindra hjá afa sínum og lauk þaðan prófi í vél- virkjun, hann var afburðaduglegur verkmaður, ætíð glaður og hafði notalega nærveru. Hann var indælis heimagangur hjá okkur og engin var lognmollan í kringum hann og mikil barnagæla var Bjarni. Eitt sinn kom hann inn, sótsvartur beint utan úr smiðju og vildi taka minnsta barnið upp. „Nei, Bjarni,“ kallaði ég. „Allt í lagi,“ sagði hann skellihlæjandi og smellti sér of- an í leikgrindina þar sem ungabarnið sat í hvítum kjól og hann tók hana í fangið. Það voru fá orð sem mæltu á móti þessum glaðlynda unga manni. Bjarni var sérstaklega skemmtileg- ur og sagði svo vel frá að allir veltust um af hlátri þegar sá gállinn var á honum og aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Því miður nýttust þessum vel gefna dreng ekki hans góðu eðlis- kostir sem skyldi, lífið varð honum ekki létt er á ævina leið, þétt varð handtak hans við Bakkus, en mann- dómur var hans aðalsmerki og fjöl- skyldu hans skorti aldrei neitt í eigin húsi. Svo fór því miður að leiðir okkar Bjarna skyldu á seinni árum, en ætíð minnist ég hins góða og hlýja drengs, sem lífið lék grátt. Hin síð- ustu ár bjó Bjarni einn í fallegu, gömlu húsi á Akranesi sem hann var alltaf að dytta að, vinnuorka ein- kenndi hann svo lengi sem kraftar og heilsa hans leyfðu, því snyrtimenni var hann mikið. Já, margt er okkur hulið og næt- urstaður tilviljunarkenndur, við ber- um ekki alltaf gæfu til að velja auð- veldustu leið lífshamingju. Við kveðjum Bjarna með þakklæti fyrir gamla og góða tíma sem vekja gleði er skyggnst er yfir sviðið. Börnum Bjarna, barnabörnum og systkinum, Kristínu og Magnúsi, samhryggjumst við, þau syrgja góð- an föður, afa og bróður. Sigurdís Egilsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.