Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í DAG verður opnuð á Korp- úlfsstöðum sýningin Alien Structure in Urban Lands- cape. Sýningin er viðamikið samvinnuverkefni listafólks frá Reykjavík, Hamborg og Prag sem staðið hefur síðastliðin þrjú ár. Viðfangsefnið er borgarmenning og aðkoma fólks að samfélagi ólíkra borga. Níu listamenn, þrír frá hverri borg, hafa hist reglulega undanfarin ár, unnið að listaverkum um borgir í samræðu hver við annan og sýnt afraksturinn. Sýningin verður opnuð á Korpúlfsstöðum í dag kl. 19 og verður einnig opin laugardag og sunnudag kl. 13-19. Myndlist Reykjavík, Hamborg og Prag Korpúlfsstaðir. SVALA Ólafsdóttir opnar ljós- myndasýninguna Með kónguló í vasanum í dag í gallerí Auga fyrir auga. Svala er fædd og uppalin á Íslandi en hefur búið erlendis í nokkurn tíma. Í verkum henn- ar má sjá sterk tengsl við land og þjóð. Svala lærði við lista- stofnunina í San Francisco og Háskólann í Texas. Með kónguló í vasanum verður opnuð kl. 18 í dag og stendur opnunin til kl. 21. Gallerí Auga fyrir auga er á Hverfisgötu 35 og er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 eða eftir samkomulagi. Myndlist Með kónguló í vasanum Kónguló. Í DAG munu aðstandendur Sögusafnsins í Perlunni taka á móti gjöf frá nemendum og kennurum Minersville Area High School. Um er að ræða nákvæma eftirlíkingu af sleða sem fannst og var grafinn upp í Gauksstaðaskipinu í Noregi ár- ið 1880 en talið er að skipið sé frá 895. Sleðann hafa nem- endur og kennarar skólans smíðað undir leiðsögn Arne Emil Christensen frá Viking Ship Museum í Ósló og Ned Eisenhuth, kennara í Pennsylvaniu. Móttakan verður í Perlunni í dag, milli kl. 17 og 19. Saga Sögusafnið fær sleða að gjöf Perlan. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HARPA Þorvaldsdóttir hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri haust- ið 1996. Blaðamaður var einn fjórðu- bekkjarníðinganna sem busaði hana og bekkjarfélaga hennar en að kvöldi busadags var nýnemunum boðið í partí þar sem fram fór hefð- bundið gítargutl og misfalskur söng- ur undir. En svo laumar þessi litla snót sér inn og það sem eftir var kvölds létum við hin okkur flest nægja að hreyfa varirnar og syngja eins lágt og við gátum svo við heyrð- um betur í þessari mögnuðu söng- konu sem við höfðum eytt vikunni í að kvelja. Ég hitti svo Hörpu aftur rúmum áratug síðar, nánar tiltekið í gær. Hún heldur á vínglasi og er að fagna milljóninni sem hún hafði hlotið í styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar, en styrkurinn er náms- styrkur enda söngnám ekki ódýrt. En hvernig byrjaði þessi klassíski söngferill? „Ég byrjaði að læra söng 18 ára gömul en hafði lengst af verið leika mér í poppi.“ Evróputúrinn endaði í Salzburg Fyrir tveimur árum fór hún svo í klassíkina af fullri alvöru og flutti síðasta haust til Salzburgar með fjöl- skyldu sinni. Ástæðan var söng- kennari að nafni Martha Sharp. „Ég fann kennarann minn þar og leist ótrúlega vel bæði á hana og borgina. Martha er einstök manneskja, óskaplega fær kennari og færir manni ekkert á silfurfati heldur læt- ur mann vinna. Virkilega flott kona í alla staði.“ Áður hafði Harpa þó verið einn tí- undi af rödd Íslands í sönghópnum Raddir Evrópu. „Þetta var eins árs verkefni, rosalegur góður skóli. Við vorum tíu saman frá Íslandi og eins voru tíu saman frá hinum menning- arborgunum átta (Avignon, Bergen, Bologna, Brüssel, Kraká, Helsinki, Prag og Santiago de Compostela). Við sungum í öllum borgunum nema Prag og líka í Tallinn þannig að þetta var einn allsherjar Evróputúr. Á tónleikunum sungum við verk frá hverju landi.“ Harpa segir afar dýrmætt að fá þennan styrk enda tónlistarnám af- skaplega dýrt og þessa milljón hefði hún þurft að fá að láni frá LÍN að öðrum kosti. Hún hefur nú í haust tveggja ára mastersnám við óperu- deild Mozarteum í Salzburg, skóla sem þarf að hafna margfalt fleirum en þeim fáu sem komast inn. Auk þess er á döfunni að syngja í Þýska- landi og ljóst að það verður nóg að gera næstu tvö árin. Eftir það held- ur harkið þó áfram. „Óperu- söngvarar þurfa flestallir að syngja lengi út um allar trissur áður en þeir fá nokkra fasta vinnu,“ fullyrðir Harpa sem líst þó ágætlega á til- hugsunina, enda virðist henni ekki finnast neitt leiðinlegt að syngja. Harpa Þorvaldsdóttir fékk námsstyrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar Sópran í Salzburg SÓPRANSÖNGKONAN Harpa Þorvaldsdóttir söng í gær fjögur lög fyrir gesti eftir að hafa fengið afhentan styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Allt gerðist þetta í Gamla bíói sem nú hýsir Íslensku óperuna. Morgunblaðið/G. Rúnar Harpa syngur í Gamla bíói BÓKIN um ævintýri Tinna í Kongó verður færð úr barnabókadeildinni í fullorðinsdeildina í Borders-bóka- búðunum í Bretlandi. Þessi ákvörð- un var tekin eftir að bókin var gagnrýnd fyrir kynþáttahatur. Talsmaður samtaka sem berjast gegn kynþáttahatri sagði að það væri óviðunandi fyrir bókabúðir að selja teiknimyndasöguna vegna grófra kynþáttastaðalímynda sem koma fyrir í henni. Bókin inniheld- ur m.a. atriði þar sem Tinni er sett- ur yfir afrískt þorp vegna þess að hann er „góður hvítur maður“, og svört kona hneigir sig fyrir honum og segir: „Mikill hvítur maður … hvíti meistarinn er stór juju mað- ur!“ Gamaldags kynþáttakjaftæði „Þessi bók inniheldur myndir og orð sem lýsa gamaldags viðhorfi til litaðra kynþátta. Innfæddir eru látnir líta út eins og apar og tala eins og fávitar. Hvernig og hvers- vegna halda bókabúðir að það sé allt í lagi að selja slíkt efni, sem er fullt af kynþáttahatri? Þetta er mjög móðgandi fyrir stóran hóp af fólki,“ sagði talsmaður samtakanna og bætti við að bókin ætti aðeins heima í safni með skilti sem á stæði: „Gamaldags kynþáttakjaft- æði“. Engin bókabúð hefur ákveðið að hætta að selja bókina en margar hugleiða það nú, eftir að Borders tók af skarið og færði bókina úr barnabókadeildinni og yfir í full- orðinsbækurnar. Tinni veldur vandræðum í Bretlandi Kynþáttafordómar í Tinna í Kongó Tinni Hefur oft komist í hann krappan og nú vegna kynþátta- fordóma í einni bókinni. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í BÓKINNI um hlátur og gleymsku segir Milan Kundera: „Við hugsum um óendanleika stjarnanna en skeytum engu um óendanleikann sem er fólginn í feðrum okkar.“ Þennan óendanleika ákvað hol- lenska listakonan Jennifer Tee þó að takast á við í sýningu sinni, Down the Chimney. Verkið vann hún með fjölskyldu sinni, en foreldrar hennar hafa mjög ólíkan bakgrunn. Faðir- inn er indónesískur Kínverji og móð- irin enskur Hollendingur. „Þess vegna var ég forvitin um það sem ég vissi ekki um bakgrunn, æsku og drauma foreldra minna,“ segir Jennifer sem bað þau og systur sína um að gera upptöku þar sem þau svöruðu spurningalista sem Jennifer samdi fyrir þau. „Þetta snýst um spurningarnar sem þú spyrð aldrei fyrr en það er orðið of seint.“ Upp úr þessu skrifaði Jennifer handrit sem hún fékk fjölskylduna til að leika í þar sem hún reynir að búa til sameiginlegan sagnaheim fjölskyldunnar. Myndbandið var tekið inni í húsi foreldranna og er eins konar sögustund. „Stundum er þetta grimmt og stundum kemur dauðinn við sögu,“ segir Jennifer sem segir þó að lítið mál hafi verið að fá fjölskyldumeðlimi til þess að taka þátt, enda „alltaf gaman að vera hluti af listaverki“. Jennifer segir að eftir því sem leið á vinnslu verksins hafi ákveðinn samhljómur myndast við söguna um Lísu í Undralandi. „Hlutverk skor- steinsins er að vera þessi inngangur inn í annan heim, hann kemur í stað- inn fyrir kanínuholuna.“ Á sýningunni verða þrjár sýning- arvélar, hinar tvær sýna okkur lista- konuna sjálfa í líki andar og í baráttu við fljúgandi lauk, auk þess sem við sögu koma plöntur, flúorljós og andapúðar. Á milli skjánna eru styttur af óljósum skuggaverum sem fylgjast með lífi þeirra á skjánum. Jennifer sjálf er gjörn á að ferðast mikið til annarra heima og er oft kölluð ýmist ímyndunar-mannfræð- ingur eða skáld-sagnfræðingur. „Það nærir verk mín, upplifanir af stöðum, fólki og ólíkri menningu blandast saman og renna inn í verk- in,“ segir listakonan sem er nýkomin frá Nýja-Sjálandi og fer næst til Kína. Ljósmyndir sem hráefni Tumi Magnússon byrjaði að vinna í myndlist í kringum 1980 og var að búa til objekta, ljósmyndir og 8 milli- metra kvikmyndir. „Svo fór ég að vinna með teikningar og texta og komst að því að það var mjög nálægt þessu „nýja málverki“ sem var að koma inn þá, enda voru á þeim tíma margir að leita sér að leið út úr kons- eptlistinni eins og ég. Svo breyttist þetta smám saman í veggmálverk, mónókróm, afskaplega konseptleg málverk – ég var náttúrlega dálítill konseptlistamaður allan tímann.“ Seinna fór hann út í ljósmyndir og fór að gera þær að hráefni í listina. Ljósmyndirnar vinnur hann í tölvu og setur þær inn í ákveðið fyrirfram gefið rými þannig að þetta þróast í rýmismálverk. Í sýningunni núna er hann fyrst og fremst að vinna með kassalaga form. „Ég vel ákveðið myndefni fyr- irfram og myndin er tekin frá ákveðnu sjónarhorni. Þetta eru allt myndir af kössum, áður hef ég tekið myndir af þeim á ská en á þessum er sjónarhornið framan á kassana.“ Magnús Pálsson, faðir Tuma, hef- ur nýlega opnað sýningu í Gallerí i8 við Klapparstíg. Tumi segir það þó algjöra tilviljun en líst ekki illa á að vinna með föður sínum við tækifæri einhvern tímann í framtíðinni. Báðar sýningarnar verða opnaðar klukkan 17 á morgun í Safni, Lauga- vegi 37. Jennifer Tee og Tumi Magnússon opna bæði sýningar á morgun í Safni Niður skorstein Morgunblaðið/Frikki Sýning Jennifer skoðar fjölskylduna á meðan Tumi fiktar í ljósmyndum. Í HNOTSKURN »Söngmenntasjóður MarinósPéturssonar hefur úthlutað styrkjum í ellefu skipti frá árinu 1992 en takmark sjóðsins er að styrkja efnilega íslenska söngv- ara til framhaldsnáms erlendis. »Marinó Pétursson fæddist 21.febrúar árið 1908 í Þistil- firði, elstur sjö barna. Hann rak lengi útgerðarfyrirtæki en eyddi síðustu æviárunum sem trillu- karl á Bakkafirði. »Hann dó barnlaus en spilaðireglulega tónlist í frístund- um og kenndi meðal annars börnum á Bakkafirði á píanó síð- ustu æviárin. Því ákvað hann að ánafna allar sínar eigur Söng- menntasjóðnum sem var fyrst veitt úr árið 1992 að honum ný- látnum. » Í ár bárust fimmtán umsókn-ir sem allar töldust mjög frambærilegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.