Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 21
MARGIR hafa kannski ekki leitt hugann að því en svo einfalt verk sem það er að slá garðinn getur verið slæmt fyrir umhverfið því bensínsláttuvélar sem stundum standa kyrrar langtímum saman eru ekki alltaf í sem bestu standi. Flestir nota sláttuvélar sem ganga fyrir bensíni, jafnvel með tvígengisvélum sem menga mikið og því mætti skoða aðra möguleika til að slá grasið.  Rafmagnssláttuvélar eru líklega auðveldasta leiðin til að slá á umhverfisvænni máta. Þær nýta rafmagn sem á Íslandi er framleitt með vatnsafli. Mörgum þykir þó óþægilegt að burðast með langar framlengingarsnúrur vítt og breitt um stóra garða.  Handsláttuvélar eru umhverfisvænar og auk þess er góð líkamsrækt að slá garðinn með þess konar sláttuvél. Þær eru líka ódýrar og nánast viðhaldsfríar og hægt er að slá garðinn í rólegheitum með þess konar sláttuvél en vissulega geta þær verið leiðigjarnar í vætutíð eða þegar grasið er hátt því þá er mjög erfitt að slá með hand- sláttuvélum.  Orf og ljár er án nokkurs vafa fullkomlega umhverf- isvæn leið til að slá gras. Til viðbótar er sláttur með orfi og ljá nánast hljóðlaus og hin besta líkamsrækt og þá skiptir heldur engu máli hvort grasið er hátt eða blautt. Hægt að minnka mengun frá bensínsláttuvélum Fyrir þá sem ekki vilja gefa bensínsláttuvélina upp á bátinn þá má gera ýmislegt til að draga úr menguninni frá sláttuvélinni.  Gætið þess að halda vélinni hreinni að innan og utan, sérstaklega loftsíu, olíusíu og kertum.  Ef blanda þarf olíu við bensínið þá skal gæta þess að blanda í réttum hlutföllum.  Notið sláttuvélina ekki að óþörfu, t.d. er óþarfi að slá eins oft í miklum þurrkum eins og verið hafa undanfarið.  Hönnun lóðarinnar skiptir miklu máli. Flöt og einföld grasflöt er einfaldari í slætti en hæðótt og uppskipt gras- flöt og því mætti velja sláttuvél sem hentar lóðinni, t.d. rafmagns á minni lóðir en bensín á stórar og flatar lóðir. Vistvænn grassláttur Morgunblaðið/Eggert Umhverfisvænt Sumir vilja meina að besta aðferðin til að slá tún sé að beita orfi og ljá upp á gamla mátann. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 21 MCPLANET - Austurhrauni 3 - 210 Garðabæ - Sími 533 3805 Útsalan er hafin Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það er ekki hægt að segjaannað en að vel hafi viðr-að á okkur Íslendinga ogég hef fyrir satt að það hafi meðal annars leitt til þess að sala á hvítvínum hafi tekið allnokk- urn kipp enda fátt ljúfara á heitu og sólríku sumarsíðdegi en gott glas af hvítvíni. Hér eru austurrísk og ítölsk vín sem svíkja engan. Frizzando d’Villa Vinea 2006 frá Sandhofer er einn af sum- arsmellunum 2007. Þetta er til- tölulega lítið vínhús (15 hektarar) í Neusiedlersee sem hefur getið sér gott orð í Austurríki og er ánægju- legt að sjá með fulltrúa í vínbúð- unum hér. Frizzando er vín sem freyðir en er samt ekki alveg freyðivín. Fersk vínber og gul þroskuð epli og gular perur í fersku, örlítið sætu og aðallega yndislegu léttfreyðandi víni. Aust- urríkismenn kalla vín sem þessi Perlwein, þau perla en freyða ekki. Það gerist ekki mikið sumarlegra. 1.790 krónur. 88/100 Annað austurrískt vín sem hefur verið fáanlegt um nokkurt skeið en nú í nýjum árgangi er Bründlma- yer Grüner Veltliner Kamptaler Terrassen 2006. Bründlmayer er einn besti framleiðandi Austurríkis en eins og ég hef margoft bent á eru austurrísku hvítvínin með ein- hverju því stórkostlegasta sem hægt er að fá. Grüner Veltliner er ásamt Riesling þeirra besta þrúga (þótt Sauvignon Blanc eigi sína spretti í suðurhluta landsins) og þetta er fantagott eintak. Þétt í nefi sem munni, angan af hvítum og suðrænum ávöxtum, banana og ferskjum með votti af kryddi, hvít- um pipar, sem er svo dæmigerður fyrir þessa þrúgu. Prófið með grill- uðum humar! 1.590 krónur. 89/100 Þá yfir til Ítalíu og fyrst Veneto og framleiðandans Pieropan sem er eitt þeirra vínhúsa sem býr til „alvöru“ Soave-vín sem sýna að Soave geta verið vín í heimsklassa. Pieropan Soave Classico 2005 er þurrt og öflugt matarvín, íhalds- samt með angan af fíkjum og rist- uðum hnetum, rjómaþykkt og milt í munni, með þó nokkurri sýru. Verður að hafa mat til að njóta sín og þetta er vín sem getur tekist á við t.d. grillaðan fisk í ítölskum stíl með sítrónu og ólívuolíu með glæsi- brag. 1.490 krónur. 89/100 Og loks vín frá Alto Adige eða Suður-Týról, ítalska héraðið við rætur Alpanna þar sem flestir tala þýsku. Einn af betri framleið- endum héraðsins er Alois Lageder og hér eru tvö hvítvín framleidd úr þrúgum úr Pinot-fjölskyldunni. Alois Lageder Dolomiti Pinot Grigio 2006 er vín úr þrúgunni sem í Alsace heitir Pinot Gris en hefur slegið í gegn t.d. í Bandaríkj- unum í ítölsku Pinot Grigio- útgáfunni. Ferskur og þéttur hvít- ur ávöxtur, þroskaðar perur, mel- ónur, örlítið ristað. Langt og þéttriðið út í gegn með ögn krydd- uðum endi. 1.690 krónur. 90/100 Alois Lageder Pinot Blanc Ha- berlehof 2006 er þurrara með fág- aðri blómaangan og grænum epl- um, þurrt og ávaxtaríkt með hnetukeim (möndlum) í munni, vín sem kallar á góðan ítalskan mat, hvers vegna ekki risotto? 1.780 krónur. 91/100 Hvítir sumarsmellir Morgunblaðið/Sverrir bakt á hestum sínum og fann svo stíginn heim á endanum. Ef valinn er einn af litlu kræklóttu göngustígunum upp frá Rauðavatni má síðan finna yndislega litla sælureiti inni í rjóðrum og á milli steina. Það sem greip athygli Víkverja var það að í óbyggðaför sinni sá hann engar mannverur utan ungmennin á hestunum. Um leið og Víkverji komst hins vegar inn á aðalstíginn, sem liggur frá Grafarholtshverfinu og upp að hitaveitutanki, hitti hann fyrir þó nokkrar eldri kon- ur í heilsubótargöngu og eitt par. Ætli Víkverji sé sá eini sem sækir í hið óbyggða – ætli spennufíkillinn dragi hann einan áfram í leiðangur um hið óþekkta? Víkverja finnst furðulegt hvað fólk virðist halda sig við það sem það þekkir og hika við að bregða af leið. Finnst honum líklegt að það sé ein af ástæðum þess að Esjan er yfirleitt af- ar fjölmenn og sérstaklega á góðviðr- isdögum þó að orsökin sé auðvitað einnig sú að Esjan hentar einfaldlega vel fyrir léttar fjallgöngur. Víkverji vill benda á að í kringum höfuðborg- arsvæðið er krökkt af spennandi göngusvæðum og fjöllum, fellum og hólum sem einnig er gaman að heim- sækja. Það er alltaf gaman að breyta til – eða það finnst Víkverja að minnsta kosti. Víkverja langar tilað flytja og helst kaupa hús í Graf- arholti, nýrri byggð við Úlfarsfell eða jafn- vel á Völlunum í Hafn- arfirði. Ástæðan er einföld – eins og er samanstendur bak- garður Víkverja af um það bil eitt hundrað steinvölum, þremur stráum, einum rifnum plastpoka og tveimur fíflum. Í fyrrnefndum hverfum hins vegar er bakgarðurinn enginn annar en guðsgræn og yndisleg náttúran auk þess sem flestir eiga litla ferkantaða einkaflöt að auki. Víkverji var í heimsókn í Grafar- holti í gær og skellti sér út í göngutúr í bakgarðinum. Á eins og hálfs tíma göngu upplifði Víkverji náttúruna eins og hún gerist best og það án þess að sjá til mannabyggða lungann af ferðinni. Það er einhver undarleg hamingjutilfinning að vera í óbyggð- um, þó að maður sé það ekki í raun – en heili Víkverja hefur alltaf átt einkar auðvelt með að blekkja sjálfan sig, svona eins og þegar Víkverji vill ekki vakna á morgnana og heili hans telur honum trú um að það sé al- heimsfrídagur akkúrat þann dag. Víkverji villtist þrisvar, reyndi að miða staðsetningu sína út frá fjöllum og lækkandi sól, gekk fram á árásar- gjarna fugla sem allt gera til að verja hreiður sitt, sá ungmenni ríða ber-            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111                      Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.