Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 15 Taktu flátt í grillleik MS og flú gætir unni› glæsilegt Weber grill. Kauptu dós af s‡r›um rjóma frá MS, far›u á www.ms.is, slá›u inn lukkunúmeri› sem er í lokinu og flú fær› strax a› vita hvort flú hefur unni›. Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! GALLERÍ Dvergur hefur áunnið sér orðspor fyrir litlar en áhuga- verðar sýningar, nú sýnir þar finn- landsmenntaði myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Halldór Úlfarsson. Hann sýnir verk sitt Dórófóninn, ný- stárlegt hljóðfæri sem er hans eigin uppfinning og hann hefur verið að þróa undanfarin ár. Hljóðfærið fær hljóm sinn af endur-rafómi sem fleiri þekkja undir heitinu feedback, og óma tónar þess í hljóðhringrás sem einnig dregur dám af rýminu þar sem spilað er. Tæknilega séð er mögulegt að spila tóna á hljóðfærið sem er strengt líkt og selló. Dóró- fónninn var smíðaður hjá gítarsmið í Finnlandi, Kari Nieminen, en Hall- dór hefur smíðað fleiri hljóðgripi, einn þeirra er í eigu hljómsveitar- innar Múm. Víðar skírskotanir Sýning Halldórs byggist fyrst og fremst á hljóðfærinu sjálfu, í rýminu má líka sjá upptöku frá opnuninni þar sem Halldór spilaði fyrir áhorf- endur og svaraði spurningum. Lista- maðurinn kemur í verki sínu inn á nokkra þætti sem eru ofarlega á baugi í samtímalistum, á mjög svo persónulegan máta. Samruni mynd- listar og tónlistar gengur hér ágæt- lega upp því hljóðfærið bæði gefur frá sér tóna sem fylla rýmið og eru í samspili við það en hefur auk þess eiginleika skúlptúrs hvað varðar form og efni, mjúkar bogalínur minna á hönnun frá Art Deco-tíma- bilinu en rafmagnaðir þættir tengja gripinn nútímanum. Sýning Hall- dórs vegur salt milli tónleika og myndlistarsýningar, listamaðurinn er til staðar meðan opið er og spilar og spjallar við þá sem hafa áhuga. Ímynd hans er einnig í anda upp- finningamanna og listamanna með áhuga á vísindum, allt frá uppfinn- ingum Leonardos til ótrúlegra uppá- tækja belgíska listamannsins Pan- amerenkos. Áhugaverður þáttur í sköpun Halldórs er það gráa svæði sem hann starfar á milli myndlistar og tónlistar, hann tilheyrir báðum og hvorugu og fellur þarafleiðandi utan hefðbundinna skilgreininga. Myndlistarhljóðfæri MYNDLIST Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21 Opið fös. til sun. frá kl. 18-20. til 15. júlí. Halldór Örn Úlfarsson - Dórófónn # 5 Áhugavert „ [...] nýstárlegt hljóð- færi sem er hans eigin uppfinning og hann hefur verið að þróa undan- farin ár,“ segir m.a í dómnum. Ragna Sigurðardóttir ÉG VEIT ekki hvort skammtíma- minni veldur, en ég varð vitni að ein- hverjum fallegasta tenórsöng Íslend- ings á tónleikum í Ketilhúsinu á föstudaginn var. Tenórinn Hlöðver Sigurðsson söng með miklum ágæt- um. Hans þétta, jafna, blæfagra rödd, borin uppi af næmri tilfinningu fyrir túlkun, var af því tagi að maður var hrifinn í hæðir og ég held þétt setinn salurinn með. Hlöðver var í góðum félagsskap með Þórunnar Marinósdóttur sópransöngkonu og Antoníu Hevesi píanóleikara á Siglu- firði, en Antonía var fyrsti söngkenn- ari Hlöðvers og hvatti hann til dáða, vel sé því! Tenórinn ungi er að verða býsna vel verseraður og búinn að læra auk á Siglufirði í London, Salz- burg og er nú ásamt Þórunni nem- andi Kristjáns Jóhannssonar á Ítal- íu. Þrátt fyrir að lögin sem Hlöðver flutti væru fjarska hefðbundin náðu hann og Antonía að gefa þeim frísk- an blæ. Íslensku lögin voru of róleg að mínu mati, en ítölsku aríurnar glansandi þar sem sem bæði ljóðræn og dramatísk raddtök voru í full- komnu jafnvægi. Þórunn er með háa og litríka rödd. Hún þarf að gæta sín á að ofgera ekki röddinni og styðja betur tóninn. Flutningur hennar á aríu Margrétar úr óperunni Faust var mjög sannfærandi. Samsöngur í dúettum var afar góður og sviðs- framkoma af besta tagi. Þáttur Ant- oníu á píanóið átti ekki síst þátt í að tónleikarnir voru hinir glæsilegustu. Glansað í Ketilhúsinu TÓNLIST Hljómleikar Íslensk einsöngslög eftir Karl O. Runólfs- son, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kalda- lóns. Óperuaríur og dúettar eftir Doni- zetti, Gounod, Lehar og Puccini. Flytjendur: Hlöðver Sigurðsson – tenór Þórunn Marinósdóttir – sópran Antonía Hevesi – píanó Listasumar á Akureyri föstudaginn 6. júlí 2007 kl. 12 í Ketilhúsinu  Jón Hlöðver SÝNING Guðrúnar Veru Hjartar- dóttur í Gallery Turpentine er að mörgu leyti ólík síðustu sýningum hennar þar sem upphafnar andlegar verur hafa leikið aðalhlutverk. Ver- urnar eru iðulega mótaðar úr hör- undsbleikum vaxleir og bera oftast svip barnslegs hreinleika. Ein innsetning Guðrúnar Veru í Turpentine, Biðjarar, er enn í þess- um anda þar sem hárlausar barns- legar fígúrur sem minna á dúkkur með lokuð augu sitja saman í þyrp- ingu. Hér eru fígúrurnar komnar í klæði, ljósblá skikkju eða bænateppi sem er sveipað um hverja þeirra. Stærri innsetningin sem saman- stendur af þremur stærri fígúrum sem hafa hver um sig áberandi per- sónueinkenni í andlitssvip og líkams- myndmáli. Þrátt fyrir að titill sýn- ingarinnar sé Hamingjudagar þá verður ljóst af texta sýningarinnar að hún fjallar um græðgina í sinni verstu mynd. Persónurnar þrjár eru á ein- kennilegan hátt kunnuglegar fígúrur. Klukku- fígúran sem situr á stalli í svartri skikkju og með líkama leikbrúðu minnir á hinn ágjarna Gollrir í Hringadróttins- sögu. Bjöllufígúran er akfeit svo lík- aminn sem er ein allsherjar appels- ínuhúð lekur niður sívalninginn sem hann situr á. Bros þessarar fígúru minnir á hinn viðkunnanlega Shrek úr ævintýrinu en tómu augun vísa til þess að hér sé falskt bros á ferðinni. Hangandi fígúra sýnir ljótan skítug- an kall með loðnar svartar augabrýr hangandi í poka. Þetta gæti verið ímynd aurapúkans. Í sýningarskrá skrifar Hildur Eir Bolladóttir um eðli græðginnar og baráttu gegn þeirri lúmsku lygi. Beinast liggur því við að álykta að ljótu fígúrurnar þrjár eigi að sýna ásýnd græðginnar en barnslegu biðjararnir andstæðuna. Ef svo er þá er einnig stillt upp sem andstæð- um einstaklingnum og hópnum sem hliðstæðu eigingirnis og samsemdar. Sú list að túlka persónuleg ein- kenni í svip og látæði manna er ekki ný af nálinni og er óspart notuð í leikhúsi og fyrri tíma myndlist. Það er ekki langt síðan að andlitsfall glæpamanna og geðvillinga var mælt og skrásett til að finna út sam- nefnara í útliti slíkra manna. Reglan hefur verið að fallegt fólk er ímynd þeirra góðu en hið ljóta og stór- skorna þeirra vondu. Þrátt fyrir einstakan metnað við gerð verkanna þá líður sýningin fyr- ir svo klisjulegar hugmyndir um ásýnd græðginnar. Í dag er það fólk í yfirþyngd sem er líklegast til þess að þjást af næringarskorti í vest- rænni menningu og langt síðan fita var ígildi velsældar. Ljótu kallarnir á sýningunni virðast í raun ekkert eiga skylt við ásýnd þeirrar valda- græðgi sem talað er gegn í texta sýningarinnar heldur tilheyra staðaltýpum sem hafa orðið til í menningunni. Þóra Þórisdóttir Ásýnd græðginnar MYNDLIST Gallery Turpentine Sýningin stendur til 21. júlí. Opið þriðju- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugar- daga kl. 11-16. Guðrún Vera Hjartardóttir – Skúlptúr Græðgi Sýningin líður fyrir klisju- legar hugmyndir. UM helgina verður Erró-sýning í félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvík í tilefni 75 ára afmælis lista- mannsins. Erró, skírður Guðmundur Guð- mundsson, fæddist í Ólafsvík 19. júlí 1932 en bjó fyrstu æviárin á Kirkjubæjarklaustri. Lista- og menningarnefnd stendur fyrir sýn- ingunni og fékk Þorbjörgu Gunnarsdóttur til þess að vera sýningarstjóri, en hún vann lengi hjá Listasafni Reykjavíkur og sá meðal annars um Erró-safnið. Verkefnið er styrkt af Menn- ingarráði Vesturlands og Sparisjóði Ólafsvíkur auk Snæfellsbæjar. Myndirnar á sýningunni eru úr safni Listasafns Reykjavíkur. Þorbjörg segir þetta að mestu leyti grafík og vatnslitamyndir auk tveggja málverka og ná verkin allt frá árinu 1969 til 2006. Meðal mynda á sýningunni er Saga popplistarinnar sem var mikil lykilmynd á ferli Errós og Enginn maður skal sæta pynding- um, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, sem nefnd er eftir fimmtu grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna, en Erró var einn nokkurra listamanna sem fengnir voru til þess að myndskreyta hann. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. Ólafsvíkingurinn Erró Morgunblaðið/Sverrir Afmæli Erró verður 75 ára eftir tæpa viku og af því tilefni verður opnuð Erró-sýning í Klifi. Í HNOTSKURN »Þegar Kjarval kom austur að málaá sumrin stillti hann iðulega upp málverkum í skólahúsinu eða á bónda- bænum og átti það til að gefa Erró hálftómar litatúpur og léreftsbúta. »Erró málaði fyrst undir lista-mannsnafninu Ferró en felldi síð- ar F-ið út þegar franskur listamaður hótaði málssókn því nöfnin þeirra voru of lík. »Hann hóf nám í Myndlistar- oghandíðaskólanum í Reykjavík og hélt svo til Noregs þar sem hann lærði við Listaháskólann í Ósló árin 1951- 54. Eftir það fór hann til Flórens á Ítalíu og fór þaðan til Ravenna þaðan sem hann lauk prófi í gerð mósaík- mynda. »Árið 1957 flutti Erró svo til París-ar en nú dvelur nú til skiptis í Taí- landi, París og Mallorca.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.