Morgunblaðið - 16.06.2007, Page 56

Morgunblaðið - 16.06.2007, Page 56
Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegari Benedikt Erlingsson hampar styttunum þremur kátur á svip. ÞAÐ var tilkomumikið kvöld hjá Benedikt Erlingssyni leikara, leikstjóra og leikskáldi þegar hann hlaut þrenn verðlaun á Grímunni, Íslensku leiklist- arverðlaununum 2007, í gær- kvöldi. Benedikt var valinn leikskáld ársins fyrir einleikinn Mr. Skalla- grímsson í sviðsetningu Söguleik- húss Landnámssetursins í Borg- arnesi og að auki var hann valinn leikari ársins fyrir hlutverk sitt sem Mr. Skallagrímsson. Þá var hann valinn leikstjóri ársins fyrir leiksýninguna Ófagra veröld sem var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Benedikt var að vonum kátur þegar hann var kallaður í þriðja sinn á svið sem leikhöfundur árs- ins og notaði þá tækifærið til þess að hvetja leikhúsin til að ráða til sín leikskáld til starfa. Þar væru starfandi ljósamenn, bún- ingahönnuðir, leikarar og leik- konur. Tími væri kominn til að ráða leikhöfunda inn í leikhúsin. Fékk þessi tillaga hans góðar undirtektir meðal starfssystkina hans í salnum. Svo skemmtilega vildi til að eiginkona Benedikts, Charlotte Böving, fékk Grímuna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Ófagra veröld en sú sýning hlaut fjórar Grímur alls. Dagur vonar var valin sýning ársins auk þess sem Sigrún Edda Björnsdóttir fékk Grímuna sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Degi vonar. | 20 Vill leikskáld inn í leikhúsin Benedikt Erlingsson hlaut þrenn Grímuverðlaun í gærkvöldi Leikararnir Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving eru sigursæl hjón Morgunblaðið/Sverrir Góð Charlotte Böving lengst til hægri í hlutverki sínu í Ófagra veröld. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hlutaféð greitt út  Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar verður leyst upp og nýtt hlutafélag stofnað. Hlutafé hins nýja félags verður m.a. skipt á milli fyrrverandi tryggingataka Sam- vinnutrygginga g.t. er áttu skilyrtan eignarrétt í Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. »Forsíða Mænusköðum fjölgar  Þrátt fyrir að bílar séu orðnir sterkbyggðari og vegir öruggari hef- ur alvarlegum mænusköðum eftir slys fjölgað mikið síðustu ár. Læknar á Grensásdeild LSH hafa af þessu þungar áhyggjur. »2 Ræða Urriðafossvirkjun  Viðræður milli Flóahrepps og Landsvirkjunar halda áfram. Lands- virkjun er tilbúin að skoða þann möguleika að leggja fjármuni í vega- gerð í Flóahreppi og tengja hann við nýja vatnsveitu sem mótvæg- isaðgerðir vegna byggingar Urr- iðafossvirkjunar. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Hillary ber af Forystugreinar: Atvinnulíf og efna- hagsbrot | Ábyrgð einstaklingsins Af listum: Sexí dauð módel UMRÆÐAN» Enn mun reimt á Kili Óbreytt stjórnarstefna … Gæði og fjármál á Bifröst Óhagræðisáhrif fiskveiða Lesbók: Endurkoma Efnabræðra Milan Kundera og lífsspeki … Börn: Verðlaunaleikur Ungir rithöfundar LESBÓK | BÖRN» /(%6 &( . #  +  #% 7(#"  ##"  #! 0 0  0 0 0      0 0 0 0  0 0  -8 4 &     0 0 0 0 0   9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8 8=EA< A:=&8 8=EA< &FA&8 8=EA< &5>&&A G=<A8> H<B<A&8? H@A &9= @5=< 7@A7>&5+&>?<;< Heitast 18°C | Kaldast 10°C SA 5-10 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hvoru sv- og vestan til. Hæg breytileg átt ann- ars staðar. » 10 Evan Ziporyn, tón- listarmaður og sér- fræðingur í gamel- antónlist, heldur tónleika og nám- skeið á Íslandi. »55 TÓNLIST» Framandi tónar KVIKMYNDIR» Die Hard besta spennu- mynd allra tíma. »51 Hljómsveitin The Rapture er vænt- anleg til landsins að nýju. Atli Bollason ræddi við Gabriel Andruzzi. »46 TÓNLIST» The Rapture TÓNLIST» Önnum kafnir sæbirnir í fótbolta. »47 TÓNLIST» Semja lög við vísur Þórbergs. »50 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Leit að líki Madeleine … hætt 2. Sesame Street sigraði Latabæ 3. Mikil skelfing greip um sig … 4. Portúgalska lögreglan lokar … HREFNUKJÖT stendur viðskipta- vinum Hagkaupa ekki lengur til boða þar sem eftirspurnin er lítil sem engin að sögn Sigurðar Reyn- aldssonar, innkaupastjóra matvöru hjá Hagkaupum. Hann segir að verslanirnar hafi farið að selja kjötið fyrir um tveimur árum en hafi nú hætt því alveg. Sigurður segist ekki sjá fram á að hrefnukjöt verði hluti af íslenskri matarmenningu til fram- tíðar. „Ég held að vandamálið sé að þegar hrefnukjöt hverfur af mark- aðnum í 15–20 ár þá er komin ný kynslóð sem þekkir ekki kjötið og kann ekki að elda þetta, svo það er rosalega erfitt að byrja aftur eftir svona langt stopp.“ Nú hafi tekið við nýjar hefðir með léttara kjöti og ekki sé auðvelt að snúa slíkri þróun við. Markaðsherferð yrði dýr Ekki er víst að markaðsherferðir myndu borga sig, að mati Sigurðar, þar sem mikið átak þyrfti til að salan tæki við sér og slíkt kostaði milljónir. „Ekki veit ég hvort ríkisstjórnin eða hrefnuveiðimenn vilja fara út í þann kostnað.“ Ekki stendur til að Hag- kaup endurskoði sölu á hrefnukjöti. Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið REYKINGABANN á veitinga- og skemmtistöðum hefur ekki haft telj- andi áhrif á aðsókn fólks að skemmti- stöðum í Reykjavík. Reykingafólk er fljótt að laga sig að aðstæðum og bregður sér út fyrir staðina til að svala níkótínþörfinni. Á hinn bóginn er ljóst að sóðaskapur hefur snarauk- ist og íbúar í miðbænum kvarta und- an hávaðanum sem útiganginum fylgir. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt Morgunblaðsins á helstu skemmtistöðum borgarinnar sem þjónusta hátt á annan tug þúsunda kvöld- gesta um hverja helgi. Vinsælasti skemmtistaðurinn í miðbæ Reykjavíkur er Café Oliver að Laugavegi 20A en um staðinn fara um 2.200 til 2.500 manns á venjulegu laugardagskvöldi. | 48 Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.