Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Alþjóðaorkumálastofnunin getur hleyptolíubirgðum aðildarríkja á markað ef skortur verður. » Ísland er ekki aðili að stofnuninni eniðnaðarráðherra segir aðstæður geta skapast þar sem hún verði æskileg. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson iðnað- arráðherra segir íslensk stjórn- völd sér meðvitandi um mikil- vægi orkuöryggis og reglulega sé skoðað hvort taka eigi skref til að tryggja betur aðgang Ís- lendinga að eldsneyti. Össur segir að frá stofnun Al- þjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) hafi verið skoðað hvort Íslendingar ættu að gerast að- ilar en aldrei hafi verið talið að þess væri brýn þörf. Mörg iðnríki eru aðilar að stofnuninni en markmið hennar er að tryggja að hægt sé að bregðast við ef skortur verður á olíu frá olíuframleiðsluríkjum. „Í fyrsta lagi eru þar á ferð- inni ríki sem eru mun háðari olíu hvað varðar brýn- ustu lífsnauðsynjar eins og hita og ljós. Íslendingar eru hins vegar sjálfbærasta þjóð í heimi hvað þetta varðar vegna vatnsaflsvirkjana. Þetta hefur valdið því að við höfum ekki talið okkur þurfa á aðild að þessum samtökum að halda. Í öðru lagi þurfa aðild- arríki að koma sér upp 90 daga olíubirgðum og slíkt birgðahald myndi kalla á mikla fjárfestingu sem myndi væntanlega skila sér í hærra verði til neyt- enda,“ segir Össur. „Það breytir þó ekki hinu að þær aðstæður kunna að skapast að Íslendingar ættu að skoða að- ild og hugsanlegt birgðahald af þessu tagi. Við telj- um að sú staða sé ekki komin upp í dag en á því kynnu að verða breytingar ef það yrðu alvarlegar viðsjár í heiminum eins og stríð í Mið-Austurlönd- um.“ Málefnið reglulega rætt á vettvangi NATO Össur segir að aðild að IEA væri líklega sú leið sem beinast lægi við ef talið yrði nauðsynlegt að tryggja aðgang Íslands að eldsneyti. Aðspurður hvort tvíhliðasamningar við olíuframleiðsluríki komi til greina segir Össur að slíkt kæmi vel til greina. Bendir hann á að Íslendingar eigi í frænd- garð að sækja hjá Norðmönnum og vaxandi örygg- issamstarf sé nú milli landanna tveggja. „Orku- öryggi er líka eitt af því sem nú er komið á dagskrá hjá alþjóðasamtökum eins og NATO þegar kemur að samvinnu á sviði öryggismála. Þetta er eitt af því sem dómsmálaráðherra hefur tekið upp í ræðum sínum um öryggismál erlendis og jafnframt ritað um. Það má því segja að ríkisstjórnin hafi þessi mál til stöðugrar athugunar hjá ýmsum stofnunum.“ Iðnaðarráðherra segir orkuöryggi alltaf í skoðun Ekki hefur verið talið brýnt að Ísland gengi í Alþjóðaorkumálastofnunina Össur Skarphéðinsson ÞÆR Stella Leifsdóttir og Aurelija Mockuviené úr búð- inni Belladonnu skemmtu sér vel í góða veðrinu í gær þó líkast væri að þær stæðu í miðri snjókomu. Það er þó fullsnemmt fyrir fönnina en hins vegar er dreifing asparfræja í hámarki. Ekki spillti að ákjósan- legar aðstæður til dreifingar voru fyrir hendi í gær; þurrkur og gola. Sjálf asparfræin eru örlítil, u.þ.b. 1-2 millimetrar, en það sem mannsaugað greinir er fræull- in sem kemur úr blómi aspanna og umvefur kornin og gerir þeim kleift að dreifa sér. Lendi fræið í rökum jarðvegi getur það spírað. Það er vert að taka fram að fræin, sem ættu að ljúka dreifingu sinni eftir um tvær vikur, valda ekki ofnæmi, en margir rugla hnoðrunum, sem svífa nú um loftin, saman við frjókorn. Frjókorn er hins vegar ekki hægt að sjá með berum augum en þau eru aðeins um 0,03 millimetrar að stærð. Morgunblaðið/RAX Asparfræ falla sem snjódrífa í Skeifunni Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is KÖTTURINN fer sínar eigin leiðir, segir máltækið og á það ekki síst við um læðuna Kisu, sem hvarf frá heim- ili sínu á skógræktarstöðinni Hvammi í Skorradal fyrr í sumar. Sumarbústaðaeigendur í landi Dag- verðarness í Skorradal urðu varir við Kisu vælandi undir sólpalli og grun- aði að hún rataði ekki heim þegar hún hafði ekki hreyft sig undan pallinum í rúman sólarhring. Jóhann Páll Valdimarsson, sum- arbústaðaeigandi, reyndi í einn og hálfan tíma að lokka köttinn undan pallinum en tókst ekki. „Svo fór ég aftur upp eftir daginn eftir og þá var kötturinn enn á sama stað og tókst mér þá, á löngum tíma, að vinna traust hans. Ég sá strax að þetta var ekki villiköttur, hann var mjög mann- elskur og kelinn.“ Jóhann er sjálfur mikill kattavinur og kunni ekki við annað en að taka Kisu með heim til Reykjavíkur og leita til Kattholts. Þar hafði hinsvegar ekki verið aug- lýst eftir honum, svo Jóhann tók ráð- in í sínar hendur og birti stóra aug- lýsingu í Morgunblaðinu í von um að ná til eigenda kattarins. „Ég var stað- ráðinn í því að gera það sem í mínu valdi stóð til að koma kettinum til síns heima. Það var líka skemmtilegt að sjá að þetta svínvirkaði.“ Skömmu eftir að auglýsingin birt- ist hafði Gísli Baldur Henryson, garð- yrkjufræðingur hjá Skógrækt rík- isins, samband við Jóhann og þóttist kannast við Kisu. „Þetta er svona sveitaköttur hérna, hún á sig í raun sjálf og ég held það viti enginn hvað hún er gömul, en hún er búin að vera hér í Hvammi í a.m.k. 14 ár.“ Gísli segir að Kisa sé orðin nokkuð lúin og því hafi starfsmenn á Hvammi talið að hún hefði látið sig hverfa út í nátt- úruna til þess að deyja. „Hún hafði ekki sést í fimm vikur og við vorum alveg búin að afskrifa hana, en svo sáum við þessa flennistóru auglýs- ingu í Morgunblaðinu og urðum mjög hissa.“ Kisa hefur að sögn Gísla verið ansi kænn veiðiköttur í gegnum árin og á hápunkti ferilsins ekki litið við katta- mat. Henni ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að afla sér fæðis á eigin vegum, jafnvel þótt krafturinn hafi dvínað með aldrinum. „Hún hef- ur stundum fært okkur mýs í þakk- lætisskyni og veitt fugla, en hún veiðir ekki bara til að veiða, heldur til þess að éta.“ Gísli segir að Kisa sýni ekki á sér neitt fararsnið eftir að hún komst aft- ur heim í Hvamm, en þó sé aldrei að vita, enda hafi hún sjálfstæðan vilja. „Núna er hún bara í góðu yfirlæti hérna, komin í sófann sinn og lúrir þar.“  Gamla læðan Kisa hvarf að heiman fyrr í sumar en finnandi hennar auglýsti eftir eigandanum í Morgunblaðinu og vakti auglýsingin athygli  Kötturinn er nú í góðu yfirlæti heima í Skorradal Veiðiköttur komst aftur heim Heima er best Eftir drjúgt ferðalag nýtur Kisa þess nú að liggja fyrir. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TALSMENN sjávarútvegsmála í Grundarfirði eru vægast sagt mjög ósáttir við nýlega umfjöllun Morg- unblaðsins um kvótasvindl, vísa ásökunum á bug, fara fram á að blað- ið rannsaki málið til hlítar og biðjist afsökunar á skrifunum. Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri segir að ekki sé hægt að svindla eins og fram hafi komið í Morgunblaðinu. Hafsteinn Garðars- son hafnarvörður tekur í sama streng og bendir á að bílar séu aldrei vigtaðir með tóm fiskikör. Ekki hægt að svindla Þórarinn Kristjánsson, fjármála- stjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf., segir að ekki sé hægt að svindla eins og um hafi verið rætt og vísar m.a. til mikils eftirlitskerfis og ekki síst þess hvað margir þyrftu að eiga hlut að máli, væri rétt með farið. Guðmund- ur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri og hafnarstjóri, segir mjög ómak- lega vegið að stórum hópi fólks og vísar til þess að sé um svindl að ræða þurfi öll keðjan að vera með og hann meðtalinn. | Miðopna Finnst gróflega að sér vegið „MAÐUR er eins og strákur í æv- intýraferð, í leit að fjársjóði,“ segir dr. Sturla Friðriksson, um sína ár- legu ferð til Surtseyjar. „Enda finn- ur maður nær alltaf eitthvað,“ bætir hann við. Sú var raunin í þetta sinn, því Sturla og félagar fundu fimm jurtir sem aldrei hafa áður sést á eynni, vallhumal, háliðagras, hálm- gresi, þrílaufung og klappardúnurt. Leiðangurinn var farinn á vegum Surtseyjarfélagsins, Náttúrufræði- stofnunar Íslands, Landbúnaðarhá- skólans og Umhverfisstofnunar. Sturla hefur farið á hverju ári til Surtseyjar í 43 ár og segir það merkilegt að plöntur birtist og hverfi í Surtsey – sumar lúta í lægra haldi fyrir öðrum jurtum, aðrar lognast út af að hausti og blómstra ekki á ný að vori. Svo kunna þær að berast aftur á land eldfjallaeyjarinnar smáu fáum árum síðar. Í ferðinni í ár fundust óvenjumargar þeirra háplöntuteg- unda sem skrásettar hafa verið, eða 65 af 69. Plöntur berast til eyjarinnar með ýmsu móti, t.d. er sílamávurinn dug- legur að fæða afkvæmi sín á plöntum í bland við síli. Foreldrarnir sækja plöntur til annarra eyja og ef þær falla til jarðar kunna þær að festa rætur á hinni ungu Surtsey. Fuglalíf er blómlegt í eynni, en vísindamennirnir töldu í þetta sinn að um 250 mávar hefðu verið þar. Rita, fýll og lundi hafa komið upp búi í eynni, og hrafnar hafa einnig reglu- bundið sést þar, þó að ekki hafi þeir verpt þar enn. Af öðrum spörfuglum má nefna sólskríkju, maríuerlu, þúfutittling og steindepil. Surtsey er orðin afar gróin og segir Sturla hana minna orðið á gróinn bæjarhól. Ljósmynd/Sturla Friðriksson Landnemi Hágresi birtist óvænt í Surtsey en það er votlendisjurt. Nýjar jurt- ir finnast í Surtsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.