Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 9 Aukaafsláttur á útsölunni Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Flott ústala Nýjar vörur Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli. Til leigu á Laugarásvegi 1 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Stórar svalir með flottu útsýni. Upplýsingar í síma 862 0160, Ester Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stærðir 38-60 Útsalan er hafin 30-50% afsláttur af útsöluvörum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, boðar aukna samvinnu Íslendinga og Rússa í orku- og umhverfismálum, hvort sem er á sviði viðskipta eða vís- indarannsókna. Þetta kom fram í ályktun borgarstjóra undir lok orkuþingsins í Moskvu fyrir helgi, sem íslenska viðskiptasendinefndin sótti. Fjöldi fyrirlesara hélt erindi, með- al þeirra Þorsteinn Ingi Sigfússon, nýskipaður forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands, sem segir ís- lenska aðila munu vinna með kjarn- orku- og jarðhitastofnunum í Rúss- landi að þróun nýrrar aðferðar við vinnslu orku úr jarðhita, þar sem vetnistækni er beitt til að mynda heitari gufu. Gangi áætlanirnar eftir verði hægt að bæta orkunýtni ís- lenskra jarðhitakerfa um fimmtung, úr 11% í 14%, sem myndi miðað við núverandi tekjur af orku úr jarðhita skila hundruð milljónum króna og ber þá að taka tillit til þess að slík orkuvinnsla á eftir að aukast. Orkuþingið í Moskvu var fjölsótt og greinilegt að töluverður áhugi var á íslensku erindunum, en næsta orkuþing verður einmitt haldið hér á landi á komandi ári. Vilhjálmur segir mikla möguleika felast í útflutningi orkuþekkingar, sókn íslenskra orkufyrirtækja og vísindamanna á erlenda markaði sé ígildi þriðju útrásarinnar, á eftir fiskútflutningi, sölu á hátæknibúnaði í sjávarútvegi og umsvifum banka- og fjármálastarfsemi á erlendum mörkuðum. Í samstarf við „Harvard“ Rússa Margrét S. Björnsdóttir, forstöðu- maður við Háskóla Íslands, sótti þingið fyrir hönd háskólans. Innt eftir áhuga háskólans á sam- starfi við Rússa í orkumálum segir Margrét að nú sé vísindasamfélagið að fylgja í kjölfar viðskiptalífsins og að stefnt sé að öflugum nemenda- skiptum á næstu árum. Nú þegar stundi hátt í eitt hundrað erlendir stúdentar nám við HÍ í jarðvísind- um, orkuverkfræði og umhverfis- og auðlindafræði. Eykst fjöldi þeirra með hverju ári, en kennt er á ensku. Ekki sé síður mikilvægt að fjölga ís- lenskum nemendum í umhverfis- og orkufræðum, því íslensk útrásarfyr- irtæki í orkumálum muni þurfa sí- fellt fleiri sérfræðinga á þessu sviði, sem og erlend fyrirtæki. Stofnanirnar sem á næstu árum áforma að hasla sér völl á þessu sviði, auk Háskóla Íslands, eru RES-orku- skóli á Akureyri, Keilir, í samstarfi við HÍ, og svo Orkuveita Reykjavík- ur, HÍ og Háskóli Reykjavíkur, sem saman bjóða alþjóðlegt framhalds- nám í orkuvísindum. Jarðhitaháskóli HÍ hefur auk þess starfað hér á landi um árabil. Margrét telur lykilatriði að þessir aðilar vinni saman og mun Háskóli Íslands beita sér fyrir því. Töluverður áhugi er á náminu er- lendis og segir Júlíus Hafstein, skrif- stofustjóri í ferðamála- og viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytisins, að áætlað sé að á fimmta hundrað Pól- verjar hafi sótt um inngöngu í RES, en styrkir eru aðeins veittir til 25 til 30 nema á ári. Björn Gunnarsson, forstöðumaður RES, segir að hægt sé að bæta fleiri nemendum við, greiði þeir sjálfir. Árið 2008 sé búist við allt að 50 nem- um, en óljóst sé hversu margir komi frá Rússlandi. Mun RES eiga í sam- starfi við MGIMO-háskólann í Moskvu, alþjóðlegan 5.000 nemenda skóla sem nefndur hefur verið „Har- vard“ Rússa í orkuvísindum. Borgarstjóri boðar „þriðju útrásina“ Vetnistækni yki tekjur af íslenskum jarðhitakerfum verulega Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn HÚSIÐ Manon á Fáskrúðsfirði, sem var að mestu leyti byggt úr viði frönsku skútunnar Manon, var rifið í gær. „Þetta er menningarslys í bænum,“ segir Albert Eiríksson, forstöðumaður safnsins Fransmenn á Íslandi. Loðnuvinnslan í bænum keypti lóðina sem húsið stóð á og sótti um leyfi til bæjarstjórnar til að rífa húsið. Albert segist sýnast að húsið hafi verið rifið til þess eins að rífa það. Að hans sögn var húsið í góðu ásigkomulagi og að auki fal- legt, svo það var ekki lýti í umhverf- inu. Albert segir niðurrif hússins setja skugga á Franska daga sem haldnir verða á Fáskrúðsfirði helgina 27.- 29. júlí en hann hefur fengið all- mörg símtöl frá bæjarbúum sem og fólki annars staðar af landinu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum sín- um með ákvörðun bæjarstjórnar- innar. Hann undrast að engar áætl- anir um fyrirhugaða notkun á lóðinni hafi verið lagðar fram. Ljósmynd/Albert Eiríksson Húsið Manon rifið til grunna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.