Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Bingó kl. 14. Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Bingó fellur niður í júlí. Kl. 10-16 pútt- völlurinn. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Hálendisferð FEBK í Veiðivötn og virkjanir verður farin fimmtudaginn 26. júlí. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Skráningarlistar og ítarlegar ferðalýsingar eru í félagsmið- stöðvunum Gullsmára s. 564-5260 og Gjábakka s. 554-3400. Skráið ykkur sem fyrst. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnu- stofan opin til hádegis. Félagsstarfið Gjábakka verður lokað í dag, föstudag 13. júlí, frá kl. 12.30 vegna jarðarfarar fyrrverandi formanns FEBK, Karls Gústafs Ásgrímssonar. Félagsvist kl. 20.30. Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks- bókastofa opin. Kl. 10 blaðaklúbbur. Kl. 13 spilað bridds/vist. Kl. 14.30 kaffiveit- ingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, baðþjónusta. Kl. 12 matur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi, kl. 14.45 verður bókabíllinn fyrir utan. Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting s. 517-3005/849- 8029. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30- 14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30- 14.45 Kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dans- að í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó í dag kl. 13.30, allir velkomnir. Félagsmið- stöðin er opin öllum óháð aldri. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl 17-22. Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöld- bænir kl. 20. Allir velkomnir. Þingeyrakirkja | Messa með ferða- mönnum og heimafólki. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson, organisti Elías Björn Árnason. Gullbrúðkaup | Gullbrúðkaup eiga þau Ásdís Magnea Gunn- laugsdóttir og Sigurjón Jó- hannsson föstudaginn 13. júlí. Þau giftu sig á Siglufirði fyrir 50 árum og hafa búið þar alla tíð síðan. Þau eiga þrjú börn, tíu barnabörn og eru barna- barnabörnin orðin fjögur. Þau hjón eru á ferðalagi um Strandir með fjölskyldu sinni og fagna með vinum í Djúpuvík. 90 ára afmæli. Leópold J.Jóhannesson, fv. veit- ingamaður, verður níræður þann 16. júlí. Af því tilefni tek- ur hann og fjölskylda hans á móti gestum sunnudaginn 15. júlí á heimili hans á Hrafnistu í Reykjavík. Samferðafólk, vinir og frændfólk hjartanlega vel- komið. 50ára afmæli. María Jörg-ensdóttir bóndakona, til heimilis í Álfhólahjáleigu, er fimmtug í dag. Hún mun eyða afmælisdeginum á heimili sínu. dagbók Í dag er föstudagur 13. júlí, 194. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.) Sérstakur hátíðarblær verðuryfir Fáskrúðsfjarðarbæ ámorgun, 14. júlí, en þá erþjóðhátíðardagur Frakka. Al- bert Eiríksson er safnstjóri safnsins Fransmenn á Íslandi: „Sú hefð hefur komist á í bænum að flagga þennan dag. Fer nærri að franski fáninn blakti á annarri hverri fánastöng í Fáskrúðs- firði en hinar skarta þeim íslenska, og sérlega skemmtilegt er um að litast í bænum,“ segir Albert. Árið 2000 var opnað á Fáskrúðsfirði safn um veiðar franskra sjómanna á Ís- landi: „Upphaflega var sett upp sýning á ljósmyndum og textum sem byggðu að mestu á bók Elínar Pálmadóttur, Fransí Biskví. Sýningin vatt upp á sig og stöðugt bættust við munir og er hún nú orðin að allveglegu safni sem enn fer stækkandi um leið og gestum fjölg- ar,“ segir Albert. „Með safninu viljum við heiðra minningu þeirra frönsku sjó- manna sem sóttu sjóinn við Íslands- strendur á tímabili sem spannar yfir 300 ár. Hingað komu, þegar mest var, milli 5.000 og 6.000 sjómenn á hverri vertíð, og eru til skráðar heimildir um að á þessum 300 árum hafi allt að 5000 franskir sjómenn látið lífið hér við land og 400 skútur farist.“ Sjómennirnir komu að ströndum Ís- lands í febrúar/mars ár hvert og voru við veiðar í um 6-7 mánuði: „Í maí kom flutningaskip og sótti þann afla sem kominn var. Mæltu flutningaskip og skútur sér mót fjörðunum, m.a. Fá- skrúðsfirði, og um leið og saltaður þorskurinn var ferjaður um borð í skipið var sjómönnunum fært salt, póstur og ýmis varningur frá heima- slóðum,“ segir Albert. „Notuðu Frakk- arnir tækifærið og komu á land í firð- inum og skiptust á vörum við heimamenn, en það var einkum prjóna- varningur sem þeir sóttust eftir, enda mikil vosbúð á miðunum. Borguðu Frakkarnir með kartöflum, kexi og víni, sem Íslendingarnir kölluðu rauð- vín eða koníak, en margt bendir til að hafi verið fábrotinn eplamjöður af ein- hverju tagi.“ Finna má nánari upplýsingar um safnið Fransmenn á Íslandi á slóðinni www.fransmenn.net. Í sumar er safnið opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 17. Aðgangseyrir er 480 kr. fyrir fullorðna, en ókeypis er fyrir börn að 14 ára aldri. Saga | Safn tileinkað sögu franskra sjómanna við Íslandsstrendur í 300 ár Flaggað á Fáskrúðsfirði  Albert Eiríks- son fæddist á Fá- skrúðsfirði 1966. Hann lauk mat- reiðslunámi frá HVS 1988 og sveinspr. í hár- greiðslu frá IR 1994. Albert vann sem matreiðslum., rak hársnyrti- og sólbaðsstofu, var framkv.stj. Þjóðahátíðar Austfirðinga og stýrði Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Hann hefur verið safnstjóri safnsins Fransmenn á Íslandi frá 2000 og starfar á vetrum sem þjón.fulltr. LHÍ. Sambýlismaður Alberts er Bergþór Pálsson söngvari og eiga þeir einn son. Tónlist Ketilhúsið Listagili | Tónleikar kl. 12. „All Am- erican – Live from New York“: Söngkvartett Metropolitan-óperunnar í New York: Cons- ande Green, sópran, Ellen Land, mezzo, Irwin Reese, tenór, John Shelhart, bass-baritón, og Robert Rogers, píanó. Selfosskirkja | Kl. 20. Kammertónleikarnir „Ísland-Austurríki“, með verkum eftir René Staar, Helmut Neumann og Pál P. Pálsson og klarinettukvintett Mozarts. Flytjendur: Graffe- strengjakvartettinn, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Einar Jóhannesson klarinett. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsvetin Dans á rósum frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi um helgina. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. HÉR SJÁST tveir suður-kínverskir tígrar, að nafni 327, til hægri, og Cathy. Þeir eru tveir af minna en hundrað sinnar tegundar sem eftir eru í heiminum. Hér hittast þeir í David Tang-tígurkynbótastöðinni í Philippolis fyrir utan Bloemfontei í Suður-Afríku þar sem þeir fæddust. Tígrarnir eru tveir af fjórum sem voru fluttir á 33.000 hektara land í Laohu Valley Reserve í september 2003 til að venjast villtu umhverfi, fjölga sér og þjálfa veiðihæfileikana áður en þeir eru sendir í sitt náttúrulega umhverfi í Kína. Halló félagi! Reuters FRÉTTIR Fasteignavefur aðgengilegur allan sólarhringinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Samband ungra sjálfstæð- ismanna átelur harðlega af- skipti einstakra sveitarfélaga af sölu á eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til einka- aðila. Kaup einkafyrirtækis á eignarhlut ríkisins voru grund- völluð á metnaðarfullum áætl- unum um útrás íslenskrar sér- þekkingar og hugvits. Með því að beita forkaupsrétti sínum til að koma í veg fyrir að eign- arhlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja færist til einkaaðila hafa viðkomandi sveitarfélög gengið gegn markmiði rík- isstjórnarinnar þar að lútandi. Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna lýsir yfir stuðn- ingi við sjónarmið bæjarstjór- ans í Reykjanesbæ um að bærinn beiti forkaupsrétti sín- um í þeim tilgangi að hinar upphaflegu áætlanir um að- komu einkaaðila að Hitaveitu Suðurnesja nái fram að ganga. Afskipti annarra sveitarfélaga að málinu eru á gagnstæðum forsendum og eru þau harðlega átalin. Mikla furðu vekur sú yfirlýs- ing ungliðahreyfingar Samfylk- ingarinnar í tengslum við mál þetta, að hvergi sé minnst á einkavæðingu orkufyrirtækja í stjórnarsáttmála nýrrar rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í stjórnarsátt- málanum segir orðrétt: „Tíma- bært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orku- fyrirtækja.“ Sala ríkisins á eignarhlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja var og er í fullu samræmi við þetta markmið ríkisstjórnarinnar. Fullyrðingar ungliða í Samfylkingunni um annað eru óskiljanlegar. Að mati ungra sjálfstæð- ismanna er það umhugs- unarvert að sveitarfélög, sem alla jafna kvarta hástöfum yfir of lágum tekjustofnum til að standa undir lögboðnum verk- efnum sínum, skuli verja millj- örðum króna úr sveitarsjóðum til að halda einkafyrirtæki frá þátttöku í verkefnum á sviði umhverfisvænnar orkuöflunar og útrás íslenskrar sérþekk- ingar. Fráleitt er með öllu að ætla sveitarsjóðum sem eiga að standa undir sameiginlegum grunnþörfum samfélagsins beina þátttöku í slíkum áhættu- fjárfestingum. Ljóst er að inn- an viðkomandi sveitarfélaga er engri sérþekkingu til að dreifa sem gerir aðkomu þeirra að fyrirtækinu þess eðlis að útrás- armöguleikar vænkist. Með svipuðum rökum og for- svarsmenn sveitarfélaga nota nú til að tryggja yfirráð sín yfir Hitaveitu Suðurnesja, hefði mátt koma í veg fyrir einka- væðingu bankanna. Í hvaða sporum væri íslenskt fjármála- líf í dag, ef stjórn bankanna væri í höndum sveitarstjórn- armanna?“ Ályktun frá SUS vegna Hitaveitu Suðurnesja NÝ SKÝRSLA SSV – þróunar og ráðgjafar leiðir í ljós að efnahagsleg áhrif á Vest- urlandi af 30% skerðingu þorskkvóta nema 4,9 millj- örðum króna á ári. Þar af nema þau tveimur milljörðum í Snæ- fellsbæ, 1,6 á Akranesi, tæpum milljarði í Grundarfjarðarbæ, 350 milljónum í Stykkishólmi og fjórum milljónum í Borg- arbyggð. Sjávarútvegur er snar þáttur í atvinnulífi Vesturlands, sérstaklega á Snæfellsnesi þar sem fiskveiðar nema um 40% af þáttatekjum svæðisins og fisk- vinnslu um 30%. „Ákvörðun um 30% kvóta- samdrátt í þorski er þungt áfall fyrir Vesturland. Ekki er ein- hugur meðal sjómanna, útgerð- armanna og sveitarstjórn- armanna um að nauðsynlegt sé að grípa til svo harkalegra að- gerða sem stefnir samfélögum í hættu. Því er mikilvægt að auka nú þegar hafrannsóknir við landið, samhliða því að auka dreifræði í fiskveiðiráðgjöfinni. Stjórn SSV telur mjög brýnt að mótvægisaðgerðir rík- isstjórnarinnar beinist að öllum svæðum Vesturlands sem ákvörðun um aflasamdrátt bitnar á. Stjórn SSV telur að rík- isvaldið eigi að grípa tafarlaust til aðgerða sem gera sveit- arfélögum, fyrirtækjum og ein- staklingum kleift að takast á við þessa erfiðleika og snúa vörn í sókn. Veigamikið er að sveitarfélög geti gripið til að- gerða fyrirfram en ekki eftir á, til að takast á við þann vanda sem framundan er. Stjórn SSV mun fylgjast grannt með að mótvæg- isaðgerðir ríkisvaldsins skili sér til Vestlendinga,“ segir í fréttatilkynningu frá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi. Þungt áfall fyrir Vestlendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.