Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 36
Framhaldsmyndir eru jafn órjúfanlegur hluti kvikmyndamenningarinnar og popp og kók … 38 » reykjavíkreykjavík Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is ÞRÍR ungir félagar hafa ráðist í það verkefni að opna nýtt gallerí, Crush að nafni, niðri í bæ. Þeir láta sér venjulegt gallerí þó ekki nægja heldur bæta um betur og starf- rækja einnig búð í galleríinu, en að sögn þeirra verða virk tengsl á milli búðarinnar og sýninganna í gall- eríinu. „Búðin mun breytast reglu- lega, allt tekið í gegn og skreytt upp á nýtt,“ segir Pétur Kristófer Oddsson, og vísar til þess að útlit búðarinnar verður í anda þeirrar sýningar sem stendur yfir hverju sinni. „Hugmyndin að þessu kviknaði hjá mér,“ segir Pétur. „Ég talaði svo við þá Óla og Munda og Crush er útkoma þess samstarfs.“ Hann er hógvær og lofar félaga sína fyrir störf þeirra í undirbúningsvinnunni. Leyndardómsfullir Sameiginleg hönnun þeirra drengja er seld í Crush undir vöru- merkinu „Sunshine & Lollypops“. Ólafur Orri Guðmundsson (Óli) hefur víða komið við, og meðal ann- ars hannað fyrir Nakta apann, Dogma, Spútnik og Nikita. Þriðja hjólið í samstarfinu er svo Guð- mundur Kárason (Mundi), og sér hann um viðskiptahliðina að sögn Péturs. En hvað fær hina ungu menn til að ráðast í svona stórt batterí? „Mig langar bara að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Ólafur Orri, og ætli hinir taki ekki bara í sama streng. Þeir Arnar Ásgeirsson og Styrm- ir Örn Guðmundsson ríða á vaðið með að sýna verk í Crush. „Þeir vinna oft saman,“ segir Ólafur Orri. Crush-félagar vilja þó ekki ljóstra því upp í smáum dráttum um hvernig sýningu sé að ræða. Pétur segir þó „að um sé að ræða „art-show“; við erum búnir að smíða; það verða mjög skemmti- legir hlutir í gangi. Og þessi fyrsta sýning verður ekki málverkasýning, heldur er meira um einhverskonar skúlptúra að ræða.“ Þeir félagar eru því dálítið leyndardómsfullir, enda sjón sögu ríkari í þessum efn- um. Galleríið er staðsett á Laug- arvegi 28, annarri hæð. Gengið er innum Rokk og rósir og Smekk- leysu. Opnun Crush fer fram nú á laugardaginn, milli kl. 15 og 18. Búð sem breytist reglulega Morgunblaðið/Brynjar Gauti Crush Ólafur, Guðmundur og Pétur standa að galleríinu. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is KIRA Kira er listamannsnafn Kristínar Bjarkar Kristjáns- dóttur en hún hefur í fjöldamörg ár verið með atorkusamari einstaklingum sem starfa í íslenskri tilraunatónlist. Hún er einn stofnmeðlima Tilraunaeldhússins og hefur staðið fyrir fjöldamörgum viðburðum og útgáfum hin seinustu ár, bæði hér heima og erlendis. Undanfarin misseri hefur hún einnig verið á faraldsfæti með eigin tónlist, en fyrsta breiðskífa Kiru Kiru, Skotta, kom út í hitteðfyrra. Kira er nú tiltölulega ný- komin heim frá Finnlandi en þar dvaldi hún í tvo mánuði og tók upp næstu plötu sína, sem hefur fengið heitið Our Map to the Monster Olympics. Með bát Kira lýsir því að henni hafi verið boðið á hátíðina Pixelache í Helsinki og hún hafi því ákveðið að nýta ferðina í upptökur. „Samuli Kosminen (sem hefur m.a. trommað fyrir múm) hefur verið mér góður vinur í mörg ár og við höfum lengi ver- ið að leita að tækifæri til að vinna saman. Hann leigir nú hljóðver á eyjunni Suomenlinna sem liggur rétt utan við Hels- inki og við ákváðum bara að kýla á þetta.“ Kristín rifjar upp brosandi að þau hafi dag hvern tekið bát út í eyjuna og iðulega voru gömlu glysrokkararnir í Hanoi Rocks með í för. „Þeir voru víst einnig að taka upp í eyjunni. Þrátt fyrir að vera komnir á gamals aldur voru þeir alltaf uppstrílaðir í mikilli rokkmúnderingu. Það lagði af þeim hassmettaður hár- spreysfnykur!“ Kira segir að undanfarið hafi hún lagt áherslu að hafa hljómveit með sér, bæði á tónleikum og í hljóðveri. Henni þyki það gjöfulli aðferð en að vera alein, en hún hefur vanist alls- kyns samslætti í gegnum hin ýmsu verkefni Eldhússins, en þar hefur ávallt verið rík áhersla á að leiða fólk saman til sköpunar. Þeir sem unnu með henni úti, ásamt Samuli, voru þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Alex Somers og Eiríkur Orri Ólafsson. Einnig tók fiðluleikarinn Pekka Kuusisto þátt í plötugerðinni, en Kuusisto er mikill virtúós sem hefur á und- anförnum tveimur árum kastað af sér klassíska hamnum reglubundið til að geta einhent sér í alls kyns tilraunir. Kira segist hafa kynnst fullt af áhugaverðu og skapandi fólki í Helskinki, svo mörgu að nánast var nóg um. „Ég hefði getað verið þarna til eilífðarnóns að kokka upp einhver skemmtileg verkefni. Þetta skemmtilega og skapandi fólk kom hreinlega í bunum.“ Til Kína Ekkert hefur verið ákveðið með útgáfudag plötunnar, og Kira er sallaróleg gagnvart þeim þætti. Platan skal fá þann tíma sem hún þarf. Nóg er svo að gera hina næstu mánuði. Í ágúst tekur Kira þátt í Ström-hátíðinni í Kaupmannahöfn þar sem hún mun sýna myndlist og myndbandsverk. Þá fer hún til Kína í október, á Notch-hátíðina, þar sem hið sjaldheyrða Til- raunaeldhúsband mun troða upp, en það skipa þau Kira, Hilmar Jensson og Jóhann Jóhannsson. Að lokum ber að nefna að auk tónleika í dag, kl. 17 í 12 Tónum, kemur Kira Kira fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, 21. júlí, og spilar við opnun sýningarinnar Miðbaugur Kringla. Orkan í eyjunni Tónlistarkonan Kira Kira tók fyrir stuttu upp breiðskífu á eyjunni Suomenlinna í Finnlandi Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Helskinki „Ég hefði getað verið þarna til eilífðarnóns að kokka upp einhver skemmtileg verkefni. Þetta skemmtilega og skapandi fólk kom hreinlega í bunum,“ segir Kristín. this.is/kirakira myspace.com/trallaladykirakira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.