Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitarstjóri ::: Owain Arwell Hughes Einleikari ::: Guðný Guðmundsdóttir Gioacchino Rossini ::: Þjófótti skjórinn, forleikur Antonín Dvorák ::: Rómansa í f-moll op. 11 Maurice Ravel ::: Tzigane Sergej Rakhmanínov ::: Sinfónía nr. 1 gul tónleikaröð í háskólabíói FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 19.30 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Einleikur Guðnýjar fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands LANDSNET, Landsvirkjun og Raf- magnsveitur ríkisins undirrituðu samning nýlega við Neyðarlínuna um neyðar- og öryggisfjarskipta- þjónustu, TETRA. Neyðarlínan mun veita orkufyrirtækjunum fjar- skiptaþjónustu á öllum starfs- stöðvum fyrirtækjanna og á lands- svæðum þar sem rafmagnslínur og veitumannvirki eru staðsett. Sendum fjölgað í 150 Það eru hagsmunir orkufyrir- tækjanna að hafa fullkomna og örugga hópfjarskiptaþjónustu til að geta brugðist við og samhæft vinnu- brögð almennt og viðbrögð þegar truflun verður á rekstri orkukerfa, segir í fréttatilkynningu. Í næsta mánuði verður tekið í notkun upp- fært TETRA kerfi sem er af nýjustu kynslóð og fjölgun senda úr 40 í landsdekkandi 150 senda kerfi er langt komin. Undirskrift Við undirritunina, talið f.v.: Þórður Guðmundsson, forstjóri LN, Þórhallur Ólafsson, framkvæmda- stjóri NL, Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri RARIK, og Örn Marinósson, staðgengill forstjóra LV. Neyðarlínan undirritar samkomu- lag um Tetra-fjarskiptaþjónustu Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær undir fyrirsögninni Pönk, skógrækt og syndayfirbót komu fram upplýsingar sem ekki eru al- veg réttar hvað snertir skógar- svæði það á landinu sem þarf til að kolefnisjafna bílaflota landsmanna. Hið rétta er að til að kolefnisjafna bílaflotann þarf að gróðursetja 7 milljónir tráa á ári en sá gróður myndi þekja 0,02% landsins. Það tæki því 60 ár að tvöfalda núver- andi skógarsvæði landsins en ekki sjö ár eins og kom fram í grein- inni. LEIÐRÉTT Tekur 60 ár að tvöfalda skógarsvæði ÍSLÖMSK samfélög eiga sér ólíka sögu og bera hvert um sig byrðar fortíðar. Hugmyndir um sjálfs- mynd, þjóðerni og ríkisborgarar- étt hafa mótað stjórnmálaum- hverfi þessara ríkja. Íslamskar hreyfingar nútímans hafa mótast af þeim samfélögum sem þau spretta úr. Dr. Adeeb Khalid pró- fessor í sagnfræði við Carleton College í Minnesota ræðir ólíka þróun múslimaríkjanna sem komu út úr Sovétríkjunum og heldur því fram að almennar yfirlýsingar um þá ógn sem stafi af íslam feli meira en þær sýna þar sem íslamskar hreyfingar starfi á mismunandi vegu og hafi ólík markmið. Fyrirlesturinn er á vegum Al- þjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands og fer fram í Árnagarði, stofu 311 kl. 12 á föstudag, 20. apríl. Dr. Adeeb Khalid rannsakar stjórnmálaumhverfi menningar- umbóta í múslimaríkjum, einkum í Mið-Asíu á árdögum Sovétríkj- anna. Hann er höfundur bókar- innar: „The Politics of Muslim Cultural Reform: Jadidism in Central Asia“ og hinnar nýút- komnu: „Islam After Communism: Religion and Politics in Central Asia“ (University of California Press: 2007). Prófessor Khalid hef- ur gefið út fjölda bóka og greina um sögu Mið-Asíu og íslam í rúss- neska keisaraveldinu og Sovétríkj- unum. Erindi um ísl- amskar hreyf- ingar í Mið- Asíuríkjum STARFSMENNTUNARSJÓÐUR Bandalags kvenna í Reykjavík heldur flóamarkað og hlutaveltu n.k. laugardag og sunnudag 21. og 22. apríl kl. 13 báða dagana á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Allur ágóði rennur til Starfs- menntunnarsjóðs kvenna. Sjóður- innn var stofnaður 1995 og hefur árlega styrkt ungar konur til menntunar. Mikið úrval af góðum fatnaði og glæsilegir vinningar verða í boði. Einnig verður hægt að kaupa kaffi og vöfflur á góðu verði. Í frétta- tilkynningu hvetur fjáröflunar- nefnd BKR borgarbúa til að mæta, gera góð kaup og styrkja þarft og gott málefni. Flóamarkaður og hlutavelta FRÉTTIR LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lýsir eftir vitnum að umferðar- óhappi á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar laugardaginn 14. apríl kl. 23:27. Þar var gömlum stationfólksbíl, dökkum að lit, ekið aftan á gráan Citroën sem kastaðist aftan á bláan Toyota Hilux-sendibíl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um dökka fólksbílinn snúi sér til lögreglunnar í síma 4441000 Lýst eftir vitnum FYRIRTÆKIÐ Víkurverk ehf. opn- ar ferðavagnaverslun fyrir húsbíla og hjólhýsi í Víkurhvarfi 6 í Kópa- vogi. Um helgina, dagana 20. til 22. apríl, býður Víkurverk öllum lands- mönnum að líta inn og nýta sér til- boð á söluvörum fyrirtækisins. Húsnæði fyrir húsbíla og hjólhýsi er 2.000 m² að stærð ásamt þjón- ustuverkstæði Víkurverks sem ann- ast allar standsetningar, breyting- ar, skoðanir og viðhald á hjólhýs- um, húsbílum, fellihýsum og tjald- vögnum. Verkstæðið hefur skapað sér sérstöðu á markaðnum vegna sérþekkingar starfsmanna á hinum fjölmörgu þáttum sem að við- gerðum og viðhaldi ferðavagna snúa, segir í fréttatilkynningu. Verslun með vörur tengdar ferðavögnum og ferðalögum er að auki stór þáttur í þjónustu fyrir- tækisins og er hún í húsakynnum Víkurverks í Víkurhvarfi 6. Þar er að finna fjölbreytt úrval af auka- hlutum, allt frá smáhlutum, vara- hlutum upp í grill, borðbúnað, hús- gögn og alls kyns útileguvarning. Fulltrúi frá LMC verksmiðjunni, Mr Jung Wolker, er kominn sér- staklega til að afhenda nýjum eig- enda glæsilegan LMC húsbíl að verðmæti um 10 milljónir króna. Opnunarhátíð ferðavagna- verslunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.