Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 31
Elsku Jóhanna.
Ég þakka kærleik
og vináttu frá fyrstu kynnum.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Jóhanna Ólafsdóttir
✝ JóhannaÓlafsdóttir
fæddist í Múlakoti
á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu
1. júlí 1918. Hún
lést á Grund að
kvöldi mánudags
14. maí síðastlið-
ins.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Nes-
kirkju 24. maí sl.
Það er eins og festingin færist
nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum
væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumar-
nótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Hvíl í friði,
Lilja
þegar kynnin urðu nánari og mér varð
ljóst hversu góður drengur var hér á
ferð. Virðingin og væntumþykjan
varð um leið dýpri og meiri.
Óli tengdafaðir minn rak lengst af
byggingafyrirtæki ásamt bróður sín-
um og hafði fjölda manns í vinnu, –
talsverð umsvif. Hann bar um leið
mikla virðingu fyrir Vigdísi forseta,
kvenfrelsi, jafnrétti og Castro Kúbu-
leiðtoga. Myndlist, bókmenntir og
tónlist voru sett skör ofar en fjármagn
og hlutabréf, nýr bíll, sumarbústaður
eða nýtt hús.
Einn daginn keyrði hann um á Bu-
ick Skylark, amerískri drossíu. Næsta
dag var hann kominn á Lödu Sportið
að hjálpa mér að leggja parket. Nær-
vera hans var þægileg, ekki mikið
blaðrað en allir vissu hvað um var
rætt. Hann hafði andstyggð á stríðs-
brölti. Lífsýn hans var um jafnrétti og
virðingu fyrir þeim sem minna mega
sín hvort sem það var stríðshrjáð smá-
þjóð í Afríku, sendillinn í bankanum,
eða trén í garðinum. Allir þessir áttu
jafna virðingu hans og voru settir við
hlið virtra listamanna og þjóðarleið-
toga.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
framkvæmdum og prjáli annarra, var
alltaf til taks, mættur án þess að um
þyrfti að tala og tók þessi verk langt
fram yfir sín eigin. Vandvirknin var
mikil og aldrei farið að neinu með
bægslagangi. Óli var hægur og róleg-
ur og einhvern veginn gengu verkin
samt alltaf framar vonum eins og
margar stórar byggingar landsins
bera merki um.
Heima hjá honum og Áslaugu
sungu stórkostlegar, svartar og mikl-
ar kerlingar óperur og aríur af mikilli
list. Líka litla Edith Piaf. Og vindl-
arnir í boði voru frá Kúbu, viskíið var
12 ára bjalla.
Þarna var heimsborgari sem skaust
til Parísar um áramót til að fara í Ba-
stilluóperuna. Næst fór hann til Kö-
ben til að fara í nýja óperuhúsið. Hann
var búinn að sjá flestar heimsálfur.
Þrátt fyrir annríki voru tilsniðnir ar-
inkubbar í poka á tröppunum hjá mér
notaleg sjón þegar komið var heim úr
vinnu. Fráfall hans var sárt og óþarf-
lega snemmt. Eftir standa mannbæt-
andi kynni og djúp virðing fyrir mikl-
um manni.
Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.
Það fyrsta sem okkur kemur til
hugar þegar við hugsum um afa er
það hversu rólegur og blíður hann
var. Sama hvað kom upp á, hann tók
öllu með jafnaðargeði og gerði gott úr.
Eitt það þægilegasta við hann var að
maður gat setið með honum í langan
tíma án þess að segja neitt og án þess
að það yrði vandræðalegt. Ró hans
sást glögglega þegar við hringdum
bjöllunni, þá þurftum við oft að bíða
lengi og vorum jafnvel við það að fara
aftur heim, þegar afi kom til dyra –
sallarólegur.
Afi var skemmtilegur og mjög góð-
ur sögumaður. Hundasögurnar hans
eru fyndnar og í miklu uppáhaldi hjá
okkur. Oft taldi hann tærnar á okkur
og allir í fjölskyldunni virtust hafa sex
tær á hvorum fæti. Hann var alltaf
tilbúinn að taka eina skák í litlu stof-
unni við eitthvert okkar. Okkur
krökkunum sem hlustum á nútíma-
tónlist fannst tónlistarsmekkur afa
merkilegur. Hann hlustaði mikið á
klassíska tónlist og alls konar suð-
ræna tónlist, rólega og þægilega sem
lýsti einmitt persónuleika hans full-
komlega.
Það er víst að við munum sakna
hans mikið en við komum til með að
muna hvað afi kenndi okkur og mun-
um lifa eftir því í framtíðinni.
Barnabörnin
Látinn er vinur okkar Óli Auðuns,
eins og við í fjölskyldunni kölluðum
hann allar götur frá fyrstu búskapar-
árunum í Stóragerðinu. Það var árið
1963, sem við keyptum fokhelda
þriggja herberga íbúð á jarðhæð við
Stóragerði. Þá höguðu örlögin því
þannig að í þarnæsta húsi var fólk á
sama reki búið að kaupa samsvarandi
íbúð. Á þeim árum var oft minna úr að
spila en í dag, svo hagsýni og mikil
vinna, það má segja samvinna, var það
sem dugði. Þannig hófust okkar
kynni, leikir krakkanna og vinnan við
íbúðirnar.
Það er ekki langt síðan dóttir Óla
og Áslaugar spurði mömmu sína
hvernig við hefðum kynnst, hvort eitt-
hvað hefði verið fengið lánað, annað
hvort sykur eða hveiti. Það gæti alveg
passað, því alltaf var eldað og bakað.
Það þarf ekki að orðlengja þessi
kynni, því þau hafa haldist órofin alla
tíð síðan. Í framhaldi tók gangur lífs-
ins við, áttum við góðar stundir í leik
og starfi, en ég sem þetta rita vann
mikið fyrir Óla eftir að hann hóf verk-
takastarfsemi. Þar kom vel fram hans
réttláta viðhorf til lausnar viðfangs-
efna.
Þegar hér var komið hafði ég
kynnst bræðrum hans, þó einkum Elí.
Það má segja að orðheldni og sam-
viskusemi hafi verið þeirra aðals-
merki. 1974 fékk ég lóð, sem í þá daga
var hægt að fá án vandkvæða. Bað ég
þá Óla og Elí um að smíða húsið, það
gekk eins og í sögu. Aðstæður í hús-
inu hafa oft minnt mig á, að hafi þurft
að ganga frá innréttingu eða koma
fyrir vegg, hefur komið fram góð
smíði á húsinu.
Við undirrituð viljum þakka öll þau
skipti sem við höfum verið þiggjendur
í húsum þeirra Óla og Áslaugar því
sannarlega höfum við verið það. Þá
viljum við þakka allar góðar stundir.
Þegar góðir vinir hverfa á braut verð-
ur eftir skarð. Tíminn bætir ef til vill
eitthvað, en það sem lifir er minningin
og sú staðreynd að þetta er gangur
lífsins sem allir verða að lúta.
Að lokum eru færðar samúðar-
kveðjur til Áslaugar og fjölskyldn-
anna frá okkar fólki.
Erla og Hjörleifur.
Það væri ræktarleysi af minni hálfu
ef ég minntist ekki Ólafs Auðunsson-
ar nokkrum orðum þegar hann kveð-
ur. Við höfum átt mikil samskipti í
hartnær fjörutíu ár.
Ég hafði kynnst þeim bræðrum
Ólafi og Elí Auðunssonum í lok sjö-
unda áratugarins. Skömmu síðar
voru þeir svo vinsamlegir að fela mér
sölu á blokk sem þeir voru að byggja
við Leirubakka. Og fyrsta sala mín á
Eignamiðlun var einmitt á íbúð í þess-
ari blokk. Þetta var í febrúar 1970 og
verður mér minnisstætt. Það var
gæfa að kynnast þessum góðu mönn-
um, og þessi samningur varð upphaf
að áratuga samskiptum við þá. Það
sem einkenndi þá bræður var traust
og orðheldni. Þeir voru duglegir og
byggðu m.a. mörg fjölbýlishús, öfluðu
sér virðingar og vinsælda í störfum
sínum og stóðu vel við orð sín.
Ég var svo lánsamur að fá Ólaf til
ýmissa verka á heimili mínu við smíði,
endurbætur og lagfæringar ýmsar.
Vönduð vinna, örugg verkaskil og
þægilegt viðmót einkenndi Ólaf. Ætíð
var gaman að spjalla við hann, enda
gæddur góðri kímnigáfu. Helsta um-
kvörtunarefnið var það að hann tók of
stutta kaffitíma, svo vinnusamur sem
hann var. Ólafur og kona hans Áslaug
Ólafsdóttir höfðu ferðast víða um
heim. Þegar ég spurði hann einu sinni
um athyglisverða staði og lönd komst
ég að því að báðum þótti okkur
Egyptaland áhugavert, ekki síst
sögusvið Gamla testamentisins, svo
sem blá Níl með grænu sefi á bökk-
um. Þetta þótti mér svolítið gaman
því að Ólafur hafði ferðast mun víðar
en ég.
En það nutu fleiri frábærra verka
Ólafs. Glöggt er gests augað. Erlent
sendiráð komst upp á það lag að njóta
hugar hans og handa, og þar var hann
hollvættur árum saman. Ólafur vann
líka að ýmsum verkefnum fyrir Lista-
safn Íslands. Þar var hann í réttu um-
hverfi. Hann reyndist og Bókmennta-
félaginu vel.
Áratugum saman liðsinnti hann
okkur á Eignamiðlun ef eitthvað
þurfti að lagfæra og bæta. Það var
gott að eiga hann að ef koma þurfti
mynd fyrir á vegg. Fyrir fáum vikum
þurfti ég að láta hengja upp mynd og
hafði samband við Ólaf. „Ég er eig-
inlega hættur að vinna,“ sagði hann.
„Er þetta mikið?“ Ein mynd. „Ég
kem strax.“ Þetta var í síðasta skipti
sem við sáumst og viðbrögðin honum
lík.
Og nú hugsa ég um myndina af
Ólafi sjálfum. Ég sé hann fyrir mér
fyrir innan gullna hliðið. Í forgrunni
er hann sjálfur ljós yfirlitum, og hann
brosir sínu hæverska og fallega brosi.
Í baksýn rísa sérkennilega falleg
fjöll, Eyjafjöllin. Vel væri við hæfi að
bæta nokkrum fallegum hestum inn í
landslagið. Það skiptir þó ekki öllu því
að myndin er góð. Mynd með Ólaf
Auðunsson í forgrunni getur aldrei
orðið annað en góð og hugþekk.
Að leiðarlokum þakka ég Ólafi inni-
lega fyrir góð samskipti. Ég þakka
líka fyrir hönd fjölskyldu minnar og
félaga minna á Eignamiðlun. Við
sendum Áslaugu Ólafsdóttur og fjöl-
skyldu Ólafs allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Sverrir Kristinsson
Það var uppúr 1990 sem ég gekk í
Rangæingafélagið í Reykjavík og í
framhaldi af því kynntist ég mörgu
góðu fólki, sem lagði ýmislegt á sig til
að efla og treysta tengsl við átthag-
ana. Í þessum hóp var Ólafur Auð-
unsson frá Ysta-Skála, okkar góði fé-
lagi sem nú er kvaddur.
Árið 1985 ákváðu þáverandi stjórn-
endur félagsins að reisa sumarhús í
landi Hamragarða undir Eyjafjöllum.
Ólafur var byggingameistari fram-
kvæmdanna og ég þori að fullyrða að
það eru ekki margar spýtur í þessu
tvílyfta húsi sem hann hefur ekki
handfjatlað. Bygging hússins var öll
unnin í sjálfboðavinnu og ekki verið
að telja eftir tímann sem í það fór. Á
meðan á byggingu stóð, átti Ólafur
það til að mæta með ,,strákana og
festa nokkrar spýtur“, þetta voru
smiðir sem voru í vinnu hjá honum og
hef ég það fyrir satt að þessir menn
hafi verið þarna á kostnað Ólafs.
Þetta flokkast undir aðeins meira en
sjálfboðavinnu, þetta heitir að borga
með sér til að vinna félaginu sínu sem
best í haginn.
Þó svo að byggingu lyki 1987 og
húsið væri vígt, þá var hlut Ólafs ekki
lokið, því að þann tíma sem ég sat í
stjórn félagsins, mætti hann alltaf í
viðhaldsvinnu bæði vor og haust, því
að ýmsu þurfti að dytta í húsinu,
skipta um rúður, laga lausar spýtur
hér og þar, byggja áhaldageymslu og
gera sitt lítið af hverju svo húsið væri
félaginu til sóma.
Ólafur var rólegur og þægilegur í
viðkynningu, það fór ekki mikið fyrir
honum, en hann var kíminn og hafði
húmorinn í lagi. Hann hafði ákveðnar
skoðanir og orðaði hlutina á eftir-
minnilegan og hnitmiðaðan hátt.
Verk Ólafs fyrir Rangæingafélagið í
Reykjavík hafa verið skráð á spjöld
sögunnar og munu ekki falla í
gleymsku, þó svo að hans njóti ekki
lengur við. Ég vil þakka þessum geð-
prúða og ljúfa manni samfylgdina.
Kæra Áslaug, börn, tengdabörn og
barnabörn, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Martha Sverrisdóttir
og fjölskylda.
Elsku tengdapabbi.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að þakka þér fyrir sam-
veruna þessi 23 ár sem ég fékk að
þekkja og umgangast þig.
Þið Áslaug opnuðuð heimili ykkar
fyrir mér, stelpunni utan af landi,
þegar við Óli Haukur fórum að vera
saman og bjuggum við í eitt ár inni á
ykkur og þrjú ár á loftinu. Þegar okk-
ar elsta barn fæddist, nafni þinn Ólaf-
ur Þór, sagðir þú við mig: „Þetta
gerðir þú vel, eins og þín er von og
vísa.“ Þú varst stoltur af okkur og
væntumþykjan skein af þér í hvert
sinn sem við hittumst.
Þú varst hæglátur maður, aldrei
stress og læti í kringum þig, sama á
hverju gekk. Pabbi minn sagði einu
sinni með öfundartón í röddinni þegar
hann horfði á þig og Óla Hauk koma
saman heim úr vinnunni: „Rífast þeir
aldrei?“ Það gerðuð þið aldrei og ég
hef aldrei heyrt þig segja styggð-
aryrði við eða um nokkurn mann. Þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum en
ekkert lá á ef þú þurftir aðstoð. Þú
varst alltaf tilbúinn til að setjast niður
með barnabörnunum og spila, tefla
eða segja hundasögur og þar voru sko
engir venjulegir hundar á ferð.
Elsku Óli, það er sárt að horfa á eft-
ir þér héðan en huggun hversu
sjúkralegan var stutt, alveg eins og
þú hefðir viljað það. Takk fyrir allt og
ég tel mig betri manneskju eftir að
hafa þekkt mann eins og þig.
Sigrún Konráðsdóttir
4. útdráttur 24. maí 2007
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 6 2 1 9
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 0 4 6 4 2 9 2 9 3 3 9 2 9 1 7 5 1 4 5
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
12079 20306 39491 47600 62142 74737
19124 33427 39619 48703 62749 76978
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
2 1 3 1 1 2 1 3 2 3 3 8 7 3 4 7 6 5 4 3 8 7 5 5 5 7 4 1 6 0 1 5 3 7 0 9 2 1
6 9 3 1 1 5 9 9 2 4 0 6 5 3 5 7 8 8 4 4 1 3 5 5 5 8 5 9 6 0 8 3 8 7 1 8 1 5
1 8 8 1 1 1 9 1 2 2 4 7 9 8 3 6 4 7 2 4 4 2 2 4 5 6 0 3 0 6 0 9 8 7 7 1 9 1 5
2 9 4 3 1 2 8 7 9 2 6 9 1 4 3 6 5 2 4 4 4 7 9 8 5 6 2 0 3 6 1 8 0 8 7 2 4 6 0
4 1 2 8 1 4 0 6 4 2 9 0 4 3 3 7 0 2 8 4 5 2 8 8 5 6 3 6 1 6 2 4 4 2 7 5 0 2 4
4 4 9 9 1 6 7 6 3 2 9 8 0 0 3 7 3 7 0 4 6 8 3 9 5 6 7 9 5 6 3 9 6 5 7 6 7 0 8
4 9 5 1 1 7 9 1 5 3 0 4 2 1 3 7 4 5 1 4 9 2 6 5 5 6 9 6 7 6 4 9 4 4 7 7 2 6 7
5 1 6 8 1 8 7 8 2 3 1 6 3 9 3 7 7 3 8 4 9 3 3 9 5 7 2 4 2 6 5 8 9 2 7 8 0 5 0
5 2 6 8 1 8 8 9 2 3 2 3 3 1 3 8 4 5 7 5 0 6 4 7 5 7 3 1 2 6 6 3 7 7 7 8 8 7 7
6 1 7 4 1 9 3 4 1 3 3 5 1 3 3 8 8 1 7 5 0 7 4 0 5 7 4 0 5 6 6 4 7 9
8 2 6 6 2 1 6 0 3 3 3 8 6 2 4 1 5 0 3 5 0 7 5 5 5 7 6 3 5 6 8 4 6 6
8 7 2 2 2 2 5 1 7 3 3 9 9 0 4 2 0 7 1 5 3 7 2 7 5 7 8 4 5 6 9 1 6 7
9 4 9 2 2 2 6 3 1 3 4 5 1 5 4 2 5 1 7 5 4 1 7 4 5 9 2 6 3 6 9 9 0 0
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 4 9 6 4 3 1 9 2 9 0 2 9 3 1 5 3 7 7 4 4 4 8 2 1 0 5 9 5 5 9 7 2 1 7 3
8 7 2 1 0 3 0 5 1 9 8 4 0 2 9 4 1 6 3 8 3 9 0 4 8 9 1 2 5 9 8 9 1 7 2 2 8 3
8 8 0 1 0 6 2 4 2 0 6 5 4 2 9 6 0 8 3 8 6 2 7 4 9 3 4 7 6 0 2 2 3 7 2 7 5 8
1 4 8 8 1 0 6 3 4 2 0 7 7 4 2 9 6 5 7 3 8 6 3 4 4 9 5 0 3 6 0 9 0 3 7 2 8 3 8
1 6 2 5 1 0 7 9 8 2 0 8 0 9 2 9 7 2 5 3 8 7 7 2 5 0 1 5 0 6 1 4 6 5 7 4 2 4 4
2 0 2 3 1 0 8 0 5 2 0 8 7 4 2 9 8 9 8 3 9 2 0 5 5 0 4 9 8 6 1 5 7 2 7 4 3 3 7
2 0 9 6 1 1 1 2 7 2 1 5 1 6 3 0 2 7 1 3 9 6 2 6 5 0 5 3 6 6 1 6 9 3 7 4 3 8 8
2 4 6 5 1 1 3 5 6 2 1 5 5 6 3 0 3 4 4 4 0 4 5 8 5 0 6 9 0 6 2 2 7 1 7 5 2 2 1
2 8 9 2 1 1 3 6 9 2 1 7 0 7 3 0 4 6 2 4 0 9 3 7 5 0 7 2 1 6 2 3 3 9 7 5 2 7 6
2 9 6 9 1 1 5 4 5 2 1 8 8 2 3 0 5 9 6 4 1 2 3 3 5 1 0 3 7 6 2 6 2 2 7 5 5 6 5
3 4 3 1 1 1 9 6 2 2 2 0 4 5 3 0 6 4 4 4 1 2 6 0 5 1 8 7 4 6 2 7 8 3 7 5 6 6 0
3 4 8 4 1 2 1 3 7 2 2 0 4 7 3 0 9 1 6 4 1 6 9 8 5 2 3 6 5 6 2 9 4 5 7 6 1 7 4
3 5 8 8 1 2 7 1 9 2 2 2 3 5 3 1 6 1 2 4 2 0 9 8 5 2 7 9 0 6 3 9 4 6 7 6 3 8 8
3 8 6 9 1 3 2 3 9 2 2 4 0 4 3 1 6 8 2 4 2 1 4 9 5 3 7 2 1 6 4 6 5 3 7 6 8 1 7
3 9 0 9 1 3 5 0 1 2 2 7 0 2 3 1 9 3 1 4 2 1 7 2 5 3 7 6 5 6 4 7 9 8 7 6 8 3 4
4 5 0 0 1 3 8 5 2 2 2 7 0 4 3 2 1 1 7 4 2 3 4 6 5 4 3 6 4 6 4 7 9 9 7 6 9 1 4
4 5 1 5 1 3 9 2 4 2 2 7 6 1 3 3 1 1 6 4 2 4 8 5 5 4 5 4 7 6 5 3 5 8 7 7 0 1 7
4 7 9 4 1 4 1 7 0 2 2 8 2 8 3 3 1 2 7 4 2 5 1 5 5 5 3 2 0 6 5 7 2 6 7 7 1 9 0
4 9 4 3 1 4 3 1 5 2 3 5 0 9 3 3 4 3 5 4 3 5 2 0 5 5 3 8 7 6 5 8 9 8 7 7 7 7 6
5 1 0 7 1 4 5 3 9 2 3 5 6 1 3 3 9 4 6 4 3 5 8 7 5 5 3 9 4 6 6 1 5 3 7 7 8 8 0
5 2 5 4 1 5 2 1 6 2 3 7 9 4 3 3 9 4 8 4 3 6 5 0 5 5 6 0 5 6 6 2 2 6 7 8 3 0 0
5 4 6 1 1 5 6 1 1 2 5 2 9 3 3 4 2 0 2 4 3 7 1 5 5 6 3 1 3 6 7 0 1 5 7 8 4 1 7
5 6 9 8 1 6 1 1 4 2 5 5 4 8 3 4 4 6 7 4 3 7 6 8 5 7 0 0 0 6 7 0 7 5 7 8 7 2 3
6 5 0 3 1 6 4 2 9 2 6 7 0 8 3 4 7 1 9 4 3 9 1 2 5 7 3 7 0 6 7 0 9 0 7 9 0 7 1
6 7 6 1 1 6 5 3 7 2 7 2 2 2 3 5 5 9 5 4 4 6 4 6 5 7 4 4 8 6 7 2 7 6 7 9 7 1 3
7 3 8 5 1 6 7 7 2 2 7 3 3 2 3 5 7 1 3 4 4 9 9 8 5 7 6 7 5 6 7 5 9 1 7 9 8 0 5
7 5 3 0 1 6 9 5 5 2 7 5 3 7 3 5 9 3 6 4 5 5 1 4 5 8 5 3 1 6 7 6 8 6
7 9 6 7 1 7 3 3 4 2 7 5 4 8 3 6 1 1 9 4 5 7 6 2 5 8 5 4 3 6 7 7 0 5
7 9 7 3 1 7 7 7 4 2 7 5 5 7 3 6 1 7 0 4 6 1 7 3 5 8 7 7 2 6 8 2 9 8
9 0 7 1 1 7 7 9 0 2 7 7 1 7 3 6 6 0 4 4 6 5 1 4 5 8 8 2 7 6 9 1 5 6
9 1 5 1 1 8 4 8 7 2 7 8 6 2 3 7 2 7 1 4 6 5 6 3 5 8 9 0 6 6 9 7 2 2
9 3 9 1 1 8 9 2 9 2 8 6 4 8 3 7 6 3 9 4 7 1 5 7 5 9 2 2 7 7 2 0 1 1
Næsti útdráttur fer fram 31. maí 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á