Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eitthvað virðist nú haglarinn hjá Gísla Marteini ekki alveg vera að gera sig, ágengni vargsins er sem aldrei fyrr. VEÐUR Í viðskiptadagblöðum á Vestur-löndum eru tveir fastir daglegir dálkar, sem vert er að lesa. Annar er Lex í Financial Times. Hinn er breakingviews.com í Wall Street Journal. Í hinum síðarnefnda var í fyrra- dag fjallað um fjármálatækni við- skiptalífs nútímans og þar sagði m.a.:     Svonefnd „end-urfjár- mögnun“ fjárfestingar- félaga hefur átt mikinn þátt í vin- sældum skuld- settrar yfirtöku á fyrirtækjum. Fé- lög, sem stunda yfirtöku, leita fljótt úr á lánamark- aðinn aftur eftir kaup á fyrirtæki, auka skuldsetningu þess og borga sjálfum sér mikinn arð. Þessar aðgerðir lækka eigið fé, sem bundið er í fyrirtækjunum. Það gerir þeim einnig kleift – vegna þess hvernig arðsemi er reiknuð – að tilkynna aukna arð- semi.“     Þessi fjármálatækni hefur lengiverið stunduð, varð vinsæl á Wall Street á níunda áratug síðustu aldar en skildi skuldsett fyrirtæki stundum eftir í sárum. Um þetta fjallaði fræga bók, Þjófabæli, (A den of thieves), sem út kom fyrir tæpum tveimur áratugum.     Nú segir breakingviews.com, aðMoody’s vari við erfiðum tím- um framundan í þessari grein við- skiptalífsins. Moody’s telji að of greiður aðgangur að of ódýru lánsfé hafi leitt til of mikillar skuld- setningar fyrirtækja í stað þess að skuldir þeirra væru lækkaðar.     Allt hafi þetta orðið til þess aðslík endurfjármögnun sé að verða mjög dýr. Dálkahöfundur breakingviews- .com segir að þessi auðsuppspretta kunni að vera að lokast. STAKSTEINAR Fjármálatækni SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                ! ""#  :  *$;<                          !  "       #$ % # $& '  (  )            !       *! $$ ; *! $% &   %    '  ( ) ( =2 =! =2 =! =2 $' & "! * "#+, !("-  >2?         ;       %  $*                #$ % # $&      '     *    %  $*                #$ % # $&      '     /      ) (            +          #  $&      '  ,  )    * % -     ./!! (00  "!(  1 (  (* "# 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C 2 2             2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pjetur Hafstein Lárusson | 11. júlí Klúður Hvað skyldi eiginlega ganga á, í sambandi við vinnu fatlaðra unglinga í Reykjavík? Ef marka má fréttir stóð til að veita þeim tilsögn og verkþjálfun á nokkrum vinnustöðum í borginni á kostnað hins opinbera, en það virðist allt hafa klúðrast. Hvernig er það eiginlega; hættir fólk að teljast til manna, ef það er ekki steypt í nákvæmlega sama mót og allir aðrir? Meira: hafstein.blog.is Jón Axel Ólafsson | 9. júlí 2007 „Morning, Icelandair“ Það er ekki laust við að manni finnist Ísland vera orðið „loksins“ international! Í morg- un átti ég erindi við Flugleiðir, eða öllu heldur Icelandair, ætl- aði bara að panta far til útlanda […], er ekki svarað með þessum líka flotta breska hreim; „Good morning, Icelandair“!! Nú þarf maður sem- sagt að panta ferð á ensku hjá Ice- landair. Þetta er eins og einn vinur minn segir rosalega „erlendis“. Meira: … jax.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 11. júlí 2007 Þurrkur og laxveiði … ekki þarf að fara lengra aftur en til árs- ins 2002 til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vorið enn þurr- ara og júníúrkoman í Stafholtsey ekki nema 11 mm eftir afar þurran maí. Lax- veiðimenn báru sig að vonum aum- lega, en þá fór að rigna um 10. júlí og gerði góða vætutíð [...] Heildarveiðin í Norðuránni reyndist þá vera 2100 laxar og var áin aflahæst allra veiði- áa eftir sumarið. Meira: esv.blog.is Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir | 7. júlí Læknaklám 4. kafli Ég tek eftir því að enn eru erótískar sögur efstar á vinsældalista moggabloggsins. Ég hóf fyrir stuttu að skrifa sögu sem ég kalla Læknaklám. Þrátt fyrir litlar undirtektir og eng- ar vinsældir sögunnar hef ég ákveð- ið að halda ótrauð áfram og birtist því hér fjórði kafli. Fyrstu þrjá kaflana má finna hér á blogginu mínu en sagan er þess eðlis að hana má lesa hvort sem heldur er afturábak eða áfram. Ekki er hér um stílbragð að ræða heldur er sagan einfaldlega svo rýr að efn- isburðum að litlu skiptir hvernig hún er lesin og sennilega er fólki hollast að lesa hana alls ekki. 4. Kapítuli Járngerður Brynja mataði aldr- aða embættismanninn af stakri natni. Það þurfti bæði fagmennsku og lagni til að koma vellingnum ofaní aldraða embættismanninn því hann var á mörkum svefns og vöku sökum þeirra feiknarlegu lyfjaskammta sem æddu um æðar hans. Vellinginn hafði Járngerður lagað sjálf eftir uppskrift úr dönsku sjúkraliðablaði. Aldraði embættismaðurinn var ennþá gríðarlega máttfarinn og hugsaði Járngerður Brynja með sér að hún þyrfti sennilega að veita manninum rúmbað að máltíð lokinni. Það væri óðs manns æði að ætla að hann gæti gengið óstuddur inn á baðherbergið svona stuttu eftir að- gerð. Hvað ef honum myndi skrika fótur eða villast um afkima spít- alans. Á það var hreinlega ekki hættandi, því Járngerður vissi sem var að þjóðaröryggi væri í húfi. Járngerður Brynja vildi líka fá að annast hann ein. Að baða aldraða embættismann- inn var nokkuð sem hún vildi ekki fyrir nokkurn mun deila með starfs- systrum sínum. Hana langaði í eitt augnablik til að klæða gamla mann- inn úr baðmullarfötunum og um- vefja hann örmum eins og barn. Hún vissi sem var að þetta gæti hún ekki látið eftir sér því það sam- ræmdist ekki siðareglum starfs- manna í heilbrigðisgeiranum. Hún yrði þrátt fyrir fýsnir sínar að sýna fyllstu fagmennsku í allri umgengni við aldraða embættis- manninn. Meira: steinunnolina.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.