Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 22
Stundum finnst mér líka gott að sækja kyrrðina út í náttúruna. Ég er nefnilega í gönguhóp með vin- konum mínum og förum við gjarnan saman í gönguferðir um borgina eða utan hennar og veljum þá mismunandi leiðir hverju sinni. |föstudagur|25. 5. 2007| mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég er í fyrsta lagi ákaf-lega heimakær mann-eskja og finnst því gottað geta slakað á heima um helgar til að safna kröftum fyr- ir komandi viku. Ég sæki mjög mikið í kyrrð og ró af öllu tagi og reyni svo að rækta fjölskyldubönd og náin vina- sambönd sem mest og best með heimsóknum og samveru fyrir utan það að fara svo reglulega í leikhús og bíó þegar ég get og svo auðvit- að á dans þegar hann er í boði. Það er orðið mikið framboð í hin- um lifandi menningargeira og ég reyni að sjá allt það sem koll- egarnir eru að fást við hverju sinni,“ segir Jóhanna Jónas, leik- kona og magadanskennari hjá Magadanshúsinu. Þegar spurt er um uppskrift af góðri helgi svarar Jóhanna því til að laugardags- og sunnudags- morgnar séu sínar helgistundir. „Þá vakna ég tiltölulega snemma og á mína yndislegu slökunar- og hugleiðslumorgna því það er svo gott að slaka á þegar kyrrt er í borginni. Ég eyði svo helgunum með vinum og vandamönnum, fer í matarboð og hitti vinkonurnar á kaffihúsum. Café París er í sér- stöku uppáhaldi enda bý ég rétt við Tjörnina, í 101. Stundum finnst mér líka gott að sækja kyrrðina út í náttúruna. Ég er nefnilega í gönguhóp með vinkonum mínum og förum við gjarnan saman í gönguferðir um borgina eða utan hennar og veljum þá mismunandi leiðir hverju sinni.“ Hafði prófað alla flóruna Léttleiki, mjúkar hreyfingar, fegurð, litadýrð og skemmtileg tónlist munu setja svip sinn á vorhátíð Magadanshússins sem haldin verður með pomp og prakt í kvöld í Salnum í Kópavogi kl. 20. Þar ætlar fimmtíu manna hópur nemenda og kennara, frá tíu ára aldri til sextugs, að troða upp með fjölbreytilegum magadöns- um, m.a. með karabísku og þjóð- dansa-ívafi. Einnig mun brasilíska magadansmærin Josy Zareen, sem rekur Magadanshúsið, sýna listir sínar, en hún er nýkomin frá Stokkhólmi þar sem hún lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri maga- danskeppni. Það eru ekki nema þrjú og hálft ár síðan Jóhanna uppgötvaði magadansinn sem líkamsrækt- arform, en áður segist hún hafa prófað alla líkamsræktarflóruna og flakkað vítt og breitt um líkams- ræktarsali í gegnum árin. „Það var svo ekki fyrr en ég fór í minn fyrsta tíma til Josy sem ég fann mína réttu hillu og það leið svo ekkert á löngu áður en ég fór sjálf að kenna byrjendum og síðar lengra komnum. Svo hef ég á undraverðan hátt náð þriðja sæt- inu í Íslandsmeistarakeppninni í magadansi tvö ár í röð og hefði aldrei trúað því svona fyrirfram að ég gæti eitthvað slíkt.“ Hlúir að móðurlífi og baki Að mati Jóhönnu er magadansinn allra besta líkamsrækt sem völ er á fyrir konur. „Konur í Austurlöndum fjær þróuðu þessar hreyfingar fyrir mörgum þúsundum ára til þess að hlúa að móðurlífinu, bakinu og brjóstkassanum í því augnamiði að stuðla að heilbrigðri frjósemi og styrkri mjaðmagrind til að eiga auðvelt með að ala af sér börn. Síðar þróaðist magadansinn svo líka út í listformið. Það ríkir ákveðinn misskilningur um að magadansinn sé eingöngu listdans, en svo er alls ekki því í reynd er magadansinn afskaplega merkileg líkamsrækt sem maður svitnar duglega í fyrir utan hvað hann er félagslega skemmtilegur. Hann bæði hlúir að heilbrigði konunnar og ræktar kvenlíkamann auk þess sem kvenlegur þokki fylgir maga- dansinum,“ segir Jóhanna. Með góðri sveiflu Jó- hanna Jónas er mikið fyrir kyrrð og ró, en hefur þó ekki síður gaman af að taka spor- ið í maga- dans- inum. Litríkt Skrautlegir búningar tilheyra.Stuðlar að frjósemi og styrkir magagrind M or gu nb lað ið/ Go lli Eyjólfur F. Pálsson og Halldór Halldórsson eru alltaf að hugsa um mat og jafnvel draumfarir þeirra snúast um fisk. » 24 matur Ingibjörg Ólafsdóttir hannar og saumar glæsifatnað eftir pönt- un og hjá henni er svissneskt silki í uppáhaldi. » 25 tíska Gullrétturinn í matreiðslukeppni grunnskólanna kom frá Rimaskóla og uppskriftin lofar góðu. Innbakaður íslenskur lax 1-2 laxasteikur, roð- og beinlausar ¼ tsk. salt ¼ tsk. svartur pipar 1 tsk. gorgonzola-ostur 1 plata tilbúið smjördeig 1⁄2 poki klettasalat 4-6 dvergsperglar 4-6 dverggulrætur 1 msk. hlynsíróp 1 tsk. kjúklingakraftur 1⁄2 granatepli 1 egg 1 msk. smjör Fletjið deigið þunnt út og skerið út tvo aflanga ferninga, annar á að vera 1 cm stærri en laxastykkið á alla kanta og hinn 2 cm stærri en laxinn á alla kanta. Gerið mynst- urrönd í miðjan stærri ferninginn með laufabrauðsjárni. Smyrjið peru- og eplamauki á miðjan minni fern- inginn, leggið laxinn ofan á og kryddið með salti og pipar. Smyrjið smá af peru- og eplamauki ofan á laxinn. Leggið stærri ferninginn of- an á og gangið fallega frá köntunum. Penslið deigið með þeytta egginu. Bakið við 250°C í 7–8 mínútur eða þar til smjördeigið er fallega gullið. Suða er því næst látin koma upp á vatni, krafti, sírópi og smjöri. Gul- rætur settar í sjóðandi vatnið og látnar sjóða í eina mínútu áður en sperglinum er bætt út í og soðið áfram í eina mínútu. Hristið salatið saman í stórri skál með dressing- unni rétt áður en borið er fram. Setj- ið salatið í aflanga hrúgu á hlið disksins og dreifið granatfræjum yf- ir. Leggið laxinn ofan á og bætið dressingu og laukmauki meðfram salatinu. Leggið gulræturnar eins og sólargeisla á diskinn með græna toppinn frá fiskinum. Leggið sperg- ilinn á milli gulrótargeislanna. Peru- og eplamauk 1 pera 1 grænt epli 2 msk. hrásykur 1 tsk. rifinn límónubörkur Afhýðið epli og peru, en gott og auðvelt er að rífa ávextina með grófu rifjárni. Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 10-15 mín. Hrærið í allan tímann. Framreiðið með fiski eða kjöti. Matsuhisa-dressing 70 g mjög smátt saxaður laukur 30 g kikkoman-sojasósa 12 g hrísgrjónaedik 6 g sykur 5 g dijon-sinnep 5 g vatn 10 g sesamolía hvítur pipar á hnífsoddi Hrærið vel saman í skál og fram- reiðið með fiski eða kjöti. Sælkeraréttur grunnskóla- meistaranna Girnilegur Innbakaður lax að hætti krakkanna í Rimaskóla. meistaramatur Besti tími dagsins: Góð morgunstund. Uppáhaldsmaturinn: Vel matreitt grænmetisfæði. Fallegasta gönguleiðin: Innan um stokka og steina í Hafnarfirði. Besta sundlaugin: Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði. Uppáhaldsmatsölustaðurinn: Maður lifandi. Leiðinlegast: Að vera innan um neikvæði og þröngsýni. Skemmtilegast: Að hlæja yfir fáránleika lífsins í góðum félagsskap. Jóhanna mælir með … daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.