Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 141. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DJÚPFJÓLUBLÁTT IAN GILLAN SAGÐI ARNARI EGGERTI AÐ ENGIN LEIÐ VÆRI AÐ HÆTTA >> 44 MÓTORHJÓLAMENN TAKA Á MÓTI SUMRI MESSUKLÆÐIN LEÐUR OG HJÁLMUR >> 20 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is AFSÖGN Jóns Sigurðssonar úr formanns- stól Framsóknar kom fáum á óvart þótt hann afneitaði pólitísku andláti sínu fram á elleftu stund. Það er rétt sem Jón sagði sjálfur á blaðamannafundi í fyrradag, þar sem hann greindi frá afsögn sinni, að það er nauðsynlegt fyrir formann í stjórnarandstöðuflokki að hafa aðgang að ræðustól Alþingis. Guðni Ágústsson hefur nú þegar tekið við sem formaður. Hann og nýr varaformaður, sem verður kosinn á miðstjórnarfundi í næsta mánuði, munu sitja fram að næsta flokksþingi sem að öllu óbreyttu ætti ekki að halda fyrr en síðla árs 2008 en kynni að verða flýtt með það fyrir augum að kjósa formann Framsóknarflokksins. Það er þó fátt sem bendir til þess í dag að flokksþingi verði flýtt, því ef það er eitthvað sem framsóknarmenn telja sig ekki þurfa á að halda þá eru það innanflokksátök um framtíðarformann. Þeir vita sem er að fram- undan er lífróður hjá Framsókn sem snýst um það að halda framsóknarfleyinu á floti. Björn Ingi ekki formannskandídat Flestir eru sammála um að formanns- skiptin í fyrrahaust, sem voru auðvitað að mestu leyti að undirlagi Halldórs Ásgríms- sonar, hafi ekki tekist sem skyldi. Þó er það ekki svo að Jóni Sigurðssyni sé einum kennt um að flokkurinn tapaði miklu fylgi í alþing- iskosningunum. Menn segja einfaldlega að hann hafi ekki náð að rífa flokkinn upp úr þeirri lægð og deyfð sem hann hafi verið í þegar Jón tók við og þótt innbyrðis átök hafi ekki verið áberandi þennan nýliðna kosn- ingavetur hafi flokksstarfið alls ekki ein- kennst af sóknarhug og samstöðu. Siv Friðleifsdóttir hefur, að sögn, oft og iðulega verið hornótt og ekki stigið í takt við aðra í flokksforystunni. Björn Ingi Hrafns- son, eini borgarfulltrúi Framsóknar sem náði kjöri í fyrra með um 7% atkvæða, er talinn hafa verið að þreifa fyrir sér með auga á for- mannsstól Framsóknar en hlotið afar dræm- ar undirtektir. Þannig séu valdamenn innan Framsóknarflokksins sem hafa einkum beitt sér á bak við tjöldin, menn eins og Helgi S. Guðmundsson og Finnur Ingólfsson, hættir að líta á Björn Inga sem erfðaprinsinn í Framsókn. Talið er víst að þeir Helgi og Finnur hætti með öllu að skipta sér af mál- efnum Framsóknar því þeir telji sig ekki lengur eiga nein vígi að verja í flokknum. Líklegast er talið að framsóknarmenn reyni að þjappa sér saman undir forystu Guðna, að minnsta kosti um stundarsakir, þótt því fari fjarri að hann sé óumdeildur for- ingi flokksins. Morgunblaðið/Golli Tímamót Jón Sigurðsson hættur og Guðni Ágústsson tekinn við framsóknarfleyinu. Flýtur Framsókn? Formannsslagur ólíklegur í bráð ANNAÐ ráðuneyti Geirs H. Haarde, ríkis- stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um miðjan dag í gær. Fyrr um daginn höfðu ráð- herrar fráfarandi ríkisstjórnar fengið lausn frá störfum sínum. ?Það er mjög mikilvægt fyrir okkur í svona nýju samstarfi að ná að kynnast vel og byggja upp traust á milli fólks,? segir Geir í samtali við Morgunblaðið. ?Það er náttúrlega ljóst að þetta eru tveir flokkar sem hafa verið í andstöðu hvor við ann- an. En ég lít á þetta sem sáttastjórn, ég held að það sé gott að kalla hana það, þar sem stærstu fylkingarnar í þjóðfélaginu hafa einsett sér að ná sáttum á breiðum grundvelli um ýmis mál. inu kom ríkisstjórnin út á tröppur Bessastaða- stofu þar sem hefðbundin myndataka fór fram í allnokkru hvassviðri. Síðdegis fóru nýir ráð- herrar í ráðuneyti sín og tóku með formlegum hætti við lyklavöldum. Við ráðherraskiptin lækkar meðalaldur ráð- herra ríkisstjórnarinnar um tæp þrjú og hálft ár. Meðalaldur ráðherra var 53,9 ár en fer niður í 50,5 ár. Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar er haldinn í dag. Alþingi hefur verið kallað saman til starfa nk. fimmtudag. Spurður hvort ljóst væri á þessu stigi hversu lengi sumarþing myndi starfa sagðist Geir búast við því að það yrðu einhverjir dagar, en tók fram að þingið réði því sjálft hve lengi það sæti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjart yfir ráðherrum Það gustaði um nýju ríkisstjórnina á tröppum Bessastaða í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Að baki þeim grillir í Þórunni Sveinbjarnardóttur, Guðlaug Þór Þórðarson og Kristján L. Möller. Gleðin við völd Ég hlakka mjög til þess að taka þátt í því og leiða það starf.? Forseti Íslands staðfesti skipunarbréf allra ráðherra nýju stjórnarinnar á ríkisráðsfundi, sem var haldinn í kjölfar hins fyrri. Í framhald- Í HNOTSKURN » Alþingi hefur verið kallað saman til starfa á fimmtudaginn kemur. » Tveir ríkisráðsfundir fóru fram á Bessastöðum í gær. » Að loknum fyrri fundinum snæddu fráfarandi ráðherrar ásamt mökum hádegisverð í boði forseta Íslands. L52159 Forsætisráðherra segir nýju stjórnina sáttastjórn L52159 Fyrsti ríkisstjórn- arfundurinn haldinn í dag L52159 Meðalaldur ráðherra lækkaði við skiptin Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TILKYNNT verður um yfirtökutilboð bandaríska fyr- irtækisins Nasdaq í OMX, sem meðal annars rekur ís- lensku kauphöllina, fyrir opnun markaða í dag. Viðskipti með hlutabréf OMX voru stöðvuð stuttu fyrir klukkan 14 í gær vegna þessa. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri greindi frá því í gær að líklegt væri að kauphöllin í London hefði gert tilboð í OMX en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það sem sagt Nasdaq sem er bjóðandi. Orðrómur um fyrirhugað tilboð hefur verið á kreiki og stigmagnast undanfarna daga. Ekki er ljóst hversu hátt tilboðið er en í fyrrakvöld spurðist það út í Stokkhólmi að tilboð upp á 190 sænskar krónur á hlut hefði borist í OMX. Fjöldi hluta í fyrirtækinu er alls tæplega 121 milljón þannig að sé áðurnefnd upphæð rétt er virði fyrirtækisins um 23 millj- arðar sænskra króna, um 209 milljarðar íslenskra króna. Gengi hluta- bréfa OMX þegar viðskipti voru stöðvuð var 180 sænskar krónur. Nasdaq býður í OMX Vönduð veiðarfæri 2679 / IG 10 Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun