Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 6
FLUGMÁLAFÉLAG Íslands heldur sitt árlega flugmót, Allt sem getur flogið, á Helluflugvelli á morgun, laugardag. Fisvélar, vélflugvélar, svifflugur, þyrlur, módelflug og fallhlífastökk eða allt sem helst í loftinu með einhverjum hætti verð- ur kynnt á laugardeginum milli kl. 14 og 16 og er almenningi þá vel- komið að fylgjast með. Lendingar- keppni verður haldin milli kl. 16 og 17. Boðið verður upp á útsýnisflug og kynnisflug fyrir gesti. Fjölbreytt flug- mót á Hellu 6 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M. KRISTINSSON Danmark A/S, sem er í eigu Magnúsar Krist- inssonar eiganda Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á danska fyrirtæk- inu Krogsgaard-Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Krogsgaard-Jensen er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og er stærst og umsvifamest af þeim 30 fyrirtækjum sem selja Toyota-bifreiðar í Dan- mörku og rekur fimm útsölu- og þjónustustöðvar á Kaupmannahafn- arsvæðinu. Þá mun fyrirtæki Magn- úsar eignast 100% í fasteignafélagi KKJ Ejendommen, og fasteignum sem eru í eigu Krogsgaard Holding. Kaupverð er trúnaðarmál en velta Krogsgaard nam um fimm millj- örðum íslenskra króna í fyrra og eru starfsmenn um 130 talsins. Krogsgaard-Jensen seldi um 1.560 nýja bíla í fyrra sem er um 8% af nýskráðum Toyota-bifreiðum í Danmörku en til samanburðar má geta þess að Toyota á Íslandi seldi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. Spurður um ástæðu útrásar til Danmerkur svarar Magnús Krist- insson því til að sér hefði verið ljóst að mjög erfitt yrði að auka markaðs- hlutdeild Toyota á Íslandi enda fyr- irtækið með 25% markaðshlutdeild. „Ég fór því að líta í kringum mig í Evrópu og Skandinavíu. Fyrir nokkrum mánuðum kom það upp að það væri mögulegt að kaupa þetta fyrirtæki í Danmörku og þá lagði ég mikla áherslu á að komast yfir fyrir- tæki í Kaupmannahöfn.“ Magnús segir að stefnan sé að efla Krogsgaard-Jensen á allan mögu- legan máta og gera það í Danmörku sem hafi gengið vel á Íslandi. „Hér hljóta að vera nokkur tækifæri þar sem Toyota er ekki með nema 8-9% markaðshlutdeild þannig að við ætl- um að reyna að gera betur.“ Spurður um hugsanleg frekari kaup erlendis svarar Magnús því til að hann geti trauðla fullyrt að hann sé hættur og viðurkennir að auðvit- að væri skemmtilegt að komast yfir Toyota í einhverju öðru landi og þá kannski helst í Skandinavíu. Magnús kaupir stærsta söluaðila Toyota í Danmörku Samningur í höfn Magnús Kristinsson og Kresten Krogaard-Jensen brostu breitt í gær þegar þeir höfðu skrifað undir samninginn. EKKI þurfa þessi ungmenni að kvarta undan vatns- skorti þrátt fyrir mikla þurrka undanfarið en þau virð- ast skemmta sér konunglega í Þjórsá á meðan hund- urinn horfir forvitnislega á. Veðrið hefur leikið við landann í sumar en þessir krakkar hættu sér þó ekki í jökulána í sundfötunum einum fata. Í baksýn með hvítan koll stendur Hekla vörð um komandi kynslóðir. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Buslað í Þjórsá í veðurblíðunni BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg hefur náð samningum við olíufélagið Olís um innflutning á etanólblöndunni E85 í tilraunaskyni. Blandan er 85 prósent etanól og 15 prósent bensín og hyggst Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, bíða við- bragða stjórnvalda sem eigi eftir að ákveða hvaða gjöld þau hyggist leggja á hið nýja eldsneyti. Að sögn Egils hefur metangasið verið án gjalda og telur hann það sama eigi að gilda um etanólbíla, sem losi allt að 75 prósent minna koldíox- íð í andrúmsloftið en sambærilegir bensínbílar. Hefur umboðið þegar pantað eitt eintak af Volvo C30 og Ford C-Max bifreiðum. Brimborg hefur áhuga á að flytja inn etanólbíla í miklu magni en til að svo megi verða þarf að byggja upp dreifikerfi fyrir etanólið. Nýja eldsneytið þarf líka að vera samkeppnishæft í verði. Samið um innflutn- ing etanóls Brimborg vill flytja inn etanólbíla BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borg- arstjóra um ráðningu Magn- úsar Þórs Gylfa- sonar viðskipta- fræðings í stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra til eins árs. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðu- neytið hefur ráðið til að leiða fram- boð Íslands til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Borgarráð samþykkti einnig að Magnús Þór gegndi starfi borg- arritara þar til ráðið hefur verið í stöðuna. Umsóknarfrestur um hana hefur verið auglýstur til 28. ágúst nk. Magnús Þór Gylfason er 33 ára viðskiptafræðingur frá Háskól- anum í Reykjavík. Hann gegndi starfi skrifstofustjóra og verkefn- isstjóra á skrifstofu borgarstjóra síðasta vetur og situr í starfshópi borgarstjóra um bættan rekstur Reykjavíkurborgar. Hann var framkvæmdastjóri borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins á ár- unum 2002 til 2006 og fram- kvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2000 til 2002. Magnús Þór er kvæntur Elvu Dögg Melsteð, framkvæmdastjóra Magg ehf., og eiga þau tvö börn. Nýr skrifstofu- stjóri og borg- arritari ráðinn Magnús Þór Gylfason ALGER spreng- ing hefur orðið í svokölluðum götumálum á þessu ári hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og eru nú ákveðnir menn undir eftir- liti vegna gruns um að dreifa fíkniefnum til ungra neytenda. Nýlega barst Morgunblaðinu ábending um tiltek- inn aðila í einu hverfi í austurborg- inni sem hefur komið sér upp tengslaneti ungs fólks á aldrinum 15 til 17 ára og hefur lögregla stað- fest að viðkomandi sé með undir eftirliti eins og ýmsir aðrir vegna götudreifingar á fíkniefnum til ung- linga. Til að uppræta götudreifingu hef- ur lögreglan haft menn í að fylgjast með tónleikum, partíum og öðrum áþekkum samkomum ungs fólks þar sem grunur er um fíkniefna- dreifingu og á þessu ári hafa lög- reglumenn tekið nærri tvö kíló af hassi, hálft kíló af amfetamíni, 100 skammta af LSD auk fleiri efna. Lögreglan er á varðbergi gagn- vart sumartímanum vegna þess að sölumenn fíkniefna beina sjónum sínum að ungu fólki sem er að ljúka grunnskóla eða í upphafi mennta- skólanáms. „Við vitum að það er verið að nálgast krakka á aldrinum 15-17 ára og bjóða þeim fíkniefni,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn. „Og við þessu erum við að reyna að bregðast.“ Salan fer þannig fram að fólk ek- ur um á bílum og hittist á ákveðnum stöðum fyrir viðskiptin. Karl Steinar segir að þessir sölu- menn velji staði með það í huga að hafa víðsýnt til allra átta til að geta fleygt efnum frá sér ef þeir sjá ein- hvern nálgast, einkum lögreglu. Stór bílastæði eru notuð í þessum tilgangi eða önnur bersvæði, rétt í útjaðri borgarinnar. Fjölmargir hafa verið handteknir á þessu ári fyrir að selja unglingum fíkniefni á götunni. „Markmiðið er að gera fíkniefna- sölu á götunni eins erfiða og mögu- legt er,“ bendir Karl Steinar á. Fíkniefnasölu- menn vaktaðir Karl Steinar Valsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær tvo menn af ákæru fyrir tilraun til að smygla tæpum 4 kg af kókaíni til landsins seint á síð- asta ári. Dómurinn viðurkennir að við fyrstu sýn kunni framburður mannanna að virðast ótrúverðugur og jafnvel reyfarakenndur á köflum, en það var hins vegar mat dómsins að svo væri ekki. Mennirnir voru sýknaðir þar sem ekki voru nein gögn sem ættu að leiða til þess að við sönnunarmat ætti að hafna framburði mannanna. Málið hófst þegar tollverðir fundu kókaínið falið í Benz-bíl sem hafði verið fluttur til landsins með Helga- felli frá Cuxhaven í Þýskalandi. Sími annars mannanna var hleraður og gerviefni sett í stað fíkniefnanna. Hinn 7. febrúar 2007 annaðist annar ákærði tollafgreiðslu bílsins sem fluttur var á tiltekinn stað og tveim dögum síðar nálguðust báðir ákærðu bílinn og þá var gerviefnið fjarlægt úr bílnum en mennirnir báru hvor á sinn hátt um þann þátt málsins. Báðir hafa mennirnir sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins, ann- ar frá 9. febrúar og hinn frá 1. mars. Báðir neituðu sök og sagðist annar þeirra ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru í bílnum. Við handtöku hefði hann áttað sig á að hann hefði verið svikinn í viðskipt- um vegna bílsins sem ónafngreind- ur maður bauð honum sumarið 2006. Ákærði þorði ekki að taka áhættu sem því fylgdi að nafngreina manninn er stæði að baki smyglinu. Áfrýjun til athugunar Meðákærði sagðist hafa fjarlægt gerviefnin úr bílnum en ónafn- greindur maður hefði beðið hann um það þar sem ekki væri hægt að afhenda eiganda bílinn með gervi- pakkningum í. Maðurinn hefði sagt að fíkniefni hefðu verið flutt inn með bílnum en lögreglan þá búin að skipta á þeim og gerviefnum. Auk þess sagðist ákærði hafa lesið í DV að búið væri að taka fíkniefnin og sagðist viss um að hann væri að fjarlægja gerviefni og vitað að það væri ekki saknæmt. Ríkissaksókn- ari skoðar hvort málinu verður áfrýjað. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Sýknaðir í stóru kókaínmáli SVEINN Andri Sveinsson, verj- andi annars sak- borninganna í kókaínmálinu, átelur réttar- kerfið fyrir að láta umbjóðanda sinn sæta gæslu mánuðum sam- an í ljósi þess að dómurinn dæmdi loks sýknudóm. „Það hefur verið vikið fulllangt frá þeirri meginreglu að enginn skuli fara í fangelsi nema hafa fengið refsidóm,“ segir hann. „Ríkissaksóknari hefur mótað einhverja stefnu í þessum málum um að það varði almannahags- muni að menn sem tengjast stórum fíkniefnamálum sæti gæsluvarðhaldi uns dómur geng- ur. Og undir þetta hafa dóm- stólar tekið. Þarna var allt of langt gengið og það þarf að hugsa þetta upp frá grunni. Lög gera ráð fyrir að menn geti sótt bætur í ríkissjóð en peningar bæta ekki allt þegar venjulegir menn hafa verið sviptir frelsi sínu mánuðum saman,“ segir Sveinn Andri. „Allt of langt gengið“ Sveinn Andri Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.