Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 29

Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 29 auðvitað megi alltaf bæta sig. Við munum vinna í því í framhaldinu að greina verkferlin núna og nota reynsluna til að gera betur næst.“ Sýning Steingríms mjög sterk Christian bendir á að aðstandendur tvíæringsins verði einnig að endurskoða það hvernig þeir halda utan um þau lönd sem sýna í miðborginni. Merkja megi að sú vinna sé hafin, undir stjórn Roberts Storr, sýningarstjóra tvíæringsins í ár, en betur megi ef duga skal. Spurður um álit hans á sýningarhaldinu á tvíæringnum sem heild segir Christian að hann hafi ekki hrifist sérstaklega af þeim sýningum sem Storr stýrði; honum finnist nálgun hans ómarkviss og erfitt að henda reiður á því sem sýningunum er ætlað að standa fyrir. „En hvað skálana varðar þá er ljóst að sýning Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin, er mjög sterk og vand- lega útfærð – því fleiri skála sem ég skoða, þeim mun betur kemur það í ljós. Hún er bæði marg- ræð og djúp. Áhorfandinn þarf tíma til að skoða hana; sem slík snýst hún ekki einungis um það að segja sögu, eða sögur, heldur er þetta kons- eptverk þar sem margir þræðir eða brot koma saman fyrir tilstilli áhorfandans. Flestir lista- mennirnir í öðrum þjóðarskálum hafa farið aðra leið; sýningar þeirra snúast fyrst og fremst um yfirlýsingar – ef svo má að orði komast. Þær eru „háværari“ en ekki jafnmargræðar. Sýning Steingríms er mjög sérstök hvað það varðar í ár.“ Mikil aðsókn allt frá opnun Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri er ekki síð- ur sátt við hlut Íslands í ár en þau Þorgerður Katrín og Christian Schoen. „Það vinnur með þessari sýningu að fólk sem á annað borð fer út fyrir aðalsýningarsvæðið eyðir meiri tíma í að skoða þær sýningar sem þar eru. Sýning Stein- gríms er þess eðlis að fólk þarf næði til að skoða hana, sem auðvelt er að finna í íslenska skál- anum – öfugt við aðalsýningarsvæðið. Það sem gengur mjög vel upp hjá okkur er að verkið grípur mann um leið og maður kemur inn. Það hefur tekist að fylla þetta rými alveg, þannig að maður sér ekkert annað en verkið – það er engin upplifun af öðru, allt smellur saman sem heild. Þetta tel ég mjög sérstaka upplifun við þær aðstæður sem eru í þessum þjóð- arskálum. Þótt verkin séu góð eru sýningarnar sem slíkar ekki endilega góðar. Það fannst mér t.d. áberandi í breska skálanum þar sem ég sá varla verk Tracy Emin. Sýningarstjórn snýst m.a. um það að búa til ákjósanlegar aðstæður fyrir tiltekið verk og ég held að okkur hafi tekist það þarna,“ segir Hanna. „Ef litið er þess sem var á boðstólum í Fen- eyjum nú þá má geta þess að þetta tókst líka á sýningunni hans Matthew Barney í Guggen- heim. Verk Matthew og Joseph Beuys eru þann- ig að maður þarf mikla nálægð við þau til þess að njóta þeirra og átta sig á þeim. Sú nálægð er til staðar í Guggenheim þar sem þetta sérstaka samband á milli Matthew Barney og Joseph Beuys myndast fyrir tilstilli rýmisins.“ Hanna segir umferðina um skálann hafa verið mjög mikla þessa fyrstu daga og að starfsmenn þar hafi verið önnum kafnir við að taka á móti gestum látlaust frá því hann opnaði. „Auðvitað renndum við blint í sjóinn með það hvernig til tækist varðandi aðsókn, svo þetta skiptir okkur verulegu máli. Nú þegar foropnunardögunum er lokið hefur safnast fyrir hjá okkur mikið af nafn- spjöldum sýningar- og safnstjóra, auk fjölmiðla- fólks og galleríista, sem við eigum eftir að fara í gegnum með fyrirtækinu sem sá um kynninguna fyrir okkur. Það sér síðan um að hafa samband við gagnrýnendur, blaðamenn og aðra, varðandi umfjöllun um Steingrím og sýninguna sem heild.“ Mikilvægt að leyfa áhorfendum að skoða hlutlaust Hanna nefnir að þegar séu farin að berast skila- boð frá ánægðum gestum. Sem dæmi um það má nefna tölvupóst frá erlendum fagaðila í listheim- inum sem barst skrifstofu CIA eftir foropn- unina, þar sem hann segir íslenska skálann hafa verið eitt af því sem bar hæst í ferð hans til Fen- eyja að þessu sinni; hann hafi lesið ítarefni spjaldanna á milli og skoðað sýninguna þrisvar. Reynsla fyrri ára er sú að fjölmiðlaumfjöllun erlendis tekur yfirleitt við þegar foropnunardög- unum lýkur. Velta má fyrir sér hvort ekki séu líkur á því að það fyrirkomulag sem nú hefur verið tekið upp – að fresta afhendingu gullna ljónsins fram á haust – sé þeim sem sýna í sjálfri miðborginni hagstætt hvað aðsókn og umfjöllun varðar. Hanna tekur undir það. „Mér finnst þetta skynsamleg ákvörðun hjá stjórnendum tvíær- ingsins því verðlaunaveitingar hafa alltaf áhrif á það hvernig fólk skoðar. Það er mikilvægt að leyfa áhorfendum að skoða hlutlaust sem lengst.“ gera meira í samvinnu við fleiri um þykir hafa tekist vel  Sýning Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin, fellur varanlegan sýningarskála fyrir Ísland á aðalsýningarsvæðinu sem fyrst Sýningin Úr sýningarskálanum. Lóan sjálf í forgrunni. Í HNOTSKURN »Fyrstu Íslendingarnir sem tóku þátt ísýningarhaldi á Feneyjatvíæringi voru Ásmundur Sveinsson og Jóhannes Kjar- val, árið 1960, en þeir tóku þar þátt í sam- sýningu. »Árið 1972 tóku Þorvaldur Skúlason ogSvavar Gunnarsson sömuleiðis þátt í alþjóðlegri sýningu. » Ítalskir sýningarstjórar buðu síðanSigurði Guðmundssyni að sýna árið 1976 á alþjóðlegri sýningu, en Sigurður sýndi einnig verk á tvíæringi árið 1978. »Árið 1980 var komið að Magnúsi Páls-syni, sem boðið var að sýna með nor- rænum listamönnum. »Jón Gunnar Árnason sýndi árið 1983með áströlskum og indverskum lista- mönnum í Feneyjum. »Er Finnar tóku þá ákvörðun að sýna ísamnorrænum skála með Norð- mönnum og Svíum árið 1984 gafst tæki- færi til að koma íslenskum þjóðarskála fyrir þar sem Finnar höfðu áður sýnt. »Síðan þá hefur Ísland ávallt verið meðþjóðarskála. Þátttakandi fyrir Íslands hönd í ár er Steingrímur Eyfjörð með sýn- inguna „Lóan er komin“. Íslenski skálinn Sýning Steingríms Ey- fjörð, Lóan er komin, blasir við öllum þeim sem eiga leið um Stóra síkið í Feneyjum, eina helstu samgönguæð borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.