Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 18
|föstudagur|13. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Það hafa ekki allir leitt hugann að því en svo einfalt verk sem það er að slá garðinn getur ver- ið slæmt fyrir umhverfið. » 21 vistvænt Það er alltaf gaman að kynnast matarmenningu annarra þjóða og sú kínverska er vinsæl hér sem annars staðar. » 20 matur Austurrísk og ítölsk hvítvín eiga vel við á sólríkum íslensk- um sumardögum segir Stein- grímur Sigurgeirsson. » 21 vín Sumrin eru Seyðisfjarðartími, a.m.k.fyrir heimameyna Björt Sigfinns-dóttur sem skundar austur um leið ogskólanum í Reykjavík sleppir á vorin. Þar starfar hún á upplýsingamiðstöðinni yfir sumartímann og við skipulagningu LungA, Listahátíð ungs fólks Austurlandi, sem einmitt hefst núna um helgina. „Dæmigerð helgi hjá mér felst í afslöppun – að eyða góðum tíma með vinum og kannski kíkja á kaffihús eða á völlinn,“ svarar hún innt eftir því hvað drífur á daga hennar um helgar. „Á föstudagskvöldum hittumst við vinirnir gjarnan í heimahúsi og hlustum á góða tónlist. Á eftir kíkjum við kannski út á lífið og þá verð- ur lókalbarinn, Kaffi Lára, oft fyrir valinu.“ Ís á Egilsstöðum Vinnan stýrir því hvort Björt sefur lengur um helgar en aðra daga. „Ef ég er í fríi þykir mér rosalega gott að sofa út eða leggjast út í sólbað og kúra þar aðeins lengur. Á eftir fer ég oft í góðan göngutúr með vinunum, til dæmis upp í fjall að tjörninni sem þar er eða út með firðinum. Stundum kíkjum við upp á Egilsstaði og kaupum okkur ís. Þannig að maður reynir að vera dálítið menningarlegur og njóta náttúrunnar hérna meðan maður hef- ur hana.“ Matur er ofarlega á lista hjá Björt yfir frídagana. „Við krakkarnir höfum stundað það að fara út að borða saman á laugardags- kvöldum enda eru tveir alveg stórkostlegir matsölustaðir hérna á Seyðisfirði. Í rauninni eru þrjú kaffihús og einn bar að auki þannig að það er úr nógu að velja.“ Hún játar því að talsverður munur sé á Seyðisfirði og stórborgarlífinu fyrir sunnan. „Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir hún með áherslu. „Maður er svo frjáls hér fyrir austan og það er náttúrlega ein af ástæðunum fyrir því að maður kemur sumar eftir sumar eftir sumar.“ Sjötíu gestir frá sex löndum Önnur ástæða er LungA, því Björt hefur verið viðriðin hátíðina frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2000. Um er að ræða alhliða listahátíð þar sem ungt fólk tekur þátt í skap- andi listasmiðjum og nýtur listviðburða af öllu tagi. „Núna er undirbúningur á algjöru loka- stigi því setningarathöfnin er á sunnudag,“ segir Björt en hátíðin varir í viku. „Í dag tök- um við á móti fyrstu erlendu þátttakendunum en við eigum von á sjötíu krökkum frá sex löndum. Þetta er því formlega orðin alþjóðleg hátíð.“ Björt verður því í gestgjafahlutverki um helgina, ekki síst í dag og á morgun eða þar til hátíðin verður sett og mun m.a. fara með hina erlendu gesti í gönguferð á laugardag í Skála- nes, sem er við opið á Seyðisfirði. Aðspurð segist hún ekki eiga von á því að hátíðin snúist upp í einhvers konar útihátíð. „Við höfum sent frá okkur fréttatilkynningu um unglinga- drykkju því við kærum okkur ekki um krakka undir aldri, blindfulla upp um alla veggi,“ seg- ir hún ákveðin. „Við höfum gert vissar ráðstaf- anir og það verður t.a.m. foreldrarölt og mikil gæsla því við viljum gera allt sem við getum til að þetta fari á besta veg. Enda snýst LungA fyrst og fremst um menningu og kynningu á listum – að kveikja neistann hjá þessum krökkum. Aðalatriðið er að njóta lista saman.“ Að kveikja neistann Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Annríki Það er mikið að gera hjá Björt við skipulagningu listviðburða á Seyðisfirði. Tími vannst þó til myndatöku um miðnæturbil eitt kvöldið í vikunni eftir konsert í Seyðisfjarðarkirkju. FJÖLMARGAR tískusýningar eru haldnar víða um heim og þó það sé nú oftast fatn- aðurinn sem ætlað er að vera miðpunktur athyglinnar er tískusýningum vissulega stundum einnig ætlað að vekja athygli á annars konar málefnum. Þannig var t.d. með flíkurnar á mynd- unum hér til hliðar sem sýndar voru á tískusýningu sem haldin var á frjósemis- ráðstefnu er efnt var til í Peking, höfuðborg Kína, nú vikunni. Því þótt þessir kjólar kunni að virðast hefðbundnir við fyrstu sýn þá er ekki hægt að segja annað en að efniviðurinn sé harla óvenjulegur. Kjólarnir eru nefnilega svo gott sem eingöngu búnir til úr smokkum. Og gúmmíverjan virðist bara koma nokkuð vel út í þessu nýja hlutverki, þótt ekki hafi borist neinar fregnir af þægilegheitum þessa frumlega klæðnaðar. Öryggið sett á tískuoddinn Reuters Allt í hvítu Stuttur hvítur kjóll með pífupilsi og efniviðurinn – smokkar. Litríkur og sumarlegur Rauðir og gulir litir gefa þessum verjukjól rómanskt yfirbragði. Hefðbundinn stíll Sniðið er e.t.v. að hefð- bundnum kínakjól en efnið er gúmmí. tíska Gönguferðin Ganga í Skálanes á góðviðrisdegi. Bíóhúsið Mini Ciné á Seyðis- firði sem er minnsta bíó í Evr- ópu. www.thefreedomcoun- cil.com. Menningin Heimsókn í Menn- ingarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði, Bistro og internetcafé í anda Dieter Roths, gallerí og lista- mannaíbúð. www.skaftfell.is. Gistingin Hótel Aldan í hjarta Seyðisfjarðar. Þar má einnig fá hágæða mat af bestu gerð. www.hotelaldan.is. Sportið Að skella sér á fót- boltavöllinn á Seyðisfirði og sjá myndarlegasta knatt- spyrnulið landsins, Hugin, leika. Björt mælir meðÞær helgar sem Björt Sigfinns- dóttir er ekki upptekin við að svara á útlensku fyrirspurnum um Seyðisfjörð og nágrenni nýt- ur hún þess að slappa af og hitta góða vini. Hún sagði Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur frá frelsinu fyrir austan. Með logana á lofti Þessi eldspú- andi ungmenni komu fram á opnunarhátíð LungA í fyrra. Ljósmynd/Börkur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.