Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 27 ✝ Þórunn Jó-hannsdóttir, áður til heimilis á Gránufélagsgötu 7 á Akureyri, fæddist á Hinriksmýri á Ár- skógsströnd 4. nóv- ember 1919. Hún lést á Dvalarheimil- inu Hlíð 6. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Þórunnar voru Mal- ín Þorsteinsdóttir, f. 17. apríl 1882, d. 25. júní 1969, og Jóhann Sigurður Jónsson, f. 1. júní 1881, d. 30. október 1956. Systur Þórunnar samfeðra voru: 1) Sigríður Jóna, f. 10. ágúst 1903, d. 22. apríl 1982, 2) Gunnfríður, f. 23. janúar 1905, d. 22. nóvember 1980, 3) Kristín María, f. 24. ágúst 1908, d. 23. maí 1933, 4) Sigurpálína, f. 20. ágúst 1910, d. 11. maí 1958, 5) Pollý, f. 18. júlí 1912, d. 6. jan- úar 1967, og 6) Kristín, f. 14. maí 1916, d. 21. mars 1999. Eiginmaður Þórunnar var Baldvin Ásmundsson sjómaður, f. á Brimnesi á Árskógsströnd 17. maí 1911, d. 13. febrúar 1985. Börn þeirra eru: 1) Heiðar Rafn, f. 1. október 1944, d. 21. janúar 2005. Fyrri kona hans er Sigrún Arngríms- dóttir, f. 15. maí 1943. Börn þeirra eru Jóhann Rafn, Arna Kristjana, Baldvin Þór og Hafþór. Seinni kona Heiðars er Anna Steinlaug Ingólfsdóttir, f. 2. júní 1951. Börn þeirra eru Linda Hrönn (fóstur- dóttir), Dagný og Einir. 2) Snjó- laug Aðalheiður, f. 26. febrúar 1948, gift Guðlaugi Arasyni, f. 14. mars 1947. Börn þeirra eru Baldvin Ari, Heimir og Þórunn. 3) Jóhann Sigurður, f. 13. nóv- ember 1951, d. 1. nóvember 1956. Afkomendur Þórunnar og Baldvins eru komnir á fjórða tug. Sambýlismaður Þórunnar á efri árum var Hjörleifur Jó- hannsson frá Hrísey, f. 13. sept- ember 1915, d. 2. október 2001. Þórunn verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um hana ömmu mína eru yndislegar móttökur og flottheit í matargerð. Kannski áhugi minn á öllu sem tengist mat sé kominn frá henni. Þegar ég hitti ömmu var alltaf mikið knúsast, bæði þegar ég kom og einnig þeg- ar ég fór. Fyrst fékk ég knús uppi í stofu, svo annað niðri í forstofu og eitt svona í lokin úti á stétt. Svo stóð hún úti og veifaði þangað til við sáumst ekki lengur. Þegar ég var lítil fórum við fjöl- skyldan oft í bæinn. Í hádeginu biðum við systkinin spennt eftir því að koma auga á ömmu og afa koma úr vinnunni. Amma bauðst strax til að drífa sig heim að yla handa okkur pylsur. Eftir hádeg- ismat fórum við að erindast meðan amma og afi fengu sér blund. Í kaffitímanum hafði amma svo dýr- indiskræsingar á boðstólum eins og upprúllaðar pönnsur með sykri eða heimalagaðri sultu og troð- fullar af rjóma. Amma gerði líka bestu kæfu í heimi sem hægt var að skera niður í sneiðar. Kæfuna setti hún ofan á glænýtt flatbrauð og soðið brauð en mér fannst hún best ein og sér. Smurbrauðstert- urnar hennar ömmu voru líka ein- stakar og fallega skreyttar með eggjum, gaffalbitum og rauðrófum. Heita kakóið setti svo punktinn yf- ir i-ið. Eftir svona „drekkutíma“ stóðu allir á blístri og fékk pabbi sér oftar en ekki kríu, eins og hann kallaði það, í sófanum. Amma útbjó einnig kvöldmat handa okkur, oftast steik. Í eft- irmat fengum við svo kaldan ávaxtagraut með rjóma og þar á eftir var komið að ísnum. Amma átti margar sortir af ís og fengum við systkinin að fara niður í kistu og velja okkur. Oft var amma með flottar ístertur sem maður fékk nú hvergi annars staðar. Stundum fékk ég að gista í Gránufélagsgötunni hjá ömmu og afa. Þá tók afi gestadýnuna fram og svaf sjálfur á henni í stofunni en ég fékk að sofa í holunni hans við hliðina á ömmu. Ég man að þegar ég var hjá þeim þá fannst mér ég mjög fullorðin og dugleg. Ég fékk að raka skeggið á afa og hjálpa ömmu með augndropana og stundum fékk ég að labba alein niður í Turninn niðri á eyri. Þar keypti ég Thule handa afa, einn pott af mjólk og pela af rjóma fyr- ir ömmu og gotterí handa mér. Ég hef nú grun um að amma hafi stað- ið úti á stétt og fylgst með mér svona með öðru að minnsta kosti. Amma var mikil ballkona og fannst fátt skemmtilegra en að dansa. Hún var líka alltaf svo smart og hafði áhuga á öllu sem var móðins. Ég man eftir einu kvöldi sérstaklega því þá var kol- vitlaust veður og fáir á ferli. Amma lét það nú ekki stoppa sig heldur dreif sig á 3 böll það kvöld- ið. Það var bara ekki nógu mikið fjör á þeim fyrri. Hún spurði mig í hvert sinn sem ég heimsótti hana hvort ég væri ekki búin að fara á ball og skildi ekkert í mér þegar ég svaraði henni nánast alltaf neit- andi. Amma var búin að vera léleg í skrokknum og því hafði hún ekki komist á ball lengi. Ég er viss um að nú er hún búin að taka fram ballskóna að nýju. Ég kveð með söknuði elskulega ömmu mína sem kallaði mig svo oft litlu Lóuna sína. Dagný Heiðarsdóttir. Elskuleg amma mín er látin. Með þakklæti í huga minnist ég hennar nú, sannfærð um að hún sé komin í samvistir við afa á ný. Ég er lánsöm að hafa fengið að njóta samvista við hana og afa í uppvexti mínum þar sem þau bjuggu í Gránufélagsgötunni. Í minning- unni eru ljúfar stundir þar sem amma ásamt afa sá til þess að sem allra best færi um nöfnu hennar hjá henni, hvort sem um væri að ræða kvölds, morgna eða miðjan dag. Allt fram til síðasta dags var henni mjög umhugað um velferð allra í fjölskyldunni og ekki síst litlu krílanna sem hún spurði alltaf eftir. Ég kveð nú ömmu mína í bili og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Megi hún eiga góðar stundir hinumegin. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Þín Þórunn. Þórunn Jóhannsdóttir ✝ Árni Guð-bergur Guð- mundsson fæddist á Neðri-Grund í Grindavík 8. sept- ember 1925. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 25. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Eiríka Jóhanna Oktovía Árnadóttir símstöðvarstjóri í Grindavík, f. 2. október 1901, d. 11. janúar 1973 og Guðmundur Erlendsson formaður á bát í Grindavík, f. 29. mars 1898, d. 7. mars 1933. Albróðir Árna er Erlendur, f. 11. janúar 1930. Hálfsystur hans, sammæðra, eru Erla Guðmunda Olgeirs- dóttir, f. 13. desember 1936 og Guðborg Kristín Olgeirsdóttir, f. 20. janúar 1941. Árni kvæntist 3. apríl 1958 Vigdísi Ágústu Sigurðardóttur, f. 14. október 1931. Foreldrar hennar voru Sigurður G. Haf- liðason, f. 1908, d. 1998 og Klara Tómasdóttir, f. 1913, d. 1993. Börn Árna og Vigdísar eru: 1) Klara Sig- ríður, f. 1952, maki Jóhann Kristjánsson, f. 1952, börn þeirra Adda Sigríður, Smári Freyr og Eva Sif. 2) Guð- mundur Jóhann, f. 1957, maki Ingunn Jónsdóttir, f. 1959, börn þeirra Jón Árni, Guðmundur Karl, Guðrún Ósk og Ágúst Ingi. 3) Sigurður Hafliði, f. 1960, maki Berglind Káradóttir, f. 1958, börn þeirra Anna Mar- grét og Atli Gunnar. 4) Jóhanna Guðbjörg, f. 1965, maki Ingimar Cizzowitz, f. 1962, börn þeirra Gísli Þór, Vigdís Bára, Árni Guðbergur, Daníel Ingi, Jó- hanna Rut og Ingimar Kristinn. Árni átti auk þess sjö langafa- börn. Árni Guðbergur starfaði í slökkviliðinu og á trésmíðaverk- stæði Reykjavíkurflugvallar alla sína starfsævi eða til 1995. Útför Árna verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Það er ótrú- legt að þú skulir vera horfinn úr þessum heimi og við hin þurfum að halda áfram án þín. Þegar ég hugsa til baka man ég þegar þú fórst með okkur systkinin upp í Rauðhóla á sunnudagsmorgn- um, til að sigla bátunum okkar. Á meðan fékk mamma frið til að elda sunnudagssteikina. Og öll ferðalög- in sem fjölskyldan fór saman á bjöllunni. Það voru góðir tímar. Þegar þið mamma ákváðuð að byggja sumarbústað í Kjósinni tók öll fjölskyldan þátt í því. Það var yndislegt að vera þar. Eftir að ég fékk mér mann, hann Ingimar, sem tók upp á því að kalla þig tengdakallinn við góðar undir- tektir og við eignuðumst börnin okkar 6 vorum við alltaf velkomin í Kjósina, til afa og ömmu. Krakk- arnir nutu sín þar, undir þinni leið- sögn. Þegar við hjónin fórum að ferðast sjálf komuð þið mamma oft með okkur. Það var gaman. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa okkur, þegar þurfti að smíða eitthvað eða lagfæra. Þú töfraðir fram heilu inn- réttingarnar. Þar nutu smiðshæfi- leikar þínir sín til fullnustu. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Þín er sárt saknað. Við kveðjum þig með lítilli bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Valdimar Briem.) Þín dóttir, Jóhanna Árnadóttir og fjölskylda. Með örfáum orðum langar okkur að kveðja hann afa. Það virðist oft vera þannig að í minningargreinum líta flestir út fyrir að vera hálfgerðir dýrlingar, þrátt fyrir að í raunveruleikanum séu það fæstir, eða í rauninni eng- inn! Í huga okkar systkinanna kemst afi okkar þó næst því. Öll okkar upplifun af honum er já- kvæð. Hann var sá sem vildi allt fyrir mann gera og meira til ef hann gat. Þrátt fyrir að aldurinn hafi verið farinn að færast yfir og heilsunni farið að hraka sló hann ekki slöku við. Hann var mættur til okkar með verkfærin sín til að gera við, laga og græja áður en nokkur bað um aðstoð. Það er óumdeil- anlegt að afa leið best þegar hann hafði nóg að gera, enda var hann ekki sérlega mikið fyrir að slappa af. Honum leið best með hamarinn í hendinni. Hann smíðaði meðal ann- ars undir styrkri verkstjórn ömmu eigin sumarbústað, bátaskýli og árabáta, ásamt ótalmörgu öðru sem tæki margar blaðsíður að telja upp. Það eru einmitt endalausar minningar úr Kjósinni sem rifjast upp fyrir okkur. Við minnumst til dæmis afa og ömmu að taka á móti okkur á nærfötunum í sólinni! Enda var alltaf gott veður í Kjós- inni! Hin árlega Kjósarhátíð sem þau komu á laggirnar, var sérlega eftirminnileg úr barnæskunni. Oft var spilað, sungið og trallað fram á nótt. Þarna upplifðum við margar ógleymanlegar samverustundir fjölskyldunnar. Árnagarður á Vigdísarvöllum, eins og vinin var kölluð, var klár- lega aðaláhugamál ömmu og afa, fyrir utan stórfjölskylduna sem var alltaf númer 1, 2 & 3. Saman gátu afi og amma endalaust verið að dunda sér í ýmsum endurbótum, stækkunum, viðhaldi og skógrækt á svæðinu, enda var lóðin orðin skógi vaxin þrátt fyrir að í byrjun hafi hún einungis verið urð og grjót. Afi var rólyndismaður, vandvirk- ur og eljusamur. Hann gaf sér allt- af tíma fyrir þá sem þurftu á hon- um að halda, hvort sem var til að spjalla og gefa ráð eða vegna ann- arra hluta. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum en leyfði þó öðrum að hafa sínar eigin! Undir það síðasta var hann orðinn heilsu- lítill en bar sig þrátt fyrir það vel og reyndi að hafa eins mikið fyrir stafni og hægt var. Hjá afa var allt- af stutt í brosið. Við viljum með þessum fáu orð- um þakka afa fyrir samfylgdina, hún var ekkert nema góð. Það verður skrítið að hafa hann ekki með okkur áfram. Við erum þó viss um að hann vakir yfir okkur og passar upp á okkur eins og hann hefur ávallt gert. Fráfall afa verður þó erfiðast fyrir hana ömmu. Afi og amma höfðu verið gift í næstum 50 ár og áttu vel saman þrátt fyrir að vera mjög ólík. Þeirra styrkur var að okkar mati hvað þau bættu hvort annað upp og voru einstaklega gott lið. Sagt er að tíminn lækni öll sár, og þó hann geri það ekki þá hlýtur hann í það minnsta að deyfa þau. Minningin um yndislegan mann lif- ir í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Amma, þú veist að þú átt góða að og getur ávallt leitað til okkar sem og annarra í fjölskyldunni. Adda S. Jóhannsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson, Eva Sif Jóhannsdóttir. Afi og langafi. Við minnumst þín nú og alltaf. Þessi hlýi og trausti maður, með bros á vör í sólbaði „á nærbuxunum“ uppi í Kjós að dunda sér. Er þú kveður okkur í síðasta sinn afi og langafi þökkum við þér fyrir að hafa verið svo stór partur af lífi okkar allra. Að hafa hjálpað okkur gegnum súrt og það allra besta að vera alltaf til staðar öll þessi ár. Þín á eftir að verða sárt saknað. En þá minnumst við þess að merkasti maður allra tíma var og verður (Árni Guðbergur Guðmundsson) þú, afi og langafi. Við hefðum viljað hafa þig lengur með okkur. Takk fyrir samveruna. Guð geymi þig uns við hittumst á ný. Gísli, Herdís og Karitas Rós. Árni Guðbergur Guðmundsson Ég kveð þig nú, elsku afi minn, þó þú hverfir núna og komir ekki aftur, ég kveð þig nú. Þegar sólin skín inn um gluggann minn og sendir geisla á gömlu myndirnar af þér skal ég minnast þín, elsku afi minn. Þú verður á gangi á gullnum stígum, langt í fjarska. Nú verð ég bara að kveðja þig, þó að það sé sárt. Ástarsöknuður. Kveðja frá hríslunum hans langafa, Kristu Líf og Eriku Rós. Vigdís Bára. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR EINARSSON áður bóndi í Leyni, Laugardal, Fossvegi 4, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 14. júlí kl. 11. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Lilja Guðmundsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Þórir Snorrason, Svanheiður Ingimundardóttir, Magnús Guðjónsson, Guðmundur Óli Ingimundarson, Roswitha M. Hammermuller, Fjóla Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNI GUÐJÓNSSON, Sunnubraut 17, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, mánudaginn 16. júlí kl. 14.00. Rafnhildur Katrín Árnadóttir, Helga Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.