Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 26
Hjónaherbergið Veggfóður í lofti og voldugt loft- ljós prýðir m.a. svefnherbergi hjónanna og eru fataskáparnir nú faldir á bak við hurðirnar. Þ að má alls ekki skemma gamla „sjarmann“ með tómum nýjungum þegar verið er að flikka upp á gömul hús þótt ýmislegt megi gera til að bæta og fegra,“ seg- ir Lóa Sigríður Hjaltested, hús- freyja og listakona, sem býr í fal- legu, rótgrónu húsi með sál í Karfavogi 43 í Reykjavík ásamt manni sínum, Sigurði Sigurgeirs- syni skiparekstrarfræðingi, nærri því uppkomnum börnum þeirra Gyðu Björk og Sigurgeiri og pip- arjónkunum Fló og Fis, sem eru tíu og ellefu ára gamlar afskaplega við- kunnanlega systur af yorkshire- terrier-hundakyni, sem keyptar voru í Bretlandi. Fjölskyldan festi kaup á þessu þriggja hæða vinalega húsi fyrir sjö árum, um það leyti sem hún flutti heim frá Bretlandi eftir sex ára dvöl í Lundúnum og Cardiff í Wales. „Föðuramma mín og -afi, þau Lóa og Erlingur Hjaltested, byggðu hús- ið, sem er sænskt að uppruna, fyrir heilum sextíu árum og foreldrar mínir, Gunnar Hjaltested og Gyða Þorsteinsdóttir, hófu sinn búskap hér með okkur systkinin. Ég hafði því miklar taugar til hússins og þeg- ar amma fór á elliheimilið og húsið var sett á sölu ákváðum við hjónin að slá til og kaupa. Þessi þrá eftir húsinu var þó ívið meiri í mér en manninum því hann er Seltirningur og ætlaði sér hvergi annars staðar að búa. Það þurfti því ákveðnar for- tölur til og ég held, satt best að segja, að enn sé millibilsástand hjá honum, en hér líður mér afskaplega vel. Það er hins vegar spurning hvað við gerum þegar börnin fljúga end- anlega úr hreiðrinu og húsið verður orðið alltof stórt fyrir okkur tvö þótt okkur líði afskaplega vel hér,“ segir Lóa, sem er tengdadóttir Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrverandi bæj- arstjóra á Seltjarnarnesi til fjörutíu ára. Það var svolítið óvenjulegt ástand á bænum þegar Daglegt líf Lóulist Kertastjakar úr leir eftir húsmóðurina, sem líka er í glerlist. Rosalega gaman að breyta til Í sextíu ára gömlu húsi við Karfavog hafa hjónin Lóa Sigríður Hjaltested og Sigurður Sigurgeirs- son tekið myndarlega til hendinni að utan sem innan. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í heimsókn. Morgunblaðið/ÞÖK Stofan Lóu finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju. Stólana tvo, sem passa vel við eldgamalt borðið, fékk Lóa í Tekk Company fyrir um ári og sófasettið, sem keypt var nýlega í Ikea, er með áklæði, sem má þvo sem er nauðsynlegt fyrir hundafjölskyldur. Húsmóðirin Lóa Sigríður Hjaltested býr ásamt fjölskyldu sinni og piparjónkunum Fló og Fis í 60 ára gömlu húsi, sem afi hennar og amma reistu við Karfavog. Pottasvæðið Á góðviðrisdögum dvelur fjölskyldan gjarn- an í garðinum, sem nú er orðið mikið augnayndi. Plast- og silkiblóm njóta sín innan um blómstrandi lifandi plöntur. Eldhúsið Gegnheil eikarinnrétting úr Ikea prýðir eldhúsið og er opið úr borðkróknum út í garðinn. Baðherbergið Baðkari hefur nú verið komið fyrir í rými, sem áður hýsti línskápinn. Blómaskrúð Garðurinn var mikið áhugamál afa og ömmu Lóu, sem hefur látið gosbrunninn og blómabeðin þeirra halda sér að hluta. lifun 26 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.