Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is Evan hjálpi okkur Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS HARRY POTTER 5 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HARRY POTTER K. 6 - 9 B.i. 10 ára EVAN ALMIGHTY kl. 8 LEYFÐ DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS eee S.V. MBL. SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS WWW.SAMBIO.IS RÉTT er að taka fram í upphafi að undirritaður er enginn sérstakur Harry Potter-unnandi og stendur utan við trúarsöfnuðinn sem dýrk- ar fyrirbrigðið og hefur gert bæk- urnar og myndbálkinn að einum þeim vinsælasta í sögunni og höf- undinn, J.K. Rowling, að einum kunnasta metsöluhöfundi samtím- ans og svo mætti lengi telja. Fyrir mér er hún enn ein megabrellu- framhaldsmynd sumarsins. Fimmta myndin um Potter (Radcliffe) og vini hans, Ron (Grint) og Hermione (Watson), Fönixreglan, vísar til leynireglu tengdrar Hogwart-galdraskól- anum. Risin er ný öld frá því að bálkurinn fór á flug, þá voru þre- menningarnir innan við fermingu, nú eru þeir farnir að kyssast. Hvað skyldi þeim detta í hug næst? Hvað sem því líður er Rowling bú- in að skrúfa tappann á Potter- flóðið, von er á sjöundu og síðustu bókinni í sumar. Það lítur því út fyrir að Potter-dýrkendur eigi að- eins tvær myndir óséðar, ég mundi samt ekki veðja á það. Sjáið hvað teygist úr Bond. Fönixreglan grípur mann í upp- hafi því hún byrjar firnavel, í ill- yrmislegum hryllingsmyndastíl, sem stendur of stutt. Voldemort, lávarðurinn illi (Ralph Fiennes), er að rumska í víti sínu og kemur róti á atburðarásina, m.a. er allt að fara úr böndum í Hogwart- skólanum. Galdramálaráðherrann hefur skipað nýjan skólameistara, frú Umbridge (Imelda Staunton), kerfiskerlingu alvonda sem skellir skollaeyrunum við ógninni af Voldemort, hrekur Dumbledore frá og tekur öll völd. Það blasir við Potter að nú verður að bregðast hratt og ákveðið við myrkraöfl- unum ef ekki á illa að fara og hann stofnar sérsveit hinna útvöldu. Hér er allt að finna á tæknisvið- inu sem hægt er að fá fyrir pen- inga og aukaleikararnir eru margir af bestu sviðs- og kvikmyndaleik- urum Englands. Gambon, Rick- man, Oldman, Smith, Walters, list- inn er langur, og allt bætir þetta hæfileikafólk innihaldið, en ástæða til að geta Staunton (Vera Drake), sem fær bitastæðasta hlutverkið og smjattar á því. Sjálfsagt þykir aðdáendum Potters mikið til Radc- liffes koma, hann hefur breyst úr drengstúf í frekar geðugan ungan mann, og vafalaust erfitt að túlka hlutverkið betur. Því miður gerist sagan tilþrifa- lítil þegar á líður, gamalkunnur slagur á milli góðs og ills en í glæsilegum umbúðum. Leiktjöldin og búningarnir eru sláandi, sömu- leiðis er tónlistin eftir Nicholas Hooper svipmikil og falleg og límir myndina saman á löngum köflum. Kvikmyndataka (Slawomir Idziak) og tæknivinna er að sjálfsögðu í bestu fáanlegu höndum og það sýnir sig. Hins vegar eru brell- urnar misjafnar, allt frá því að vera ósvikið augnakonfekt niður í síendurtekin galdrasprotatrix, stjörnuljós og flugeldasýningar sem verða þreytandi þegar sýning- artíminn fer að nálgast tvo tímana. Þá skellur á áhorfendum hver brellubylgjan á fætur annarri og svo virðist sem það sé engin leið að hætta. Fönixreglan er í hópi betri Pottermyndanna, svíkur engan aðdáanda Rawlings og á örugglega eftir að öðlast miklar vinsældir. Þeim sem bíða í ofvæni eftir gaml- árskvöldi er einnig bent á að myndin getur slakað á spennunni. Fyrsti kossinn KVIKMYNDIR Sambíóin, Smárabíó Leikstjóri: David Yates. Aðalleikarar: Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint. 138 mín. Bandaríkin 2007. Harry Potter og Fönixreglan/Harry Potter and the Order of the Phoenix  Spennandi „Fönixreglan grípur mann í upphafi, því hún byrjar firnavel, í illyrmislegum hryllingsmyndastíl, sem stendur of stutt,“ segir meðal annars í dómnum um Harry Potter og Fönixregluna. Sæbjörn Valdimarsson CATHERINE Zeta-Jones hótaði að yfirgefa Michael Douglas ef hann eignaðist ekki með henni börn. Leikkonan ljóstraði því upp á dögunum að Michael hefði beðið hennar með orðunum: „Ég vil vera faðir barnanna þinna.“ Katarína gekk þó úr skugga um að í orðum Mikjáls væri fólgin alvara. Í viðtali við Parada-tímaritið seg- ir hún: „Fáeinum mánuðum eftir að við fórum að krunka okkur saman hafði ég fallið fyrir honum. En ég varð að fullvissa mig um eitt. Ég sneri mér að honum og spurði: „Viltu raunverulega eignast börn?“ Og ég hélt í eitt andartak að hann hygðist svara með orðunum: „Ég á son. Hann heitir Cameron.“ Þá hefði ég þurft að segja: „Bless.“ Ég minnist þess að mæla ögrandi: „Án barna get ég ei lifað.“ Og hann svaraði: „Ekki ég heldur.““ Michael og Catherine gengu í heilagt hjónaband árið 2000, og eiga nú tvö börn. Michael átti fyrir 28 ára son, áðurnefndan Cameron. Reuters Rík Leikararnir Michael Douglas og Catherine Zeta -Jones eru rík af peningum og börnum. Catherine Zeta-Jones þrífst ekki án barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.