Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 68

Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 68
68 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍKSPARBÍÓ 450kr BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 LEYFÐ 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR: KVIKMYND EFTIR GUÐMUND ERLINGSSON HERBERT SVEINBJÖRNSSON GUÐJÓN ÁRNASON SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STEINÞÓR EDVARDSSON / KEFLAVÍK BECAUSE I SAID SO kl. 8 - 10:20 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ / AKUREYRI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eeeeSUNDAY MIRROR BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee Ó.H.T. RÁS eeeS.V. MBL SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 - 8 LEYFÐ CHAOS kl. 10 B.i. 16 ára MEET THE ROBINSONS kl. 4 - 6 LEYFÐ HAPPILY NEVER AFTER kl. 4 LEYFÐ Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro *************** GLEÐILEGT SUMAR *************** ÍSLENDINGAR heitir nýr bóka- flokkur með „sögum úr samtím- anum,“ sem útgáfan Sögur er að hleypa af stokkunum. Í kynningu segir, að ætlunin sé að sögurnar opni gáttina að Íslendingum, „hinni nýríku þjóð í norðri“ gegnum fjölmiðlaheim, viðskiptaheim og undirheima Íslands. Kristján Kristjánsson, framleiðslu- stjóri Sagna og ritstjóri Íslendinga, segir hugmyndina vera seríu; „nú- tíma Íslendingasögur,“ þar sem hvert hefti hefur sinn söguþráð en er jafn- framt hluti af heildarsögu bóka- flokksins. Ætlunin er að gefa út tíu hefti á ári. Kristján sagði undirbúning útgáf- unnar hafa staðið í ár en að baki bók- anna er ekki einasta höfundurinn T. Thorvaldsen, sem ekki vill opinbera sig að svo stöddu, heldur hefur hann með sér hugmyndahóp, en mikið er lagt upp úr því að vera með puttann á púlsinum og ekki aðeins koma með frambærilegar sögur heldur líka fylgjast með því, hvernig persón- urnar falla lesendum í geð og bregð- ast við því. „Þetta á að vera skemmtileg sögu- sápa,“ segir Kristján. „Lipur texti og léttur í lestri. Við erum tilbúnir með fimm hefti, sem koma út næstu fimm mánuðina og við höfum reiknað út að hver bók passar flugi milli Íslands og Danmerkur með matarhléi. Þetta eru stutt hefti, ekta vasabækur. Við ætlum fólki að gerast áskrif- endur að heftunum og uppbyggingin er þannig, að lesandinn má ekki missa eitt einasta hefti úr.“ Fyrsta heftið; Kosningar, kemur beint inn í atburðarrás líðandi stund- ar; alþingiskosningar eru í nánd, en kynlíf og hrossakaup bera stjórnmál og fréttamennsku ofurliði. Íslenzk sögusápa Íslendingar Hugmyndin sögð vera sería, „nútíma Íslendingasögur.“ ÞÚSUNDIR manna hlýddu á ten- órsöngvarann Garðar Thor Cortes á heimavelli West Ham í gærkvöldi, Upton Park, hálftíma áður en leikur liðsins gegn Englandsmeisturum Chelsea hófst. Garðar söng fyrst ar- íuna Nessun Dorma eftir Puccini og síðan söng West Ham, ,,I’m forever blowing bubbles“ og tóku þá West Ham áhangendur undir. Upton Park rúmar 35.000 áhorfendur og segir Garðar þetta stærsta áheyrendahóp sinn til þessa, þar sem óperuhús taki í mesta lagi um 2.000 manns. „Þetta var voða gaman,“ sagði Garðar Thor skömmu eftir sönginn og allt annað mál að syngja á knatt- spyrnuvelli en í óperuhúsi. Garðar segir Nessun dorma orðið hálfgert fótboltalag eftir að Pavarotti tók það á HM 1990. „Nei, reyndar ekki en maður styð- ur náttúrulega alltaf Íslendinga þar sem þeir eru,“ svaraði Garðar þeirri spurningu blaðamanns hvort hann væri áhangandi Íslendingaliðsins West Ham. Hann hefði því verið feg- inn því að Eiður Smári Guðjohnsen væri farinn frá Chelsea, því þá hefði málið vandast. Leikmenn West Ham voru önnum kafnir við að hita upp fyrir leikinn á meðan Garðar söng og segist hann því ekki hafa heilsað upp á þá sér- staklega. Hann hafi þurft að yfirgefa völlinn áður en leikurinn byrjaði vegna útvarpsviðtals, þar sem ræða átti um nýútkomna plötu hans, Cort- es, sem selst vel í Bretlandi. Reuters Cortes Chelsea lagði West Ham, 4-1, þrátt fyrir túlkun Garðars á söng Íslendingaliðsins. „Maður styður við bakið á sínu fólki“ Garðar Thor Cortes söng aríu og fótboltalag fyrir þúsundir knattspyrnuáhugamanna á heimavelli West Ham BANDARÍSKI leikarinn Harrison Ford og leikkonan Calista Flock- hart eru trúlofuð. Ford bað Flock- hart um að giftast sér 1. apríl síð- astliðinn. Ættleiddur sonur Flockhart, Li- am, aðstoðaði Ford við að bera fram bónorðið, að sögn tímaritsins Grazia. Hinn sex ára Liam hljóp til móður sinnar með þau skilaboð að „Hr. Ford yrði faðir hans“. Lock- hart mun hafa hlegið að þessu en komst að því að Ford var fúlasta al- vara. Undirbúningur brúðkaups turtil- dúfnanna er þegar hafinn, en talið er að þau kjósi látlausa athöfn. Ford og Flockhart trúlofuð Reiknað er með því að brúðkaupið verði eftir að tökum lýkur á fjórðu kvikmyndinni um Indiana Jones í haust. Þau Ford og Flockhart kynntust á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir fimm árum. Ford er tvífráskil- inn og fjögurra barna faðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.