Morgunblaðið - 25.05.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 21
LANDIÐ
Eftir Guðlaug Albertsson
Patreksfjörður | Pat-
reksfirðingar fögnuðu
því á dögunum að Pat-
reksfjarðarkirkja er
orðin hundrað ára
gömul. Eftir hátíðar-
messu var þessara
tímamóta minnst og
kirkjunni færðar gjaf-
ir. Nýlega afhentu for-
svarsmenn útgerðar-
og fiskvinnslufyrir-
tækisins Odda hf.
söfnuðinum hús fyrir
safnaðarstarfið.
Oddi hf. festi nýlega kaup á húsi
sem stendur nálægt Patreksfjarðar-
kirkju og áður hýsti skrifstofur og
enn fyrr var Samvinnubankinn þar
til húsa. Tilgangurinn með kaupun-
um var fyrst og fremst að færa söfn-
uðinum húsið að gjöf til notkunar
sem safnaðarheimili. Er þetta gert í
tilefni af eitt hundrað ára vígsluaf-
mæli Patreksfjarðarkirkju og 40 ára
afmælis Odda hf. nú í vor.
Þeir Sigurður Viggósson fram-
kvæmdastjóri og Jón Magnússon,
aðaleigandi fyrirtækisins, afhentu
söfnuðinum húsið á aðalsafnaðar-
fundi er haldinn var á dögunum. Í
máli Sigurðar Viggóssonar kom
fram að fyrirtækið teldi mikilvægt
að styðja við og styrkja þá starfsemi
innanbæjar sem horfði mannlífi og
samfélagi til heilla. Hann tók fram að
ekki hefði alltaf verið bjart fyrir
stafni í rekstri fyrirtækisins, ekki
fremur en hjá Kristi í eyðimörkinni
forðum, en alltaf hefði það þó komið
standandi niður og nú um nokkurra
ára skeið hefði rekstur þess verið
með ágætum og efldist dag frá degi.
Sóknarprestur, sr. Leifur Ragnar
Jónsson, þakkaði fyrir hönd sóknar-
barna, höfðinglega gjöf fyrirtækisins
og þann hug sem stjórnendur þess
sýndu kirkjunni og því starfi sem
kirkjan stæði fyrir. Sagði hann þenn-
an hug dýrmætan og ekki síður
þakkarverðan þann hug og þá trú á
samfélagið og byggð í Patreksfirði
sem fyrirtækið sýndi með þessari
rausnarlegu gjöf.
Sóknarnefnd hyggst fljótlega ráð-
ast í miklar endurbætur á húsinu en
nokkur þörf er á því.
Ómetanleg störf
Í tilefni afmælis Patreksfjarðar-
kirkju hafa farið fram miklar end-
urbætur á kirkjunni. Skipt hefur
verið um við í gólfi, kirkjan máluð að
innan og utan, skipt um hurðir og
stjörnur settar í loftið, svo nokkuð sé
nefnt. Í lok afmælishófsins kvaddi
sóknarprestur sér hljóðs og þakkaði
öllum þeim sem komið hafa nálægt
starfi kirkjunnar. Sagði hann störf
þeirra ómetanleg fyrir söfnuðinn og
samfélagið í heild.
Gáfu hús fyrir
safnaðarheimili
Ljósmynd/Guðlaugur
Gjöf Gestur Rafnsson tekur við lyklum að húsinu
af Jóni Magnússyni og Sigurði Viggóssyni.
Mýrdalur | Níu smáhýsi hafa verið flutt inn í Þakgil á
Höfðabrekkuafrétti. Þegar þau verða tilbúin, sem áætl-
að er að verði um miðjan næsta mánuð, verður hægt að
fá þar gistingu.
Hjónin Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón Finnsson hafa
rekið ferðaþjónustu í Þakgili frá árinu 2001. Þau út-
bjuggu þar tjaldsvæði og ýmsa aðra aðstöðu. Meðal ann-
ars grófu þau út úr hellisskúta sem margir ferðamenn
koma við í.
Þau keyptu efni í bjálkahús frá Finnlandi á síðasta ári
og settu saman í Vík í vetur. Sumarhúsin eru níu talsins
og þau voru flutt á bílum inn í Þakgil í vikunni. Það
gekk vel, að sögn Helgu, og engin óhöpp urðu á leiðinni.
Segir hún að eftir sé að standsetja húsin fyrir útleigu en
vonast til að því verki ljúki um miðjan júní. Í hverju húsi
verður svefnpokapláss fyrir fjóra gesti ásamt litlum eld-
húskrók og salernisaðstöðu.
Helga lætur vel af nýtingu þjónustunnar í Þakgili.
Hún segir að umferðin fari vaxandi ár frá ári og umferð
um veginn sé nú orðin svipuð og um Dómadalsleið, svo
dæmi sé tekið. Þakgil er í hrikalegu landslagi, umgirt
fjöllum og náttúrufegurð er mikil. Helsta afþreying
ferðafólks er að njóta veðurblíðunnar og fara í göngu-
ferðir um fjöll og gil. Eins skoða margir fossinn í Þakgili
sem Helga vill láta heita „Kúlufoss“ vegna þess hvernig
hann er. Svo eru nokkrar jeppaleiðir þarna í afréttinum.
Helga segir að eftirspurn sé eftir gistingu í húsum.
Oft sé í hópum fólk sem frekar vilji gista inni. Nú verði
sá valkostur í boði.
Helga býr öll sumur í Þakgili til að annast þjónustuna
þar. Þau hjónin byggðu þar hús í fyrravor en áður var
Helga í hjólhýsi. Henni líður vel í Þakgili, segir að veð-
ursæld sé þar einstök. Gilið sé umlukið fjöllum og því
skjólgott og í norðanáttum sé Þakgil hreinn hitapottur.
Bjarni Jón og Helga eru að undirbúa virkjun stærri
lækjarins í Þakgili til að hafa orku fyrir starfsemina.
Þótt undirbúningur sé kominn vel á veg á Helga ekki
von á því að verkinu ljúki í ár. Því verði að hafa dís-
ilrafstöð til að sjá nýju smáhýsunum fyrir rafmagni í
sumar.
Einstæð veðursæld í Þakgili
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Lambaskörð Bjarni Jón Finnsson kannar veginn í Lambaskörðum, áður en húsunum var ekið þar um, en þetta
reyndist erfiðasti kafli leiðarinnar inn í Þakgil. Smáhýsin komust ósködduð á áfangastað.
Djúpivogur | Hammond-hátíð verð-
ur haldin á Djúpavogi dagana 31.
maí til 3. júní. Á hátíðinni munu
fjölmargir tónlistarmenn koma
fram. Svavar Sigurðsson átti hug-
myndina að hátíðinni og á lang-
stærstan heiður af framkvæmd
hennar, segir í fréttatilkynningu.
Hátíðin er haldin til að heiðra og
kynna fyrir tónlistaraðdáendum
Hammond-orgelið sem úrsmiðurinn
Hammond töfraði úr huga sínum til
þess að gera fátækum söfnuðum
kleift að syngja við orgelundirleik.
Fimmtudaginn 31. maí verður
Djúpavogsdagur hátíðarinnar þar
sem hátíðin verður sett og tónlist-
armenn frá Djúpavogi spila. Má þar
sérstaklega nefna hljómsveitina
Arachnophobia en hana skipa
drengir á aldrinum 13 til 15 ára.
Föstudaginn 1. júní verða Aust-
firðingar í aðalhlutverki en þá
munu blúshljómsveitirnar Blúsbrot
Garðars Harðar og félagar og
Mæðusveitin Sigurbjörn leika á
Hótel Framtíð.
Laugardaginn 2. júní sýna ungir
hljómborðsleikarar hæfileika sína á
Hammond auk þess sem Agnar Már
Magnússon og Hrund Ósk Árna-
dóttir koma fram. Um kvöldið
verða svo eðaltónleikar á Hótel
Framtíð þar sem landsliðið leikur
listir sínar. Í landsliðshópinn kom-
ust að þessu sinni Einar Rúnarsson,
Ásgeir Óskarsson, Halldór Braga-
son, Jakob F. Magnússon, Andrea
Gylfadóttir, Eðvald Lárusson og
Jón Ólafsson. Eftir þessa tónlist-
arveislu er ætlunin að dansa diskó
fram á rauða nótt.
Sunnudaginn 3. júní verður svo
Hammond í Djúpavogskirkju en
þar verður hljóðfærið notað í sjó-
mannadagsmessu og eftir messu
verða leikin sjómannalög á Ham-
mond.
Hátíð til heiðurs
Hammond haldin
á Djúpavogi
AUSTURLAND
Hornafjörður | Vegagerðin þarf
ekki að láta meta umhverfisáhrif
þeirra kosta sem ekki fullnægja
kröfum Vegagerðarinnar um bætt-
ar vegasamgöngur um Hornafjarð-
arfljót. Því verða umhverfisáhrif
lagfæringar á núverandi leið ekki
metin samhliða þeim kostum sem
Vegagerðin telur koma til greina.
Áformað er að leggja nýjan kafla
á Hringveginum, yfir Hornafjarð-
arfljót. Með nýrri brú og vegteng-
ingum mun Hringvegurinn styttast
um 11 kílómetra og þrjár ein-
breiðar brýr hverfa.
Vegagerðin lagði fram hugmynd
að þremur veglínum sem allar gera
ráð fyrir vegtengingu og brú í
beinu framhaldi af Hringveginum
með ströndinni en ekki er gert ráð
fyrir að krækja inn fyrir ósinn eins
og núverandi leið. Skipulags-
stofnun ákvað að taka þyrfti inn í
matið fleiri valkosti, meðal annars
endurbætur á núverandi veglínu og
veglínum sem landeigendur lögðu
til. Vegagerðin kærði ákvörðunina
til umhverfisráðherra á þeim
grundvelli að einungis þeir þrír
kostir sem hún gerði ráð fyrir sam-
rýmdust þeim markmiðum sem sett
væru með framkvæmdinni, að bæta
vegasamgöngur á svæðinu. Nefndi
stofnunin í því sambandi styttingu
Hringvegarins og aukið umferð-
aröryggi. Umhverfisráðherra féllst
á rök Vegagerðarinnar.
Vegagerðin áætlar að ljúka mats-
áætlun vegna leiðanna þriggja í
næsta mánuði, að því er fram kem-
ur í Framkvæmdafréttum.
Í vegaáætlun 2007-2010 er gert
ráð fyrir 682 milljóna króna fjár-
veitingu til verksins á árunum 2008
til 2010, auk þess sem gert er ráð
fyrir samtals 800 milljóna króna
fjárveitingu af söluhagnaði Símans
á næstu tveimur árum. Samkvæmt
því ættu framkvæmdir að geta haf-
ist á næsta ári.
Þarf ekki að meta
áhrif allra leiða
! "
' +,(
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Í eyjunni Brimilsnesi í
Álftafirði eystri er þekkt selalátur, á
eiðinu á sunnanverðri eyjunni. Í
seinni hluta maímánaðar safnast þar
saman tugir sela og ber þessi fallega
eyja því nafn með rentu.
Þar lágu kópar í tugatali fyrr í vik-
unni. Urturnar renndu sér hver á
fætur annarri í sjóinn þegar ljós-
myndari nálgaðist og þeir kópar sem
burði höfðu til dönsuðu á eftir með
miklum bægslagangi.
Kóparnir, sem vega um 15 kg við
fæðingu, liggja í látrum fyrstu vikuna
áður en þeir fara á sundið. Þeir nær-
ast á móðurmjólkinni í allt að mánuð
og á þeim tíma fitna þeir mikið.
Nýkæpt-
ur kópur
í látri
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Maður Lifandi Hæðarsmára 6,
Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Zinc-Asporoate
Fyrir sjónina
og einbeitinguna