Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 17

Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 17 LANDIÐ Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Hvolsvöllur | Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum Ottós Ey- fjörð í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Ottó er sannkallaður alþýðulista- maður og náttúrubarn. Áhugi Ottós á ljósmyndun er sprottinn af þörf hans fyrir að teikna og mála. „Þegar ég var strákur í Vestmannaeyjum var ég sífellt að teikna og mála. Ég eign- aðist mína fyrstu myndavél um 11 ára gamall í þeim tilgangi að taka myndir af mótívum til að mála eftir. Áhuginn á ljósmyndunum óx síð- an með árunum og mig fór að langa til að eignast alvöru myndavél,“ segir Ottó sem dó ekki ráðalaus. Á þessum árum var hann farinn að keyra fyrir Kaupfélagið og hóf að safna rafgeymum á sveitabæjun- um. Vinur hans fór síðan með þá til Þýskalands og keypti forláta myndavél fyrir Ottó. Fermingarmyndir í uppáhaldi „Þetta var Vogländer-vél sem ég eignaðist þarna og má segja að þetta hafi verið mín fyrsta alvöru myndavél, hún var með sérstökum takka til að hægt væri að spóla nógu hratt svo hægt væri að taka margar myndir á skömmum tíma. Seinna eignaðist ég Hasselblad, samskonar vél og farið var með til tunglsins. Ég tók mest á þessa vél og man ég að eftir að ég fór að taka myndir fyrir Morgunblaðið fannst mér alltaf að mig vantaði aðdrátt- arlinsu. Ég hafði ekki ráð á að kaupa slíka linsu og sagði Matthíasi Johannessen ritstjóra frá þessu. Hann sagðist myndu útvega mér linsuna, ég tæki bara myndir fyr- ir.“ Ottó ferðaðist mikið um hálendi Íslands með ferðafélagi sem hét Áfangar. Tók hann þá mikið af myndum af hálendinu. Hann tók einnig myndir af öllum sveitabæj- um í Rangárvallasýslu og er hægt að kaupa þær myndir af honum á geisladiskum. Mannlífið á Hvols- velli var aðalmyndefni Ottós árum saman og á hann þúsundir mynda af ýmsum atburðum í gegnum tíð- ina, bæði opinberum viðburðum og einkasamkvæmum, og víst er að margir hafa gaman af að upplifa gamla tíma í gegnum myndir hans. Aðspurður um uppáhaldsmynd- efni sagðist Ottó alltaf hafa haft gaman af því að taka mannamynd- ir, en hann rak stúdíó heima hjá sér árum saman. „Fermingarmyndirn- ar voru mitt uppáhald, ég hafði gaman af því að taka myndir af fermingarbörnum bæði í kyrtlun- um og í fermingarfötunum og reyndi alltaf að vanda mig sérstak- lega við þessar tökur og taka marg- ar myndir svo nóg væri að velja úr.“ Ottó hefur ekki aðeins tekið myndir, hann framkallaði alla tíð sjálfur, svarthvítar myndir, lit- myndir og litskyggnur. „Ég fram- kallaði litskyggnur á þeim tíma sem slíkt var aðallega gert í útlönd- um, þetta var mjög flókið en ég held að ég hafi haft þetta á þrjósk- unni. Ef eitthvað mislukkaðist hélt ég bara áfram því ég vissi að úr því það var hægt að gera þetta ætti ég líka að geta gert þetta. Þannig tókst mér að þreifa mig áfram og læra tæknina.“ Stafræn bylting Í dag hefur Ottó tekið stafrænu tæknina í sínar hendur. Hann tek- ur enn dálítið af myndum heima hjá sér en mest er hann að laga gamlar myndir, t.d. fyrir Byggðasafnið á Skógum. „Ég á fullkominn skanna og hef skannað nokkuð af filmu- safni mínu, einnig á ég góðan lita- prentara og get prentað út myndir allt að A3. Þetta er svo mikil bylt- ing að það er ekki hægt að bera þetta saman. Eftir að stafræna tæknin kom til sögunnar fór ég á námskeið og lærði að taka stafræn- ar myndir og vinna í Photoshop,“ segir hinn síungi Ottó sem lætur Elli kellingu ekki bíta á sér en hann verður áttræður á næsta ári. Sýn- ing Ottós í Sögusetrinu stendur til 20. júlí. Safnaði rafgeymum fyrir fyrstu myndavélinni Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndavélasafn Ottó varðveitir fjölmargar myndavélar og önnur ljós- myndatæki sem hann hefur eignast um ævina og sýnir í Sögusetrinu. Í HNOTSKURN »Ottó Eyfjörð Ólason erfæddur í Vestmannaeyjum á árinu 1928. Hann fluttist í Landsveitina um fermingu og á Hvolsvöll 1947. »Hann starfaði hjá kaup-félaginu á Hvolsvelli í hálfa öld, lengst af sem bílstjóri. Hlúa betur að yngri flokkum Sauðárkrókur | Landsbanki Íslands mun styðja Knattspyrnudeild Ungmenna- félagsins Tindastóls næstu þrjú árin, sam- kvæmt samningi sem gerður hefur verið. Ásta Pálma- dóttir, úti- bússtjóri Landsbank- ans, og Vanda Sig- urgeirsdóttir, formaður deildarinnar, undirrituðu samninginn að viðstöddum nokkrum af yngri leikmönnum félagsins. Ásta sagði að með þessu væri bankinn að auka stuðning sinn við knattspyrnuna á landsbyggðinni. Vanda sagði að stuðning- urinn gerði félaginu kleift að sinna enn betur yngri flokkunum og ekki síður stelp- unum sem stunduðu knattspyrnu, en allir flokkar nytu mjög þessa samnings. Þá mun bankinn standa að Landsbanka- mótinu á Sauðárkróki en það er fyrir alla yngri flokka kvenna og er haldið í júní. Morgunblaðið/Björn Björnsson Stokkseyri | Bryggjan á Stokkseyri fær nýtt hlutverk um helgina. Hún mun verða lendingarpallur fyrir þyrlu Landhelgis- gæslunnar sem kemur í kvöld í heimsókn á Bryggjuhátíð. Bryggjuhátíðin er nú haldin í fjórða skipti og stendur fram á sunnudag. Há- punktur hátíðarinnar er í kvöld en þá verður varðeldur og bryggjusöngur undir stjórn Árna Johnsen, auk heimsóknar þyrlunnar. Dagskrá er að finna á stokkseyri.is. Meðal atriða má nefna tónleika unglinga- hljómsveita á laugardag og dansleiki á kvöldin. Hagsmunafélag hesteigenda á Stokkseyri verður með dagskrá á sunnu- dag í tilefni 30 ára afmælis. Þyrlan lendir á Bryggjuhátíð AUSTURLAND Djúpivogur | Fiskurinn steinsuga barst á land á Djúpavogi síðastlið- inn þriðjudag. Slæddist hún með afla sem fjórmenningarnir á Auði Vésteins lönduðu. Hún hafði sogið sig fasta við þorskræfil en það er einmitt á þann hátt sem steinsuga nærist. Kemur þetta fram á vef Djúpavogshrepps. Steinsugan er kjálkalaus fiskur með tenntan hringlaga munn sem virkar líkt og sogskál. Flestar steinsugur sjúga sig fastar við aðra fiska og nærast á blóði þeirra. Steinsuga er því ekkert sérstaklega vinsæl meðal annarra sjávartegunda en hún er til dæmis ein af fáum óvinum beinhákarls- ins. Stundum er hægt að sjá beinhákarl reyna að losa sig við slík sníkjudýr með því að kasta sér upp úr sjónum eða nudda sér við hafsbotninn, að því er fram kemur á vísindavef Háskóla Íslands. Steinsugunni var komið fyrir í kari fullu af sjó og meðferðis fékk hún matarbita í formi ýsutitts. Hún virtist þó engan áhuga hafa á ýsunni en menn gátu sér þess til að hún vildi hafa matinn sinn lif- andi. Steinsuga slæddist á land á Djúpavogi Eftir Gunnar Gunnarsson Eiðar | Níutíu norrænir myndlist- arkennarar tóku þátt í námskeiði sem Félag íslenskra myndlistar- kennara stóð fyrir á Eiðum í síð- ustu viku. Tengsl myndlistar og náttúru var efni námskeiðsins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Rúrí, Páll Steingrímsson, Björn Sigurbjörnsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. „Páll Stein- grímsson sýndi heimildarmynd sína um Kjarval og Eiríkur Þor- láksson listfræðingur flutti fyrir- lestur um Kjarval svo við höfum kynnst honum vel,“ segir Guðný Jónsdóttir, formaður Félags ís- lenskra myndlistarkennara. „Rúrí var með hugmyndavinnu á bókaformi, Páll með kvikmynda- list, Bjarni lét fólk sulla með alls konar efni. Hann kom til dæmis með jarðleir úr Krísuvík og frá Hveravöllum. Úti máluðu menn verk á stóran striga og létu rigna á hann og gerðu tilraunir með áhrif veðursins á efnið. Helgi var með fjölbreytilega vinnu, frá hug- mynd að verki. Hjá honum voru menn að smíða og gera allt mögu- legt.“ Þátttökumet slegið Námskeiðið er haldið einu sinni á ári og skiptast Norðurlöndin á um að halda það. Flestir þátttak- endurnir voru frá Danmörku, um þrjátíu talsins, en Íslendingarnir voru um tuttugu. „Það er metþátt- taka. Við gátum ekki tekið á móti fleirum. Námskeiðin eru alltaf vel sótt þegar þau eru haldin á Ís- landi, fólki þykir spennandi að koma hingað.“ Þema námskeiðsins voru tengsl myndlistar og náttúru en yfirskrift þess var „myndlist í náttúrunni, náttúra í myndlistinni.“ Kennar- arnir fóru í vettvangsferðir, bæði upp á hálendið og eins á Seyð- isfjörð og á Kjarvalsslóðir á Borg- arfirði eystri. „Listamennirnir og staðsetning- in, þar sem við erum nálægt nátt- úrunni, voru valdir með þemað í huga. Við fórum einn daginn upp á hálendið og þar var mikið tekið af myndum og málað.“ Vinna fram á nætur Guðný segir að kennararnir hafi haft nóg að gera á námskeiðinu. „Menn hafa verið að vinna fram á nætur. Námskeiðið er liður í end- urmenntun kennara. Þeir þurfa að halda sér við og bæta við sig nýj- um vinklum og tækni. Það er nauðsynlegt fyrir kennarann að fara sjálfur í spor listamannsins og nemandans og spreyta sig sjálfur,“ segir Guðný. Fjallað um tengsl myndlistar og náttúru Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Myndlist og náttúra Þátttakendur á námskeiði fyrir norræna myndlistar- kennara túlkuðu náttúruna hver með sínum hætti í sameiginlegu verkefni sem veður og vindar höfðu einnig sett mark sitt á. Níutíu norrænir myndlistarkenn- arar tóku þátt í námskeiði Fréttir á SMS SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505. Opið mánud. - föstud. kl 10-18 laugard. 10-16 ÚTSALA - ÚTSALA Christa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.