Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 13 ERLENT PAKISTANSKI herinn segir að konur og börn hafi ef til vill ver- ið meðal þeirra sem féllu í um- sátrinu um Rauðu moskuna í höfuðborginni Islamabad. Vitað sé með vissu að 86 manns hafi fallið í átökunum, þar af 11 her- menn. Sjónvarpsstöðvar hafa sýnt myndir af geysilegu magni vopna og alls kyns búnaðar sem uppreisn- armenn höfðu í fórum sínum. Einn- ig voru þar sprengjubelti sem sjálfsvígsmenn íslamista nota. Útför nokkurra uppreisnar- manna fór fram í gær, þ.á m. næst- æðsta klerksins, Abdul Rashid Ghazi. Átta manns féllu í tilræðum í landinu í gær, talið er að þau hafi verið hefnd vegna töku moskunnar. Börn sögð hafa fallið Harmur Frá einni útförinni í gær. ÓÞEKKTUR maður hefur á síðustu 15 dögum komið fyrir pökkum á salernum karla víðsvegar í Japan þar sem finnanda er óskað lukku og innihalda þeir 10.000 jen hver. Gjafirnar hafa fundist í 18 héruðum af 48, alls rúmlega 2 milljónir kr. Gjafmildur Japani FJÓRIR líbanskir hermenn féllu í gær í hörðum árásum hersins á vopnaða íslamista sem hafast enn við í flóttamannabúðum Palestínu- manna, Nahr al-Bared. Talið var að herinn myndi freista þess að taka stöðvar mannanna sem eru í sam- tökunum Fatah al-Islam. Ráðist á íslamista SPÆNSKA lögreglan tók í gær skip á vegum bandaríska fyrirtæk- isins Odyssey en það var á leið frá Gíbraltar. Leitað verður í því á Spáni. Spánverjar telja að mikill fjársjóður sem Odyssey-menn fundu hafi ekki verið á alþjóðlegu hafsbotnssvæði heldur spænsku. Tóku skip SKIP með rúmlega 6.000 tonn af olíu lagði í gær af stað frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu en eitt af því sem norðanmenn fá í staðinn fyrir að loka kjarnorkuveri sínu í Yongbyon er milljón tonn af olíu. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA, munu á laugardag koma til N-Kóreu og byrja eftirlit sitt með lokuninni. Yfir- maður IAEA, Mohammed ElBaradei, varaði menn hins vegar við bjartsýni og sagði að framkvæmdin tæki langan tíma. N-Kórea rak fulltrúa IAEA frá landinu 2002 og ræsti þá á ný tilraunaverið. Plúton úr því er talið hafa verið notað til að smíða kjarn- orkusprengjur. Hefja á ný eftirlit með kjarnorkuveri N-Kóreumanna Olíuskip Landfestar leystar í S-Kóreu. London. AFP. | Tvær sextán ára stúlkur frá Bretlandi voru nýlega handteknar á alþjóðaflugvellinum í Afríkuríkinu Gana með mikið af kókaíni, að sögn breskra embættis- manna í gær. Samkvæmt upplýs- ingum breskra tollvarða er sölu- andvirði efnisins metið á 610.000 Bandaríkjadollara, nær 37 milljónir króna. Stúlkurnar, sem báðar eru í framhaldsskóla, munu hafa verið á leið til London með vél British Air- ways. Þær eru taldar hafa verið „burðardýr“ en ekki er álitið að þær hafi komið að skipulagningu glæpsins. „Það sýnir ákaflega vel ófyrir- leitnina hjá glæpagengjunum sem stunda eiturlyfjasmygl að þau skuli nota svo ungar stúlkur sem burðar- dýr,“ sagði Tony Walker, yfirmað- ur í bresku tollgæslunni. Walker stýrir sameiginlegri áætlun Breta og Ganverja um að berjast gegn eiturlyfjasmygli. Unglingar smygluðu kókaíni FÉLAGAR í kvennasveit Tamíla-Tígranna á Srí Lanka á leið til bækistöðva sinna í Kilinochchi í gær. Tals- menn Tígranna viðurkenndu að stjórnarherinn hefði tekið stöðvar uppreisnarliðsins á austurhluta eyjar- innar á miðvikudag en sögðu að því yrði svarað með skæruliðabaráttu. Reuters Herskáar konur á Srí Lanka Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is „ÞEGAR við byrjum að draga okkur út úr Írak verður það vegna þess að hernaðarsérfræðingar okkar segja okkur að gera það, ekki vegna þess að skoðanakannanir segi okkur að það væri skynsamleg pólitísk ákvörðun,“ sagði George W. Bush Bandaríkja- forseti á blaðamannafundi í gær, þar sem á honum dundi spurningaflóð vegna Íraksstríðsins. Bush sagði að það að kalla herliðið heim of snemma jafngilti því að láta Írak í hendur al-Qaeda samtakanna. Þá myndi þurfa að senda bandaríska hermenn aftur á sama vettvang síðar, til þess að mæta enn hættulegri óvini. Þrátt fyrir þetta samþykkti fulltrúa- deild bandaríska þingsins seint í gær- kvöld að kalla herinn heim fyrir næsta vor. Bush hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á niðurstöðuna. Vill efla stríðsreksturinn Bush sagði að hann vissi að banda- ríska þjóðin væri orðin langþreytt á stríðsrekstrinum, enda væri þetta ljótt og langvinnt stríð. Hann sagði þó að hann tryði því að stríðið gæti unnist, og yrði að vinnast. „Ef við aukum stuðning okkar við herliðið núna, þá flýtum við fyrir því að það komi heim,“ sagði forsetinn, en í næstu viku er gert ráð fyrir því að öldungadeild þingsins kjósi um breytingar á hermálafjárlögum. Blaðamannafundurinn í gær var haldinn í kjölfar þess að skýrsla Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um al-Qaeda var birt. Í henni var því haldið fram að hryðjuverkasamtökin hefðu nú náð sama styrk og þau höfðu yfir að ráða í september árið 2001, árið sem árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana í New York. Í skýrslunni var sagt að höfuðpaurar samtakanna væru búnir að koma sér notalega fyrir í fjalllendinu í Pakistan og væru betur búnir en nokkru sinni til þess að ráðast gegn Vesturlönd- um. Bush sagði þetta fjarstæðu. Miðar hægt í Írak Annað málefni fundarins var skýrsla sem birt var í vikunni um ár- angur Íraksstjórnar við að ná þeim markmiðum sem Bandaríkjastjórn hafði sett henni. Í skýrslunni kom fram að innan við helmingur þeirra markmiða, sem sett voru, hefði náðst. Bush sagði að það væru ljósir punkt- ar í skýrslunni, en viðurkenndi að enn væri mikið verk fyrir höndum í Írak svo að mætti ná pólitískum og efna- hagslegum markmiðum. Hann ítrek- aði einnig að lokaskýrsla um málið yrði ekki tilbúin fyrr en í september og því myndi hann ekki láta þessa skýrslu hafa áhrif á framgöngu Bandaríkjamanna í Írak. Bandaríski herinn ekki á förum frá Írak George W. Bush vill berjast þar til stríðið er unnið Í HNOTSKURN »Á síðustu fimm árum hafaríflega 3.000 bandarískir hermenn fallið í Írak, í stríði sem hefur kostað Bandaríkin um 10 milljarða dala, eða rúm- lega 600 milljónir króna, á mánuði. »Ljóst er að tugir, ef ekkihundruð þúsunda Íraka hafa fallið og milljónir eru á vergangi. »Stuðningur við stríðið erdvínandi í Bandaríkjunum. Reuters Staðfastur Bush á fundinum í gær. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÆGT væri að koma í veg fyrir meira en 3.000 dauðsföll vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Bretlandi ef lagður yrði virðisaukaskattur á fjölmargar tegundir matvara, að sögn vísindamanna í Oxford-há- skóla. Í frétt á vefsíðu breska út- varpsins, BBC, kemur fram að um sé að ræða mat með mikilli fitu, salti og sykri og er fullyrt að 17,5% skatt- ur myndi fækka áðurnefndum dauðsföllum um 1,7%. „Fituskattur“ var til umræðu í Bretlandi árið 2004 en þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, fannst hugmyndin bera of mikinn keim af því að menn vildu láta ríkisvaldið hafa vit fyrir fólki, ríkið yrði í „barn- fóstruhlutverki“, með nefið niðri í hvers manns koppi. Niðurstaðan gæti jafnvel orðið til að fæla fólk frá því að neyta hollustuvöru. Vísindamennirnir notuðu hag- fræðileg gögn til að reikna út hvaða áhrif verðhækkun vegna skattsins myndi hafa á neysluna og hvað fólk myndi þá borða í staðinn. Niðurstöð- urnar voru síðan notaðar til að kanna hver áhrifin yrðu á heilsufar almennings í Bretlandi. Til að byrja með er gert ráð fyrir að vikulegur matarreikningur fjölskyldunnar myndi hækka um 4,6%. Fyrst var kannað hvað myndi ger- ast ef eingöngu yrði lagður skattur á mjólkurafurðir sem innihalda mikið af mettuðum fitusýrum, smjör og ost, einnig bakaðar vörur og búð- inga. En niðurstaðan var að þá myndi fólk einfaldlega skipta yfir í annan óhollan mat, þ. á m. vörur sem innihalda mikið af salti, og það gæti jafnvel aukið tíðni dauðsfalla vegna blóðrásarsjúkdóma. Næst var notast við aðra tegund mælinga á hollustuáhrifum matvöru en þá eru gefin stig fyrir magn af alls átta tilteknum næringarefnum í hverjum 100 grömmum af fæðu. Með því að taka margar vöruteg- undir inn í dæmið var hægt að fækka dauðsföllunum um 3.200. Einn vísindamannanna, Mark Rayner, mælti með því að varasami maturinn yrði skattlagður en einnig mætti beita niðurgreiðslum til að auka neyslu hollustuvöru. Vilja stýra neytendum frá fitunni Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 3 81 65 0 6/ 06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.