Morgunblaðið - 25.05.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 19
MENNING
Athafnasemi á myndlistarsvið-inu á Akureyri takmarkastekki við viðburði á Lista-
sumri, heldur ríkir þar í bæ mikill
myndlistaráhugi og gróska í sýn-
ingarhaldi allan ársins hring. Lista-
safnið á Akureyri hefur fyrir löngu
sannað gildi sitt með metnaðarfullu
sýningarhaldi, líkt og hið einstæða
Safnasafn við Svalbarðsströnd.
Gróskuna í listalífi bæjarins máekki síst rekja til starfsemi
Myndlistaskólans á Akureyri sem
nýlega fagnaði 33. starfsári sínu
með árlegri útskriftarsýningu.
Skólinn býður upp á nám á há-
skólastigi í myndlist og listhönnun
og er sem slíkur valkostur við
höfuðborgarsvæðið. Skólinn stend-
ur einnig fyrir námskeiðum fyrir
börn, unglinga og fullorðna og þarf
ekki að fjölyrða um mikilvægi
þeirrar starfsemi í samfélaginu.
Myndlistaskólinn á Akureyri er
viðurkenndur af menntamálaráðu-
neytinu og styrktur af ríki og bæ en
tryggja þyrfti fjárhagslegan
rekstrargrundvöll hans til fram-
tíðar.
ÁAkureyri eru starfrækt fjöl-mörg sýningarrými og gallerí.
Pistilhöfundur brá sér norður á
dögunum og heimsótti sýningar-
rýmið galleriBox sem Menningar-
miðstöðin Listagil við Kaupvangs-
stræti hefur umsjón með og rekið er
af hópi myndlistarmanna sem hafa
þar vinnustofur. Á sýningu Þór-
unnar Eymundardóttur „Hornberi“
hafði Boxinu verið pakkað inn og
sviðsett þar nokkurs konar gægju-
sýning með hreindýraívafi. Næsti
sýnandi er Margrét H. Blöndal sem
tilnefnd var til íslensku
sjónlistaverðlaunanna á síðasta ári
en stofnað var til þeirra að frum-
kvæði Listasafnsins á Akureyri.
Listalífið er sérstaklega blómlegtvið Kaupvangsstrætið. Í Jónas
Viðar Gallery sýnir nú Þorvaldur
Þorsteinsson en hann er Akureyr-
ingur að uppruna og hóf einmitt
myndlistarnám sitt í Myndlistaskól-
anum. Áhugaverðar myndlistarsýn-
ingar hafa verið í Populus Tremula,
menningarsmiðju í Listagilinu. Í
Deiglunni í Listagilinu sýnir um
þessar mundir Pétur Örn Friðriks-
son verk sem lúta m.a. að ferðalög-
um og farartækjum.
Brekkugatan státar af tveimurgalleríum. Þar er Gallerí DaLí
rekið, ásamt vinnuaðstöðu, af
tveimur nemendum Myndlistaskól-
ans, þeim Sigurlínu M. Sveinbjörns-
dóttur eða Línu, sem nú sýnir í gall-
eríinu í tengslum við útskrift sína,
og Dagrúnu Matthíasdóttur. Fram-
tak þeirra endurspeglar þann
myndlistaráhuga sem starfsemi
skólans hefur í för með sér.
Gallerí + við Brekkugötu 35 hef-ur verið starfrækt frá 1996 af
hjónunum Guðrúnu Pálínu Guð-
mundsdóttur og Joris Rademaker –
af löngun til að skapa „viðbót“ (sam-
anber „+“) í listaflóru bæjarins. Nú
er þar sýning Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur, sem framlengd hefur
verið þrisvar sinnum vegna mikillar
aðsóknar. Vel heppnuð sýning Að-
alheiðar samanstendur af skúlptúr-
um og lágmyndum auk blárrar
birtu úr lofti og er byggð inn í rým-
ið. Í sumar verður þarna sýning
Guðrúnar Pálínu sem fjallar um
sjálfsmynd hennar út frá stjörnu-
korti.
Gallerí + er rekið í sjálfboðavinnu
og nýtur lítilla sem engra styrkja og
virðist sú vera raunin með ýmis
önnur sýningarrými á Akureyri –
þau virðast ekki rekin með hagnað
að leiðarljósi. Mikilvægt er að styðja
við bakið á slíkri hugsjónastarfsemi
sem er mikilvægur þáttur í aðdrátt-
arafli bæjarins.
Kraumandi listalíf
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spýtukall Frá sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, sem framlengd hefur verið þrisvar sinnum í Galleríi + vegna
mikillar aðsóknar. Galleríið er rekið af hjónunum Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur og Joris Rademaker.
AF LISTUM
Anna Jóa
»Listalífið er sér-staklega blómlegt við
Kaupvangsstrætið. Í
Jónas Viðar Gallery sýn-
ir nú Þorvaldur Þor-
steinsson en hann er Ak-
ureyringur að uppruna.
annajoa@simnet.is
EDEN - HVERAGERÐI
Málverkasýningu
Bjarna Jónssonar listmálara
lýkur á annan í hvítasunnu
Dreg
i› í
áskr
iftar
leikn
um
á lau
gard
agin
n
3
HIÐ nýja Start Art á Laugavegi
vígði á Listahátíð nýtt sýningarrými
á efri hæð gallerísins með sýning-
unni MÍNÍ VOTT í tilefni útkomu
bókarinnar MEGA VOTT. Bókin
MEGA VOTT er vegleg og vönduð
bók um stórsýningu með sama nafni
sem fimm listakonur héldu í Hafnar-
borg síðastliðið haust. Þar er að auki
að finna myndir frá tímamótagjörn-
ingi Rúríar við Drekkingarhyl á
Þingvöllum. Litla sýningin í Start
Art er einnig eins konar skráning og
úrvinnsla á stóru sýningunni svo úr
verða sjálfstæð bergmálsverk.
Anna Eyjólfsdóttir sýnir nýja
formstúdíu sem byggir á vínglösum
og vísar í svipað verk sem hún var
með í Hafnarborg ásamt nokkurs
konar skrásetningarskúlptúr sem
bundinn er saman með byggingar-
einingum. Þórdís Alda leikur sér
með ljósmyndir úr þvottaskúlptúr
sínum og tekst að endurlífga agnar-
lítil myndræn brot með ljósmyndum
sem jafnvel rata svo í nýtt samhengi.
Rúrí sýnir tvö lítil, þrykkt verk á
glerplötum sem vísa til þagnaðra
fossa og Ragnheiður sýnir nær-
myndir af plexíglersmannverum sín-
um.
Þessi brotakennda og fínlega úr-
vinnsla eða bergmál af stóru sýning-
unni er vel heppnað. Bókin er þrek-
virki sem einstaklingsframtak og
endurspeglar þá orku og frumkvæði
sem listakonurnar eru þekktar fyrir.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Rúrí Í Startart er að finna myndir frá tímamótagjörningi Rúríar við Drekkingarhyl á Þingvöllum.
Sýning um sýningu
MYNDLIST
START ART, Laugavegi 12 b
Sýningin stendur til 28. maí. Opið kl.
11-17 virka daga og 13-17 um helgar.
Aðgangur ókeypis.
Sýningin MÍNÍ VOTT og bókin MEGA VOTT.
Anna Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder,
Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís
Alda Sigurðardóttir
Þóra Þórisdóttir
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100