Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 11 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „EF RÉTT er á spöðunum haldið, eins og við erum að leggja upp með íslenska hestinn í Moskvu, held ég að gríðarleg tækifæri gætu falist í útflutningi á Rússlandsmarkað,“ segir Hörður Gunnarsson, annar knapanna tveggja sem riðu gæðing- unum tveimur sem Júrí Luzhkov, borgarstjóri Moskvu, fékk að gjöf í opinberri heimsókn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra og við- skiptasendinefndar í síðustu viku. „Þetta var meiri áhugi en okkur hefði nokkurn tímann órað fyrir,“ segir Hörður, sem er einkar bjart- sýnn um góðar viðtökur í Rússlandi, þar gætu myndast sóknarfæri til jafns við Þýskalandsmarkað, þar séu vel yfir 70.000 íslenskir hestar. Björgvin Þórisson dýralæknir fylgdi gæðingunum út til Rússlands. Hann tekur undir með Herði að Rússlandsmarkaður bjóði upp á mikil tækifæri og að hann gæti jafn- vel – innan tveggja til þriggja ára – orðið enn stæri útflutningsmarkaður fyrir hross en Þýskaland hefur verið. Til að gefa dæmi um útflutninginn til Þýskalands voru þangað fluttir 1.127 hestar árið 1995 og hefur mikill fjöldi verið ræktaður ytra. Verði við- skipti við Rússa jafnumsvifamikil telja þeir óhætt að fullyrða að um milljarða króna sé að tefla. Páll Bragi Hólmarsson reiðkenn- ari valdi gæðingana fyrir Luzhkov. Hann segir óljóst hversu stór mark- aðurinn í Rússlandi geti orðið, hafa þurfi fæturna á jörðinni og sýna þol- inmæði. Það gæti margborgað sig, enda taki Rússar hestinum fagnandi. „Það fer enginn út í þetta sport eystra nema að hafa auðveldlega efni á því,“ segir Páll um markhóp- inn. Hörður tekur undir að hinn al- menni viðskiptavinur eystra sé efn- aður hestaáhugamaður sem eigi einn til tvo hesta. „Þetta eru leiktæki ríka fólksins, að því er virðist, þó maður geti ekki alhæft það.“ Efnafólk kostar miklu til Hörður telur hestabúgarð Luzh- kovs í Moskvu ágætt dæmi um hversu miklu efnafólk er tilbúið að kosta fyrir þetta áhugamál. Þar séu þrjár reiðhallir, miðað við eina í Víði- dal, þrjú æfingasvæði og sýning- araðstaða með stórri áhorf- endastúku. Yfir sjö metra há girðing loki bú- garðinn af, ásamt því sem vopnaðir verðir gæti svæðisins. Dýralæknir sé þar á vakt allan sólarhringinn og hestarnir í þjálfun alla daga. Spurður út í aðbúnað hesta í Moskvu segir Hörður uppi hug- myndir um að reisa búgarða ein- göngu með íslenskum hestum, auk blandaðra búgarða, í landi þar sem sé að finna flest hestakyn. Rússar eigi sér langa sögu í brokkkapp- ræðum og hindrunarstökki. Reið- mennskan þar sé fagmannleg og byggð á lengri hefð en hér heima. Inntur eftir verðlagningunni á ís- lenskum hestum í Rússlandi segir Björgvin að selja verði dýra og vel tamda gæðinga sem kosti frá einni og hálfri milljón króna og upp úr. Hafa beri í huga að land í nágrenni Moskvu sé mjög dýrt, hektarinn sé á hálfa milljón Bandaríkjadala. Þessi kostnaður undirstriki hversu mik- ilvægt sé að eiga í samvinnu við rúss- neska aðila, enda þyrfti líklega að kaupa tíu hektara undir búgarð. Spurður um helstu hindranirnar við slíkan útflutning bendir Björgvin á að bæta þurfi upplýsingaflæði milli ríkjanna, þannig að rússnesk tolla- yfirvöld geri sér grein fyrir því hvaða sjúkdóma íslenskir hestar hafi, svo koma megi í veg fyrir óþarfa einangrun og blóðprufur. Töluverð fyrirhöfn skapaðist í kringum útflutning hestanna og vill Hörður sérstaklega þakka Guðrúnu Þorgeirsdóttur sendiráðsritara, út- flutningsfyrirtæki Gunnars Arnar- sonar og dýralæknisembættinu. Í Þýskalandi eru vel yfir 70.000 íslenskir hestar en nú eru uppi áform um útrás í Rússlandi Útflutningur gæti skila miklum tekjum Björgvin Þórisson Hörður Gunnarsson Afhending Borgarstjórarnir tveir, Júrí Luzhkov og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, við afhendingu hestanna í Moskvu um síðustu helgi. Í HNOTSKURN »Gæðingarnir tveir, sem Vil-hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti starfs- bróður sínum Júrí Luzhkov í Moskvu, voru fyrstu íslensku hestarnir sem fá heimili í Rúss- landi. »Fyrstu íslensku hestarnir tilað stíga á rússneska grund tóku þátt í sýningu í Péturs- borg í maímánuði og komu þeir víðs vegar að. »Auk Luzhkov og konu hanseru rússnesku forsetahjón- in áhugafólk um hesta. Páll Bragi Hólmarsson ÚR VERINU HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 16. ágúst vegna síbrota. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að lögregla hafi margoft þurft að hafa afskipti af manninum vegna ýmissa afbrota og unnið sé að rannsókn tuga mála þar sem hann sé grunaður um að hafa framið fjölda auðgunarbrota á höfuðborgarsvæðinu. Grunur leikur á að maðurinn fjármagni fíkniefna- neyslu sína með afbrotum. Maðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því í júnílok. Hann hef- ur m.a. viðurkennt aðild sína að fimm auðgunarbrotamálum sem hafa verið til rannsóknar hjá lög- reglustjóranum á höfuðborgarsvæð- inu og voru öll framin 26. júní. Þá hefur hann einnig viðurkennt inn- brot í báta í Hornafjarðarhöfn dag- inn eftir. Maður í gæslu vegna síbrota HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem grunaður er um að hafa framið rán í verslun 10-11 við Barónsstíg í Reykjavík á sunnudag, sæti gæsluvarðhaldi fram til mið- vikudagsins 18. júlí. Maðurinn, sem kom inn í verslunina ásamt tveimur öðrum mönnum, ógnaði afgreiðslu- stúlkum með skammbyssu og heimtaði peninga. Myndir náðust af ráninu á mynd- bandsupptökuvél í versluninni og sjást mennirnir þrír þar. Grunaður forsprakki var handtekinn stuttu síðar við verslunina Aktu – Taktu á Sæbraut í Reykjavík en neitaði sök við yfirheyrslur. Fram kemur í greinargerð lög- reglu að rannsókn málsins sé skammt á veg komin og snúi nú að því að finna meinta samverkamenn, ránsfeng og byssu. Ræningi áfram í gæslu- varðhaldi FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MIKILL makríll hefur verið innan um norsk-íslensku síldina að undan- förnu og hefur fiskurinn verið allt að 50% aflans. Síldin hefur færst austur úr íslensku landhelginni og í gær voru 9 íslensk skip að síldveiðum í færeysku lögsögunni. „Hún hefur verið að flakka inn og út úr íslensku lögsögunni,“ segir Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Eskju hf. á Eskifirði, en þar eru komin um 6.000 tonn á land og þar af hafa um 4.000 tonn verið unnin um borð í Aðalsteini Jónssyni SU. Síldin fer annars að mestu leyti í bræðslu og hefur Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. verið afkastamest til þessa. Þar er búið að bræða um 9 þúsund tonn af síld og um 6 þúsund tonn af kolmunna. „Síldaraflinn hef- ur verið töluvert mikið makrílbland- aður að undanförnu,“ segir Elva Benediktsdóttir, launa- og birgða- fulltrúi HÞ. Í vikunni hafa þrjú skip landað síld á Þórshöfn. Júpiter ÞH og Álfsey VE hófu síldveiðarnar í byrjun mán- aðar, fóru út 2. júlí og komu inn viku síðar. Þau eru á partrolli og lönduðu samtals rúmlega 1.850 tonnum, þar af rúmlega 900 tonnum af makríl. Guðmundur VE landaði um 600 tonnum í bræðslu í fyrradag, um 490 tonnum af síld og um 130 tonnum af makríl, en að öðru leyti er síldin fryst um borð og henni landað hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, tekur undir með Elvu í sambandi við makrílinn og segir hann hafa verið um 30 til 40% aflans að undanförnu og stund- um meira. Gunnþór segir jákvætt að makríllinn hafi fengist innan ís- lensku lögsögunnar, því þar sé hann utan kvóta, og vonandi verði fram- hald á, en hann hafi allur farið í bræðslu. Ríflega 7.000 tonnum af síld hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni og þar af hafa um 4.000 til 4.500 tonn farið í vinnslu. Gunnþór segir að þó ekki hafi verið mikill kraftur í veið- inni hafi ekki gengið illa og vel hafi gengið að vinna síldina í landi. Hins vegar sé hún farin að fitna mikið og vinnslan komin í sumarfrí. Allt að 50% makríll í afla síldveiðiskipanna Morgunblaðið/Kristján Síldveiðar Unnið við löndun úr Guðmundi VE en síldveiðar hafa gengið ágætlega að undanförnu. Síldin á flakki á milli íslensku og færeysku lögsögunnar EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur fyrir- skipað Pólverjum að hætta þorsk- veiðum í austurhluta Eystrasaltsins vegna gruns um ofveiði. Fréttavefurinn intrafish.com hef- ur eftir talsmanni ESB að ýtarleg rannsókn hafi leitt í ljós að tilkynntar aflatölur hafi ekki verið réttar og því hafi veiðar Pólverja verið stöðvaðar. Tilkynntar aflatölur hafa verið bornar saman við löndunarskýrslur frá því haustið 2005 og er ekki sam- ræmi þar á milli. Fram kemur að all- ar þjóðir, sem veiði á svæðinu, eigi hlut að máli. Pólland hafi veitt mest umfram leyfilegt aflamark eða 50% umfram tæplega 11 þúsund tonna kvóta og talið sé að um 5 þús. tonn af þorski utan kvóta hafi farið á mark- að. ESB stöðvar Pólverja HREFNUVEIÐIBÁTURINN Njörð- ur KÓ fór aftur út til veiða í fyrra- kvöld og skömmu síðar veiddi hann hrefnu í Faxaflóanum. Kvótinn til 1. september er 30 dýr og er þetta þriðja hrefnan sem veiðist en kjötinu verður dreift í verslanir strax um helgina. Konráð Eggertsson, hvalveiði- maður á Ísafirði, segir í samtali við fréttavef BB að hann haldi til hrefnuveiða um leið og veður leyfi, en algjört logn þurfi að vera til að eitthvað sjáist. Fékk hrefnu í Faxaflóa FYRIR skömmu veiddi togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK fyrsta battann, Dibranchus atlanticus, sem veiðst hefur hér við land. Fisk- urinn, sem er af sædjöflakyni, veiddist í Skaftárdjúpi og var 17 sm langur, samkvæmt frétt á vef Haf- rannsóknastofnunar. Batti veiddist í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.