Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 4 - 5:15 - 7 - 8:15 -10 - 11:15 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára
OCEAN'S 13 kl. 11:15 B.i.7.ára
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 LÚXUS VIP
EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára
"Myndrænu og tæknilegu hliðarnar eru í öllu aðdáanlegar
og eldklárt leikaralandslið Breta fer á kostum. Þetta er
ekki venjuleg bíómynd, þetta er lífsreynsla."
eeee
Ólafur H. Torfason - Rás 2
HLJÓÐ OG MYND
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
"Ekki aðeins besta Potter-myndin til þessa,
heldur bara stórkostleg fantasía
útá alla kanta. Ég stórefa að jafnvel
hörðustu aðdáendur verði fyrir vonbrigðum!"
eeee
Tommi - kvikmyndir.is
Lýstu eigin útliti:
Ég er Mári í lopapeysu.
Hver hljóðritaði lagið „Undir tungunnar rót“ og hver er
höfundur lags og texta?
(Spurt af síðasta aðalsmanni, Bjarna Arasyni.)
Úff. Ekki grænan grun. Aldrei heyrt um þetta.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér?
Jack Black. Óþolandi. Því stærri sem hlutverkin verða,
þeim mun ömurlegri verður hann. Þetta flokkast ekki
undir leiklist hjá honum, heldur kæki.
Hvaða bók lastu síðast?
The Bell Jar eftir Sylviu Plath.
Á hvaða plötu myndirðu hlusta undir ragnarökum?
Amiinu-plötuna nýju. Ég
myndi velja að hlusta á
eitthvað fallegt.
Hvað uppgötvaðir þú síð-
ast um sjálfan þig?
Gráu hárin í vanganum.
Hver er þinn uppáhalds-
leikstjóri?
Nikita Mikhalkov, Peter
Weir, Milos Forman, ég
gæti haldið áfram í allan
dag …
Besta lag allra tíma?
Heyrðu, það er aðallagið í
Emir Kusturica-
myndinni Time of The
Gypsies, lag eftir
Goran Bregovic, sem kom
hingað á listahátíð.
Hefurðu þóst vera að fara
til útlanda til þess að
losna við að mæta á
„blint stefnumót“?
Nei, en ég hef þóst vera á
leið til útlanda. Einu sinni
svaf ég yfir mig og laug
að öllum í fjölskyldunni
að ég væri á leið til Spán-
ar að hitta fólkið. Ég
þorði náttúrlega ekki að
viðurkenna að ég hefði
sofið yfir mig. Þetta setti allt á annan endann …
Geturðu farið með ljóð?
Já … (muldrar brot úr kvæði eftir Lorca, blaðamanni til
mikillar ánægju) … einu sinni kunni ég þetta nú allt
saman. Ofboðslega fallegt ljóð.
Með hverjum myndirðu helst vilja syngja dúett?
Ja, með Noruh Jones bara. Myndum kannski láta heyr-
ast aðeins hærra í henni samt …
Hvort kýstu að aka um sléttur Bandaríkjanna á rauðum
blæjubíl, þar sem sjóðheitur vindur glefsar í hárið, eða
um íslenska hálendið á upphækkuðum torfærukagga
með dúnmjúka loðhúfu?
Ég myndi kjósa að aka um íslenska hálendið á ameríska
bílnum. Sá eitt sinn svarta
fjölskyldu á opnum bleikum
kadilják keyrandi upp og
niður hálendi Íslands. Hafa
ábyggilega verið af vellinum,
og í sumarfríi. Held þetta sé
einhver mest abstrakt sýn
sem ég hef séð. Og ég hugs-
aði: Djöfull er þetta kúl að
ferðast svona!
Hvaða kvikmynd eða sjón-
varpsefni hefur haft mest
áhrif á þig?
Það eru Degalógarnir (Boð-
orðin 10) eftir Kieslowski.
Það er semsagt klukkutíma
löng mynd um hvert og eitt
boðorð. Hún er mögnuð –
það ætti að sýna hana í öllum
skólum. Hún er unnin út frá
því hvernig boðorðin fún-
kera í heiminum nú til dags.
Oft finnst okkur þetta bara
vera einhverjir gamlir bók-
stafir, dauðir bókstafir.
Hvers viltu spyrja næsta við-
mælanda?
„Hefurðu séð Degalógana/
Boðorðin 10 eftir Kristof?
Og ef ekki, horfðu þá á hana
hið snarasta!“
BALTASAR KORMÁKUR
BALTASAR KORMÁKUR, LEIKARI, LEIKSTJÓRI OG
KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR, HLAUT Á DÖGUNUM
KARLOVY VARY-VERÐLAUNIN FYRIR VERK SITT,
MÝRINA, STÆRSTU VERÐLAUN SEM ÍSLENSK BÍÓ-
MYND HEFUR HLOTIÐ Á ERLENDRI KVIKMYNDA-
HÁTÍÐ. MANNINN SJÁLFAN ÞARF VART AÐ KYNNA.
Smekkmaður Baltasar getur farið með ljóð eftir Lorca
og kýs að syngja dúett með Noruh Jones.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
UNDANFARIN misseri hefur hóp-
ur landsmanna verið iðinn við að
hrista skankana á skemmtistöðum
borgarinnar við tónlist sem var í
algleymingi á tíunda áratugnum.
Þau Curver og Kiki-Ow eiga
ekki síst heiður skilinn fyrir að
minna landsmenn á ágæti laga á
borð við „No Limits“ þeirra 2 Un-
limited, „Everybody Dance Now“
með C+C Music Factory og „Out of
Space“ þeirra Íslandsvina í Pro-
digy.
Næstkomandi laugardag ætla
þau Curver og Kiki-Ow að heiðra
Norðlendinga með nærveru sinni
og spila í Sjallanum.
Að eigin sögn mæta þau til leiks
með fangið fullt af sjálflýsandi
plasthylkjum og 90’s-tónlist.
Forsala aðgöngumiða fer fram á
Café Amor og í Pennanum. Miða-
verð er 1.000 krónur.
Til fortíðar Þau Curver og Kiki-Ow verða við öllu búin í Sjallanum.
Engin takmörk
myspace.com/nolimits90s
ÉG VILD’ ég væri Pamela í Dallas“
var víða kyrjað á níunda áratugnum.
Nýlega gátu lukkulegir Frakkar
komist einu skrefi nær því að líkjast
Pamelu og félögum hennar í Dallas
með því að ganga í fötum sem leik-
arnir klæddust í sjónvarpsþáttunum
goðsagnarkenndu.
Uppboð á búningum úr þáttunum
fór fram í París á dögunum þar sem
hvítur Stetson-hattur, auðkennis-
merki JR Ewing, sem leikinn var af
Larry Hagman, seldist á rúmar
hundrað þúsund krónur. Hagman
mætti á uppboðið ásamt fyrrverandi
meðleikurum sínum, þeim Lindu
Gray, Patrick Duffy, Steve Kanaly
og Charlene Tilton. Alls seldust bún-
ingar fyrir rúmar 10 milljónir ís-
lenskra króna. Rúmlega 300 manns
mættu á uppboðið og rennur ágóði af
sölunni allur til franska barnaspít-
alans Sourire.
Spjarir úr
Dallas seldar
Smart Sue Ellen og JR Ewing úr
Dallas í sínu fínasta pússi.