Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.05.2007, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ eee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6:15 - 8 - 10 - 11:10 - 11:30 B.i. 10 ára DIGITAL GOAL 2 kl. 3:40 - 5:50 B.i. 7 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 1:50 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4:30 - 6 - 8 - 10 - 11:30-POWER B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 1:30 - 4:45 - 8 -11:10 ZODIAC kl. 8 - 9 - 11:30 B.i.16.ára THE REAPING kl. 5:50 - 10:10 B.i.16.ára SPIDER MAN 3 kl. 3 - 6 B.i.10.ára BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is Kosturinn við kvikmyndahá-tíðir af þessu tagi er mögu-leikinn á að sjá myndir frá öllum heimshornum. Suðu-kóreska myndin Milyang var sýnd hér á há- tíðinni í fyrrakvöld, en til greina kemur að hún hljóti Gullpálmann. Leikstjórinn Lee Chang-Dong er ekki óvanur kvikmyndahátíðum þrátt fyrir að vera í Cannes í fyrsta sinn. Myndir hans hafa verið verð- launaðar á hátíðum í Rotterdam, Feneyjum og á Karlovy Vary í Prag. Myndin er áhrifamikil og fjallar um einstæða móður sem flyst til heimabæjar látins eiginmanns síns. Hörmulegir atburðir verða svo til þess að hún leitar á náðir kristinnar trúar en örvæntingin er ekki langt undan. Dramatískt, ekki satt?    Það var annars ekkert ókunnugteða framandi við kvikmyndina Ocean’s 13 sem frumsýnd var hér í gær. Myndin var mjög lík fyrri ræmunum tveimur, ágætis af- þreying en ekkert mikið meira en það. Huggulegur leikarahópur skemmdi þó ekki fyrir og mynd- arinnar veður helst minnst fyrir nokkur skondin atriði, þar sem Op- rah Winfrey kemur við sögu. Best er að gefa ekki of mikið upp um söguþráðinn en hægt er að upplýsa að rán myndarinnar er framkvæmt fyrir einn úr genginu góða sem lagstur er á sjúkrabeð.    Leikstjórinn Steven Soderberghmætti á svæðið ásamt þeim George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Don Cheadle, Andy Garcia, Ellen Barkin, Shaobo Qui, Elliott Gould og Eddie Jemison ásamt framleiðandanum Jerry Weintraub. Píkuskrækirnir voru rosalegir þeg- ar hersingin þrammaði í átt að blaðamannafundinum og flöss úr myndavélum glömpuðu upp um alla veggi.    Mörgum þykir nóg um stjörnu-dýrkunina, sem var í al- gleymingi þegar Clooney og fé- lagar mættu á svæðið, og þykir hún rýra listrænt gildi hátíðarinnar með því að gera svokölluðum „Hollywood-myndum“ hátt undir höfði. Soderbergh svaraði því til á blaðamannafundinum að sér þætti um margt erfiðara að gera afþrey- ingarmyndir af þessu tagi og að þær ættu ekki síður rétt á sér en aðrar myndir. Clooney tók undir það og bætti við að hugur sinn stæði helst til að gera sem mest af söngvamyndum. Fólk getur svo getið sér til um hvort hann hafi ver- ið að grínast eður ei.    Þeir Clooney, Pitt og Damonslógu á létta strengi og sneru útúr sumum spurningum. Þeir voru meðal annars spurðir að því hvern- ig þeim þætti að vera Clooney, Pitt og Damon! Clooney hóf þá langa ræðu um það hvernig honum þætti að vera Matt Damon. Clooney og Suður-Kórea birta@mbl.is FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stjörnufans Leikararnir úr Ocean’s 13 með leikstjóra myndarinnar, Steven Soderbergh, og framleiðandanum Jerry Weintraub. Á neðri myndinni má glögglega sjá hvílíka ógnarathygli þessar stjörnur fá í Cannes. »Huggulegur leik-arahópur skemmdi þó ekki fyrir og mynd- arinnar verður helst minnst fyrir nokkur skondin atriði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.