Morgunblaðið - 19.06.2007, Side 44
Eins og gefur að skilja
eru liðsmenn söng-
flokksins í misgóðu lík-
amlegu ástandi … 46
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
LOVÍSA Elísabet Sigrúnardóttir,
betur þekkt sem Lay Low, hefur
svo sannarlega haft í nógu að snú-
ast síðan lag hennar, „Please Don’t
Hate Me“, sló rækilega í gegn nú
fyrir jól. Samnefnd plata fylgdi
síðan í kjölfarið og ýmsar uppá-
komur og viðurkenningar. „Það er
fyrst núna sem kemur smá pása,“
segir söngkonan. „Það er ágætt;
bæði svo ég ofkeyri mig ekki, og
svo að fólk fái ekki ógeð á mér.“
Lagasmiðir og rokkstjörnur
Nú tekur því við svolítið sum-
arfrí hjá stúlkunni. Fyrir skömmu
síðan lék hún þó á fernum tón-
leikum í Los Angeles og jafn-
mörgum í New York. „Það var
voða gaman, og bara vel mætt,“
segir Lovísa. Meðal gesta á tvenn-
um hljómleikanna var hinn vel
þekkti ameríski lagahöfundur Luc-
inda Williams. Hún hreifst greini-
lega af tónlistinni, enda bauð hún
öllum hópnum út að borða eftir
síðari konsertinn. „Hún var rosa
hress,“ segir Lovísa um kynni sín
af söngkonunni.
Lucinda var þó ekki eina stjarn-
an sem bar fyrir augu íslenska
hópsins: „Svo sáum við Lukas
Rossi, Rock Star-nördið,“ segir
Kári Sturluson, umboðsmaður Lay
Low. „En okkur fannst nú minna
til hans koma.“
Lay Low hefur spilað á ýmsum
tónlistarhátíðum að undanförnu,
m.a. Midem í Cannes, By:larm í
Noregi og The Great Escape í
Brighton. Þá spilaði hún nýlega í
Lundúnum en stefnt er að því að
fara í dálítið tónleikaferðalag um
Bretland einhvern tímann í lok
þessa árs. Eins og landinn veit fór
hún í vor hringinn ásamt þeim
Pétri Ben og Ólöfu Arnalds og lék
víðsvegar um landið á svokölluðum
Rásar 2-túr.
Margt framundan
Og ævintýrið er ekki úti enn. Í
haust mun Lay Low meðal annars
leika á tónlistarhátíðum í Berlín og
New York. Það verða einkum
kynningarhátíðir, eða svokallaðar
„showcase“-hátíðir. „Á þessar há-
tíðir mætir faglegi endinn í tónlist-
arbransanum,“ segir Kári Sturlu-
son, en þessar hátíðir geta reynst
mikil lyftistöng fyrir tónlist-
armenn.
„Í haust mun ég svo vinna með
Leikfélagi Akureyrar að nýju leik-
riti,“ segir Lay Low. Leikritið
kallast Ökutímar. „Það á eftir að
skýrast hvernig þessari samvinnu
verður nákvæmlega háttað,“ segir
söngkonan, en hún mun vænt-
anlega taka þátt í lagasmíðum, auk
þess að leika undir í verkinu.
Lay Low er því með fjölmörg
járn í eldinum. Þegar hún er spurð
út í nýja plötu segir hún þó slík
mál óráðin. „Ég er með ýmsar
hugmyndir, en þetta á bara eftir
að koma í ljós.“
Hátíðir um allan heim
Matthías Ingimarsson
Vinsæl Lay Low leikur á Tangiers klúbbnum í Los Angeles í byrjun júní en hún hélt ferna tónleika þar í borg.
Lay Low er loksins komin í pásu eftir linnulausa spilamennsku í útlöndum
sýningunni þar sem hún minnist á
hana í inngangi að greininni, og
tvíæringnum almennt, sem hún
segir einn þann besta í áratugi.
Feneyjatvíæringurinn er stund-
um kallaður heimsmeistaramót í
myndlist, en þar sýna hvorki fleiri
né færri en 800 myndlistarmenn.
Verk Steingríms er byggt á við-
tölum við um 20 einstaklinga um
margvíslega menn og málefni,
þ.á m. Benedikt Gröndal, trú á álfa
og huldufólk, skák og ýmsa aðra
þætti íslenskrar menningar. Það er
kafað djúpt í menningararfleifð Ís-
lendinga og margt kemur upp úr
kafinu.
SÝNING Steingríms Eyfjörðs á
Feneyjatvíæringnum, Lóan er kom-
in, hefur fangað athygli listapenna
breska dagblaðsins The Observer,
Lauru Cumming.
Cumming segir í úttekt sinni á
því merkasta sem fyrir augu ber á
Feneyjatvíæringnum að í Stein-
grími hafi Íslendingar fundið hinn
sanna grínista. Grínistinn Eyfjörð
hafi ráðfært sig við álf í því skyni
að finna falinn „sauða-penna“, sem
sé að sjálfsögðu tómur. „Spreng-
hlægileg ævintýraferð í myndum
og máli sem ýkir hefðir landsins,“
segir Cumming um sýningu Stein-
gríms. Hún er augljóslega hrifin af
Steingrímur er
„sannur grínisti“
Morgunblaðið/ Jim Smart
Fyndinn Steingrímur Eyfjörð,
fulltrúi Íslands á Feneyjum í ár.
Ýktar hefðir „Sprenghlægileg ævintýraferð í myndum og máli sem ýkir
hefðir landsins,“ segir m.a. í grein breska blaðsins The Observer
Tónleikar
franska dúetts-
ins Air fara
fram í Laug-
ardalshöll í
kvöld. Uppselt
er í stúku og
palla en enn eru
til miðar í stæði.
Að sögn Hr. Ör-
lygs sem stend-
ur að tónleik-
unum verður
engu til sparað til að gera tónleika
Air í Laugardalshöll sem glæsileg-
asta úr garði og þótt eiginlegir
meðlimir Air séu tveir koma þeir
með heila hljómsveit með sér hing-
að til lands.
Kate Havne-
vik, sem und-
anfarin misseri
hefur vakið
mikla athygli
beggja vegna
Atlantshafsins
og unnið með
ýmsum lista-
mönnum síð-
ustu ár, m.a.
Röyksopp, sér
um upphitun fyrir Air.
Miðasala fer fram í verslunum
Skífunnar, BT á landsbyggðinni
og á Midi.is. Miðasala verður einn-
ig í Laugardalshöll frá kl. 18.
Dyr Hallarinnar opna kl. 19.
Kate Havnevik fer á svið kl. 20 og
Air þar á eftir.
Miðaverð er 3.900 kr.
Enn til miðar á tónleika
Air í Höllinni í kvöld
Og enn af stórtónleikum. Miða-
sala á tónleika Chris Cornell í
Laugardalshöll laugardaginn 8.
september, hefst á fimmtudaginn
kl. 10 á Miði.is og í verslunum
Skífunnar í Reykjavík og BT úti á
landi og í Hafnarfirði. Selt er í
númeraða stúku og stæði og er
miðaverð í stúku 8.900 kr. en
5.900 kr. í stæði. Aðeins 1.000
númeraðir stúkumiðar eru í boði.
Sérstök Mastercard-sala fer fram
daginn áður.
Miðasala á Chris Cor-
nell hefst á fimmtudag
Franska tvíeykið
Air
Kate Havnevik