Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 46

Morgunblaðið - 16.06.2007, Side 46
Þá hafa íbúar í mið- bænum kvartað tölu- vert yfir þessari þróun … 49 » reykjavíkreykjavík ÁRIÐ 2002 kom bandaríska sveitin The Rapt- ure fram á Iceland Airwaves og eru þeir tón- leikar stundum nefndir til sögunnar sem ein- hverjir mögnuðustu tónleikar hátíðarinnar frá upphafi. Undirritaður getur vottað það, nautn- in sem fylgdi því að verða vitni að fundi pönk- gítars, fönkbassalínu og anda danstónlist- arinnar var unaðsleg og tónleikarnir hverfa viðstöddum líklega seint úr minni. Rapture er nú að fylgja nýjustu skífu sinni úr hlaði með tónleikaferðalagi og ætlar að leika fyrir dans- þyrsta Íslendinga í Nasa 26. júní næstkom- andi. Airwaves skipti máli Blaðamaður spyr Gabriel fyrst hvort tón- leikarnir 2002 séu honum enn í fersku minni. „Já, við eigum mjög góðar minningar úr þeirri ferð. Það var mjög gaman að koma og spila og áhorfendurnir voru alveg frábærir. Iceland Airwaves er ansi sérstök hátíð því fólk úr ólík- um áttum sækir hana heim. Um þetta leyti var mikil spenna í kringum hljómsveitina vegna „House of Jealous Lovers“ [fyrsti stóri smell- ur The Rapture, frá 2002] og ég er ekki frá því að tónleikarnir hafi skipt feril okkar einhverju máli,“ segir Gabriel. Enda lá leiðin bara upp á við að tónleikunum loknum. Platan Echoes vakti mikla athygli þegar hún kom út tæpu ári síðar og það eru engar ýkjur að kalla Rapture „hæpuðustu“ hljómsveit ársins 2003. Í fyrra fylgdi sveitin plötunni eftir með Pieces of the People We Love. Sú plata er að mörgu leyti sterkari en Echoes, en hún naut hvergi nærri jafnmikillar athygli og fyrirrennarinn. „Það voru eflaust margir sem héldu að við værum alveg horfnir eða höfðu afskrifað okk- ur. En sannleikurinn er sá að við vorum á tón- leikaferðalagi í heilt ár eftir útkomu Echoes og eftir það lokuðum við okkur alveg af. Við þurf- um að enduruppgötva okkur. Það var ekki meðvituð ákvörðun að láta minna fyrir okkur fara í þetta sinn, en maður ræður ekki alltaf hvernig er skrifað um mann, eða hversu mikla athygli eða pláss maður fær. Í aðra röndina tengist það t.d. peningum,“ segir Gabriel. Úr skítnum í góða stöffið Við snúum okkur að léttara hjali og ég spyr hvað hafi haft mest áhrif á lögin á nýju plöt- unni. „Ég held hreinlega að magn tónlistar- innar sem kemur út í dag hafi haft mikil áhrif,“ segir Gabriel. „Og ekki síður hversu auðvelt er orðið að finna alls kyns skrítna tónlist sem hef- ur verið illfáanleg um langt skeið. Það er vissu- lega mjög margt áhugavert að koma út um þessar mundir, en tónlistin er ekki endilega betri á heildina litið. Tískubylgjur koma og fara miklu hraðar en áður. Það þýðir t.d. að það eru fleiri að herma eftir öðrum heldur en áður. Það pirrar mig aðeins, en ég veit að það er fullt af fólki að gera vonda tónlist sem á ein- hvern tímann eftir að gera eitthvað gott. Þú verður að búa til algjöran skít áður en þú getur búið til gott stöff.“ Hér gæti Gabriel mögulega átt við eigin sveit, en fyrsta skífa Rapture, Mirror, vakti litla athygli og þótti ekki mjög vel heppnuð. Nokkrum árum síðar leiddu þeir „diskópönk“ bylgjuna svonefndu. Var Rapture meðvituð um stöðu sína sem framverðir þessarar stefnu? „Ekki endilega. Þetta var lítill vina- hópur sem [upptökustjórateymið og útgefend- urnir] DFA tilheyrðu, auk annarra sem voru að gera svipaða hluti á þessum tíma. Fjöl- miðlar gerðu mikið úr þessu en tengdu okkur líka við fólk sem við þekktum ekki neitt. Síðan þá hafa flestir í þessum hópi farið sínar eigin leiðir. Ég tala enn við fólkið í þessum hópi og á vini í þessum kreðsum, en það er ekki sama samfélagsstemning og var fyrir nokkrum ár- um. En maður heldur bara áfram, býr til nýja tónlist og ný sambönd.“ Er þá ný tónlist í burðarliðnum hjá Rapt- ure? „Já, við erum búnir að vera að vinna að nýju efni síðustu daga.“ Undirrituðum líst vel á það og spyr Gabriel að lokum hvernig tón- leikum fólk getur búist við frá Rapture? „Fólk getur búist við allt öðruvísi tónleikum en fyrir fimm árum. Það er alveg jafnmikill kraftur til staðar en hann er ekki jafnóreiðukenndur og áður. Við erum miklu beinskeyttari og agaðri. Þið getið algjörlega búist við partíi.“ Ekki amalegt það. BÚIST VIÐ PARTÍI MÖRGUM ERU ENN Í FERSKU MINNI TÓNLEIKAR RAPTURE Á ÍSLANDI FYRIR FIMM ÁRUM. NÚ ER SVEITIN VÆNTANLEG AÐ NÝJU, HELDUR TÓNLEIKA Á NASA NÆSTKOMANDI ÞRIÐJU- DAG. ATLI BOLLASON RÆDDI VIÐ GABRIEL ANDRUZZI, HLJÓMBORÐS- OG SAXÓFÓNLEIKARA SVEITARINNAR. Danspönk Rapture eru nú að fylgja nýjustu skífu sinni úr hlaði með tónleikaferðalagi og ætla að leika fyrir dansþyrsta Íslendinga í Nasa 26. júní næstkomandi MANNASKIPTI hafa orðið í Mín- us, gítarleikarinn Frosti Logason og bassaleikarinn Þröstur Jónsson hafa sagt skilið við sveitina. Í stað Þrastar kemur Sigurður Alexand- er Oddsson úr Future Future. Að sögn Frosta Logasonar er höfuðástæða þess að hann hverfur úr sveitinni sú að tónlistarlegur samhljómur hafi ekki lengur verið manna í milli í henni. Hann segist óska sveitinni alls hins besta í framtíðinni og vona að þeir sem eftir eru í henni nái að gæða hana nýju lífi með nýjum mannskap. „Mínus var ein besta rokksveit íslands þegar best lét og ég efast ekki um að þeir félagar eigi eftir að ná langt.“ Að sögn Frosta hvarf Þröstur úr sveitinni af sömu ástæðu. Mínusbítlar Krummi Björgvinsson segir að Mínusmenn eigi eftir að sakna þessara fyrrverandi félaga sínum. „Við vonum að þeim farnist vel í framtíðinni og munum ekki gleyma þeim tíma og metnaði sem þeir lögðu til sveitarinnar. Að sama skapi getum við ekki beðið eftir að byrja nýtt upphaf með nýjum bassaleikara – fjórmenn- ingar eins og Bítlarnir. Það eru nýir og spennandi hlutir að ger- ast.“ Fjórða breiðskífa Mínuss The Great Northern Whalekill kom út í síðasta mánuði. Mannabreytingar í Mínus Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Mannaskipti Frosti hugsar um framtíðina á næstsíðustu tónleikum sínum með Mínus. Hann hefur nú yfirgefið sveitina en óskar henni hins besta. ... og eftir urðu fjórir, eins og Bítlarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.