Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Sýknaðir í kókaínmáli  Tveir menn voru sýknaðir í hér- aðsdómi í gær fyrir tilraun til að smygla tæpum fjórum kílóum af kókaíni til landsins. » 6 Yfirtökutilboð í Alcan  Ástralska námafélagið Rio Tinto hefur gert yfirtökutilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Al- can á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. » 12 „Fituskattur“ til umræðu í Bretlandi  Vísindamenn við Oxford-háskóla telja að hægt væri að fækka dauðs- föllum vegna hjarta- og æðasjúk- dóma um 3.000 ef óhollur matur væri skattlagður sérstaklega. » 13 Á akstri í vímu  Lögreglan greip sextíu ökumenn undir áhrifum fíkniefna í júní. Mælist vímuefni í blóði ökumanns er hann sviptur ökuréttindum þar til dómur fellur í málinu. » Forsíða Íslendingur kaupir stór- fyrirtæki í Danmörku  Fyrirtæki Magnúsar Kristins- sonar, eiganda Toyota á Íslandi, hef- ur keypt stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. » 6 SKOÐANIR» Forystugreinar: Ofbeldi og fíkni- efni | Bush í vanda Staksteinar: Fjármálatækni Ljósvakinn: Lög…langavitleysa UMRÆÐAN» Tíu ráð til varnar Vestfjörðum Sannur ungmennafélagsandi eða pólitískt vindhögg Kjarkleysi í kvótamálum Langt húdd fullt af hestöflum Breskar konur hrífast af blæjubílum Skrikvörn gæti fækkað banaslysum Dagar sportbílsins senn taldir? BÍLAR» 3 #4$ -" * "# 5 "!  " "!  2  2 2 2 2 2  2 2  2 2 2 2 2   , 6(0 $  2 2  2 2 2 2 2   7899:;< $=>;9<?5$@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?$66;C?: ?8;$66;C?: $D?$66;C?: $1<$$?E;:?6< F:@:?$6=F>? $7; >1;: 5>?5<$1*$<=:9: Heitast 18 °C | Kaldast 13 °C  NA 5-10 m/s NV- lands, annars hægari. Væta öðru hverju N- og A-lands, bjart SV til en síðdegisskúrir. » 10 Vinirnir Ólafur, Guðmundur og Pét- ur opna gallerí Crush í miðbænum sem verður einnig búð. » 36 MYNDLIST» Gallerí Crush SJÓNVARP» Félagarnir í Little Brit- ain fara til Ameríku. » 38 Nýjasta Harry Potter-kvikmyndin, Fönixreglan, fær þrjár stjörnur og þykir innihalda góð- ar brellur. » 41 KVIKMYNDIR» Harry Pott- er góður TÓNLIST» Heimilistónar fá þrjár stjörnur. » 39 TÓNLIST» Kira Kira er atorkusam- ur einstaklingur. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Victoria segir frá ástarsorg sinni 2. Ástarþríhyrningur Barrymore 3. Sýknaðir af ákæru vegna … 4. Hæsti maður heims giftir sig Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „EF RÉTT reynist þá er þetta er ótrúlegur yfir- gangur af hálfu borgarstjórnar Reykjavíkur og afar ólýðræðisleg ákvörðun,“ segir Sverrir Guð- jónsson, formaður Íbúasamtaka Grjótaþorps, sem í gær varð var við að arkitekt Minjaverndar væri að mæla upp garðinn á milli húsanna Grjótagötu 6 og 12. „Mér var tjáð að borgarstjóri hefði ákveðið að þarna ætti að koma Gröndalshúsinu fyrir,“ segir Sverrir og er afar ósáttur við að slík ákvörð- un sé tekin innan borgarkerfisins án þess að sam- ráð sé haft við íbúa Grjótaþorpsins. Bendir hann á að á umræddri lóð sé leikvöllur fyrir börn hverf- isins og að garðurinn sé einn af fáum opnum svæðum innan Grjótaþorpsins. Að sögn Sverris er þetta önnur tillagan um staðsetningu innan Grjótaþorpsins, en fyrr í vor var fundað með íbúum vegna staðsetningar Grön- dalshússins á mótum Fischersunds og Mjóstræt- is. Ekki náðist samstaða um þá staðsetningu og segir Sverrir síðan ekki hafa heyrt meira af mál- inu þar til starfsmenn borgarinnar hófu að mæla fyrir húsinu á fyrrgreindu leiksvæði í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kjartan Magnússon, formaður menningar- og ferðamála- ráðs, til skoðunar hjá ráðinu hvar finna megi Gröndalshúsinu stað í Grjótaþorpinu. Segir hann ekki búið að taka neina ákvörðun um staðsetn- ingu, en á von á því að málið skýrist í sumar eða með haustinu. Aðspurður segir hann verið að skoða ýmsa kosti og því ekki óeðlilegt að mæla fyrir húsinu á þeim stöðum sem til greina koma. Aðspurður segir hann ákvörðun um staðsetningu munu verða tekna í samráði við íbúa Grjótaþorps- ins. Ólýðræðisleg ákvörðun  Formaður Íbúasamtaka Grjótaþorps ósáttur við skort á samráði við íbúa  Borgarfulltrúi segir ekki búið að taka ákvörðun um staðsetningu Gröndalshúss Í HNOTSKURN »Gröndalshús var byggt árið 1882 enBenedikt Gröndal eignaðist það árið 1888 og bjó þar til dauðadags árið 1907. »Áhugafólk um Gröndalshúsið barðistseint á síðasta ári fyrir því að húsið fengi að standa óhreyft á Vesturgötu 16 og mótmælti fyrirhuguðum flutningi þess á Árbæjarsafnið. » Í framhaldinu ákváðu borgaryfirvöldað kanna möguleika þess að finna Grön- dalshúsinu pláss í Grjótaþorpinu. Morgunblaðið/G. Rúnar Leikvöllurinn Mælt hefur verið fyrir Gröndals- húsinu við Grjótagötu í Grjótaþorpinu. „ÞETTA leit ekki vel út,“ segir Krist- ín Þórhallsdóttir, skálavörður í Langadal í Þórsmörk, en hún fór ásamt öðrum skálaverði á traktor út í Krossá síðastliðinn sunnudag á eftir bílaleigubíl sem svissneskt par hafði ekið út í ána. „Þau komast ekki út, vatnið nær þeim upp að brjósti og þau sjá ekkert út vegna öldugangs og vita því ekki hvort þau eru komin á kaf eða ekki. Stelpan reynir að bjarga verðmætum og skilur ekki hvers vegna strákurinn passar bara upp á jakkann sinn. Upp úr jakkanum flýt- ur síðan lítið box sem strákurinn grípur og opnar og í því er hringur. Hann biður stúlkuna að giftast sér, en þau halda bæði að þetta sé þeirra síðasta, og svarar hún að hún muni aðeins giftast honum ef hann bjargi lífi þeirra. Í sama mund komum við á traktornum og drögum þau á land,“ segir Kristín og bætir við að líklega sé þetta fyrsta parið sem trúlofi sig í Krossá en haldin var mikil grillveisla um kvöldið þeim til heiðurs og var þeim boðin gisting í skálanum í Langadal í kjölfarið. Kristín segir mikið í Krossánni núna og ekki gott að komast yfir hana. Nokkuð hafi verið um það að fólk lendi í vandræðum í ánni og ráð- leggur Kristín fólki að leggja bílum sínum í stæði og fara yfir göngubrúna í stað þess að leggja í ána. Trúlofun í miðri Krossá FRAMKVÆMDIR standa um þess- ar mundir yfir í Viðey en vinnuhóp- ur Ístaks reisir þar friðarsúlu sem hönnuð er af Yoko Ono í samvinnu við Reykjavíkurborg. Endanleg hönnun verksins hefur ekki verið gerð opinber en mikil vinna hefur farið í að sjá til þess að verkið falli inn í umhverfið á eyjunni og ljós- geislarnir henti íslensku umhverfi. Kveikt verður á verkinu hinn 9. október, fæðingardag Johns Lenn- ons, en ekki er stefnt á að geislarnir berist frá verkinu allt árið um kring. | 16 Listaverk rís í Viðey Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.