Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Í DAG, föstudaginn 13. júlí 2007, eru 100 ár lið- in frá fæðingu Hákonar Bjarnasonar, fyrrver- andi skógræktarstjóra. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir, Ólafssonar ritstjóra og alþingismanns og Ágúst H. Bjarnason dr. phil., prófessor við Háskóla Íslands. Hákon var elst- ur fimm systkina, hin voru Helga Valfells, Jón Ólafur, María Ágústa Benedikz og Haraldur, en þau eru öll látin. Vís- ast hefur æskuheimili Hákonar mót- að hann til orðs og æðis, en prófessor Ágúst var ekki bara háskólakennari heldur einnig alþýðufræðari og liggja eftir hann ritverk um sálarfræði, heimspeki og ýmis vísindi, sem ætluð voru til að uppfræða alþýðu manna. Má þar nefna heimspekisöguna „Yf- irlit yfir sögu mannsandans“, sem hafði veruleg áhrif á heila kynslóð manna og þykir enn hið merkasta rit- verk. Sigríður, móðir Hákonar, sem hafði í bernsku búið í Ameríku með foreldrum sínum, hóf ung kennslu í ensku, meðal annars í Kvennaskólan- um í Reykjavík og síðar í Verzlunar- skóla Íslands. Hákon lauk stúdentsprófi frá „Hin- um almenna menntaskóla í Reykja- vík“ 1926 og hélt þá um haustið til Kaupmannahafnar og lauk prófi í skógræktarfræðum frá Konunglega landbúnaðarháskólanum með 1. ein- kunn árið 1931. Eins árs verklegt nám stundaði hann síðan í Svíþjóð og varð forst. cand. árið 1932, fyrstur Ís- lendinga. Veturinn eftir var hann ráð- inn aðstoðarmaður á Plantefysiolog- isk laboratorium við sama háskóla. Auk skógræktarnámsins tók hann einnig „filuna“ svokölluðu, eða cand. phil.-próf, og gerði það að áeggjan föður síns, sem kenndi þá grein við Háskóla Íslands. Hákon var viðstaddur stofnun Skógræktarfélags Íslands á Þingvöll- um 1930 og að loknu námi erlendis hóf hann störf hjá félaginu 1932 og tók við framkvæmdastjórn þess árið 1933. Hann tók þá þegar til við að ferðast um landið á vegum félagsins og afla nýrra félaga og hleypti hann miklum krafti í starfsemina, sem hafði verið lítil fram að því. Mestum tíma varði hann í að koma á fót gróðr- arstöðinni í Fossvogi, sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur tók við árið 1947. Hákon var framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands til ársins 1967, fulltrúi þess í Náttúruverndarráði tvö kjörtímabil frá stofnun og ritstjóri Ársritsins 1936 til 1963. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Skógræktarfélags Ís- lands árið 1977. Hákon Bjarnason var skipaður skógræktar- stjóri og jafnframt skógarvörður í Reykja- vík 1. mars 1935. Af mörgu er að taka þessi fyrstu ár, en Hákon tal- aði jafnan mest um þeg- ar skógurinn í Bæjar- stað var girtur, þá Þjórsárdalur og ekki síst Haukadalur fáum árum síðar. Tók Hákon fullan þátt í allri þeirri vinnu. Á árunum 1937 til 1941 var Há- kon framkvæmdastjóri Mæðiveikiv- arna. Mikill erill fylgdi þessu starfi og var haft eftir Hákoni að þá hefði hann misst svefn í eina skiptið á ævinni. Há- kon tók þátt í stofnun Landgræðslu- sjóðs árið 1944 og árið 1967 gaf hann sjóðnum eignarland sitt í Straumi, 230 ha. að stærð, sem varð sjóðnum drjúg tekjulind í mörg ár. Á fyrstu starfs- árum sínum rannsakaði Hákon ís- lenskan jarðveg. Hann var upphafs- maður að öskulagarannsóknum hér á landi, lagði grunninn að þeim og sýndi fram á fyrstur manna að Hekla hefði gosið líparítösku fyrir landnám. Ekki er unnt að fara hér nánar út í ýmis fleiri störf sem Hákon fékkst við utan vettvangs skógræktarinnar, en hann var félagi í allmörgum félögum og auk Skógræktarfélags Íslands var hann gerður heiðursfélagi í Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og Ferða- félagi Íslands. Þá var hann meðlimur í Vísindafélagi Íslendinga. Hákon flutti oft erindi í útvarp og ræður við fjöl- mörg tækifæri víða um land. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu og norsku Ólafsorð- unni fyrir störf sín að skógræktarmál- um. Hákon skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit og í Ársriti Skógræktar- félags Íslands 1933-1934 birti hann stefnumótandi grein sem bar yfir- skriftina „Framtíðartré íslenskra skóga“. Þar ber hann saman veðurfar á Íslandi og í Alaska og þar viðraði hann fyrst þær hugmyndir og mark- aði þá stefnu, sem hann lagði mesta áherslu á allan sinn starfsferil, þ.e. um innflutning á trjátegundum, og raun- ar öllum plöntum, sem auðgað gætu gróðurríki Íslands. Sú merka saga verður ekki rakin hér, en þess má geta að árin 1936 til 1939 flutti Hákon inn ýmsar trjátegundir frá Noregi og bera fjallaþinur og blágreni á Hall- ormsstað, Lýðveldislundurinn á Tumastöðum og elsti sitkagrenilund- urinn í Fossvogi þeirri viðleitni fagurt vitni. Af öðrum stefnumótandi greinum sem Hákon skrifaði má nefna „Um ræktun erlendra trjátegunda“, sem birt var í Ársritinu árið 1943, en þeim hugmyndum, sem þar komu fram, fylgdi hann eftir með ferð til Alaska 1945 og Noregsför 1947. Í báðum þessum ferðum efndi Hákon til per- sónulegra sambanda sem urðu grundvöllur fræöflunarstarfs hans, sem entist alla starfsævina. Í Alaska- ferðinni fann hann meðal annars alaskalúpínuna, en um hana segir hann í frásögn sinni af Alaskaferð- inni: „Einkum leist mér vel á lúpínur, sem uxu eftir endilangri ströndinni meðfram skógarjaðrinum. Geti sú jurt vaxið af sjálfsdáðum hér á landi og breiðst út, er áreiðanlega mikill hagur af því, þar sem lúpínur bæta mjög allan jarðveg, sem þær vaxa í.“ Árið 1942 birti Hákon grein í Árs- riti Skógræktarfélags Íslands undir yfirskriftinni „Ábúð og örtröð“, þar sem hann rekur meðal annars orsakir jarðvegs- og gróðureyðingar í land- inu, og olli sú grein miklum titringi meðal bænda og forystumanna í land- búnaði. Má segja að með þessum skrifum hafi Hákon hafið fyrir alvöru baráttuna fyrir því að stöðva jarð- vegs- og gróðureyðingu, stríðið gegn uppblæstri landsins, sem varð annar stóri þátturinn í lífsstarfi hans. Sú saga verður ekki rakin nánar hér. Hákon Bjarnason var hugsjóna- maður um betra, gróskumeira og feg- urra Ísland og hann fylgdi hugsjónum sínum eftir af eldmóði og setti skoð- anir sínar fram á djarfan og hispurs- lausan hátt. Þeirri heimspeki sem hann hafði að leiðarljósi og barðist fyrir var ef til vill best lýst í blaða- grein sem hann skrifaði árið 1952 og nefndi „Gróðurrán eða ræktun“: „Með aukinni þekkingu á náttúrunni og lögmálum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög einstaklingar og þjóðfélög eru háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarðvegur og veðrátta, ræður allri þróun mann- kynsins. Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig en tortímingu yfir af- kvæmi sín.“ Hákon var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magnúsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Ingu. Þau skildu 1942. Seinni kona Hákonar var Guðrún Jónsdóttir Bjarnason og áttu þau fjögur börn: Laufeyju Jóninnu, Ágúst, Björgu og Jón Hákon. Hákon Bjarnason lést á 82. aldurs- ári, hinn 16. apríl 1989. Hann klæddi land sitt í nýjan búning og því mun minning hans lifa. Sveinn Guðjónsson. Hákon Bjarnason Í DAG, 13. júlí, er tengdamóðir mín, þótt ótrúlegt sé, áttræð. Hún fæddist á Brekku- bæ í Nesjum í Horna- firði 13. júlí 1927. For- eldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi, organisti og fræðimaður, fæddur á Brunasandi í Vestur- Skaftafellssýslu, og Ragnheiður Sigjóns- dóttir, húsmóðir, fædd á Fornustekkjum í Nesjum. Sigríður hlaut hefð- bundna menntun heima á Hornafirði auk þess að stunda orgelnám hjá föð- ur sínum. Árin 1949-1950 stundaði Sigríður nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, meðal annars hjá píanókennaranum Lanski Ottó. Árið 1950 hóf hún nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Árið 1949 kom ungur guðfræði- nemi, Gísli H. Kolbeins, austur í Hornafjörð og rændi þessari blóma- rós þeirra Hornfirðinga. Þau voru gefin saman 1951 og hófu búskap í Sauðlauksdal, en 1954 fluttu þau að Melstað í Miðfirði og bjuggu þar í 23 ár. Ásamt því að reka stórt heimili með vinnu- fólki og sumarkrökkum var frú Sigríður organ- isti í Melstaðarpresta- kalli. Kaflaskil urðu í lífi hennar, þegar þau hjónin fluttu til Stykk- ishólms og hún hóf að kenna á hljóðfæri í tón- listarskólanum þar. Af þessu hafði hún mikla ánægju og greinilega einnig nemend- ur hennar, því að sumir þeirra hafa náð mjög langt í tónlistinni. Þau hjónin eignuðust fimm börn, og eiga auk þess 12 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Elsku tengdamamma, fyrir hönd fjölskyldu minnar óska ég þér inni- lega til hamingju með áttræðisaf- mælið og bið þér Guðs blessunar. Þau hjónin munu eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar. Halldór Bergmann. Sigríður Ingibjörg B. Kolbeins AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þeg- ar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu afmælis- og minningargreinar eða greinar í umræðuna, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upp- lýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttökukerfi minningargreina Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar Íbúð til leigu fullb. húsgögnum. Falleg íbúð fullb. húsgögnum, nálægt miðbænum, til leigu til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar: maggag@heimsnet.is, 898 1785. Atvinnuhúsnæði á Akranesi. Til leigu er 241 fm húsnæði að Kal- mannsvöllum 3. Góðar aksturshurðir, skrifstofur og önnur aðstaða. Góðar lagnir. Húsnæðið er miðsvæðis og hentar undir hvers konar rekstur. Hús- næðið er ekki með vsk. skráningu en leigist á 950 á fm. Upplýsingar í síma 891 7565. Andleg leiðsögn Fyrirbænir Draumar Tarot Hanna s. 908 6040 s. 555 2927 Visa/Euro Garðar Ódýr garðsláttur. Tek að mér garðslátt í sumar. Hvert skipti frá 5.000 kr. Hafðu samband og fáðu tilboð. Uppl. í síma 847 5883. Gröfum grunna, fleygum og gerum jarðvegsskipti. Útvegum grús, sand, mold og drenmöl. Helluleggjum, þökuleggjum og hlöðum veggi. Gerum tilboð. Breki jarðverk ehf. Sími 822 2661. Spádómar Húsgögn Sófaborð. Sófaborð í gegnheilum við m/glerpl. til sölu. Verð áður 35.000 kr. Tilboðs- verð 19.500 kr. Uppl. gefur Erlingur í s. 544 8181 eða Bergþór í s. 690 0614. Antík á Selfossi. Mikið af antíkhúsgögnum og öðru skemmtilegu dóti. Kíkið á www.maddomurnar.com. Opið mið.- fös. kl. 13-18 og lau. kl. 11-14. Síminn er 482 4846. Húsnæði í boði Íþróttir Hjólabrettakeppni verður haldin um miðjan ágúst nk. Skráning fer fram í hjólabrettaversl- uninni Underground við Ingólfstorg (Veltusundi 1, 101 Rvk,) og á www.myspace.com/icelandskate. Nánari upplýsingar veitir Mike í síma 551 5556. Íbúð til leigu í Hveragerði. Íbúðin er með 2 stórum herbergjum, borðstofu, baði, þvottahúsi, eldhúsi og geymslu. Íbúðin er laus strax. Uppl. í síma 891 7565. www.virdir.is. Íbúð til leigu í Hveragerði. Glæsileg 2ja herbergja þakhæð með 16 fermetra svölum. Íbúðin er ónotuð. Laus strax. Uppl. í síma 891 7565. www.virdir.is. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.