Morgunblaðið - 16.06.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 16.06.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 49 kvöld. Þegar staðurinn var opn- aður hafði ákveðin stöðnun átt sér stað í reykvískri skemmtistaða- menningu og litlar breytingar orð- ið í nokkur ár. Oliver var því kær- komin breyting fyrir skemmtiþyrsta Reykvíkinga sem fylla staðinn enn þann dag í dag. Áætlað er að 2.200 til 2.500 manns fari í gegnum Oliver á venjulegu laugardagskvöldi, sem er um það bil tvisvar sinnum fleiri gestir en áætlað er að komi á næstu staði á eftir. Vinsælir frá því fyrir aldamót Samkvæmt niðurstöðunum er Hressó í öðru sæti, þótt Hverf- isbarinn og Kaffibarinn séu ákaf- lega skammt undan. Hér þarf þó að taka mið af því að Hressó er töluvert stærri staður en hinir tveir, auk þess sem stutt er síðan Hressó fór að njóta vinsælda, en Kaffibarinn hefur verið einn vin- sælasti skemmtistaður í Reykjavík samfleytt frá því um miðjan tí- unda áratug síðustu aldar. Tveir rótgrónir staðir eru svo í fimmta til sjötta sætinu, Vegamót og Prikið. Staðirnir voru opnaðir á svipuðum tíma undir lok síðustu aldar og hafa notið mikilla vin- sælda síðan. Vegamót á sér stóran hóp fastagesta og margir sem koma á staðinn snemma á laug- ardagskvöldi fara ekki út fyrr en lokað er. Af þeim sökum er alltaf mikil röð fyrir utan staðinn á laugardagskvöldum og getur reynst erfitt að komast inn. Óhætt er því að segja að Vegamót sé einn allra vinsælasti skemmti- staður á landinu, þótt rennslið sé ekki nema 700 til 800 manns að meðaltali. Að meðaltali koma 11.000 manns á þessa 14 staði á laug- ardagskvöldi, miðað við gefnar forsendur. Sú tala er ekki svo fjarri lagi því að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá lögreglunni á höf- uborgarsvæðinu er meðalfjöldinn í miðbænum á laugardagskvöldi í kringum 10.000 manns. Aukinn sóðaskapur Þrátt fyrir áhyggjuraddir margra, bæði eigenda skemmti- staða og reykingafólks, hefur að- sókn að skemmtistöðum ekki minnkað frá því reykingabannið tók gildi. Skemmtanaglaðir reyk- ingamenn voru fljótir að laga sig að aðstæðum og bregða sér ein- faldlega út fyrir staðina til að fá sér sígarettu. Þannig myndast til dæmis skemmtileg stemning með- al reykingamanna í portinu milli Ölstofunnar og Vegamóta við Vegamótastíg. Það er þó hætt við því að fækka muni í hópnum þeg- ar kólna tekur í haust og vetur, og spurning hvort reykingamenn muni láta bjóða sér íslenskt vetr- arveður. Þá hafa íbúar í miðbænum kvartað töluvert yfir þessari þró- un, því nú eru mun fleiri undir berum himni eftir miðnætti, og hávaðinn eftir því. Þá hefur sóða- skapurinn sömuleiðis aukist.                                         !  "    #            $           " %  !         & &     !   "   !           '           (                      ! "  #    $ % & '  () *              $ % +  ! &, - . /                                0 .0 0     $ % +         &, - "  # /    () *  $ % & '      00  00 0 . 0 .  .    !. !. .     & 1  --  #         !    Mergð Það er af sem áður var að fólk safnist saman í miðbænum eftir samræmda lokun skemmtistaða, en oft á tíð- um komu upp vandamál þegar stöðum var lokað klukkan 3. Litið yfir Austurstræti kl. 3.30 í maí 1997. »Hvað sem öllumvarnöglum líður er deginum ljósara að Café Oliver á Laugavegi 20A er vinsælasti skemmti- staður landsins. 27 ára karlmaður úr Reykjavík: „Ég fer niður í bæ á milli 1 og 2 og er kannski kominn heim um 6, þótt það sé auðvitað misjafnt. Ég fer mest á Barinn, Vegamót, Kaffi- barinn, Oliver og Prikið. Ástæðan fyrir því að ég sæki þessa staði er fólkið sem stundar þá. Ætli ég eyði ekki svona 5.000 krónum á barn- um, en svo kostar að taka leigubíla og kaupa sér að borða. Tónlistin á staðnum skiptir mig máli þótt ég dansi reyndar ekki mikið. Reyk- ingabannið er fínt mál þótt ég reyki sjálfur.“ 25 ára kvenmaður úr Reykjavík: „Ég fer oftast í bæinn svona um 1 og er venjulega komin heim um 4.30. Ég fer mest á Vegamót, Oliver, Ölstofuna, Kaffibarinn og Bar- inn. Að meðaltali eyði ég svona 3.500 krónum á barnum á slíku kvöldi. Tónlistin skiptir mig mjög miklu máli á stöðunum enda dansa ég oft- ast þegar ég fer út að skemmta mér. Mér finnst reykingabannið frá- bært og ég veit að vinkonum mínum finnst það líka.“ SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag glæsilegt og vandað 230 fm einbýlishús á 2 hæðum með bíl- skúr. Vandað hefur verið til verks við allan frágang á húsi. Húsið stendur ofan götu í lokuðum botnlanga með glæsilegu útsýni til suðurs og austurs, stutt í alla þjónustu, skóla, gönguleiðir í nágrenni og stutt í náttúruna. Á neðri hæð er anddyri, hol, gestasnyrting, stofa, borðstofa, sólstofa, stórt eldhús, geymsla og þvottaherbergi inn af eldhúsi og 30 fm bílskúr. Efri hæð: Steyptur stigi upp í gang, þrjú rúmgóð barnaherbergi, stórt hjóna- herbergi og rúmgott baðherbergi. Suðaustursvalir, um 22 fm. Stór og mikil lóð sem býður upp á mikla möguleika. Verð: 67.300.000.- Sveinn Eyland í síma 6-900-820 frá Fasteign.is verður á staðnum OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 Þorláksgeisli 104 - Grafarholt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.