Morgunblaðið - 19.06.2007, Side 30

Morgunblaðið - 19.06.2007, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 24. nóvember 2002 birtist skopmynd Sigmunds af Valgerði Sverr- isdóttur, þáverandi við- skiptaráðherra, og Finni Ingólfs- syni, þá nýhættum seðlabankastjóra, með eftirfar- andi texta: Mundu svo að opna skápinn þegar þú kemur heim í SÍS-kotið Finnur litli, og senda mér fyrstu afborgunina fyrir draslið. Væntanlega hefur Finnur litli sent Valgerði allar afborg- anirnar. Af fréttamyndum Ríkissjón- varpsins að dæma síðastliðinn föstudag er Valgerður nú líka komin heim í SÍS-kotið og ætlar ásamt Finni og fleiri góðum og gegnum samvinnumönnum að fara að senda hluta af banka- gróða S-hópsins til handvalins hóps fyrrverandi tryggjenda Samvinnutrygginga g.t. Það er svo aftur spurning hve- nær Valgerður Sverrisdóttir flutti í SÍS-kotið. Sigurður G. Guðjónsson S-hópurinn kaupir í Búnaðarbanka á 11,9 milljarða Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. ÞORSKUR er ein mikilvægasta fisktegundin í Norður-Atlantshafi og sú tegund sem maðurinn hefur hvað harðast gengið fram í að nýta. Fyrir daga vélvæðingar var talið að fiskistofnar væru óþrjótandi en mjög fljótlega eftir að vélvæðing hófst við upphaf 20. aldar fóru menn að gera sér grein fyrir því að hægt væri að fækka fiskunum í sjónum sem og jafnvel að hafa áhrif á þróun þeirra. Veiðar hafa ávallt verið stærðarháðar, menn hafa einfaldlega lagt sig fremur eftir stórum fiski en smáum. Gerð veið- arfæra hefur tekið mið af því en einnig hefur reynslan kennt sjó- mönnum hvar stór fiskur heldur sig. Ef erfðir hafa áhrif á vaxt- arhraða, en sýnt hefur verið fram á það, og hraðvaxta fiskar eru veiddir úr stofni umfram hæg- vaxta þá getur það til lengri tíma litið leitt til þess að meðallengd í stofni minnki. Sama má segja um kynþroskaaldur, sem einnig er undir áhrifum erfðaþátta. Eftir því sem þorskur stækkar, því fleiri hrogn framleiðir hann og betri. Rannsóknir hafa sýnt að fyrstu got hrygna eru mun verri að gæðum en hjá eldri og stærri hrygnum. Ef aftur á móti veiði- álag er það mikið að fáir þorskar nái þeirri stærð sem gefur góða hrygningu þá munu þeir þorskar sem snemma verða kynþroska skilja eftir sig fleiri afkvæmi en þeir sem síðar verða kynþroska. Á und- anförnum árum hafa birst greinar í vís- indaritum þar sem menn telja sig sjá ótvíræð merki þess að veiðar hafi virkað sem þróunarfræðilegur kraftur á fiskistofna. Af lesendabréfum Jónasar Bjarnasonar efnaverkfræðings um þróunarfræðilegar breytingar má helst ætla að hið alþjóðlega vís- indasamfélag sé sammála um að veiðar hafi stuðlað að „úrkynjun“ helstu þorskstofna og þá sér- staklega við Kanada. Hinsvegar er það bæði gömul saga og ný að ástæða hrunsins við Kanada var ofveiði við óhagstæð umhverf- isskilyrði. Það sem helst er talið standa í vegi fyrir því að þorsk- stofnarnir þar nái fyrri stærð er fyrst og fremst léleg nýliðun sök- um lítils hrygningarstofns, að enn eru stundaðar veiðar og afrán stórra selastofna. Þá hafa þróun- arfræðilegar breytingar af völdum veiða einnig verið nefndar þó svo að rökin fyrir því séu fremur veik (sjá neðar). Á undanförnum árum hafa birst margar greinar um svokölluð lík- indasvörunarföll (e. probabilistic reaction norms) fyrir kynþroska og byggja þær á tölfræðilegri nálgun sem þróuð var af þeim Mikko Heino og Ulf Dieckman. Í stuttu máli lýsa þessi líkindasvör- unarföll líkunum á því hvort fiskur verði kynþroska við gefinn aldur og stærð. Breytingar í þessum svörunarföllum eru svo túlkaðar sem þróunarfræðileg áhrif veiða. Þessari aðferð var beitt á þorska- gögn frá Kanada og fengust nið- urstöðurnar birtar í hinu virta vís- indariti Nature (Olsen o.fél. 2004). Niðurstöðunar voru nokkuð slá- andi þar sem svo virtist sem að hægt hefði verið að sjá hrunið fyr- ir en einnig var hægt að merkja nokkurn bata eftir að veiðibann var sett á. Nýlega birtist í Marine Ecology Progress Series (Vol 335 bls 271- 277) nokkuð hörð gagnrýni á nálg- un þeirra Heino og Dieckman og bent á að ýmsar þær fullyrðingar sem studdar hafi verið með breyt- ingum í svörunarföllum séu ekki þróunarfræðilegar heldur megi út- skýra þær með breytingum í fæðuframboði og umhverfisskil- yrðum. Sérstaklega er fjallað um Nature-greinina sem áður var minnst á og bent á að vegna hins stutta tíma sem leið frá því að greina mátti áhrif friðunar á svör- unarföllin gætu þau ekki verið að lýsa breytingum vegna erfða. Því er ljóst að ekki er auðvelt að greina þróunarfræðileg áhrif veiða og mörg ljón standa þar í vegi. Umhverfisþættir geta villt mönnum sýn þar sem áhrif þeirra eru yfirleitt meiri á vöxt og kyn- þroska en erfða. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að hafa í huga gæði þeirra gagna sem liggja fyrir en í langflestum tilfellum var þeim ekki safnað með það fyrir augum að greina þróunarfræðileg áhrif veiða á nytjastofna. Um þessar mundir er verið að rannsaka að frumkvæði Hafrann- sóknastofnunarinnar hvort hin stífa sókn undanfarinna áratuga hafi valdið þróunarfræðilegum breytingum í íslenska þorskstofn- inum. Verið er að athuga áhrif veiða á vöxt með mjög umfangs- miklum mælingum á kvörnum og skoða breytingar í erfðasamsetn- ingu útfrá DNA af kvörnum nokkra áratugi aftur í tímann. Að lokum má svo nefna að á Hafrann- sóknastofnuninni starfar dokt- orsnemi sem er að reikna lík- indasvörunarföll fyrir íslenska þorskinn í nánu samstarfi við þá Heino og Deickman. Niðurstaðna úr þessum rannsóknum er að vænta á allra næstu árum og fyrr en þær liggja fyrir er rétt að fara varlega í fullyrðingar um þróun- arfræðileg áhrif veiða á nytja- stofna hér við land. Langtímaáhrif veiða á vöxt og kynþroska þorsks Guðmundur Þórðarson skrifar um fiskstofnrannsóknir » Þróunarfræðilegáhrif veiða á vöxt og kynþroska nytjafiska hafa verið í umræðunni að undanförnu og hér er fjallað um þau í víðu samhengi. Guðmundur Þórðarson Höfundur er fiskifræðingur. Á SÍÐUSTU dög- um hafa ítrekað kom- ið fram í fjölmiðlum rangar upplýsingar um þátttöku ríkisins í fjármögnun Háskól- ans í Reykjavík. Það er skiljanlegt að fjöl- miðlar birti þessar upplýsingar með þessum hætti, þar sem þær eru byggðar beint á villandi fram- setningu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað, skil- virkni og gæði háskólakennslu. Í skýrslunni er árið 2005 tekið sér- staklega fyrir, án þess að tekið sé tillit til þess að 1. júlí það ár sameinuðust Háskólinn í Reykja- vík (HR) og Tækniháskóli Ís- lands (THÍ). Fyrri hluta þess árs var THÍ að fullu fjármagnaður og rekinn af ríkinu, og hafði sáralitlar eigin tekjur. Ríkisend- urskoðun virðist hins vegar hafa lagt saman rekstrartekjur THÍ og rekstrartekjur HR fyrir allt árið með þeim afleiðingum að ríkisframlag til HR er sýnt mun hærra en það er í raun. Þetta er afar villandi framsetning og gerir töflur 2.1-2.3 í skýrslunni í raun alrangar hvað varðar rík- isframlag til HR. Meðfylgjandi mynd sýnir tölur úr ársreikningi HR frá árunum 1999-2006 og svo áætlun 2007. Þar má sjá að ríkið stendur undir 47-60% tekna HR, að undanskildu árinu 1999, sem var óvenjulegt því það var fyrsta heila rekstr- arár háskólans. Árið 2005 stóð ríkið undir 56% af rekstr- artekjum skólans, 29% komu frá skólagjöldum, og 15% voru aðrar tekjur. Ríkisframlag til HR það ár var því mun lægra en til rík- isháskólanna sem skoðaðir eru í skýrslu Ríkisendurskoðunar (framlag til þeirra var 66%-76%). Áætlun Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2007 gerir ráð fyrir að 57% tekna skólans komi frá rík- inu, 27% gegnum skólagjöld og aðrar tekjur verði 16%. Fjármögnun Há- skólans í Reykjavík Jóhann Hjartarson »Ríkisframlag til HRþað ár var því mun lægra en til ríkisháskól- anna. Höfundar eru framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar og fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík. Runólfur Birgir Leifsson Tekjur Háskólans í Reykjavík frá ríkissjóði í hlutfalli af heildartekjum 0,00% 10,00% 20,00% 30,00% 40,00% 50,00% 60,00% 70,00% 80,00% 90,00% 100,00% 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005* 2006 2007** *Sameinaður skóli HR og THÍ frá 1. júlí 2005 **Tölur fyrir árið 2007 skv. rekstraráætlun Runólfur Birgir Leifsson og Jó- hann Hjartarson segja að upp- lýsingar um þátttöku ríkisins í fjármögnun Háskólans í Reykjavík séu ekki réttar Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög rúmgóð tveggja herbergja íbúð 71 fm á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi í botn- langagötu. Íbúðin er mjög vel umgengin og húsið nýlega viðgert að utan. Einstaklega rólegt umhverfi. Verð 19,0 millj. Bjalla merkt Sigfús og Margrét. ÁLAGRANDI 10 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 19 OG 21 Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Sími 585 9999 - Þjónustusími um helgar 664 6999 TIL SÖLU! SUMARBÚSTAÐALAND Í GRIMSNESI (ca. 1 ha.) Hestur lóð 28 Grímsnes- og Grafningshreppur • Vorum að fá til sölu áhugaverða eignarlóð í Grímsnesi. • Um er ræða 9.988 fm sumarbústaðaland. • Golfvöllur Kiðjabergs í göngufæri. • Ekki nema ca. 80.km frá Reykjavík. Tekið verður við tilboðum á skrifstofu Eignavals (s: 585-9999) til þriðjudagsins 26/6 kl.17.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.