Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 31

Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 31 • Glæsileg hönnun • Álklæðning og harðviður að hluta • Álklæddir timburgluggar • Húsin þarfnast lágmarksviðhalds • Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Raðhús 3ja–4ra herbergja 96–140 fm Egilsstaðir Reyðarfjörður Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 All ra síð us tu sæ tin ! Terra Nova býður nú síðustu sætin til Golden Sands í Búlgaríu í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veit- ingastaði og fjörugt næturlíf. Súpersól til Búlgaríu Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótelherbergi/ stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð, 25. júní og 2. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersól tilboð, 25. júní og 2. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. 25. júní og 2. júlí frá kr. 29.995            Ljósmyndari: Steinar Óli Jónsson Nafnmyndar: Horft á hafið << 1.verðlaun Kodak EasyShare Z712 IS 2.verðlaun Kodak EasyShare V610 3.verðlaun Samsung Digimax i6 PMP Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EINHVERJU sinni var ég á gangi í Kringl- unni þegar mað- ur vindur sér að mér og spyr mig hvort ég sé með viðbótarlífeyr- issparnað. Þetta var sölumaður á Kaupþings og út- listaði hann fyrir mér gildi þess að vera með viðbótarlífeyrissparnað. Ég sagði honum eins og var að ég væri ekki alveg viss hvernig mínum lífeyrisgreiðslum væri háttað. Þá bauðst hann til að athuga það fyrir mig en til þess hann gæti gert það þá þyrfti ég að undirrita eyðublað sem hann var með þar sem fram kom nafn mitt og kennitala, sem og nafn vinnuveitandans. Ég er ekki vel að mér í þessum efnum en veit þó að skynsamlegt er að leggja þessi aukaprósent fyrir í lífeyrissjóð og fá þannig mót- framlag vinnuveitandans. Svo ég skrifaði undir blaðið og gerði ráð fyrir að sölumaðurinn hefði sam- band við mig aftur. Það næsta sem ég frétti af mál- inu var að launafulltrúinn í fyr- irtækinu sem ég vinn hjá hafði sam- band við mig og sagði að ég hefði skráð mig í Vista, sem er sjóður á vegum Kaupþings. Fyrst varð ég hissa en svo varð ég reiður, ekki síst við sjálfan mig fyrir að lesa ekki eyðublaðið nógu vel. Hið rétta var að eyðublaðið var samningur þess efnis að ég væri að skrá mig í Vista-sjóðinn. Eftir því sem ég kemst næst er fyrirkomulagið þannig að fyrstu sex greiðslurnar í viðbótarsparnaðinum renna beint til Kaupþings sem um- sýslugjald og þóknun. Tveggja mánaða greiðslur eru einnig lagðar til hliðar inn á sjóð Kaupþings og eru þær hugsaðar sem bónusloka- greiðsla sem ég fæ þegar ég er kominn á aldur til að taka lífeyrinn út, eða eftir u.þ.b. 40 ár. Framlag Kaupþings í þennan lokabónus er 0,03% af upphæðinni. Samkvæmt upplýsingum Kaupþings er þessi „þóknun“ til Kaupþings hugsuð sem einskonar tryggðargjald til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það segir sig úr sjóðnum. Sölumaðurinn sem skráði mig í þennan sjóð er verktaki sem fær prósentur fyrir hvern einstakling sem hann „nær“ inn í sjóðinn. Ein- hver ákveðin upphæð af sparnaði viðkomandi rennu s.s. til sölu- mannsins. Það skiptir hann því miklu máli að skrá sem flesta í sjóð- inn. Ég er búinn að hringja í Kaup- þing og biðja um að ég verði skráð- ur úr þessum sjóði. Starfsmaðurinn tók mér vel, skráði niður kvörtun frá mér og sagði að svona vinnu- brögð samræmdust ekki vinnu- reglum þeirra. Ég hef ekkert á móti því að greiða hluta af laununum mínum í lífeyrissjóð, þvert á móti. Ég er hins vegar ósáttur við er að hafa verið settur inn í þennan sjóð á röngum forsendum. Einnig vil ég vekja athygli á því hversu mikið fólk er látið borga fyrir það eitt að vera í skráð í lífeyrissparnað. Það er kannski ástæðan fyrir því hve lífeyrissjóðirnir eru ríkir. INGÞÓR HARALDSSON, lagermaður og nemi. Plataður í sjóð á röngum forsendum Frá Ingþóri Haraldssyni Ingþór Haraldsson FYRIR skömmu mátti lesa viðtal við Snorra Má Skúlason um að út- sendingum Skjásports væri nú lokið með því að enski boltinn færi yfir á Sýn. Það vakti þó athygli mína að hann nefndi að vel gæti verið að Skjársport myndi sýna eitt- hvað annað þeg- ar færi að hausta. Hér sér körfu- boltamaðurinn færi, væri ekki gráupplagt fyrir þá á Skjánum að athuga með Euro- league eða bandaríska há- skólakörfuboltann? Efast ekki um að það væri markaður fyrir það og nóg af fólki til að starfa við. Stöðin gæti einnig verið í sam- starfi við íslensk félög og áhuga- menn og birt ýmislegt af því sem birtist á Netinu í dag og körfubolta- menn hafa búið til sjálfir, samanber frábær myndbönd Pálmars Ragn- arssonar úr Fjölni, myndbönd Þor- steins Húnfjörðs og einnig KR-inga svo einhver séu nefnd. Einnig senda sum félög leiki sína beint út á Netinu og vel væri hægt að hugsa sér samstarf þar. Þá hafa Víkur- fréttamenn verið að búa til sjón- varpsþætti og mætti skoða með að sýna þá á þessari stöð. En það eru fleiri deildir sem hægt væri að athuga með, t.d. sú ítalska, þar sem Jón Arnór Stef- ánsson leikur, og einnig spænska deildin. Í þessum tveimur deildum er boðið upp á frábæran körfubolta sem Íslendingar hefðu gaman af að horfa á og ég efast ekki um að Skjárinn gæti haft tekjur af. Það er að minnsta kosti ekki vit- laus hugmynd fyrir stöðina að skoða þessa möguleika, þetta er stöð með reynslu af að endurvarpa efni utan úr heimi og því ekki flókið fyrir þá að halda áfram. Innan sinna banda eiga þeir líka menn eins og Snorra Sturluson sem hefur mikinn áhuga á körfubolta og gæti lýst leikjum. RÚNAR BIRGIR GÍSLASON, körfuknattleiksáhugamaður og einn af pennum karfan.is. Áskorun til Skjásins Frá Rúnari Birgi Gíslasyni Rúnar Birgir Gíslason Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.