Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 20
matur 20 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á víkingaslóð Þrautabraut, kubb, víkingamarkaður, rímnakveðskapur barna og glíma er meðal af- þreyingar á Leifshátíð sem hefst á Eiríks- stöðum í Haukadal í Dölum í dag. Það er vel þess virði að gera sér ferð vestur og berja dyra á bæ Eiríks rauða og upplifa rammíslenska víkingastemningu á þessum slóðum. Þessa helgi ber einstaklega vel í veiði vegna hátíð- arinnar sem stendur alla helgina. Dagskráin hefst kl. 18 í dag þegar víkingabúðir og þrauta- braut verða opnuð. Sannkallað ævintýri, ekki síst fyrir börnin sem fúlsa sennilega ekki við því að skella sér í víkingaklæði og munda sverð að hætti forfeðra sinna. Nánari upplýsingar er að finna á www.leif.is. List á Laugavegi Listunnendur geta kæst því á morgun opna tvær myndlistarsýningar í Safni við Laugaveg 37. Annars vegar er það nafnlaus sýning Tuma Magnússonar en hins vegar sýning hollensku myndlistarkonunnar Jennifer Tee. Sýning hennar ber titilinn „Down the Chimney“. Sem fyrr segir opna sýningarnar á morgun kl. 17 og standa til 26. ágúst. Tónar við tjaldið Þau hafa verið í bransanum í 105 ár, sam- tals, og ætla nú að sjá tjaldbúum á Laugar- vatni fyrir músík af bestu gerð. Hjördís Geirs- dóttir söngkona og Örvar Kristjánsson harmóníkuleikari verða með sumarkonsert í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni á laug- ardagskvöld kl 22. Dagskráin verður blönduð og eru gestir og gangandi hvattir til að taka dansskóna með og vera viðbúnir því að taka lagið. Burt með streituna Þeir sem hafa fengið nóg af erli borgarinnar hafa tækifæri til að róa sálina í Bláfjöllum um helgina. Þar ætlar Pierre Stimpfling að bjóða upp á hugleiðslunámskeið sem hefst í dag og stendur til sunnudags. Í hugleiðslunni tekur Pierre á því sem veldur streitu og vanlíðan í nútíma samfélagi en hugleiðslan mun hjálpa við að losa um neikvæðar tilfinningar. Skankahristingur á heimsmælikvarða Svo má líka losna við óeirðina með því að dansa hana úr sér. Annað kvöld mun tónlist- armaðurinn og plötusnúðurinn Goldie koma fram á Breakbeat.is-klúbbakvöldi á NASA. Heimsókn Goldies er liður í kynningaferð fyrir nýjustu breiðskífu hans, Malice in Wonder- land, sem kom út fyrir skömmu. Auk Goldie mun MC Lowqui koma fram en upphitun verð- ur í höndum Agga Agzilla, Kalla og Ewok. mælt með … E ftir gagngerar breytingar í vetur er gamla Naustið horfið og nýr kínverskur veitingastaður hefur verið opnaður. Naustið þótti nokkuð sérstakur staður enda voru innréttingarnar orðnar gamlar og barn síns tíma, hannaðar árið 1954 af Sveini Kjarval innanhússarkitekt en undir það síðasta bar staðurinn sig ekki lengur og hafði húsið staðið autt í um hálft ár áður en athafnamaður frá Hong Kong taldi sig sjá tækifæri á íslenskum markaði og hófst handa við að breyta húsinu í kínverskan veitingastað. Frá meginlandi Evrópu til Íslands Það er Tan M. C. Alaam framkvæmdastjóri staðarins sem hefur staðið fyrir endurbótun- um en hann hefur víðtæka reynslu af rekstri kínverskra veitingahúsa og hefur m.a. rekið kínversk veitingahús í Belgíu, Hollandi, Lúx- emborg og Frakklandi og á reyndar og rekur enn veitingahús á meginlandinu. Það var í gegnum kunningja í ferðaiðnaði sem Tan frétti af Íslandi og ákvað hann að slá til og athuga hvort ekki væri svigrúm fyrir kínverskan veitingastað á Íslandi sem byði upp á hátt þjónustustig að evrópskum hætti og jafnvel góð vín en Tan er menntaður sem vín- þjónn. Ekta kínverskur Kínamúrinn er á margan hátt dæmigerður kínverskur veitingastaður, eins og vera ber. Innréttingar eru allar sérinnfluttar frá Kína, dökkur viður, þykk teppi, kínverskir skraut- munir og lýsing prýðir allt húsið og gefur veit- ingasalnum rólegheita yfirbragð. Hnífapör, borðdúkar og diskar er allt vandað enda á þjónustustigið á staðnum að vera sams konar því sem finnst á betri kínverskum veitinga- stöðum á meginlandinu. „Allt starfsfólkið mitt kemur frá Kína en sjálfur kem ég frá Hong Kong þó ég hafi búið í Evrópu síðastliðin 20 ár. Sama er að segja með viðskiptafélaga minn. Ætlun okkar er að bjóða evrópskt þjónustustig en ég hef rekið veit- ingastaði í 28 ár,“ segir Tan sem leggur mikla áherslu á gæði þjónustunnar og reynslu sína en veitingastaðurinn fær stóran hluta hráefn- isins sendan frá Kína til að tryggja að hann sé eins ekta og mögulegt er. Hádegi og kvöld Á Kínamúrnum er gott pláss til að taka á móti hádegisverðargestum enda salurinn stór. Í hádeginu er hlaðborð í boði þar sem boðið er upp á hefðbundna kínverska rétti s.s. sterka og súrsæta súpu, steiktar núðlur og allar teg- undir af kjöti og grænmeti í mismunandi sós- um og svo að sjálfsögðu djúpsteiktar rækjur sem eru ómissandi. Á kvöldin er það svo mat- seðillinn sem ræður ríkjum og má þar sér- staklega benda á sérstakan eftirrétt sem er al- gengur á kínverskum veitingastöðum í Evrópu en það er djúpsteiktur ís – nokkuð sem hljóm- ar ómögulegt en er nú samt hægt. Kjúklingur með salti og pipar fyrir fjóra 920 g kjúklingur, skorinn í strimla 100 g laukur, skorin í sneiðar 80 g gulrætur, skornar langsum í sneiðar 2 tsk. sykur 2 tsk. salt 2 tsk. hvítur pipar Byrja skal á að setja hrísgrjón í pott svo þau verði tilbúin á undan matnum. Notið góð hrís- grjón, t.d. basmati eða jasmin. Gott er að setja 2 bolla af vatni á móti einum bolla af hrísgrjón- um, láta suðu koma upp, setja hrísgrjónin út í, slökkva undir hellunni og láta lokið vera á pottinum. Með þessu móti fást þétt og rök grjón sem ættu að vera tilbúin þegar búið er að elda matinn. Fyrir kjúklinginn er best að steikja laukinn fyrst á pönnu í skvettu af olíu og bæta græn- metinu út í þegar laukurinn er farinn að svitna. Þegar grænmetið er farið að mýkjast er kjúklingurinn settur út í og er hann byrjar að brúnast er sykri, salti og hvítum pipar bætt út í. Kjúklingurinn er svo steiktur í gegn og borinn fram með hrísgrjónum. Steiktar rækjur með sterkri sósu fyrir fjóra 920 g stórar rækjur, t.d. tígrisrækjur, en einn- ig má nota humar 120 g laukur 120 g ferskur rauður chili 2 tsk. kínversk chili-sósa 4 tsk. kjúklingakraftur 2 tsk. salt 2 tsk. kartöflumjöl Hrísgrjónin elduð með sama hætti og áður. Fyrir rækju eða humar er best að steikja grænmetið á pönnu í skvettu af olíu. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er sósu, kjúklingakrafti, salti og kartöflumjöli bætt út í. Þegar sósan er svo orðin heit og vel blönduð er rækjunum bætt saman við, hrært í og blandan síðan tekið af hellunni svo sjávarmetið steikist ekki um of. Borið fram með hrísgrjónum. Morgunblaðið/G.Rúnar Kínverskt Í eldhúsinu eru allir starfsmenn kínverskir og er mest hráefnið sérinnflutt frá Kína til að tryggja ekta kínverska upplifun. Hlið Kínamúrsins opnuð Gamla Naustið hefur tekið mikl- um breytingum undanfarið og hefur nú fegnið á sig kínverskan svip. Ingvar Örn Ingvarsson leit í heimsókn og fékk uppskriftir að kínverskum krásum. Hlaðið Í hádeginu virka daga er boðið upp á hádegisverðarhlaðborð fjölda kínverskra rétta. Reyndur Tan M. C. Alaam er framkvæmda- stjóri Kínamúrsins og hefur víðtæka reynslu af rekstri kínverskra veitingastaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.